Morgunblaðið - 04.11.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.11.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1977 Af úrslitum þessara fyrstu leikja má ráða, að þar hafi ríkt hörkubarátta og að Iiðin í 3. deild séu tiltölulega jöfn að styrkleika. Má því gera ráð fyrir skemmti- legri keppni um sæti i 2, deild að ári. Liðin, sem keppa í 3. deild eru þessi: ÍBK, UBK, UMFA, Dalvík, UMFN, ÍA, Þór-Ve og Týr. Urslit þeirra 9 leikja, sem hafa farið, eru þessi: UMFN — ÍA...................17:19 IBK — Týr frestað UBK — Týr frestað Týr — UMFN 20:20 ÍA — Dalvik 24:11 Þór — UMFN 19:20 IBK — Dalvik 25:21 UBK — UMFA 29:28 ÍA — Þór 15:16 UBK — Þór 26:26 UMFA — ÍBK 26:25 Samkvæmt þessu er staðan í 3. deild þannig: ÍA UBK UMFN Þór ÍBK UMFA Týr Dalvik I roti! ALLT 1 PATI — Það fer ekki milli mála að svissneski dómarinn Hongerbuhler hefur steinrota/t eftir áreksturinn við Asgeir Sigurvinsson í leik Standard Liege og AEK I fyrrakvöld. Myndin er tekin nokkrum sekúndum eftir athurðinn. Dómarinn liggur á vellinum en Asgeir, i dökkri skyrtu þriðji frá vinstri, gefur merki um að aðstoðar sé þörf. Aðrir leikmenn þyrpast á vettvan,;. Dómarinn rankaði ekki við sér fyrr en honum hafði verið gefið súrefni. Athurður þessi þótti svo óvenjulegur. að hans var sérstaklega getið í frásögnum erlendra fréttastofnana. Asgeir meiddist ekkert við áreksturinn. seni var algert óviljaverk. SfmamyndAP Körfuknattleikun og héldu markinu hreinu Hvað eftir annað varði Guðmundur Baldursson stórkostlega i markinu og i miðju varn- arinnar áttu Ágúst Hauksson og Bene dikt Guðmundsson stórleik, en allir i islenzka liðinu léku vel „Ég legg þennan sigur að jöfnu við sigur yfir Wales i A-landsleik, þvi í welska liðinu voru eintómir atvinnu- menn hjá þekktum enskum liðm, svo sem Manchesterliðunum, Leeds og Chelsea, ' sagði Helgi Daníelsson í islenzka liðinu léku i gær Guð- mundur Baldursson, Fram, Benedikt Guðbjartsson og Pálmi Jónsson, báðir FH, Benedikt Guðmundsson, Breiða- bliki, Ágúst Hauksson, Þrótti, Kristján B Olgeirsson, Völsungi, Helgi Helga- son, Völsungi, Skúli Rósantsson, Keflavík, Páll Ólafsson, Þrótti, Arnór Guðjohnsen, Víkingi, og Ingólfur Ingólfsson, Stjörninni Sigurður V Halldórsson, Breiðabliki, kom inná i lokin fyrir Ingólf. Stórkostlegt og óvænt, segir Ellert ,.Þetta er stórkostlegur árangur og vissulega óvæntur,'' sagði Ellert B Schram. formaður KSÍ. í samtali við Mbl í gærkvöldi ..Það áttu fáir von á sigri þar sem okkur tókst aðeins að ná jöfnu á heima- velli En strákarmr hafa gert alla spá- dóma að engu og þessi árangur sýnir að gott gengi okkar í unglingakeppn- inni undanfarin ár er engin tilviljun Við höfum komizt í lokakeppnma fimm sinnum á siðustu sex árum og er árangur. sem aðems frægar knatt- spyrnuþjóðir geta státað af Sigurmn í Wales er enn em rós i hnappagat Lárusar Loftssonar og annarra islenzkra þjálfara, sem hafa séð úm íslenzku unglingalandsliðm undanfarin ár." Ellert sagði að það væri ætið vanda- mál að fá frí fyrir piitana á vorin vegna lokakeppninnar, sem venjulega fer fram í maí, en