Morgunblaðið - 12.11.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1977
Skákþing Sovét-
rik ianna nálgast
Hinni áriegu 1. deildar
keppni Skákþings Sovétríkj-
anna, sem jafnframt er undan-
keppni fyrir aðalmótid, er nú
lokið.
Sigurvegari varð hinn 31 árs
gamli stórmeistari Gennadi
Ku/min. Hann hlaut 1 l'A v. af
17 mögulegum, tapaði engri
skák.
Kuzmin vakti fyrst verulega
athygli á millisvæðamótinu í
Leningrad 1973 og stóð sig
mjög vel á Sovétmeistaramót-
inu sama ár. Sfðan hefur hann
ekki náð sér vel á strik, hann
átti t.d. sæti á millisvæðamót-
inu í Biel f fyrra, en Sovétmenn
sendu Smyslov í hans stað og
sögðu Kuzmin sjúkan. Þetta er
bezti árangur hans frá upphafi,
en stórmeistari varð hann 1973.
Góðkunningi okkar Tukma-
kov varð í öðru sæti með 11 v.
Hann stóð sig vel, en virðist óf
mistækur til þess að geta gert
stóra hluti á Sovétmeistaramót-
inu. Aðrir sem tryggðu sér sæti
í aðalkeppninni voru þeir
Guljko og Grigorjan, sem hlutu
báðir 10V4 v. og þeir Bagirov og
Kochiev sem komu næstir með
9'/i v. Arangur Koehievs er sér-
lega athyglisverður, en hann er
nú 21 árs og yngsti stórmeistari
í heimi. Röð annarra þátttak-
enda varð þessi: 7. Timoshenko
9 v„ 8. Savon 8'/ v„ 9,—13.
Gutman. Beljavsk.v, Rashovsky,
Vaganjan og Razuvajev 8 v.,
14. —15. Peresipkin og Tsesh-
kövsky 7Vi v„ 16. —18. Petrush-
in, A. Petrosjan og Taimanov 6
v.
Lélegur árangur þeirra Taim-
anovs og Tseshkovskys kemur
mjög á óvart og þeir Vaganjan,
Beljavsky og Savon valda einn-
ig vonbrigðum.
Við skulum nú líta á eina af
skákum sigurvegarans:
Hvítt: Gennadi Kuzmin
Svart: Alexander Beljavsky
Spænski leikurinn
4. e4 — e5 (Þetta kom Kuzmin
mjög á óvart, þar eða Beljav-
sky, sem varð skákmeistari
Sovétríkjanna 1974, beitir
næstum alltaf Sikileyjarvörn)
2. Rf3 — Rc6 3. Bb5 — a6 4.
Ba4 — Rf6 5. 0-0 — Rxe4
(Opna afbrigðið, sem verður nú
stöðugt fáséðari gestur á skák-
mótum)
6. d4 — h5 7. Bb3 — d5 8. dxe5
— Be6 9. Rbd2 — Rc5 10. c3 —
Rxb3?
(Mistök. Bezt er hér 10. . . d4!
11. cxd4 — Rxd4 12. Rxd4 —
Dxd4 13. Bxe6 — Rxe6 14. Df3
— Hd8 15. a4 og staðan er í
jafnvægi. Eftir 10. .. d4 getur
hvítur þó e.t.v. reynt 11. Bxe6
— Rxe6 12. Rb3 — dxc3 13.
Dc2! ?)
11. Rxb3 — Be7 12. Rfd4!
X lUi k
iMil ■
* A wmA
'mm. i
Rxe5??
(Þetta peð mátti svartur alls
ekki taka. Hvftur nær nú
óstöðvandi sókn)
13. Hel — Rg6 14. Rxe6 — fxe6
15. Rd4
(En ekki 15. Hxe6 — Dd7 og
svartur hrókar langt í næsta
leik)
Rf8 16. Dg4 — h5
(Hvað annað? Hótanir hvíts
voru of margar)
17. Dxg7 — Bf6 18. Dg3 — Dd7
19. Bf4 — 0-0-0 20. a4 — c5 21.
Be5!
