Morgunblaðið - 04.11.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.11.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NOVEMBER 1977 Geir Hailgrímsson: — Stadgreiðslu- kerf i skatta... Framhald af bls. 1 frameftirspurn eftir vinnuafli svo ad jafnvætíi ríki á vinnumarkaðn- um. • Art hamla Kt*Kn óeðlilcRa örum víxlhækkunum verðlajís og kauf)- kjalds. Þoskafli <)f> vorðbólíía I stefnu forsætisráðherra kom einnifí eftirfarandi fram: 0 I áftústlok 1976 höfðu útlend- ingar veitt hér við land 50 þúsund tonn af fiski. í lok áfíústmánaðar nú höfðu útlendingar veitt hér við land aðeins 8000 tonn af fiski 0 Þorskafli á Islandsmiðum mun i ár nema um .525 þúsund tonnum. sem er verulejía yfir þeim miirk- um. sem fiskifræðinttar hal'a talið ráðlent en 20—25 þúsund tonnum minni afli en á árinu 1976 Rikis- stjórnin telur ekki unnt að beita svo harkalej>ri takmörkun sóknar. Mjög góð sala hjá Jóni Þórð- arsyni VELBATURINN Jón Þórðarson frá Patreksfirði seldi 80 lestir af góðum nelafiski í Cuxhaven i gærmorgun fyrir 181.918 mörk eða 17 milljónir króna. Meðal- brúttóverð á kíló var um 215 krönur og meðalskiptaverð á kíló 151 króna, sem er mjög gott verð. Uppistaðan í afla Jöns Þórðar- sonar var stór og fallegur ufsi. Mjög gott verð hefur fengist fyrir stóran ufsa á markaðnum í Þýzka- landi í haust, en islenzkir bátar hafa nokkrum sinnum selt þar stórufsa og ávallt fengið gott verð. . — Schtitz Framhald af bls. 2 lögreglumenn undir stjórn Karl Schutz. Sagði Aripbjörn að rannsóknamönnunum hefði ekkert orðið ágengt fyrstu mánuðina þrátt fyrir ýtarlega rannsókn. Beitt var nýtízkuleg- um aðferðum við rannsóknina, þ. á m. sjónvarpi og sagði Arin- björn að það hefði að miklu leyti verið fyrir notkun sjónvarps við rannsóknina sem málið upplýstist. Var í einum þáttanna spiluð segulbands- upptaka á samtali eins þeirra er frömdu verknaðinn og leiddi það til þess að hinir seku fundust. Morðin áttu sér rót i fjárkúgun þar sem fjögur vel menntuð ungmenni ætluðu að kúga tæpa milljón marka út úr rikismanni. Arinbjörn Kristinsson sagði að Karl Schiltz skrifaði bókina að nokkru leyti sjálfur en einnig væri hún skrifuð af blaðamanni og ritstjóra sem átti viðtöl við Schiitz um málið og rannsókn þess. Vegna þessarar íslenzku útgáfu ritar Karl Schiitz sérstakan formála að þýðingunni. Ber hann þar m.a. saman afbrotamenn þá sem frömdu morðin í Lebach og þá sem viðriðnir voru þau mál er hann rannsakaöi hérlendis. Að sögn Arinbjarn- ar kemur þar fram að þýsku ungmennin eru tiltölulega vel menntuó ungmenni og frá góðum heimilum en íslenzku sakborningarnir aftur á móti lítt gefin ungmenni og frá heldur slökum heimilum. að þorskafli minnki í 275 þúsund tonn en telur á grundvelli fyrir- liggjandi athugana unnt að byggja stofninn upp hægt og sig- andi með því að miða þorskafla á næsta ári við 315—325 þúsund tonn. 0 Horfur eru á nokkurri aukn- ingu verðbólgu. sem um mitt ár var komin niður i 26% á árs- grundvclli, og að hún verði uni 31—32%. Ilætta er á að hún vaxi fremur en minnki á næstu mánuðum. ef ekki verður að gert. ríkisfjArmAl Um fjármál ríkisins sagði Geir Hallgrímsson m.a. i