Morgunblaðið - 12.11.1977, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1977
fRwgntitMafcHk
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
R itstjómarf ulltrúi
Fróttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiSsla
Auglýsingar
hf. Árvakur. Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn GuSmundsson.
Björn Jóhannsson.
Ámi GarSar Kristinsson.
Aðalstræti 6. simi 10100.
ASalstræti 6. simi 22480.
Áskriftargjald 1 500.00 kr. á mánuSi innanlands.
í lausasölu 80.000 kr. eintakiS.
Kaupmáttaraukning launa
hefur hvergi nærri fylgt
krónutöluhækkun þeirra, þó
hin siðari hækkunin hafi verið
vegvisir of margra í kjaraþrá-
tefli þjóðfélagsins Þess eru
dæmi, að kaupmáttaraukning
launa hefur orðíð lítil sem eng-
in, þrátt fyrir krónutöluhækk-
un. Og svo hefur virzt á stund-
um, þegar spor er stigið „fram
á við" í krónutöluhækkun, að
þvi fylgi tvö aftur á bak varð-
andi kaupmátt launanna Rétt
þykir að drepa á nokkur atriði í
kaupgjaldsþróun siðustu ára,
tíl að gera sér grein fyrir stöðu
þessara mála i dag og þeim
horfum, sem framundan eru,
ef víð berum gæfu til að halda
vel á þeim tækifærum, sem
okkur hafa verið lögð upp i
hendur.
Eftir mjög alvarleg efnahags-
áföll, sem þjóðarbúið varð fyrir
á seinni hluta sjöunda áratug-
arins, m.a. vegna verðfalls á
útflutningsafurðum okkar,
hófst tími stigandi og trausts
bata, bæði fyrir þjóðarbúíð í
heild og lifskjör þjóðfélags-
þegnanna. Þessu olli hvort
tveggja. að rétt var brugðizt við
þáverandi efnahagsvanda —
með úrræðum, sem að visu
voru sársaukafull i fyrstu en
leiddu til ótrúlega skjóts árang-
urs, og að viðskiptakjör þjóðar-
innar út á við fóru síbatnandi
Náði sá bati hámarki á árunum
1972 og 1973 og hafa við-
skiptakjör þjóðarinnar, á heild-
ina litið, ekki verið betri í annan
tíma, hvorki fyrr né síðar.
Kjararannsóknarnefnd hefur
komizt að þeirri niðurstöðu að
kaupmáttur timakaups verka-
manna hafi aukizt um 1 7.4% á
árinu 1972, ef með er reiknuð
vinnutímastytting, er þá samd-
ist um. Að, frádreginni vinnu-
timastyttingu, eða ef miðað er
við kaupmátt vikulauna verka-
manns, varð kaupmáttaraukn-
ingin hins vegar tæplega 7% á
þessu ári. Þessi kaupmáttar-
aukning hélzt lítt breytt á árinu
1973, en þessi tvö ár voru
toppurinn á timabili hagstæð-
ustu viðskiptakjara þjóðarinnar
út á við.
Á öndverðu ári 1974 var
siðan gengið til óraunhæfra
kjarasamninga, sem leiddu til
verulegrar krónutöluhækkunar
á pappirnum, en siðan til nokk-
urrar lifskjaraskerðingar i kjöl-
far nýrra efnahagsáfalla, sem
rætur áttu í versnandi við-
skiptakjörum þjóðarinnar út á
við, 1974 og 1975. Þáverandi
vinstri stjórn neyddist til þess
að lækka gengið, til að bæta
rekstrarstöðu útflutningsat-
vinnuveganna, og rjúfa tengsl
verðlags og kaupgjaldsvisitölu.
