Morgunblaðið - 12.11.1977, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1977
Nautakjöts
skortur
framundan
HORFUR eru á að fremur lítið
framboð verði á nautakjöti þegar
fram kemur á veturinn, því að
nautgripaslátrun, sem nú stendur
yfir í mörgum sláturhúsum, er
með minnsta móti og þvf hætt við
að skortur geti orðið á nautakjöti.
Fyrstu 9 mánuði ársins var slátr-
un nautgripa 14.5% minni en á
sama tíma I fyrra. Sala á naut-
gripakjöti var mjög svipuð þessi
tímabil, heildsalan fyrstu 9 mán-
uði ársins var 1382 lestir.
Birgðir af nautakjöti 1. septem-
ber sl. voru með allra minnsta
móti eða aðeins 69 lestir, en á
sama tíma í fyrra voru þær 629
lestir. Mjög mikið hefur verið um
að slátrað hafi verið ungkálfum í
ár, og því liggur fyrir að ásetning-
ur er með minna móti. Helzt eru
það bændur á Fljótsdalshéraði,
sem leggja stund á nautakjöts-
framleiðslu og kaupa þeir þó
nokkuð af ungkálfum úr öðrum
héruðum.
Utanríkisráð-
herra boðið til Dan-
merkur og Noregs
EINAR Ágústsson utanríkisráð-
herra hefur þegið boð utanríkis-
ráðherra Danmerkur og Noregs
um heimsókn til þessara landa
um mánaðamótin næstu.
Mun heimsóknin til Kaup-
mannahafnar standa yfir dagana
28. og 29. nóvember.
í framhaldi af Danmerkurheim-
sókninni heldur utanríkisráð-
herra til Osló og mun dvelja þar 1.
og 2. desember.
Drengur
fyrir bíl
DRENGUR, 10 ára að aldri, varð í
gærdag fyrir bíl á Hringbraut við
Gamla Garð. Drengurinn hljóp yf-
ir götuna á gangbraut, en varð
fyrir bíl. Hann hiaut höfuðhögg
og marðist eitthvað. -Missti þó
ekki meðvitund, en var í öryggis-
skyni lagður i gjörgæzludeild
Borgarspitalans. Vonazt var til að
meiðsli drengsins væru ekki al-
varlegs eðlis.
Bókakynning í
Norræna húsinu
Kynninga tveggja bóka frá
Norðurlöndum verður ° morguH,
sunnudag, í Norræna húsinu.
Bækurnar, sem Mál og merftiing
gefur út eru: Turninn á heims-
enda, nýjasta skáldsaga Williams
Heinesens i þýðingu Þorgeirs
Þorgeirssonar, og lístasagan
Heimslist — Heimalist eftir R.
Broby Johansen i þýðingu Björns
Th. Björnssonar. Utgáfa beggja
þessara bóka er styrkt af
Norræna þýðingarsjóðnum. í
kynningunni munu þýðendur lesa
upp og jafnframt verður mynda-
sýning.
Kynningin hefst klukkan 16.00
og er öllum heimill aðgangur.
— Vilja semja
Framhald af bls. 1
geta hafið samninga við ræningj-
ana.
Lausnargjaldið sem mannræn-
ingjarnir krefjast er að upphæð
50 milljónir schillinga eða um 600
milljónir islenzkra króna og þeir
vilja fá það greitt i frönskum,
svissneskum, vestur-þýzkum og
austurriskum seðlum. Mannræn-
ingjarnir hafa ekkert samband
haft við fjölskylduna.
Tengdasonur Palmers sagði að
fjölskylda hans vildi ekki tala við
lögregluna, en hún vildi tala við
mannræningjana.
Starfsfólk fyrirtækja Palmers
skoraði i dag á ræningjana að láta
hann lausan þar sem hann gengi
ekki heill til skógar.
Lögreglan hefur enn ekki kom-
izt á slóð mannræningjanna, en
telur ránið ekki pólitískt.
Hæstiréttur
staðfestir
gæzluvarð-
haldsúrskurði
IIÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
tvo gæzluvarðhaldsúrskurði, sem
kveðnir voru upp nýlega en þeir
kærðir til Hæstaréttar.
I öðru tilfellinu var um að ræða
ungan mann, sem hnepptur var I
gæzluvarðhald vegna rannsóknar
fíkniefnamáls og hinu tilfellinu
var ungur maður úrskurðaður i
gæzlu vegna rannsóknar milljón-
arþjófnaðarins í Breiðholti ný-
verið.
