Morgunblaðið - 04.11.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1977
11
2. GREIN
og kaupa það, sem þá vanhagar
helzt um. Þeir hafa dregizt aftur
úr í tæknikapphlaupinu á undan
förnum árum, en tækniþörfin
mikil og lætur því að líkum, að
vélar og margvísleg áhöld eru
mikill hluti innflutningsins
(meira en 40%). Afgangurinn er
mestan part matvæli (korn). Þeg-
ar harðnar á dalnum í Sovétríkj-
unum er þess aldrei langt að bíða,
að farið sé að vinna að bættri
sambúð við vesturlönd. ..
Almenningur í Sovétríkjunum
gengst aðallega fyrir peningum
og er það engin nýlunda. Það er
yfirvöldum þægilegt að sumu
leyti en gerir þeim erfitt fyrir að
öðru leyti. Meðan þau borga hafa
þau stjórn á almenningi án þess
að þurfa að beita hörðu — en á
hinn bóginn veitist þeim alltaf
erfitt að anna eftirspurninni og
halda uppi sæmilegum lífskjör-
um. Samt hefur neyzla á nef hvert
aukizt töluvert í Sovétrikjunum á
síðustu tuttugu árum. En hún er
að visu ennþá langtum minni en
gerist i mörgum Evrópuríkjum.
Það munar alltaf svo miklu á
framboði og eftirspurn i Sovét-
rikjunum að það er engin furða.
því og verði ekki. Þetta samkomu-
lag er i meginatriðum þannig, að
ríkið heldur uppi nægri og
öruggri atvinnu, sér í gegnum
fingur við menn þótt þeir fremji
„efnahagsglæpi'1, sér fyrir þeim,
sem einhverra hluta vegna eru
ófærir til vinnu, eykur fram-
leiðslu neyzluvara eftir þvi sem
það getur og heldur verði stöðugu
(með ærnum tilkostnaði), liður
drykkjuskap, alls kyns vanrækslu
og slóðahátt í starfi — en
almenningur er fyrir sitt leyti til
friðs. Herinn fær svo sinn skerf,
rausnarlegan að venju; og hafa þá
allir fengið sitt. Þetta er bara
nokkuð gott fyrirkomulag — á
meðan stjórnin á vís lán frá
VesturEvrópu og korn frá
Ameriku.
En því miður bendir ýmislegt
til þess, að það dugi ekki öllur
lengur. Efnahagurinn hefur
hækkað mun hægar eftir 1970 en
áður. Framleiðni hefur aukizt
ákaflega hægt. Og árin 1972 og
1975 urðu uppskerubrestir, svo
miklir, að áhrifa þeirra gætir enn.
En auk þess hefur stáliðnaðurinn
dregizt aftur úr áætlunum.
Afleiðingarnar eru þær, að allur
vöxtur hefur hægzt mjög, eins og
■ ■ ' :'■■:■■'•■ :•■■'•■ ... •• ■.• ■ .
að svartamarkaðsbrask er orðið
mjög útbreitt. Sama er að segja
um óleyfilega framleiðslu. Þessir
„efnahagsglæpir" eru svo algeng-
ir orðnir, að yfirvöld lýstu nýlega
yfir því, að ekki væri lengur hægt
að koma í veg fyrir þá með
„venjulegum" ráðum. En því má
bæta við, að glæpir þessir eiga
mikinn þátt í því, hve mútuþægni
er mikil meðal embættismanna. . .
Fjölmargir hafa álitlegar auka-
tekjur af ólöglegri framleiðslu og
braski og jafnvel eru dæmi til
þess, að ólöglegar tekjur manna
séu hærri en launin frá ríkinu.
Nokkuð er það, að sumum hefur
tekizt með einhverjum hætti að
búa ótrúlega vel um sig. Sumar-
bústaðir, bílar og innfluttar mun-
aðarvörur ganga kaupum og söl-
um við geypiverði — og alltaf
kaupa einhverjir. Má fara nærri
um sálrænar og pólitískar afleið-
ingar af þessu ólöglega braski
öllu.
Flokksmennirnir og skrifræðis-
mennirnir halda svo fast i völdin
Og forréttindi sín, að það er borin
von, að dregið verði úr miðstjórn
og svigrúm aukiö í efnahagsmál-
um á næstunni. „Umbæturnar"
árið 1965 voru óverulegar og áhrif
þeirra hverfandi og voru þær
sannarlega ekki til þess fallnar að
vekja manni bjartsýni. Og jafnvel
þótt ráðamenn væru reiðubúnir
að slaka svolítið á efnahagsstjórn-
artaumunum gætu þeir það ekki
með góðu móti. Það færi allt í
háaioft ef ekki yrði ævinlega næg
og örugg atvinna handa öllum.