(Vel teflt. Eftir 21. axb5 —
cxd4 22. cxd4 — Dxb5 nær
svartur að verjast);
b.4 22. Df4 — Bxe5 23. Dxe5 —
Hh6
24. axb5! Hér hugsaði svartur
sig lengi um, en ákvað um síðir
að gefast upp. Lokin gætu orð-
ið: 24. . . cxd4 25. Hxa6 — Dxb5
26. ha8+ — Kd7 27. Dg7+.
*
Hinn ungi og efnilega sovézki
stórmeistari Oleg Romanishin
tók ekki þátt í undankeppninni.
Svart: Pinter (Ungverja-
landi)
Enski leikurinn
1. Rf3 — Rf6 2. c4 — c5 3. g3 —
d5 4. cxd5 — Rxd5. 5. Rc3 —
Rc6 6. Bg2 — Rc7
(Þetta afbrigði er mjög mikið
teflt um þessar mundir. Svart-
ur hyggst ná tökum á d4 reitn-
um með riddurum sinum)
7. Da4
(Tvímælalaust hvassasta fram-
haldið. Rólegra er 7. 0-0 eða 7.
d3, en þá er hætt við að svartur
hrifsi til sín frumkvæðið)
Bd7 8. De4 — g6
(I skák þeirra Romanishins og
Tals á siðasta skákþingi Sovét-
ríkjanna lék sá síðarnefndi hér
8. . . Re6?! og fékk lakari stöðu
eftir 9. e3 — g6 10. d4!)
9. Re5! — Bg7
(Þekkt gildra er hér 9. . . Re6?
10. Rxc6 — Bxc6 11. Dxc6 + !)
10. Rxd7 — Dxd7 11. 0-0 — 0-0
12. a3!?
(Nýr leikur í stöðunni. Reynsl-
an hefur sýnt að eftir 12. d3 —
Hab8 13. Be3 — Rd4 stendur
svartur vel)
Oleg Romanishin
Hann hefur fyrir löngu unnið
sér sæti í úrslitunum. Sigur-
ganga hans á þessu ári hefur
verið með fádæmum glæsileg.
Hann hefur sigrað á sterkum
alþjóðlegum skákmótum í Hast-
ings, Cienfuegos og Leningrad
auk þess sem hann var i sigur-
sveit Sovétmanna á heims-
meistaramóti stúdenta í
Mexíkó.
Fyrir stuttu bætti hann síðan
enn einni fjöður í hatt sinn, en
það var á 5. alþjóðlega skákmót-
inu á Costa Brava, sem að þessu
sinni var haldið i smábænum
Malgrad de Mar, um 70 kíló-
metrum frá Barcelona.
Romanishin sigraði örugg-
lega, hlaut sjö vinninga af níu
mögulegum, heilum vinningu á
undan hættulegasta keppinauti
sínum, júgóslavneska stór-
meistaranum Kurajica. Röð
annarra þátttakendu varð
þessi: 3. Marovic (Júgóslavíu)
5Ví v. 4. Castro (Kólumbíu) 5 v.
5. Pinter (Ungverjalandi) 4!4 v.
6. —8. Gonzales-Mestres
(Spáni), Ögaard (Noregi) og
Rodriguez (Perú) 4 v. 9.—10.
Martin og Fraguela (báðir
Spáni) 2!4 v.
Fyrir síðustu umferð mótsins
hafði Romanishin aðeins hálfs
vínnings forskot á Kurajica og
því gat allt gerst. Kurajica náði
sér hins vegar ekki á strik í
skák sinni við Ögaard í síðustu
umferð og sámdi fljótlega jafn-
tefli. Á meðan tefldu þeir Rom-
anishin og Pinter eftirfarandi
skák:
Hvítt: Romanishin (Sovét-
ríkjunum)
Gennadi Kuzmin
Hac8 13. Hbl — Re6 14. b4 —
b6
(Ekki 14. . . cxb4? 15. axb4 —
b6 16. b5 — Rcd4 17. e3 — Rc5
18. Dd5 og hvítur hefur yfir-
bui’ðastöðu)
15. Rd5 — f5 16. I)c4 — Re5 17.
Da2 — c4 18. Bb2 — f4
eftir MARGEIR
PÉTURSSON
(1 þessari flóknu stöðu bauð
Pinter jafntefli. Ástæðan fyrir
þvi hefur vafalaust verið sú að
þeir Ögaard og Kurajica höfðu
þegar samið um jafntefli og
hálfur vinningur nægöi því
Romanishin til sigurs i mótinu.