— Veðrið
Framhald af bls. 40
en hún hafði beðið sunnan henn-
ar eftir aðstoð við að komast í
Hrútafjörð. Þangað komust bíl-
arnir síðdegis i gær og var þá
fyrirhugað að aðstoða aðra lest,
sem beðið hafði Hrútafjarðarmeg-
in, við að komast suður yfir heið-
ina. Veður fór versnandi á þess-
um slóðum í gær, og samkvæmt
upplýsingum Vegagerðarinnar
var ekki ætlunin að ryðja snjó af
veginum, fyrr en veðrinu slotaði.
Var því ekki fyrirhugað að átt
yrði við heiðina, er bílalestin var
komin suður yfir.
Skafrenningur var i Húnavatns-
sýslum og Skagafirði í gær, en
færð hafði þó ekki spillzt. Öfært
var þó til Siglufjarðar úr Fljótum.
Stórum bílum var fært yfir Öxna-
dalsheiði, en ófært var fyrir
Ólafsfjarðarmúla vegna snjó-
flóða, sem þar höfðu fallið. í gær
var hriðarveður í Eyjafirði og
Þingeyjarsýslum og var veður öll-
u harðara á Norðausturlandi en
um norðanvert landið. Þó taldi
Vegagerðin að stórum bilum væri
fært til Vopnafjarðar, en full-
komnar upplýsingar um færð
lágu ekki fyrir.
Allir fjallvegir á Austfjörðum
voru ófærir i gær, en vegir um
láglendi voru sæmilega færir.
Lónsheiði var í gær ófær og er
ekki fyrirhugað að halda henni
opinni í vetur, þar sem kominn er
góður vegur um Hvalnes og verð-
ur honum haldið við í staðinn.
Góð færð var síðan um alla suður-
ströndina til Reykjavíkur.
— Fyrsti sigur
Framhald af bls. 1
á Siegfried Buback og var hand-
tekinn eftir skotbardaga í
Utrecht.
Wackernagel er grunaður um
að hafa tekið upp á myndsegul-
band kvikmynd sem var send yfir-
völdum til að sýna að hann væri á
lífi. Tiltölulega stutt er síðan
hann gerðist hryðjuverkamaður.
Hann sást í Suður-Þýzkalandi í
vor ásamt konu og barni.
Eftir skotbardagann var
Wackernagel fluttur í fangelsis-
sjúkrahúsið i Scheveningen
skammt frá Haag en Scneider var
of alvarlega særður til þess að
hægt væri að flytja hann frá
sjúkrahúsi i Amsterdam. Annar
særðist í kviði, hinn á höfði.
Wackernagel og Schneider
bjuggu við kyrrláta götu i ibúð
sem lögreglan fann af tilviljun
þegar hún rannsakaði ránið á auð-
manninum Maurits Caransa og
lögreglan elti þá þegar þeir fóru í
simaklefa til að hringja.
Öeinkennisklæddur leyni-
lögreglumaður opnaði dyrnar og
spurði hvað þeir yrðu lengi.
„Andartak," sagði annar þeirra á
þýzku og dró upp skambyssu.
Hann fór að skjóta þegar vopnað-
ir lögreglumenn komu aðvifandi.
Annar mannanna kastaði hand-
sprengju að lögreglunni. Þeir
voru skotnir niður þegar þeir
komu út úr símaklefanum.
— BSRB
Framhald af bls. 2
grannabyggðum höfuðborgarinn-
ar mun kjörsókn hafa verið á bil-
inu 65 til 70% og allt upp í 80%.
Þá sagði Haraldur að Starfs-
mannafélag ríkisstofnana hafi i
gær verið að ná kjörsókn, sem
hafi verið um 60%. Fyrirhugað er
að atkvæði verði talin í dag eftir
hádegi — sagði Haraldur Stein-
þórsson.
Alls voru fyrir atkvæðagreiðsl-
una haldnir 19 kynningarfundir
úti um land á hinum nýja kjara-
samningi. Haraldur Steinþórsson
kvað mikinn áhuga hafa komið í
ljós á kjarasamninginum og hann
kvað athyglisvert að ekki hafi
þurft að aflýsa neinum fundanna
vegna veðurs og taldi hann það
óvanalegt á þessum árstima.
