Morgunblaðið - 12.11.1977, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1977
19
■■v
^ ^......... -^s , . . ,
,-■ w>.
v
•W..
Starfsmenn brezka fiskveiðieftirlitsins revna án árangurs að lokka hvai til að svnda á haf út úr ánni
Foyle skammt frá Londonderry á Norður-trlandi. Hvalurinn hefur verið kallaður „Dopey Dick“ og
eitthvað virðist ama að honum. en hann var hræddur við að fara undir Craigavon-brúna. Hvalurinn
hefur verið I ánni siðan um slðustu helgi.
Skemmdir
í Búlgaríu
Flugvallarstarfsmeim
á Spáni í verkfalli
rra flððunum I Georglurlki I Bandarlkjunum. Llk fjarlægt frá flóðasvæðinu nálægt Toccoa þar sem
stlfla brast og vatn flæddi yfir heimavist með þeim afleiðingum að 33 fórust.
Vin, 11. nóvember. Reuter.
SKEMMDIR hafa orðið á járn-
brautarlfnum. rafmagnslínum og
um 8.000 byggingum af völdum
jarðskjálfta I Suður-Búlgaríu að
sögn búlgörsku fréttastofunnar.
Fréttastofan segir að töluvert
eignatjón hafi orðið i jarðhrær-
ingum dagana 3. til 6. nóvember
en ekkert manntjón og enginn
hafi slasazt alvarlega.
Flestar byggingarnar sem eyði-
lögðust í jarðskjálftunum voru
íbúðarhús að sögn fréttastofunn-
ar.
Koma varð fólki fyrir til bráða-
birgða á hótelum og í ferða-
mannaibúðum. Vistir hafa verið
sendar til jarðskjálftasvæðanna.
IVladrid, 11. nóv. — AP.
Á ELLEFTA þúsund ríkis-
starfsmanna þrjátíu og
átta flugvalla á Spáni
lögðu niður störf á föstu-
dag til að leggja áherzlu á
kröfur sínar um hærri
laun.
Öll farþegaafgreiðsla
hefur lagzt niður og heim-
ildir segja að 300 þúsund
farþegar muni ekki kom-
ast leiðar sinnar haldi
verkfallið áfram næstu
þrjá daga, eins og verk-
fallsmenn telja. Rfkis-
stjórninni tókst ekki að ná
samkomulagi við flugaf-
greiðslumenn, flugvirkja,
hleðlsumenn, skrifstofu-
fólk, dyraverði, hreingern-
ingafólk og slökkviliðs-
menn eftir samingaviðræð-
ur aðfaranótt föstudags.
Ríkisstjórnin segir verkfalls-
mennina heimta 28 prósent launa-
hækkun eða 6 prósentum meira
en stjórnin vill fallast á sam-
kvæmt efnahagsstefnu sinni.
Morgunblaðið spurðist fyrir hjá
nokkrum ferðaskrifstofum i
Reykjavík hvort verkfall flugvall-
arstarfsmanna á Spáni kæmi til
með að hafa áhrif á íslenzka
ferðalanga. Pétur Helgason hjá
Orvali sagði að einn hópur væri
staddur á Kanaríeyjum og væri
hann væntanlegur 18. nóvember.
Sá hópur væri á vegum Flugleiða,
ferðaskrifstofunnar Utsýnar og
IJrvals. Hjá Sunnu fékk Morgun-
blaðið þau svör að einn hópur
væri staddur á Palma, Mallorka
og væri hann vætanlegur um
miðjan desember.
Sprengja
varð íra
að bana
Belfast, 11. nóv. — Reuter.
MAÐUR beið bana af völd-
um sprengju, sem hryðju-
verkamenn komu fyrir í
Belfast í dag.
Tvær sprengjur sprungu
í kyrrstæðum bifreiðum og
ætlað er að sprengjum hafi
einnig verið komið fyrir í
þremur öðrum bílum.
Álitið er að hinn látni hafi verið
dyravörður þar sem blaðið Irish
Independant er til húsa og
sprengjunni hafi verið komið
fyrir i kyrrstæðum bíl fyrir utan
bygginguna.
Unglingar grýttu lögreglu og
hermenn, sem komu á staðinn
þegar sprengjan sprakk. Þetta er
i fyrsta sinn á þessu ári sem
sprengjur springa i kyr.rstæðum
bílum.
6000 dey ja á ári af völd-
um dularfulls s júkdóms
Atlanta, Georgiu.
10. nóv. — Reuter.
SEX þúsund Bandartkjamcnn
eiga á hættu að deyja árlega af
völduni dularfulls sjúkdóms, sem
fyrrverandi hermenn hafa fengið,
segir I frétt frá heilbrigðiseftirlit-
inu.
Sjúkdómurinn kom upp hjá221
meðlimi félags fyrrverandi her-
manna á fundi í Filadelflu I júlí
1976. Tuttugu og niu þeirra dóu
af völdum hans.
Dr. William Foege tjáði banda-
rískri þingnefnd í gærdag, að 0,5
til 1,5 prósent óskýrðra lungna-
sjúkdóma ættu rætur sinar að
rekja til þessa hermannasjúk-
dóms.
Taldi dr. Foege að frá 15 til 45
þúsundir tilfella þar af sex þús-
und dauðatilfelli gætu komið upp
á næsta ári af völdum þessa sjúk-
dóms í Bandaríkjunum.
Hins vegar áætlaði dr. Foege að
hægt yrði að fækka dauðatilfell-
um um 15—20% með notkun
lyfsins erythromycin.
Mús bítur
sendiherra
London. 11. nóv. — Reuter.
SENDIHERRA Saudi — Ara-
blu I London, John Wilton,
varð fyrir þvl að mús beit
hann, þar sem hann svaf
svefni hinna réttlátu I rúmi
slnu.
Sendiherrann skýrði frá
þeirri örvæntingu, sem greip
hann við músarhitið I bréfi til
brezka stórblaðsins Times.
Sagðist hann ekki eiga orð yfir
fæðuval nútlmamúsa. „I fyrri-
nótt beit mig tvisvar mús með
augljósa ofbeldishneigð."
Fulltrúar utanrlkisráðu-
neytisins I London eru fullir
samúðar I garð sendiherrans
en geta Iftið gert.
„Styrkir okkar veita ekki fé
til kaupa á músagildrum",
sagði einn þeirra.
0.000k
róiHt venttaun
i®
I fjórðu milljónustu fernunni af JROPICANA
eru 100.000 kr. verðlaun
Fékkst þú þér
JROPICANA®
í morgun
Sólargeislinn frá Florida