Morgunblaðið - 12.11.1977, Síða 11

Morgunblaðið - 12.11.1977, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÖVEMBER 197' 11 — með Síberíulestinni frægu til Þýzkalands og síðan sjóleiðis til íslands Basar Kvenfélags Langholtskirkju Basar Hús- mæðrafélags Reykjavíkur ALDREI hefur verið byggt eins mikið á íslandi og nú. Og það eru nú aldeilis engir moldarkofar, sem hrynja eftir nokkur ár. Hallir, sem enn munu gnæfa hátt eftir hundrað ár, já, eftir þúsund ár hvarvetna. Hallir og kirkjur. Kirkjur rísa hvarvetna hér í borginni. En þær hafa sérstöðu í samfélaginu. Þú getur fengið lán til að byggja ibúð og alls konar stofnanir. Hæli, spitalar og skólar eru byggð af almannafé. Ríki, borg og sveitarfélög sameinast þar í mörg hundruð milljóna framlögum. En kirkjubygging fær ekki lán, þótt hún sé byggð handa komandi kynslóðum og verði notuð í þúsund ár. Hún fær heldur ekki framlög sem nema miklu úr neinum sjóðum ríkis og bæja. Kirkja er byggð af hugsjón. Höllin og hælið rísa af lögum, eru á fjárlögum samfélagsins. En kirkjur rísa samt hverri annarri fegurri og sérstæðari. Engin kyn- slóð á íslandi, kannski í heiminum, hefur byggt fleiri kirkjur í hlutfalli við fólksfjölda og af meiri krafti en sú sem nú er í fararbroddi þjóðlífs. Á hverju ári sameinast hópar kvenna. Prjóna, hekla, sauma, föndra. t nær aldarfjórðung hafa Kvenfélagskonur í Langholts- söfnuði unnið á þennan hátt. Undirbúið markað og unnið á markað, sem þær kalla „basarinn". En það er austur- lenzkt töfraorð, sem þýðir torg, sölutorg. Það gæti líka verið í ætt við alþjóðaorðið „basis“ undir- staða, hornsteinn. Undirstaða, hornsteinn og grunnur guðsrikis í iandinu unninn í höndum. Á basarnum fæst iðnvarningur handunninn fyrir ótrúlega lágt verð. Samt nálgast þetta „torg“, sem eru salir Safnaðarheimilis Hálogaiandskirkju við Sólheima 13 í Reykjavík, iðnsýningu og jafnvel listsýningu handunninna klæða og muna, þegar allt er sett á sinn stað til sölu. Þar er ekki kastað til höndum. Milljón eftir milljón hefur þetta félag Iagt fram til byggingar kirkjunni. Hálfa þriðju milljón aðeins á þessu ári. Hve mikið í viðbót fyrir áramót? Það er dýr hver sperran og þung hver þakplatan í Iöngu- töngum vélanna, sem lyfta öllu á sinn stað í verðandi helgidóm á holtinu. Sagt er að hvergi vaxi göfugri gróður, né breiðari baðmur mót himni en á þeim bletti sem er grunnflötur kirkju — í þess orðs innstu merkingu. Næsta laugardag — 12. nóvember — verður basarinn, sem á að setja smiðshöggið á kirkjuþakið, einmitt í Safnaðar- heimilinu við Sólheima. Það þekkja margir nú þegar þetta heimili, þar er fullt hús starfa og funda flesta daga vikunnar. Komið og kaupið ódýra en vandaða vöru, handiðnað, listiðn- að, kökur og leikföng til jóla og jólagjafa. Eitt er víst, verðið er Hraungerdis- kirkja 75 ára á sunnudag SUNNUDAGINN 13. nóvemoer verður haldið upp á 75 ára afmæli Hraungerðiskirkju og hefst há- tíðamessa I kirkjunni kl. 13:30 þann dag. Predikar þar prófastur Árnessprófastsdæmis, sr. Eirfkur J. Eirfksson, og núverandi sókn- arprestur, sr. Sigurður Sigurðar- son, þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Pálssyni vfgslubiskupi, en sá síðarnefndi þjónaði Hraun- gerðiskirkju í um 40 ára skeið. Einar Sigurðsson leikur á orgel- ið og er jafnframt söngstjóri og stjórnar hann einnig söng i at- höfn að lokinni messu, en þá býð- ur Kvenfélag Hraungerðishrepps til kaffidrykkju í Þingborg. Veróa þar flutt ávörp og saga kirkjunn- ar rakin, en hún hefur nýlega verið máluð að utan og innan. gerir okkar verð hagstæðast Tæknilegar upplýsingar Magnari 6—IC, 33 transistorar 23. díóður, 70 wött Útvarp Örbylgja (FM 88-108 megarið Langbylgja: 1 50-300 kilórið Miðbylgja: 520-1605 kílórið Stuttbyigja: 6—18 megarið Segulband Hraði: 4.75 cm/s Tiðnisvörun venjulegrar kasettu (snældu) er 40—8000 rið Tiðnisvörun Cr 02 kasettu er 40—12.000 rið. Tónflökt og -blakt (wow & flutter) betra en 0.3% RMS Timi hraðspólunnar á 60 mín. spólu er 1 05 sek Upptökukerfi AC bias, 4 rása stereo Af þurrkunarkerfi AC afþurrkun Plötuspilari Full stærð, allir hraðar, sjálf- virkur eða handstýrður Nákvæm þyngdarstilling á þunga nálar á plötu Mótskautun miðflóttans sem tryggir litið slit á nál og plötum ásamt fullkominni upp- töku. Magnetískur tónhaus. Hátalarar Bassahátalari 20 cm. af konískri gerð Mið- og hátíðnihátalari 7.7 cm af kónískri gerð Tiðnisvið 40—20.000 rið Aukahlutir Tveir hátalarar Tveir hljóðnemar Ein Cr 02 kasetta FM loftnet Stuttbylgju loftnetsvir BUÐIN 7 Á horni Skipholts og Nóatúns sími 29800 ( 5LÍNUR) hvergi lægra. Það hafa margir lagt að bæði hug og hönd. Þökk sé þeim öllum, sem unnu og gáfu. Konur og kaupmenn blessa basarinn heillafórnum, sem lagðar eru á altari framtíðar- innar, lagðar í hönd Guðs. Komið, kaupið og gefið. Sjáið árangur i vaxtarbroddi kristilegr- ar menningar á Islandi. Arelíus Nfelsson. HINN árlegi basar Húsmæðra- félags Reykjavíkur veróur að Hallveigarstöðum á morgun, sunnudaginn 14. nóvember, og hefst kl. 14. Margt muna verður á basarnum og má þar m.a. nefna prjónavörur svo sem gammosíu- buxur, vettlinga hosur, húfur og trefla. Einnig verður á boðstólunum sængurfatnaður fyrir börn, koddaver svo og ýmis barnafatnaður, jólahandavinna og lukkupokar fyrir börn. Lang hagkvæmasta flutningsleiðin Við höfum náð verðinu svona niður með því að: gera sérsamning við verksmiðjuna. forðast alla milliliði panta venjulegt magn með árs fyrirvara. flytja vöruna beint frá Japan. jf sem stendur m birgðir endast! Komið og skoðið í glæsilegustu hljómtæ kjaverzlun landsins — fullkomin hlustunar- skilyrði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.