Morgunblaðið - 12.11.1977, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÖVEMBER 1977
21
Örlygur Hálfdánarson forstjóri, t.v., ogGilsGuðmundsson rithöfundur.
Skútuöldin—aukin og
endurbætt—komin út
SKUTUÖLDIN eftir Gils
Guðmundsson, alls finim bindi,
er nýlega komin út hjá Bókaút-
gáfunni Erni og Örlygi, og hefur
þessi útgáfa verið aukin bæði að
máli og myndum frá þeirri út-
gáfu sem kom upphaflega út I
tveimur stórum bindum árin 1944
og 1946 en hefur verið ófáanleg
nú um þrjátfu ára skeið. Sam-
kvæmt upplýsingum útgefanda
eru 1. og 2. bindi og sfðan 4. og 5.
að mestu sama efni og var í fyrri
útgáfunni en 3ja bindið er hins
vegar viðauki og fjallar um
skútuútgerðina við Faxaflóa, en
því efni var sleppt f fyrri útgáf-
unni vegna þess að um það le.vti
kom út rit Vilhjálms Þ. Gfslason-
ar um þilskipaútgerðina þar. 1
nýju útgáfunni er auk þess 615
myndir f stað 300 mynda í hinni
fyrri.
Að þvi er Gils Guðmundsson,
rithöfundur og alþingismaður,
tjáði Mbl. vann hann þetta rit á
árunum 1942 og 44 og um ástæð-
una sagði hann, að þar hefði kom-
ið tvennt til — annars vegar
áhugi hans sjálfs á efninu og hins
vegar áhugi útgefandans,
Guðjóns Ó á að gefa út rit um
þetta efni. Gils kvaðst viða hafa
leitað fanga um þetta tímabil,
bæði v:rðandi heimildir og mynd-
ir en drýgstar hefðu honum þó
orðið ferðir hans út um land, þar
sem hann átti viðtöl við kunnuga
um útgerð þilskipanna.
Að sögn Gils spannar Skútuöld-
in að mestu 18. og 19. öldina, en i
flestum landshlutum stóð hún frá
u.þ.b. 1830—1930 en nokkru
skemur hér suðvestanlands eða
frá 1880—1920. Þrátt fyrir að
skúturnar hafi verið hér allsráð-
andi allan þennan tíma, eru til
nánast engar áþreifanlegar minj-
ar um þetta tímabil. Færeyingar
keyptu flesta kútterana héðan á
árunum í kringum heimsstyrjöld-
ina fyrri, og þangað var sóttur
eini kútterinn sem til er í land-
inu, kútter Sigurfari á Akranesi,
sem keyptur var 1974 'fyrir for-
göngu Byggðasafnsmanna á
Skaganum. Hins vegar hefur
safnið enn ekki haft nægileg pen-
ingaráð til að gera skipið upp og
kvað Gils illt til þess að vita ef
þessi eini minnisvarði um skútu-
öldina ætti eftir að drabbast niður
af þeim sökum.
Skútuöldin er alls um 1750 bls.
eða sem svarar til tíu meðalstórra
bóka, að sögn útgefandans. Nauð-
synlegar skrár fylgja með aftast í
fimmta bindi verksins og eru þær
um 90 bls. en í ritinu öllu koma
fyrir um 2100 mannanöfn, tæp-
lega 1300 staðanöfn og um 750
skip eru nefnd eða koma við sögu.
Bókin kostar út úr búð um 39.600
krónur en unnt er i öllum bóka-
búðum að fá hana með af-
borgunarkjörum — 15 þús. krón-
ur þá er bókin er keypt en siðan
Franihald á bls. 22.
Yfirlitssýning á pólskri grafík að Kjarvalsstöðum
„ÞEIR, sem fylgjast með graffk-
list, eru almennt sammála um að
fáar þjóðir standi Pólverjum
jafnfætis 1 þeirri grein ... “ segir
f dreifibréfi listráðs Kjarvals-
staða.