en hvor tveggja aðgerðin dró
að sjálfsögðu verulega úr kaup-
mætti launa. Hækkun á sölu-
skatti og verðjöfnunargjaldi á
rafmagni, sem einnig var gripið
til, færði enn fjármuni frá al-
menningi til stjórnkerfisins, og
skerti kaupmátt
Þessi dæmi, sem hér hafa
verið rakin, sýna Ijóslega, að
ekki er nóg að hækka laun að
krónutölu, þegar á heildina er
litið í þjóðfélaginu, ef ytri að-
stæður viðskiptakjara og þjóð-
artekna tryggja ekki jafnframt
samsvarandi kaupmáttaraukn-
ingu. Krónutöluhækkun kjara-
samninga I ársbyrjun 1974
reyndist ávisun án innstæðu
Þar af leiddi að vinstri stjórnin
var knúin tíl efnahagsaðgerða,
sem Alþýðubandalagið hefur
reynt að klóra yfir æ síðan.
Stjórnaraðgerðir, sem miða í þá
átt að tryggja kaupmátt þeirra
launa, sem um semst á hinum
frjálsa vinnumarkaði, geta ver-
ið hinum almenna launþega
mun meiri virði en tölur á papp-
ir, sem e.t.v. smækka krónu-
hlutfallslega jafn mikið og þeim
hefur fjölgað i launaumslaginu.
I stefnuræðu Geirs Hall-
grimssonar, forsætisráðherra,
kom m.a. fram, að kaupmáttur
rauntekna almennings muni
hækka hér á landi um 8% á
yfirstandandi ári, sem er öllu
meiri kaupmáttaraukning en
varð samanlagt á árunum
1972 og 1973, að frádreginni
vinnutimastyttingu, sem þó
voru hagstæðust viðskiptaár i
þjóðarbúskapnum Þá gerir for-
sætisráðherra ráð fyrir, ef eng-
in ófyrirséð skakkaföll koma til,
að kaupmáttaraukning launa
muni verða milli 5 og 6% á
næsta ári, 1978. Þá muni nást
sá kaupmáttur, sem sýndur var
i tölum á pappir i örskamman
tima í ársbyrjun 1974, en þá
var ekki grundvöllur fyrir að
gæti staðizt Munurinn er sá að
nú getur verið von um að
tryggja þennan kaupmátt i
raun til frambúðar, ef hyggi-
lega er á málum haldið
Núverandi ríkisstjórn hefur
tekizt að tryggja atvinnuöryggi
um allt land, þrátt fyrir viðtækt
atvinnuleysi i öllum okkar ná-
grannalöndum Henni hefur og
tekizt að alfriða, eða svo til,
stækkaða fiskveiðilandhelgi
okkar fyrir veiðisókn útlend-
inga, sem hefur ómetanlegt
framtiðargildi fyrir lifskjör þjóð-
arinnar í náinni framtið Henni
hefur tekizt að ná hallalausum
rikisbúskap á ný, eftir nokkurn
misbrest á þeim vettvangi sem
og að lækka rikisútgjöld i hlut-
falli af þjóðartekjum. Þá hefur
ennfremur tekizt að ná jöfnuði i
víðskiptum þjóðarinnar út á
við, eftir margra ára slagsiðu
þjóðarskútunnar. Ef að auki
tekst að tryggja þann kaupmátt
launa, sem sýndur var á pappír
skamma stund í ársbyrjun
1974, þrátt fyrir efnahagsáföll
áranna 1974 og 1975, hefur
enn einn mikilvægur áfangi
náðst i lífsbaráttu þjóðarinnar.
Alla vega er þjóðin betur i stakk
búin, eftir en áður, til að takast
á við aðsteðjandi verðbólgu-
vanda, og stefna að meira jafn-
vægi og öryggi i efnahagsmál-
um sínum og þjóðarbúskap en
verið hefur um sinn. í þeim
efnum þurfa þjóðfélagsstéttirn-
ar að virkja samtakamátt sinn
— í stað þess að stríða inn-
byrðis, þar sem árangur verður
sjaldnast i samræmi við erfiðið.
Kaupmáttur
launa eykst
Kristján G. Gíslason:
Arðrán, eða hvað?
Skiptar skoðanir munu ef-
laust vera um það, hvort gefa
skuli verzlunina frjálsa eða
hvort viðhalda skuli núverandi
verðlagshöftum.