— Kjaradómur
Framhald af bls. 2
ingar til þess að skammta öðrum,
þá kvað Jónas allar slíkar tilraun-
ir dæmdar til að mistakast. Er
Jónas var spurður við hvað hann
ætti með þessu, kvað hann laun-
þegasamtök í vaxandi mæli hafa
tilhneigingu til sliks og að þau
reyndu að koma í veg fyrir að
þeir, sem hærri laun hefðu,
fengju sambærilegar hækkanir.
Slíkt virtist orðið stefnumál laun-
þegasamtaka, hvort sem þau hétu
ASl eða BSRB.
— Pétur Sig-
urðsson
Framhald af bls. 2
sjálfsögðu mundu mótast talsvert
af kjördæmismálum.
Rétt til setu á þinginu eiga 35
fulltrúar og sagði Pétur að fyrir-
hugað væri að þinginu lyki á
sunnudag. Ef ákveðið verður,
sagði Pélur, að samningum verði
sagt upp, verða þeir iausir við
áramót og mun þingið væntanlega
óska eftir kjarasamningaviðræð-
um eins fljótt og auðið yrði.
— Vandi fisk-
vinnslufyrirtaekja
Framhald af bls. 2
andi atriðum úr skýrslu Þjóðhags-
stofnunar ásamt skoðun fulltrúa
fiskvinnslufyrirtækja.
2.1 Þjóðhagsstofnun telur að
rekstrarskilyrði frystingar sé all-
miklu lakari á síðustu vetrarver-
tíð en á árinu 1976, og einnig eru
þau lakari en meðaltal undanfar-
inna átta síðustu ára.
Afkoma söltunar- og skreiðar-
framleiðslu er einnig að mati
Þjóðhagsstofnunar talin hafa ver-
ið allmiklu lakari á þessu ári en
meðaltal átta síðustu ára.
2.2 Fyrstu átta mánuði þessa
árs jókst freðfiskframleiðslan i
heild um 13% sé miðað við sama
tímabil ársins 1976. Þessi aukning
ásamt hagstæðri þróun i aflasam-
setningu ættu einar sér að bætá
afkomu frystingar í heild á þessu
ári.
2.3 Helzta orsök þess að svo er
ekki, er sú að hækkun innlends
kostnaðar (laun, hráefni og annað
verðlag) hefur verið meiri en
hækkun afurðaverðs.
2.4 Sé miðað við október-
verðlag, þá er áætlað að tap á
fiskvinnslunni i heild sé um 1300
milljónir, á ársgrundvelli. Það
skal tekið fram, að þessi niður-
staða fæst þrátt fyrir að tekið
hefur verið tillit til þeirrar hækk-
unar viðmiðunarverðs (7%), er
kom til framkvæmda 1. október
s.l., og gengissigs, ella hefði tapið
orðið um 3500 milljónir. Einnig er
rétt að benda á að áætlaðar
greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði
umfram markaðsverðs eru 4.330
milljónir.
2.5 Um þróun markaðsverðs
farast ÞHS m.a. svo orð: „Óhætt
mun þó að fullyrða, að sölusam-
tökum frystihúsanna hafi tekist
að tryggja hagstæðasta verð fyrir
framleiðsluna að undanförnu, og
virðast íslenzku fyrirtækin vest-
anhafs oft vera í fararbroddi við
mikilvægar verðhækkanir".
2.6 „Lausn hins bráða almenna
vanda er þó skammgóður vermir,
því um áramót ris vandinn á ný í
kjölfar launahækkunar frá 1. des-
ember n.k. og krafa um fiskverðs-
hækkun i framhaldi af þeim.
Þannig er fram á við brýn þörf á
að gera ráðstafanir til þess að
draga úr misræmi í þrún innlends
og erlends verðlags, sem við blas-
ir, með öllum tiltækum ráðum“.
3.1 Það er skoðun nefndarinnar
að augljóst sé að framansögðu að
rekstrarvandi fiskvinnslufyrir-
tækja hefur ekki verið leystur, og
er illt til þess að vita að Þjóðhags-
stofnun telji lausn vera fundna á
vanda fiskvinnslufyrirtækja fram
til 1. janúar n.k. þrátt fyrir að
niðurstöður sýni taprekstur upp á
um2%.