Það er því ekki, að ætla má, að
ófyrirsynju að listráð Kjarvals-
staða hefur ákveðið að kynna al-
menningi blóma pólskrar graffk-
listar. IVlun sýningin verða opnuð
að Kjarvalsstöðum n.k. laugardag
12. nóv. kl. 13.
Það er fyrir tilstuðlan pólska
menntamálaráðuneytisins að
sýningin er opnuð hér og eru
myndirnar valdar af einum kunn-
ast grafíklistamanni Pólverja,
Ryszard Otreba, úr verkum 34
listamanna. Otreba mun einnig
halda fyrirlestur um grafík og
rannsóknir sinar á táknum og
ráðningu þeirra.
,,Það liggur tveggja ára vinna
að baki þessarar sýningar," sagði
Otreba. Hann kvað grafík vera
mjög vinsæla í Póllandi, en það
ætti þó frekar við um listamenr
en almenning og fannst honurr
eftirtektarvert hve undirtektir
væru miklu almennari á Islandi.
„í Póllandi lifa menn ekki ai
sölu verka sinna,“ sagði hann, „of
vinna langflestir við kennslu.'
Enn fremur sagði hann að list
skólar í Póllandi væru mjög stór
ir, en mikið væri lagt upp úr
náinni samvinnu nemenda og
kennara. Sérhver listamaður yrði
að vera meðlimur í listamanna-
samtökunum pólsku til að vera
viðurkenndur sem slikur. Menn
fengju hins vegar þvi aðeins inn-
göngu í samtökin að þeir hefðu
lokið meistaraprófi frá listahá-
skóla. Þeir sem sýndu á þessari
sýningu hefðu til dæmis allir að
baki a.m.k. 6 ára nám í grafíklist.
Hann sagði að námslaun fengju
listnemar ekki, en um 80 af
hundraði fengju ríkisstyrk.
Aðspurður um hvaða áhrif það
hefði haft á pólska grafíklist, er
Hjólreiðar eru eitt af uppáhalds-
viðfangsefnum pólskra graffk-
listamanna. Myndin er eftir
Mieezyslaw YVejman, rektor List-
akademfunnar í Kraká.
Pólverjar tóku að opna sig méira
fyrir umheiminum fyrir nokkrum
árum, sagði Otreba að pólskir
grafiklistamenn væru nú ekki
lengur þeir einu, er hefðu á að
skipa framúrskarandi mönnum.
Hefði umheimurinn e.t.v. hagnast
meira á því en Pólverjar sjálfir.
Eftir opnun verður dagskráin
sem hér segir: þriðjudag, 15. nóv.
kl. 20.30: fyrirlestur, Ryszard
Otreba. Sunnudaginn 20. nóv. kl.
20:30 pólsk nútímatónlistMiðviku-
dag 23. nóv. kl. 20:30 kvikmynd
um pólska grafík. Fimmtudag, 24.
nóv. kl. 21:00 um pólska vefjalist,
Hrafnhildur Schram.
Sýningin stendur yfir í tvær
vikur.
„Sól rís í vestri
Nú bók eftir Grétu Sigfúsdóttur
ALMENNA bókaféiagið
hefur sent frá sér bókina
„Sól rís í vestri“ eftir
Grétu Sigfúsdóttur, og er
þetta fimmta bók höfund-
ar. A bókarkápu segir m.a.:
„Norður er nú uppeftir,
suður niðureftir Austur er
til hægri og vestur til
vinstri — öfugt. Svo er
jafnvel komið að sól ris í
vestri.
Þannig lýsir Gréta Sigfúsdóttir
siðgæðisvitund okkar. Hún sýnir
okkur stéttamismun og segir frá
vafasömum viðskiptaháttum, póli-
tískum loddaraleik og siðspillingu
sem nær hámarki í kynvillu og
morði, frömdu i leit að afþreyingu
einni saman.
