Morgunblaðið - 12.11.1977, Page 1
40 SÍÐUR OG LESBÓK
242. tbl. 64. árg.
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Samið um veiði
á Barentshafi
Osló, 11. nóvember. Reuler.
NORSKA stjórnin sam-
þykkti í dag drög að samn-
ingi við Rússa um bráða-
birgðalausn á deilu þeirra
um fiskveiðar á Barents-
hafi.
Samkvæmt sameigin-
legri yfirlýsingu ríkis-
stjórna landanna giidir
samningurinn aðeins til 1.
júlí á næsta ári.
Bráðabirgðasamningur-
inn byggist á þeirri ákvörð-
Sprengiefni
finnst á ný í
Stammheim
Stuttgart, 11. nóvember. Reuter.
MEIRA sprengiefni fannst í
dag ( klefum fanga úr Baader-
Meinhof-samtökunum í hinu
rammgerda Stammheim-
fangelsi.
AÍIs fundust um 400 grömm
af dýnamíti í klefa sem í var
til skamms tíma Ingrid Schu-
bert er afplánar 13 ára dóm
fyrir morðtilraun og hjálp sem
hún veitti Andreas Baader til
að flýja úr fangelsi.
Áður fundust 270 grömm af
sprengiefni við leit í klefum
Baader, Jans-Carl Raspe og
Gudrun Ensslin eftir dauða
þeirra í síðasta mánuði.
Frú Schubert var flutt i ann-
að fangelsi skömmu áður en
þau fundust látin. Hún var ein
þeirra 13 hryðjuverkamanna
sem ræningjar Lufthansa-
vélarinnar kröfðust að leystir
yrðu úr haldi.
Vilja semja
um Palmers
Vín. 11. nóvember. Reuter.
TENGDASONUR austurríska
auðmannsins Walter Palmers
skoraði í kvöld á ræningja hans
að hafa samband við fjölskyldu
hans og sagði að hún væri fús að
greiða lausnargjald ef hann yrði
látinn laus.
Fresturinn til að greiða lausn-
argjaldið rennur út á hádegi á
morgun, en fjölskyldan telur sig
ekki geta náð saman þeirri upp-
hæð sem mannræningjarnir
krefjast fyrir þann tíma. Hins
vegar sagði tengdasonur Palmers,
H. Wilhelm, að fjölskyldan hefði
nógu mikið fé handbært til að
Framhald á hls. 22.
un Norðmanna og Rússa að
lýsa yfir 200 mílna efna-
hagslögsögu á Barentshafi,
þótt þeim hafi ekki tekizt
að semja um skiptingu
landgrunnsins.
Samkvæmt samningnum eiga
norskir og sovézkir sjómenn að
stunda veiðar samkvæmt lögum
landa sinna. Lögsaga annars
landsins nær ekki til skipa frá
hinu. Norðmenn og Rússar
ákveða aflakvóta skipa frá öðrum
löndum.
í yfirlýsingunni segir að stjórn-
ir landanna séu ekki bundnar af
samningnum með tilliti til endan-
legrar skiptingar landgrunnsins.
Báðar ríkisstjórnirnar segja að
einskis skuli látið ófreistað til að
hefja samningaviðræður að nýju.
Samkomulag varð um að ná-
kvæmar markalinur væru nauð-
synlegar á Barentshafi.
Lögreglumenn fylgja blóðslóð eftir skothardagann í Amsterdam.
Fyrsti sigurinn gegn
Morðingium Schleyer
Bonn 11. nóvember. Reuter. A.P.
VESTUR-þýzkir lögreglumenn sögðu í dag að starfs-
félagar þeirra t Hollandi hefðu unnið fyrsta sigurinn í
baráttunni gegn morðingjum vestur-þýzka iðnrekandans
Hanns Martin Schleyers með handtöku eins af hryðju-
verkamönnunum sem lýst var eftir vegna ránsiiis og
morðsins á honum.
Hann heitir Christoph Wacker-
nagel og er fyrrverandi leikari.