stefnuræðu sinni að tryggja yrði hallalausan rekstur hjá rfkissjóði og öðrum opinberum aðilum þannig að ekki yrði um aðrar lántökur að ræða en til framkvæmda. Þetta þýðir: # Aukningu samneyzlu verður — Reykjanes- kjördæmi Framhald af bls. 2 ekki búinn að ákveða endanlega, hvort hann gæfi kost á sér, en Eirikur Alexandersson, bæjar- stjóri í Grindavík, mun ákveðinn í að gefa kost á sér. Þeir Helgi Hólm, útibússtjóri í Keflavík, og Sigurður Helgason, lögfræðingur í Kópavogi, sögðust ekki ætla að gefa kost á sér til framboðs fyrir Sjálfstæðisflokk- inn í Reykjaneskjördæmi. í Mosfellssveit verður fulltrúa- ráðsfundur i lok nóvember, sem tekur ákvörðun um fulltrúa til prófkjörsins. — Islenzk ópera Framhald af bls. 32. Aðalhlutverk í La Traviata syngja Ölöf K. Harðardóttir, sem syngur Violettu, Garðar Cortes sem syngur Alfred og Halldór Vilhelmsson syngur greifann föður Alfred. Ekki er búið að ákveða endanlega í önnur hlutverk, en alls eru 10 sönghlutverk i La Traviata. Eftir sýningar í Reykjavík verður farið með verkið út á land og eftir páska til Færeyja. Þegar ftalski hljómsveitar- og leikstjórinn fer utan mun Garðar Cortes taka við stjórn, en Magnús Jónsson mun þá syngja hlutverk Alfred. 1 Sinfóníuhljómsveitinni í Reykjavík eru nú 45 félagar en við óperuflutninginn mun leika hefðbundin óperusamstæða með um 30 hljóðfæraleikurum og Kór Söngskólans mun koma fram sem óperukór í verkinu. „Markmiðið er,“ sagði Garðar, ,,að á meðan verið er að sýna óperu verði önnur i æfingu og við erum nú að at- huga ýmsar óperur með flutning fyrir augum. Um það bil 120 manns standa að þessari stofnun og til þeirra allra er hægt að leita. Framkvæmda- stjóri verður ráðinn á næst- unni, en þær uppfærslur sem íslenzka óperan mun standa að miðast yið að beztu söng- kraftarnir á landinu hverju sinni fáist til starfa, að reyndir söngvarar komi fram og yngri söngvarar fái þjálfun." haldið í skefjum og hún miðast við áætlaða fólksfjölgun. þ.e. um 1H'%. # Dregið verður úr opinberum framkvæmdum um 5—7%. # Þrátt fyrir þennan samdrátt er stefnt að aukningu vegagerðar og hækkun bensíngjaids i því skyni. 0 Skattvisitala við álagningu 1978 verður sett 31% hærri en 1977. Þar með verður álagning tekjuskatts 1978 óneitanlega heldur þyngri en i ár vegna hækk- andi tekna. # Afla þarf viðbótartekna fyrir ríkissjóð eða draga úr ríkisút- gjöldum vegna launasamninga við opinbera starfsmenn. — Fimm Framhald af bls. 2 ráðsins fyrir 8. nóvember til stað- festingar á þvi að hún verði tekin til greina, ef til kemur. Sagði Vil- hjálmur að þessi hátturinn væri hafður á til að koma í veg fyrir að menn færu að safna undirskrift- um með spurningum, sem siðan yrði hafnað. Berist svo fleiri spurningar en fimm verða spurn- ingarnar teknar eftir þeirri röð, sem þær berast skrifstofu full- trúaráðsins. Vilhjálmur sagði að prófkjörs- listinn sjálfur yrði birtur i byrjun næstu viku. Framboðsfrestur er útrunninn og bárust tólf nöfn með meðmælendum, eins og Mbl. hefur skýrt frá, en sfðan bætir kjörnefnd á listann, þannig að minnst 32 nöfn séu á honum. Vil- hjálmur sagði, að af átta þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefði einn, Jóhann Hafstein, tilkynnt kjörnefnd formlega að hann ætlaði ekki að vera í kjöri. — Undanrennu- duftið Framhald af bls. 2 „Halldór E. Sigurðsson hefur alla tið viljað reyna að standa við samkomulagið, sem gert var 1969, og hann hefur gert sitt til þess. Þrátt fyrir vilja þessa ráðherra hefur framkvæmdin verið önnur því miður. í fyrsta lagi hefur framkvæmdin verið sú, að kex- gerðir hafa aldrei, mér vitanlega, fengið undanrennuduft á heims- markaðsverði, í öðru lagi hafa sælgætisgerðir yfirleitt fengið mjólkurduft á heimsmarkaðs- verði með hjálp ýmissa manna, meðal annars Halldórs E. Sigurðs- sonar, og mér ér kunnugt um að hann hefur lagt sig verulega fram við að koma málinu i höfn. — En þessu var hætt í apríl s.l. og síðan hafa sælgætisgerðirnar ekki fengið íslenzku hráefnin á heims- markaðsverði heldur á innan- landsverði. Á sama tima fá keppinautarnir, islenzka hráefnið á tæplega 1/5 þess verðs sem íslenzku fram- leiðendurnir hafa orðið að greiða fyrir það, og svo eiga íslenzk iðn- fyrirtæki að keppa við inn- flutning frá þessum aðilum, sem kaupa okkar eigið hráefni á tæp- lega 1/5 þess sem við þurfurn að greiða fyrir það,“ sagði Davíð. Þá sagði Davíð, að til þess að bíta höfuðið af skömminni væri verðið, sem íslenzku verk- smiðjurnar hefðu fengið sam- þykkt hjá islenzkum verðlagsyfir- völdum, miðað við heimsmarkaðs- verðió. „Því hljótum við að setja allt okkar traust á það að íslenzka ríkisstjórnin standi undanbragða- laust við þau fyrirheit, sem gefin voru við inngöngu íslands í EFTA. Það er bersýnilegt að þetta ástand er óþolandi áfram fyrir atvinnurekendur og nú eru aðeins þrír kostir framundan: Að ríkisstjórnin standi við gef- in loforð eins og er vilji land- búnaðarráðherra. Að viðskiptaráðherra leyfi framleiðendum að flytja inn mjólkurduft að utan á heims- markaðsverði. Að verksmiðjunum verði lokað,“ sagði Davíð Scheving Thorsteinsson. ■ „Mitt mat er það, að á mér og mínu fyrirtæki hafi verið framið gróft verðlagsbrot og ég tel því að mitt fyrirtæki eigi orðið stórfé inni, en ég get víst ekki gengið að neinum til að fá leiðréttingu nema til seljanda, og ég vildi gjarnan spyrja hvort það sé ekki rétt skflið hjá mér, að gróft verð- lagsbrot hafi verið framið og hvort seljandinn eigi ekki að skila þessu aftur og þá með málshöfð- un ef með þarf,“ sagði Magnús Ingimundarson framkvæmda- stjóri Fróns h.f. þegar Morgun- blaðið spurði hvað hann vildi segja um þau ummæli land- búnaðarráðherra að heims- markaðsverð ætti að vera á undanrennudufti innanlands. Þá sagði Magnús að Frón notaði u.þ.b. l'A tonn af undanrennu- dufti f hverjum mánuði. — Frakkar viðbúnir Framhald af bls. 1 tóku til fanga viðgerðarmenn sem unnu við járnbrautina, þar á meðal tvo franska tæknimenn. Franska stjórnin hefur hafið mikla diplómatíska herferð til að fá gíslana leysta úr haldi, en skæruliðar viðurkenna ekki að þeir hafi tekið þá. Sendimaðurinn Chayet, sem er háttsettur starfs- maður í franska utanríkisráðu- neytinu, gegnir mikilvægu hlut- verki í þessari baráttu. Alsírska fréttastofan segir að Chayet hafi rætt við tvo fulltrúa Polisario, Mohamed