piltarnir eru allir i skólum og standa próf þar sem hæst á þessum tima Ellert sagði að þetta hefði þó alltaf bjargast og hann kvaðst vona að svo yrði einnig næsta vor, þegar unglmgaliðið færi til Póllands Koma heim í dag Piltarnir koma heim í dag með flug- vél frá Glasgow Þeir lenda í Keflavík um sexleytið og verða væntanlega komnir til skrifstofu KSÍ um áttaleytið — SS. — VIÐ erum auðvitað sælir og ánægðir og jafn undrandi og allir aðrir, sagði Helgi Danielsson, farar- stjóri íslenzka unglingalandsliðsins i knattspyrnu, sem öllum á óvart sigr- aði landslið Wales i gærdag úti t Wales 1:0. Fyrri leiknum á Laugar- dalsvelli lauk með jafntefli 1:1 og er ísland þar með komið i úrslitakeppn- ina með samanlagða markatölu 2:1 en úrslitakeppnin fer fram i Póllandi i mai næsta vor. Sigurmark íslands skoraði Ingólfur Ingólfsson úr Stjörnunni. Leikið var í Bridgend á mjög slæm- um velli Hávaðarok var að sögn Helga Daníelssonar og léku íslenzku piltarnir undan vindinum í f.h Walesmenn sóttu meira til að_byrja með en islenzku piltarmr sóttu í sig veðrið Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks tók Páll Ólafsson langt innkast, Benedikt Guðmundsson skallaði boltann inn í vítateiginn þar sem Arnór Guðjohnsen lenti i návígi við varnarmann Wales og frá þeim barst boltinn til Ingólfs Ingólfssonar, sem var í dauðafæri tvo metra frá marki og hann skoraði örugglega Á 8 minútu s.h var Páll Ólafsson rekinn af velli. Páll var bókaður i fyrri hálfleik og ætlaði dómarinn að sýna honum gula spjaldið, en uppgötvaði þá að Páll hafði hlotið bókun fyrr i leiknum og varð hann að sýna það rauða i staðmn Brot PáJs var ekki þess eðlis, að réttlætti útafrekstur En ekki þýddi að deila við dómarann og það sem eftir var af leiknum juku leikmenn Wales pressuna að marki íslands Og þótt islenzku leikmennirnir væru ein- um færri og lékju á móti roki og rigningu börðust þeir aðdáunarlega vel Ingólfur Ingólfsson skoraói markið, sem tryggði Íslandi far- seðilinn í úrslitakeppnina í Pól- landi næsta ár. Páll Olafsson var rekinn af velli snemma í s.h. og léku íslending- arnir þvf lengi vel einum færri. Hart barizt í 3. deild ISLANDSMÓTIÐ I 3. deild karla I handknattleik hófst 15. október s.l. Hafa nú verið leiknir 9 leikir af 11, sem ráðgerðir voru til þessa tíma, en tveim leikjum var festað vegna samgönguerfiðleika. Akranesi 5. nóv. kl. 14.00, ÍBK — UBK í Njarðvík 5. nóv. kl. 15.55, UMFA — Týr i Ásgarði í Garða- bæ 6. nóv. ki. 15.00. Óvæntur sigur og fs- land komst í úrslitin Næstu leikir eru: Þór — UMFA i Vestmannaeyjum 5. nóv. kl. 13.30, Dalvík — UMFN á Akur- eyri 5. nóv. kl. 14.00, ÍA — Týr á íslandsmótið af stað um helgina Á MORGUN, laugardaginn 5. nóvember, hefst Islandsmótið í körfu- knattleik, hið 27. í röðinni. Af þvf tilefni boðaði stjórn Körfuknatt- leikssambands Islands til fundar með blaðamönnum, þar sem kynnt var starfsemi vetrarins. Aðeins 12 menn utan LANDSLIÐIÐ i handknattleik leikur i kvóld fyrsta leikinn af sex i hálfs- mánaðar keppnis- og æfingaferð um þrjú Evrópulönd Leikurinn i kvöld er við iandslið