Annar hryðjuverkamaður, Gerd
Richard Scneider, var handtekinn
um leið og hann eftir skotbardaga
i úthverfum Amsterdam en
reyndist ekki vera eftirlýstur
vegna Schleyer-málsins eins og
fyrst var talið. Hann er hins vegar
grunaður um að hafa átt þátt i að
Þarna voru hryðjuverkamannirnir skotnir.
Onnur loftárásin
á Suður-Líbanon
Hryðjuverkamennirnir Gerd Richard Schneider og Christoph
Wackernagel (til hægri).
Beirúl. 11. nóvember. Reuler.
ISRAELSMENN gerðu loftárás á
Suður-Líbanon I annað skipti á
þremur dögum í dag og sam-
kvæmt fyrstu fréttum biðu 12
bana.
Fréttaritari Reuters segir að
fjórar fsraelskar herflugvélar
hafi varpað sprengjum á appel-
stnuekrur suður af borginni Tyr-
us. Sjónarvottar segja að pale-
stlnskir skæruliðar á ekrunum
hafi skotið með Sam-eldflaug á
fjórar fsraelskar hcrflugvélar er
hafi flogið yfir Tyrus nokkrum
klukkustundum áður en ekki hitt.
Loftárásin stóð í stundarfjórð-
ung og var gerð er enn var reynt
að finna lík í rústum nálægs
þorps þar sem að minnsta kosti 60
óbreyttir líbanskir borgarar biðu
bana i loftárás ísraelsmanna á
miðvikudaginn. Loftárásin i dag
Framhald á bls. 22.
koma fyrir sprengju í dómhúsi í
Zweibrucken 31. október.
Atta félagar vinstrihóps voru
handteknir fyrr i vikunni vegna
þessarar sprengingar sem olli
eignatjóni en ekki manntjöni og
þeir eru i haldi i nágrannabænum
Kaiserlauter.
Saksóknarinn i Amsterdam,
Nicholas Messchaert, hafði áður
sagt að annar hryðjuverkamaður-
inn sem var handtekinn væri Rolf
Ciemens Wagner, sem er eftir-
lýstur vegna Schleyer-málsins, en
það var seinna leiðrétt.
Vestur-þýzkir embættismenn
sögðu i kvöld að þeir mundu
fresta ákvörðun úm að biðja Hol-
lendinga um að framselja hryðju-
verkamennina þar til hollenzk
yfirvöld ákvæðu hvort þeir
skyldu leiddir fyrir rétt í Hol-
landi. Þrir hollenzkir lögreglu-
menn særðust i skotbardaganum
en ekki alvarlega. Bonn-stjórnin
hefur þakkað hollenzku lög-
reglunni góða samvinnu.
Wackernagel er ekki talinn
vera með mestu áhrifamönnum
hreyfingar vestur-þýzkra hr.vðju-
verkamanna. Hann var eitt sinn
talinn einn efnilegasti leikari
Vestur-Þjóðverja og lék i tveimur
kvikmyndum, „Tattöveringar" og
„Litlir englar". Hann er annar
þýzki hryðjuverkamaðurinn sem
hefur verið handtekinn i Hol-
landi. Hinn var Knut Folkerts
sem lýst var eftir vegna morðsins
Framhald á bls. 22.
Hundruð
slösuðust
Seoul, 12. nóv. Reuter.
AÐ MINNSTA kosti 48 biðu
bana og mörg hundruð slösuð-
ust þegar kassar með sprengi-
efni sprungu í loft upp í vöru-
flutningalest á járnbrautar-
stöð f bænum Iri 175 km.
suður af Seoul i kvöld.
Fimmtán lík fundust í rúst-
um kvikmyndahúss sem
hrundi eftir sprenginguna.
Mörg hundruð manns grófust f
rústunum og hafa ekki náðst.
Um 300 voru fluttir í sjúkra-
hús, margir þeirra lífshættu-
lega slasaðir. Rafmagnslaust
og vatnslaust varð í bænum við
sprenginguna og símalínur
rofnuðu.