Morgunblaðið - 04.11.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.11.1977, Blaðsíða 7
 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1977 7 r Jafnvægi í menntun og atvinnu ungs fólks Guðmundur H. Garðars- son og fjórir aðrir þing- menn Sjálfstæðisflokks hafa flutt stórmerka til- lögu til þingsályktunar um athugun á vinnuaflsþörf íslenzkra atvinnuvega í nánustu framtið, með sér- stöku tilliti til atvinnu- möguleika ungs fólks. Sérstök áherzla verði lögð á að ganga úr skugga um, hvort æskilegt jafnvægi sé milli menntunar ungs fólks annars vegar og eðli- legra þarfa atvinnuveg- anna hins vegar i þessum efnum. Athugun þessari skal lokið fyrir árslok 1978. í greinargerð er vakin athygli á þeirri staðreynd að milljónir ungra manna, sem hafa lokið margvis- legu námi i nútíma þjóð- félögum nágrannalanda, hafi ekki fengið atvinnu við sitt hæfi, að loknu löngu og kostnaðarsömu námi. Er vitnað til ráðherrafundar OECD, Efnahags og framfara- stofnunar Evrópu, sem haldinn var i Paris sl. sumar, þar sem þetta vandamál var tekið til sér- stakrar meðferðar. Sam- kvæmt upplýsingum Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar, ILO, munu um 7 milljónir manna undir 25 ára aldri vera atvinnu- lausir i aðildarríkjum OECD. Það eru um 40% allra atvinnuleysingja i þessum rikjum. Hérlendis hefur þessarar þróunar ekki orðið vart að nokkru marki. Þó munu þess of mörg dæmi, að ungt fólk, sem lokið hefur sérnámi, kemur að luktum dyrum eða mettaðri vinnuafls- eftirspurn viðkomandi atvinnugreinar, þó ekki sé um atvinnuleysi hér á landi að ræða — á heildina litið. Búast má við þvi, að á næstu árum verði hreyfing til hins verra i þessum efnum, ef ekki verður hugað að þessum málum i tæka tið. Hér hreyfa Guðmundur H. Garðarsson og sam- flokksmenn hans tima- bæru og athyglisverðu máli, sem gefa verður vaxandi gaum að, áður en í óefni er komið. Er ekki vafi á þvi að ungt fólk, sem nú sinnir margvislegu sérnámi, eða hyggur á slikt nám, hvort heldur sem um er að ræða háskólanám eða annað sérnám, fagnar þessari til- lögu. Það er keppikefli hverrar þjóðar að sem flestir geti notið mikillar og góðrar menntunar en sú viðleitni getur verið unnin fyrir gýg eða haft takmarkaða þýðingu ef menntunin kemur ekki að þeim notum sem stofnað var til með löngu og erfiðu námi, auk þess sem það hlýtur að valda viðkomandi einstakling- um fjárhagslegu tjóni og sársauka að sjá vonir ekki rætast að námi loknu. Almanna- fræðsla um efnahagsmál Jón Skaftason (F) hefur flutt tillögu til þingsálykt- unar, þess efnis, að sjón- varpið hefji svo fljótt sem verða má reglulega upp- lýsinga- og fræðsluþætti um efnahagsmál í umsjá viðskiptadeildar Háskólans og Þjóðhags- stofunar. í greinargerð segir orð- rétt: „Margir eru nú uggandi vegna þeirrar stefnu, sem efnahagsmál landsins virðast vera að taka. Yfir- standandi verkfall, vax- andi verðbólga, erlend skuldasöfnun, fallandi gjaldmiðill og yfirvofandi hætta á eyðileggingu náttúruauðlinda eru dæmi --------------------------, um málefni, sem gefa tilefni til þessa uggs. Allt á sitt upphaf. Þegar vandamál rísa, þarf að finna orsakir þeirra, ef von á að vera um úr- bætur. Hverjar eru réttar orsakir ofannefndra vandamála? Fjarri fer því, að landsmenn séu sam- mála um svör i þeim efnum. í lýðræðisþjóðfélagi er forsenda þess, að réttar ákvarðanir verði teknar — m.a. i efnahagsmálum — sterkt almenningsálit, sem byggist á þekkingu á grundvallaratriðum efna- hagslífsins. Frá lokum siðari heims- styrjaldar hefur áralöng verðbólga verið undirrót velflestra vandamála efnahagslífsins og undir- rót fleiri siðferðilegra vandamála en mörgum kann að virðast i fljótu bragði. Af hverju stafar þessi verðbólga? Af hverju gengur okkur svo miklu verr en öðrum menningarþjóðum að ráða við hana? Er sú útbreidda skoðun meðal landsmanna, að velflestir græði á verð- bólgu, á rökum reist eða helber vitleysa? Þetta eru spurningar, sem brjóta þyrfti til mergjar i þáttum þeim, sem lagt er til i tillogu þessari að sjónvarpið hefji. Margar fleiri mætti nefna, en það biður framsögu málsins. Framhald á bls 18. sýnishorn af hinu fjölbreytta úrvali af kertastjökum og bökkum Innlendi iðnaði EIK TEAK og OREGONFURA ávalllt fyrirliggjandi. Timburverzlunin Yölundur hf. KLAPPARSTIG 1. SÍMI 18430 — SKEIFAN 19 SIMI 85244 Orð krossins Fagnaðarerindið verður boðað frá Trans World Radio, Monte Carlo, á hverjum laugardags- morgni kl. 1 0.00—10.15. Sent verður á stutt- bylgju 31 metra, (9,5 MHZ.) Orð Krossins, pósth. 4187, Reykjavik. Gunnar Benediktsson Sínum augum lítur hver á silfrið Steindór Steindórsson og Halldór Kristjánsson dæma bók séra Gunnars Benediktssonar, í flaumi lífsins fljóta, í sérflokk og Halldór telur að kenna ætti vissan kafla úr henni í unglinga- skólum. Árni Bergmann sér ekki út fyrir naflann á Þorbergi en Erlendur Jónsson virðist verða fyrir vonbrigðum sökum þess að væntanleg- ur byltingamaður svalt ekki heilu hungri i æsku. Það má því með sanni segja að sínum augum liti hver á silfrið. />ÓÁY/UÍ(/l/fl/// ()/ 'I/ &(.)/'/)'"///' Vesturgötu 42, Simi: 25722

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.