Vestur-Þýzkalands og fer hann fram í borginni Ludwigshafen. Seinni leikur þjóðanna fer fram á morgun Aðems 12 leikmenn fóru i þessa ferð. þvi Viggó Sigurðsson komst ekki utan vegna meiðsla Má þvi ekkert útaf bregða i förinni. þvi engir varamenn fóru með Fyrst kom fram, að í íslands- mótinu, sem fer í hönd, taka þátt að mestu leyti sömu lið og í fyrra. Eitt nýtt lið, Mímir frá Laugar- vatni, bætist í hópinn, en Frí- mann, sem lék í 3. deild i fyrra, tilkynnti ekki þátttöku að þessu sinni. I mótinu taka þátt 79 flokk- ar og u.þ.b. 1140 keppendur. Leik- ir vetrarins verða um 360 talsins með minnibolta og bikarleikjum. Núverandi Islandsmeistarar IR hafa oftast borið sigur úr býtum í 1. deild, 14 sinnum, KR hefur sigrað 5 sinnum, ÍKF 4 sinnum, IS tvisvar og Ármann einu sinni. Á næsta keppnistimabili verður komið á fót svokallaðri úrvals- deild, þar sem leika munu 6 lið. Fimm efstu deildarinnar i vor hljóta sæti i úrvalsdeildinni og það lið, er lendir í sjötta sæti leikur við sigurvegara 2. deildar um eitt sæti. Þá kom fram, að unglingalands- liðið fór i keppnisferð til Bret- lands í september og lék Iiðið 4 leiki, tvo gegn Skotum og tvo gegn Englendingum. Sigur vannst i öðrum leiknum gegn Skotlandi 76:74, en aðrir leikir töpuðust, 72:76 fyrir Skotlandi og 65:106 og 47:87 gegn Englandi. Dagana 21.—23. apríl verður haldið hér á landi Norðurlanda- mót (POLAR CUP) í körfuknatt- leik og er það aðalverkefni is- lenzka landsliðsins í vetur. Ýmís önnur verkefni eru þó hugsanleg, t.d. keppni í Noregi í janúar og í Portúgal í maí. Engar ákvarðanir hafa þó enn verið teknar um þessi mál, þar sem landsliðsnefnd, sem sjá mun um allan rekstur lands- liðsins i vetur, hefur enn ekki verið skipuð að fullu. Mjög mikil- vægt er, að landsliðinu verði sköpuó næg verkefni fram að POLAR CUP. PÉTUR1PLAYBOY! Til gamans má geta þess, að i nýjasta hefti tímaritsins Playboy er grein um bandariskan háskóla- körfuknattleik. i greininni er m.a. skrifað um lið University of Washington, en með því liði leik- ur Islendingurinn Pétur Guð- mundsson. Er greinilegt, að mik- ils er vænst af Pétri, því hann er einn leikmanna liðsins nefndur á nafn. Pétur, sem er 2,17 m á hæð og 130 kg að þyngd. er nýliði i Washington-Iiðinu og mun að lík- indum breyta leikskipulagi þess. en mjög óvenjulegt er, að nýliðar leiki svo stór hlutverk í liðum sínum. ag/gg ÞJÁLFARI ÓSKAST U.M.F. Víkingur Ólafsvík, óskar að ráða knatt- spyrnuþjálfara nk. sumar. Nánari upplýsingar gefur Gylfi Schewing I síma 6217 og 6108 (vinnusími). Haukur í fullu fjöri FRÁ ÞVl var skýrt á iþróttaslð- unni á laugardaginn, að hinn frækni göngugarpur Haukur Sigurðsson á Ólafsfirði væri fót- brotinn. Jakob fréttaritari Mbl. á Ólafsfirði hringdi í gær og vildi leiðrétta þetta, kvað Hauk í fullu fjöri og hefði hann æft undir stjórn Björns Þórs Ólafssonar s.l. tvo mánuði ásamt öðrum göngu- mönnum á Ólafsfirði. Þá var mishermt að Tómas Leifsson væri þriðji maðurinn f landsliðinu f Alpagreinum. Það er Hafþór Júlíusson, tsafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.