Salem Ould Salek og Omar Hadrani, ásamt dr. Mouloud Belahouane, forseta Rauða hálfmánans í Alsir. Válery Giscard d'Estaing for- seti hefur skorað á Houari Bou- medienne Alsírsforseta í orðsendingu að beita áhrifum sín- um til þess að frönsku föngunum verði sleppt. Rúmlega 2.000 Frakkar búa og starfa í Máritaníu og þar sem kosningar fara fram innan fimm mánaða í Frakklandi er frönsku stjórninni mikið í mun að tryggja það að gíslunum verði sleppt. Frakkar hafa einnig snúið sér til Líbýu og það virðist hafa borið árangur því i dag bað Abdel Salam Jalloud forsætisráðherra um fund í Paris í kvöld með Giseard d’Estaing. Jalloud hefur áður rætt við Boumedienne. — Jarðskjálfti og flóð . . . Framhald af bls. 1 Þetta er mesti jarðskjálfti sem fundizt hefur í Búlgariu i 80 ár og veggir hrundu og járnbrautatein- ar svignuðu að sögn búlgörsku fréttastofunnar. Fólk var flutt úr byggingum sem skemmdust í jarðskjálftanum. Fyrsti kippurinn fannst í eina mínútu þar sem jarðskjálftinn átti upptök sin og 14 minni kippir fundust á tveimur næstu klukku- tímum. Jarðskjálftinn var á jarð- skjálftabelti sem nær til Skopje, þar sem að minnsta kosti 1000 fórust í jaróskjálfta 1963, og Búkarest, þar sem rúmlega 1500 biðu bana í marz á þessu ári. Þess jarðskjálfta varð einnig vart í Búlgaríu þar sem 125 fórust. Vægra jarðskjálfta varð vart i Albaníu i tvo daga í siðustu viku, en þeir ollu ekki tjóni. Snarpasti kippurinn fannst í Elbasan og mældist 3,5 stig á Richter. Vægur kippur fannst í dag i héraðinu Kosovo i Suður- Júgóslavíu og olli skelfingu og minniháttar tjóni í smábænum Srbica. Tvö skólabörn meiddust lítilsháttar þegar skelfing greip um sig og sex hjartasjúklingar voru fluttir i sjúkrahús. Tjón varð á nokkrum opinberum bygging- um og einkahúsum. — Háhyrningur Framhald af bls. 32. þegar hún var lögð af stað hingað bilaði hún alvarlega og varð að halda til Reykjavikur á ný. Mart- in Padley dýratemjari, sem dvalið hefur á Höfn í nokkra daga, taldi ekki ráðlegt að halda háhyrningn- um lengur i girðingunni á Höfn, þegar útséð var með að hann kæmist til Frakklands i dag. Háhyrningurinn var því hifður um borð í Hafnarnes, sem fór með hann hér út fyrir og sleppti hon- umþar. jens — Carla Hanna Framhald af bls. 19 hóp. Carla gat sagt „My home is my Castle", því þar undi hún sér best og var drottning í ríki sínu. Hún mátti ekkert aumt sjá og voru þau Þórir samtaka að rétta hjálparhönd hvar sem þau gátu komið þvi við. Þeir eru orðnir margir vinirnir og samferðamennirnir, sem kvatt hafa þennan heim á undanförn- um árum og nú síðast Carla Proppé, sem við kveðjum með söknuði og jafnframt færum við börnum og ástvinum hennar okkar dýpstu samúðarkveójur, en það er huggun harmi gegn, að ég veit að látinn lifir. Oddur Helgason — Minning Sigríður Framhald af bls. 22 og afköst Ingibergs. En samfara fyrstu kynnum við hans heimili kont virðing ntín fyrir myndar- skap og reisn húsfreyjunnar. Snyrtimennska og háttprýði barna þeirra, báru fagurt vitni þeim áhrifum, sem heintilið veitti. An þess að nokkurn tíma hafi verið unt það talað beinlinis, þykist ég vita, að þau Sigríður og Ingibergur