Rússinn var þó ekki ginnkeypt-
ur fyrir því að tryggja sér sigur-
inn svo auðveldlega, en hélt
ótrauður áfram.)
19. Bxe5 — Bxe5 20. d3! — c3?
(Bezta von svarts var 20. . . f3.
Romanishin hafði þá hugsað
sér eftirfarandi framhald: 21.
exf3 — Dxd5 22. dxc4 — Dxc4
23. Dxc4 — Hxt'4 24. Hfel —
Rd4 25. Hxe5 — Rxf3+ 26. Bxf3
— Hxf3 27. Hxe7 — Hc2 28.
Hdl! og hvítur hefur mun betra
endatafl)
21. gxf4 — Bxf4
(Staða svarts er einnig vonlaus
eftir 21. . . Bb8 22. Bh3 — Kf7
23. e4)
22. Bh3 — Hc6 23. Rxc3 — Kg7
24. Re4 og hér lýsti svartur sig
sigraðan.
Enn nýir
kvarkar
Oft er því haldið fram, að
sagan endurtaki sig. Ef svo er, á
það liklega ekki siður við um
sögu vísindanna en aðra þætti
sögunnar. Þessi kenning kemur
ósjálfrátt upp í hugann, þegar
litið er á sögu fumeinda-
fræðinnar og nýjustu
uppgötvanir á þvi sviði.
Sú skoðun, að allt efni sé gert
úr einhverjum smæstu ögnum,
virðist vera mannskepnunni
mjög að skapi og hefur verið á
kreiki allt frá dögum Forn-
Grikkja. Þaðan er orðtð atóm
komið í tungumál flestra
menntaðra þjóða. Vísindalegur
grunnur atómkenningarinnar
var þó ekki lagður fyrr en i
upphafi 19. aldar af Eng-
lendingnum John Dalton.
Lengi á eftir var kenningin hin
ruglingslegasta og bjó yfir
litlum sannfæringarkrafti, þvi
að sífellt fundust fleiri og fleiri
frumefni með atómmassa, er
virtist að mestu tilviljana-
kenndur. Rússinn Mendelév
fann loksins kerft, er raða má
fumefnunum eftir. Gerði þetta
kerfi (oft nefnt lotukerfi á
íslenzku) honum kleift að spá
fyrir um ný frumefni, er siðar
fundust. Mendelév þekkti þó
engin lögmál, er skýrt gætu
lotukerfið. Skýring á kerfinu
fékkst ekki fyrr en á þriðja tug
þessarar aldar með tilkomu
skammtafræðinnnar.
Af ofangreindu er ljóst, að
draga má þróun atómkenningar
Daltons saman í þrjú stig. 1)
Sett er fram kenning um, að
ákveðnar agnir, þ.e. atómin,
séu frumeindir alls efnis. 2)
Fleiri og fleiri atóm finnast og
ruglingur kemst á. Sett er fram
kerfi, sem raða má ögnunum
eftir. 3) Grundvallarlögmál
finnast, er skýra kerfið.
Sú hugmynd Daltons, að
atómin séu ódeilanleg, er ekki
rétt, eins og við vitum ofurvel.
Snemma á öldinni fundust
agnir svo sem nevtrónur og
prótönur, er búa í atómkjörn-
um og mynda atómin ásamt
elektrónunum. Kom því fram
önnur kynslóð frumeinda,
nevtrónur, prótónur og elek-
trónur. Við nánari rannsóknir á
ofantöldum ögnum komust
menn að því, að agnaheimurinn
er mun flóknari en virtist í
fyrstu. Þegar t.d. tvær prótónur
rekast á af miklu afli, myndast
ýmsar nýjar agnir, er flestar
draga nafn sitt af stöfum í
griska stafrófinu. Þessar agnir
hafa margvíslega flókna eigin-
leika, en eru þó mjög skamm-
lífar. Um 1960 var gríska staf-
rófið þrotið, en sífellt að
finnast fleiri og fleiri agnir. Þá
gerðist það, að maður, er
nefndist Gell-Mann og býr í
Kaliforníu, fann kerfi, er raða
má öllum ögnunum eftir.