Ef vera mætti einhverjum til
skilningsauka á þessu máli,
sem varðar alla landsmenn,
vildi ég mega benda á eftirfar-
andi:
Opinber afskipti
af verðlagi
með verðlagshöftum
Ætlun stjórnvalda með þess-
um ráðstöfunum á sínum tíma
hefur eflaust verið sú að gefa
landsmönnum kost á vörum
með sem allra hagstæðustum
kjörum. Til þess að svo megi
verða þarf:
Innkaupsverð miðað við
gæði og annar kostnaður að
vera sem allra lægstur og
álagning, þ.e.a.s. þóknun
seljanda, að vera innan
hæfilegra marka.
Verðlagseftirlitið hefir að
sjálfsögðu í hendi sér að ákveða
og fylgjast með hinum tveimur
síðastnefndu liðum, en hvað
innkaupsverðinu viðkemur
gegnir öðru máli.
Orsökin er sú að það er ekk-
ert fast innkaupsverð til. Það er
breytilegt eftir því hvar og hve-
nær varan er keypt, í hve miklu
magni og með hvaða kjörum.
Vmis önnur atriði koma einnig
til greina.
Þessar staðreyndir m.a.
skapa verkefni verzlunarstétt-
arinnar og um leið þýðingu
hennar fyrir þjóðfélagið.
I lögum nr. 54, dags. 14. júní
1960, 3,gr., segir svo:
„Verðlagsákvarðanir allar
skulu miðaðar við þörf þeirra
fyrirtækja er hafa vel skipu-
lagðan og hagkvæman rekst-
ur“.
Auðvitað er vandasamt að
ákveða sanngjarna og hæfilega
álagningu samkv. laganna bók-
staf eins og að ofan getur, Það
hefir hins vegar verið fram-
kvæmt, eins og flestum er
kunnugt, sem prósentur af inn-
kaupsverðinu, þ.e.a.s. hátt inn-
kaupsverð veitir hærri álagn-
ingu en lágt innkaupsverð.
Álagningareftirlit
Allir hljóta að sjá að hér er
ekki um eftirlit með verðlagi að
ræða heldur fyrst og fremst um
eftirlit með álagningu, og ætti
því að nefnast álagningareftir-
lit.
Að sjálfsögðu getur verðlags-
og álagningareftirlit átt rétt á
sér, en álagningarviðmiðun,
sem hegnir verzlunarstéttinni
fyrir hagstæð innkaup og hag-
sýni í hvívetna getur ekki náð
ofannefndum tilgangi verðlags-
eftirlits. Verzlunarstéttin hlýt-
ur að mótmæla slikri tilhögun
vegna þess að hún iamar hana
og jafnvel eyðileggur starfs-
grundvöll hennar. Neytendur
hljóta einnig að játa að slík
álagningartilhögun er ekki i
þeirra þágu, því hún tryggir
ekki hagstæðasta vöruverðið né
stuðlar hún að nýtingu starfs-
orku verzlunarstéttarinnar í
þeirra þágu. Viðmiðun álagn-
ingarinnar er alröng og þyrfti
að vera öfug við það sem hún
nú er, og að ofan getur, þ.e.a.s.
rífleg álagning á hagstæðum
innkaupum og jafnvel engin
álagning, eða minna en það, á
óhagstæðum innkaupum.
Ég geri ráð fyrir að menn geti
verið mér sammála um að ofan-
nefnd breyting frá núverandi
ástandi sé orðin óumflýjanleg
og þoli enga bið, ennfremur að
breytingin myndi stefna að
hagstæðari verzlun fyrir þjóð-
arbúið.
Hitt eru menn ef til vill ekki
sammála um á hvern hátt breyt-
ingin skuli framkvæmd.
Frjáls verzlun
Álagningarviðmiðun eins og
hér er við lýði mun hvergi tíðk-
ast i hinum vestræna heimi, þar
sem athafnafrelsi ríkir. Þar
ákveða þegnarnir sjálfir sölu-
verð i samræmi við markaðinn
hvort sem menn selja eigur sfn-
ar eða verzlunarfyrirtæki vöru
sína.