3.2 Það er einnig skoðun nefnd-
arinnar að þrátt fyrir reiknings-
leg vinnubrögð Þjóðhagsstofnun-
ar sé afkoma fiskvinnslunnar lak-
ari en skýrslan segir til um þar
sem langvarandi r-ekstrarhalli
hefur haft neikvæð áhrif á ýmsa
kostnaðarliði, ekki sízt vexti.
— Hrun á 8
metra svæði
Framhald af bls. 40
um til klukkan 22 i gærkveldi.
Fyrirhugað hafði verið að steypa i
þennan kafla, sem hrunið var I,
en því hafði verið frestað. Verður
nú steypt i úiskotið og öryggisnet
lagfært, sem fór niður um leið og
hrunið varð.
Arnkell Einarsson vegaeftirlits-
maður kvað þetta hrun ekki vera
mikið, þar sem um væri að ræða
svo sem eins og eitt biihlass eða
svo. Hins vegar kvað hann alvar-
legt, þegar hrun yrði, þvi að þá
væri við búið að meira hefði losn-
að í göngunum og héngi þá á
bláþræði, ef svo má að orði kom-
ast. Fyrirhugað mun hafa verið að
verktakinn við göngin skilaði
verki sinu nú um miðjan mánuð-
inn og átti vigsla ganganna upp-
haflega að fara fram 20. nóvem-
ber. Var vígslunni siðan frestað,
þar sem yfirmenn samgöngumála
og þingmenn gátu ekki komið um-
ræddan dag. Var ætlunin að vígsl-
an færi fram 25. nóvember, en
vegna hrunsins mun væntanlega
þurfa að fresta vigslunni eitthvað
enn.
— Kom á lítilli
skútu . . .
Framhald af bls. 40
Dickson i Kara-hafi, en það er
fyrir austan Novaja Semlja.
Rússar tóku hann innan rúss-
nesku lögsögunnar og fluttu
hann til Vardö í Noregi. Frá
Vardö fór Czuday i ferðalag á
skútunni áleiðis til Svalbarða
og var þá vinkona hans í för
með honum, en hún fór i land
þegar komið var til Bodö á ný.
Frá Bodö hélt Czuday í lslands-
ferð sína hinn 28. október.
Seglskútan, sem Czuday sig-
lir, er 9 metra löng af
Vanguard-gerð og er smíðuð í
Hollandi. Lítil hjálparvél er í
skútunni.
— Leitin að
Haraldi SH
Framhald af bls. 40
strax byrjað að ganga fjörur.
Leitin að Haraldi var mjög
skipulögð i gær og leituðu þá 25
skip, eins og fyrr segir. Var leit-
inni stjórnað frá rannsóknaskip-
inu Bjarna Sæmundssyni, þá fór
flugvél Landhelgisgæzlunnar RF-
Syn í loftið kl. 8.45 í gærmorgun
og leitaði i allan gærdag, og
björgunarsveitarmenn gengu
fjörur frá Grundarfirði að Skarðs-
vík, og reyndar allt suður á
Svörtuloft.
Eins og að framan greinir, voru
7—8 vindstig á Breiðafirði þegar
siðast heyrðist til Haralds, en er
leið á nóttina lægði og i gær voru í
kringum 5 vindstig á þessum slóð-
um.
Bátar sem voru í leitinni fundu
í gær nokkurt brak á reki. Meðal
annars fann Fanney SH lestar-
borð á reki, en eins og fyrr segir
var i gærkvöldi ekki búið að
kveða upp úr um, hvort borðið
væri úr Haraldi eða einhverju
öðru skipi.
Haraldur SH 123 er 29 tonn að
stærð, byggður árið 1962 í Vest-
mannaeyjum.
— Líbanon
Framhald af bls. 1
fylgdi í kjölfar eldflaugaárásar á
israelsk þorp eins og sú fyrri.
Bækistöðvar palestínskra
skæruliða á svæðinu þar sem
appelsinuekrurnar eru virðast
hafa verið skotmark israelsku
flugvélanna. Aðrar ísraelskar
flugvélar flugu yfir markaðsbæ-
inn Nabatiyeh um 30 km norð-
austur af Tyrus en Palestinu-
menn hröktu þær burtu með loft-
varnabyssum áður en þær gátu
varpað sprengjum að sögn frétta-
ritara Reuters.
Fréttaritari Reuters segir að
Israelsmenn hafi skotið á nokkur
þorp sem vinstrisinnar ráða og
stöðvar Palestínumanna i dag.