Borgfirzk blanda
ÚT ER komin hjá Hórpuútgáfunni á
Akranesi bókin Borgfirzk blanda —
sagnir og fróðleikur úr Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu. sem Bragi Þórð
arson hefur safnað.
nesi, Sigurður Jónsson frá Haukagili,
Sveinbjörn Beinteinsson frá Draghálsi.
Þórður Kristleifsson, kennari og söng-
stjóri, frá Stóra-Kroppi, Bragi Þórðar-
son. Akranesi
Kyszard Otreba hjá þremur verkanna á sýningunni. Otreba er varaforseti hins Alþjóðlega blennals
graffklistar í Kraká.
Gréta gefur okkur lesendum
viðmiðun í einni heilbrigðri per-
sónu, svo við megum halda áttum.
Sú er heiðvirð alþýðukona, eðli-
Ieg á allan hátt. Hún hefur sínar
kenndir og sína drauma. Hið
átakanlega er, að það er hún sem
fæðir af sér leiksoppa spillingar-
innar. 1 kennileiti glittir pvi
undir sögulok, og við lesturinn
njótum við sannferðugrar þjóð-
lífslýsingar. Fyrst á lífi til sveita
og i sjávarþorpi á fyrri hluta
aldarinnar, en síðan í Reykjavik
frá því nokkru fyrir spönsku veik-
ina og allt til dagsins i dag.
Gréta Sigfúsdóttir.
Bókin Sól rís i vestri er 216 bls.
að stærð. Hún er sett og prentuð i
Setberg, Bókfell h.f. sá um bók-
haldið og káputeikningu gerði
Óttó Ólafsson.
Bókin skiptist i þjóðlifsþætti, per-
sónuþætti, sagnaþætti, frásagnir af
draumum og dulrænu efni. frásagnir af
slysförum, ferðaþætti og vísnaþátt
Fátt af þessu efni hefur verið prentað
áður Meðal höfunda sem eiga efni i
bókinni, eru. Andrés Eyjólfsson i Siðu-
múla, Árni Óla ritstjóri, Björn Jakobs-
son tónskáld og ritstjóri frá Varmalæk.
Hallgrímur Jónsson fyrrv hreppstjón á
Akranesi, Guðmundur lllugason frá
Skógum i Flókadal, Magnús Sveins-
son. kennari og fræðim . frá Hvitsstöð-
um, Ólafur B Björnsson ritstjóri Akra-
I Borgarfjarðarhéraði hefur ekki ver-
ið útgáfa af þessari gerð siðan Kristleif-
ur Þorsteinsson fræðimaður á Stóra-
Kroppi skrifaði þætti sina. sem birtir
voru i Héraðssögu Borgarfjarðar og
bókunum Úr byggðum Borgarfjarðar
. BORGFIRZK BLANDA er 240 bls i
stóru broti. innbundin i vandað band í
bókinni eru myndir og nafnaskrá
Káputeikningu gerði Ragnar Lár
Bókin er prentuð og bundin i Prent-
verki Akraness hf
Vetur geng-
inn í garð
á Húsavík
Húsavík, 11. nóvemb**r.
FYRSTA vetrarhrfðin er í dag,
noröan allhvass með dálftilli
snjókomu en ekki stórhrfó.
Fært er um héraóió, þótt eitt-
hvaó sé farió aó þyngjast sunrs
staðar. Enginn teljandi snjór
er kominn hér á láglendi, en
liætt vió aö til heióa sé orðiö
þungfært.
Rækjuveiöi í Öxarfiröi hófst
frá Húsavík og Kópaskeri í
fyrradag og er rækjan sögö
stór og falleg og lítiö af seióum
í henni. Rafmagnslaust varö
hér skyndtlega klukkan 17.30.
sem mun vera vegna einhverra
rennslistruflana i Laxá og tal-
aö er um aó einhver skömmtun
verði á svæðinu. — Fréttarit-
ari