Innbyrðis samkepþni ýmissa
verzlunaraðila, framboð og eft-
irspurn að ógleymdum kaup-
endum sjálfum halda vöru-
verðinu niðri. önnur betri að-
ferð þekkist ekki i vestrænum
löndum, þar sem frelsi til orðs
og athafna ríkir. Þeim sem ef-
ast um að frjáls verzlun sé hag-
kvæmasta fyrirkomulagið
mætti benda á:
1. Ef verzlunarstéttinni er ekki
treystandi til þess að ákveða
söluverð sinnar vöru, eins og
t.d. öðrum þjóðfélagsþegn-
um, (sem oft bjóða eignir
sínar til sölu), þá má minna
á að öllum er heimilt, með
óverulegum skilyrðum, að
verzla. Þvi ætti að vera
tryggt að hæfir aðilar fengj-
ust við verzlunina á hverjum
tíma.
2. Verzlunarstéttin nýtur varla
nokkurs opinbers styrks eða
fyrirgreiðslu sem megnar að
skekkja matið á störfum
hennar.
3. Of lág álagning sem ekki ber
uppi verzlunarkostnaðinn á
ekki rétt á sér, þegar um vel
innkeypta vöru er að ræða,
enda ekki i samræmi við til-
greint lagaákvæði. Óeðlilega
há álagning, sem leyfð er á
einstaka vörur, sem uppbót
á lág-álagningar vörur, er
óheilbrigð. Hún skekkir
myndina og getur veikt trú á
frjálsa verzlun.
4. Talið hefur verið opinber-
lega að verðlagsyfirvöld ætl-
ist til að hluti heildverzlun-
arkostnaðar sé borinn uppi
af umboðslaunatekjum.
Þetta fyrirkomulag tel ég
mjög óheppilegt, vegna þess
að það stuðlar að ósjálfstæði
stéttarinnar gagnvart er-
lendum seljendum eða við-
semjendum og veikir að-
stöðu hennar til hagstæð-
ustu innkaupa.
5. Hér mætti t.d. nefna að út-
gerðin, undirstöðuatvinnu-
vegur landsmanna, óskar
ekki eftir álagningareftirliti
á innkaupum sínum, heldur
kaupir hún þar sem varan er
best og ódýrust, enda sam-
keppnin hvergi harðari.
Fleira mætti upp telja.
Ekki er óeðlilegt þótt innan
verzlunarstéttarinnar finnist
aðilar, sem telja ekki fýsilegt að
breyta til og hefja ótakmarkaða
samkeppni um verzlunina, þar
sem allt snerist um hagstæð-
ustu kaup og sölu.
Astæðan fyrir því að ég tel
verzlunarstéttinni nauðsyn á
breytingu verðmyndunar eða
álagningarkerfisins er sú, að ég
óttast að stéttin muni beinlínis
úrkynjast við núverandi starfs-
skilyrði og missa sjónár á leið-
arljósi hvers heilbrigðs verzl-
unaraðila, sem sé samkeppn-
inni, sem hvetur hann til dáða,
hvetur hann til að reka fyrir-
tæki sitt á hagkvæmasta máta i
þágu viðskiptavinarins engu
síður enn í þágu eigin fyrirtæk-
is.
Breytingin I frjálsa verzlun
myndi ef til vill ekki hafa snögg
áhrif á vöruverðið, en með tím-
anum mundi það, að óbreyttum
aðstæðum, lækka í þágu neyt-
andans, um leið og verðskyn
hans eykst.
Jafnframt mætti gera rað
fyrir að einstaka fyrirtæki
hagnaðist á breytingunni, sem
að sjálfsögðu stuðlaði að bætt-
um þjóðarhagvexti. Ég sé ekk-
ert athugavert við það, þótt vel
unnin störf beri ríkulegan arð,
hvort sem um er að ræða af-
burða störf í þágu útgerðar,
Iandbúnaðar, verzlunar eða
annarra þjóðnýtra starfa.