Það má segja, að yfirvöldin og
almenningur hafi með sér sam-
komulag, þótt aldrei sé haft orð á
fyrr sagði og verið svo hægur það
sem af er þessu ári, að ekki eru
dæmi til annars eins eftir strið.
Er nú minnstur uppgangur í
Sovétríkjunum allra Austur-
evrópuríkja — og þó búa fáir við
aðrar eins auðlindir og Sovét-
menn.
I Sovétríkjunum eru geysi-
miklar olíulindir, enda hafa
Sovétmenn mikinn hagnað af út-
flutningi olíu og ýmislegs, er þeir
vinna úr henni. Þrátt fyrir þetta
spá ýnisir bandarískir sérfræðing-
ar þvl að alvarlegur orkuskortur
verði í Sovétrikjunum áður langt
Iíði — og einkum og sér í lagi
olluskortur. Muni þar koma innan
skamms, að Sovétmenn geti ekki
lengur allt í senn fullnapgt orku-
þörfinni innan lands séð Austur-
evrópurikjum fyrir olíu og flutt
út I stórum stil til vesturlanda, og
verði þeir neyddir til þess að rifa
seglin eitthvað.
Það kann að hafa viðtækar af-
leiðngar innanlands er stjórnvöld
geta ekki lengur uppfyllt kröfur
almennings og hersins. En láns-
traustið utan lands hlýtur að
rýrna, ef útflutningurinn
minnkar.
Það kemur i ljós á nokkrum
næstu árum, hvort sovézka efna-
hagskerfið lifir þessa örðugleika
af. Það hefur gert það áður þótt
ólíklegt virtist — en það var
sveigjanlegra í þann tið. Nú er
spurningin, hvort það er ekki
orðið svo stirt og þungt i vöfum,
að það eigi sér ekki viðreisnar
von.
— GREGORY GROSSMAN.
Myndir og munir úr Þjód-
minjasafninu á kortum
Um langt árabil hefur Sólar-
filma haft náið samstarf við Þjóð-
minjasafn íslands í sambandi við
útgáfu korta og skuggamynda. Á
þessu hausti koma út 9 jólakort af
myndum og munum úr safninu.
Hér er um að ræða 4 kort af
vatnslitamyndum eftir W.G. Coll-
ingwood (1854—1932), vatnslita-
rnynd af Skálholtsstað i biskups-
tíð Hannesar Finnssonar (1789),
en þessi mynd er eftir Edward
Dayes (1763—1804), málverk af
Reykjavík 1862 eftir A.W. Fowles
og málverk, er nefnist „Kvöld-
vaka í baðstofunni" eftir
H.Aug.G. Sehiött (1823—1895).
Hin tvö síðast nefndu eru gefin út
i tveim stærðum, bæði stærðinni
12x16.5 cm„ en öll kort úr safninu
eru í þeirri stærð, en auk þess
tvöfalt stærri.eða 15x21 cm.
Þá rná nefna mynd af Maríu
himnadrottningu, málverk á al-
taristöflu frá Ögri frá lokum 15.
aldar (flæmskt verk) og hluta af
útsaumaðri rúmábreiðu frá 17.
öld, fæðing Jesú og skírn. Öll kort
úr Þjóðminjasafni eru prentuð á
vandaða gerð gljápappirs. Kortin
eru unnin í Grafik h.f. og héfur
verið reynt að vanda til útgáfunn-
ar eftir föngum.
VINNINGAR
í HAPPDRÆTTI
IÐNKYNNINGAR
1 45 fm sumarhús að verðmæti kr. 4.6 milljónir kom á miða nr 7750
2. — 51 Fatavinningar að verðmæti kr. 28.000 hver komu á miða nr.:
1730 9726 22217 30117 37457 45273 51574 76775
2520 10468 24905 31443 37714 45557 52753 80339
4612 11202 28629 32432 40764 45982 53190 85495
5107 12501 28771 33402 42970 47768 55061 85591
7020 12756 29061 33484 43054 48199 62240 86275
7733 18282 30101 36938 44547 49131 67663 88718
49392 88769
Vinninga má vitja að Haliveigarstíg 1, 4. hæð.
HAPPDRÆTTI IÐNKYNNINGAR
í REYKJAVÍK
(fö krommenie gólfdúk: níðsterkur,
einstæð hönnun, hagstætt verð og
það er auðvelt, að halda honum
hreinum.
Hvers getið
Seljum málningavörur
\ og margt fleira.
þer krafist
frekar af
gólfdúk? fi
Gólfdúkur á gólf og veggi! Síðumúla15 sími 3 30 70