hafi byrjað búskap, 10—12 áruni áður en við kynnt- umst, með tvær hendur tómar. Þeir eiginleikar i fari þeirra beggja sem mér varö í upphafi starsýnt á, hafa eflaust valdið þvi, að þegar við kynntumst fyrst höfðu þau komið sér þannig fyrir, að þau áttu elskulegt heimili, sent veitti bæði þeirra börnum og krakkastóðinu úr hverfinu, sem fylgdi, athvarf og risnu ásamt elskulegu uppörfandi viðmóti. þegar leikurinn barst að þeirra heimili. Þar var frú Sigriður hin góða, ákveðna en þó glaðværa og milda islenzka húsmóðir, sem ég held aö hafi haft þá eiginleika að laða að sér fólk sem hún blandaði geði við. Börnin min, sem vegna vin- skapar og skólafélagsskapar við son hennar, nutu þess að þekkja hana, þakka henni viðkynning- una og alla vinsemd og greiða þeim veittan. Við hjónin þökkum henni viðkynninguna og nábýlið á þeint árum, sem við eftir á sjáunt, að hafa verið beztu ár ævinnar. árin sem þau hjónin og við nutum þess að vera að reyna að koma börnunum okkar til manns. Sjálf- um er mér ógleymanleg samvera i nokkra daga með þeint hjónum, Sigríði og Ingibergi fyrir löngu austur við Þingvallavatn, þegar yngstu börn okkar voru lítil. Sá hópur, sem fyrir var hér í Melgerði, þegar við tókum okkur hér bólfestu, er að mestu horfinn héðan þó nokkrir séu eftir. Var því orðið vik milli vina og sam- gangur Iítill þó að við Ingibergur séurn búnir að vera samstarfs- menn uni all langan aldur. En svo vel kynntist ég minum gömlu ná- grönnum, að ég yeit að ég rná mæla fyrir munn þeirra allra, en ég færi Sigríði Halldórsdóttur þakklæti mitl og míns fólks fyrir viðkynninguna og votta henni virðingu ntína vegna þeirra mannkosta, sem ég tel mig hafa fundið hjá henni, sem mér finnst líkjast því bezta, er ég minnist frá minni æsku. Nú vildi ég gjarna, að ég hefði haft einurð tíl þess að láta hana vita skoðun mína á með- an enn var tækifæri til. Ingibergi og börnunum votta ég dýpstu samúð. Kópavogi, 1. nóv. 1977. Sigurgeir Jóiisson. Staksteinar I ramhald af bls. 7 Tillaga þessi byggir á því, að viðskiptadeild Háskóla íslands og Þjóð- hagsstofnun hafi umsjón með þáttum þessum. Það þýðir þó engan veginn það, að flutningsmaður telji að einungis hag- fræðingar og nemar í viðskiptafræðum komi fram í þeim. Nauðsynlegt er, að í þeim sameinist sú þekking, er fæst fyrir bók- legt nám, og ekki síður sú, er fæst fyrir reynslu í lífsins skóla. Forustumenn í atvinnu- lífinu, úr röðum vinnuveit- enda og launþega, fulltrúar einstakra starfs- stétta og stjórnmálamenn þurfa að koma fram í þeim líka." Hér er hreyft mjög merkilegu efni. Aðgerðum til hömlunar verðbólgu og jafnvægis í efnaagslífi þjóðarinnar verður naum- ast beitt með árangri, nema þær eigi hljóm- grunn í hugum og réttæltisvitund almennings, nema þær eigi almanna byr og stuðning Sá almannabyr kemur ekki nema með aukinni þekkingu og yfir sýn fólks á aðstæðum og lögmálum efnahagslífsins. Þessi almannaskilningur virðist fyrir hendi með nágrannaþjóðum okkar, sem flestar hafa lækkað verðbólguvöxt . í 10—15% á ársgrund- velli. Hér hefur skort á almenningsfræðslu um efnahagsmál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.