Palestinumenn segja að eld-
flaugarárás þeirra I dag á isra-
elska þorpið Yarin hafi verið gerð
i hefndarskyndi við árásir Israels-
manna.
Jafnframt flutti Menahem Beg-
in forsætisráðherra í dag ræðu til
egypzku þjóðarinnar sem á sér
enga hliðstæðu með áskorun um
frið.
Hann fagnaði enn þeirri yfirlýs-
ingu Anwar Sadats forseta að
ávarpa israelska þingið og kvaðst
sjálfur fús að fara til Kaíró til að
stuðla að friði. En hann sagði að
Israelsmenn mundu verjast ef á
þá yrði ráðizt.
— Skútuöldin
Framhald af bls. 21
8.500 kr. í þremur afborgunum á
2ja mánaða fresti.
Prentstofa G. Benediktssonar
annaðist filmusetningu og um-
brot, Prentþjónustan filmaði en
bókband annaðist Arnarfell.
Myndskreyting á kassa og bókar-
spjöldum er unnin af Hilmari Þ.
Helgasyni.
— Gæðinga-
dómur
Framhald af bls. 29.
Holti einnig fram é þinginu tillögu
um gæðingadómana og var hún á
þann veg að stjórn LH skipaði 5
manna milliþinganefnd, sem ynni
með íþróttaráði LH að endurskipun
gæðingakeppni og gæðingadóma i
þá átt að um tvenns konar keppni
yrði að ræða, annars vegar þar sem
samspil manns og hests væri dæmt,
ásamt kunnáttu og hæfni hestsins,
en hins vegar væri leitað að bcvta
gæðingnum, þar sem einkum mætti
sin fjör, mýkt, geta og fegurð
Báðum þessum tillögum var visað
til mótanefndar! þingsins og gerði
nefndin þá viðbótartillögu við tillögu
frá ráðstefnu LH að reglur LH um
gæðingadóma skyldi endurskoða á
fjögurra ára fresti, á fyrsta ársþingi
eftir hvert landsmót Töldu ýmsir
þingfulltrúa að með þessu væri til-
laga Halldórs i Holti óþörf þar sem
landsmót yrði haldið að sumri.
Enn visað til
milliþinganefndar
Þegar tillögur mótanefndar komu
til afgreiðslu var fyrst borin upp
fyrrnefnd tillaga sr. Halldórs í Holti
óbreytt og var hún samþykkt með
70 atkvæðum gegn 13 Þá voru
teknar til afgreiðslu tillögur ráð-
stefnu LH um gæðingadómana og
urðu um þær nokkrar umræður og
lagði einn ræðumanna, Árni Magn-
-ússon, Akureyri, fram eftirfarandi
dagskrártillögu: ..Tillögur þær sem
fyrir liggja um dóma gæðinga verði
visað til milliþinganefndar." Við at-
kvæðagreiðslu var þessi tillaga Árna
samþykkt með 46 atkv gegn 2
Þar með vat hringrásrn hafin rétt
einu sinni — engin niðurstaða feng-
in og breytingum á gæðingadómum
visað enn einu sinni til milliþinga-
nefndar Undirritaður hélt nú satt
bezt að segja að þingfulltrúar á þing-
um LH hefðu fengið sig fullsadda af
þessum milliþingahugmyndum og
þá kannski sér i lagi varðandi þetta
tiltekna mál. En hver veit nema
þessi nýja milliþinganefnd visi bara
aftur til álitsins frá nefndinni, sem
skipuð var 1 974 eða lagt verði til að
reglurnar frá þinginu á Selfossi
1970 verði notaðar á ný Þvi miður
virðast þingfulltrúarnir í Heiðarborg
ekki hafa gert sér grein fyrir gerðum
sinum Fyrst menn geta ekki sætt
sig við tillögur þessara síendurnýj-
uðu milliþinganefndar, hljóta þeir að
hafa ástæður fyrir andstöðu sinni og
þvi er spurt: Hvers vegna leggja þeir
þá ekki fyrir þingið sínar eigin tillög-
ur og þá i beinu tillöguformi? — Við
félagar i hestamannafélögunum
kjósum ykkur þingfulltrúar til að
takast á við verkefnin en ekki flýja
frá þeim Vonandi gefst tækifæri
siðar til að fjalla nánar um þessa
afgreiðslu þingsins og aðrar ályktan-
ir þess
— t.g.