Kerfið gerði Gell-Mann kleift
að spá fyrir um nýjar agnir
(sem síðar fundust), nákvæm-
lega eins og Mendelév hafði
gert einni öld áður. Gell-Mann
sýndi ennfremur fram á, að
kerfi hans mætti útskýra með
þeirri tilgátu að allar agnir
(nema elektrónur og ættingjar
þeirra) séu gerðar úr enn
smærri ögnum, svonefndum
kvörkum. Þarf ýmist tvo eða
þrjá kvarka til að búa til
„venjulegar agnir“. Á kvarka-
kenningunni er að vísu sá
hængur, að enginn hefur séð
kvarka og enginn veit hvernig
væri unnt að einangra kvarka,
svo að athuga mætti eiginleika
þeirra. Ekki er þó ástæða til að
taka þennan hæng alvarlega.
Meira en 100 ár lióu frá því, að
Dalton setti fram atóm-
kenningu sína, þar til vísinda-
menn sannfærðust almennt um
tilvist atóma og gátu einangrað
þau. Við þurfum ekki að taka
kvarkatilgátuna mjög alvar-
lega, en ekkert virðist tapast og
margt skýrast, sé gert ráð fyrir,
að kvarkarnir séu raunveru-
lega til inni í nevtrónum,
prótónum og öðrum ögnum.
Kvarkarnir eru þriðji liður-
inn í röð þeirra agna, sem menn
hafa talið frumeindir. Er nú
komið að frétt þeirri, sem er
tilefni þessarar greinar.
Tilraunir undanfarinna
mánuða benda til yfirvofandi
offjölgunar meðal kvarka-
tegunda. í upphafi voru
kvarkategundirnar þrjár. Tvær
Nýjungar
i vísindum
eftir ÞÓRÐ
JÓNSSON
nægja til að búa til nvetrónur,
prótónur og þar með allt venju-
legt efni. Þá þriðju þarf I ýmsar
skrýtnar agnir, sem eðlis-
fræðingar búa til í tilrauna-
stofum. Stuttu eftir aö kvarka-
kenningin var fyrst sett fram,
var sýnt með flóknum rökum að
til ætti að vera fjórði kvarkinn,
sem hlotið hefur nafnið töfra-
kvarki. Upphaflegu kvarkarnir
þrír eru nefndir uppkvarki,
niðurkvarki og skringikvarki.
Agnir, sem innihalda töfra-
kvarka fundust síðan 1974 og
voru í fyrra veitt Nóbelsverð-
laun fyrir þá uppgötvun.
Tilraunaniðurstöður frá sl.
sumri benda eindregið til, að
fundizt hafi a.m.k. einn, ef ekki
tveir, nýir kvarkar. Nefnast
þeir fegurð og sannleikur.
Fáist staðfesting á tilvist
fegurðar og sannleiks, er engin
ástæða til að ætla, að komið sé
að sögulokum. Ef kvarkarnir
eru hvorki þrír né fjórir, hvers
vegna skyldu þeir ekki vera
fleiri en sex? Má nú heita
almenn skoðun meðal frum-
eindafræðinga, að skilningur á
frumeindúm eigi langt i land.
Við erum e.t.v. lítið betur á vegi
stödd en Mendelév forðum.
Engin kenning er til, sem sagt
getur fyrir um fjölda kvarka
eða spáð hverjir eiginleikar
þeirra séu.
Sá kráftur sem virðist vera á
milli kvarka og bindur þá
saman í nevtrónur. prótónur og
fleiri agnir, virðist hverfa,
þegar kvarkarnir eru mjög
nálægt hver öðrum, en eykst, er
þeir fjarlægjast. Afleiðingin er
kannski sú, að kvarkar komast
aldrei langt hver frá öðrum. Er
það skoðun margra, að þetta sé
ástæða þess, að ekki hefur orðið
vart við einstaka kvarka í tíl-
raunum. Þessa dagana beinist
verulegur hluti af starfi eðlis-
fræðinga af kvarkagátunni.
Fræðilegir eðlisfræðingar leita
að stærðfræðimódelum, sem
skýrl gætu eiginleika kvark-
anna, en tilraunamenn reyna
að afla eins mikillar vitneskju
um þá og unnt er án þess að
einangra þá.