Morgunblaðið - 12.11.1977, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGAKDAGUR 12. NÓVEMBER 1977
31
Benedikt S. Sölvason
frá Hvarnmi - Minning
Hinn 26. júlí s.l. andaðist í
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri Benedikt Sveinn Sölvason
frá Hvammi i Þistilfirði. Benedikt
heitinn var fæddur að Núpi í
Öxarfirði 14. nóv. 1931. Foreldrar
hans voru hjónin Steinfríóur
Tryggvadóttir og Sölvi Ólason.
Var Sölvi einn fyrsti maður hér í
sýslu, sem lagói fyrir sig akstur
bifreiða og gerði að atvinnu sinni.
Barn að aldri missti Benedikt
föður sinn, en ólst upp með móður
sinni og síðar stjúpa Hólmgeiri
Halldórssyni. Með þeim fluttist
hann til Þórshafnar um sex ára
aldur. Ungur að árum fór Bene-
dikt að vinna fyrir sér, og eins og
að líkum lætur með dreng í
sjávarþorpi, var þaó mest við ým-
is störf er að sjómennsku lúta,
gera að fiski, beita línu og hvað
sem til féll. Snemma kom i ljós
verkhæfni hans og vandvirkni.
Við línubeitingu náði hann slíkri
leikni, að sagt hafa mér þeir er
skil kunna á, að fáir muni hafa
jafnast á við hann í þvi verki.
Síðar réðst Benedikt sem síldar-
matsmaður hjá Síldarmati ríkis-
ins og starfaði við það í mörg ár.
Var það aðallega á Austfjörðum.
Mun hann þá oft hafa komist í
nokkra raun i vetrarferðum um
fjallvegi austanlands. Við síldar-
matið komu eðliskostir Benedikts
vel í ljós, giöggskyggni, sanngirni
og vandvirkni. Enda mun hann
fljótt hafa áunnið sér traust
síldarsaltenda jafnt sem sildar-
kaupenda. Þegar síldin hvarf, fór
Benedikt að vinna hvað sem til
féll, siðustu árin sem verslunar-
maóur hjá Kaupfélagi Langnes-
inga á Þórshöfn. Jafnframt ók
hann mjólkinni héðan af bæjun-
um til Þórshafnar. Taldi hann
ekki eftir sér að vera búinn að
losa mjólkina út í mjólkurstöð kl.
9 á morgnana, þegar hann þurfti
að hefja störf í versluninni og
skila síðan brúsunum á kvöldin að
afloknum vinnudegi. Þótt Bene-
díkt heitinn ynni þannig ólík og
margvísleg störf, mátti af kunn-
ugum þekkja allt, er hann fór
höndum um. Það var sama hvort
það var að fletja fisk, salta hann í
stakk, eða skrifa innleggs- eða út-
tektarnótu, alltaf var sama snilld-
ar handbragðið á öllu sem hann
gerði.
Sitt mesta gæfuspor í lífinu sté
Benedikt heitinn, þegar hann
gekk að eiga eftirlifandi eigin-
konu sína Aðalbjörgu Jónu Sig-
fúsdóttur frá Hvammi. Reistu þau
sér íbúðarhús 'i Hvammi og
bjuggu þar síðan. Mun það í upp-
hafi hafa verið ætlunin aó hefja
búskap, þó ekki yrði af þvi ýmissa
orsaka vegna. Þessi ár voru hafís-
og kalár, atvinna nóg við sjávar-
siðuna og hann eftirsóttur til ann-
arra starfa. Mjög var sambúð
þeirra hjóna til fyrirmyndar og
þau samhent urn allt. Enda bar
heimilið þess órækan vott. Var
þar jafnan gott að koma. Þau
Aðalbjörg og Benedikt eignuðust
þrjár dætur. Þær eru: Anna Sig-
rún, fædd 30. mars 1958, nemandi
i Verslunarskóla Islands; Elfa,
fædd 17. sept. 1965 og Sylvía,
fædd 7. apríl 1973.
Leiðrétting
Vegna ummæla í minningar-
grein um frú Agnesi Konráðsdótt-
ur vil ég taka fram, að Hjalti
Jónsson skipstjóri var aldrei skip-
stjóri á Ingólfi Arnarsyni eldra.
Sá sem lengst var með hann hét
Pétur Bjarnason, Bræðraborgar-
stig 20. Mun hann hafa verið með
Ingólf frá því hann var keyptur
til landsins árið 1911 og þar til
hann var seldur til Frakklands
árið 1917 að undanskildum nokkr-
um síðustu mánuðunum vegna
veikinda, að Aðalsteinn Pálsson
var fenginn til að vera með hann.
Eg skrifa þetta vegna þess, að ég
vil hafa það sem sannara reynist.
Virðingarfyllst,
Gunnar Pétursson.
F. 4. nóvember 1929
D. 2. nóvember 1977.
í dag, laugardaginn 12. nóvem-
ber, verður lögð til hinstu hvíldar
ástkær frænka okkar, Ásta Ár-
sælsdóttir frá Fögrubrekku í
Vestmannaeyjum. Ásta var fædd
4. nóv. 1929, dóttir hjónanna
Laufeyjar Sigurðardóttur og Ár-
sæls Sveinssonar útgerðarmanns.
Ólsl hún upp i stórum systkina-
hópi og við mikið ástríki foreldra
sinna, sem hún launaði ríkulega
með því að annast þau þar til yfir
lauk. Sérstaklega var hún stoð og
stýrkur föður sins eftir að hann
var orðinn ekkjumaður. Hann var
mikill atorku- og dugnaðarmaður,
sem vildi fylgjast vel með lífinu
við höfnina og margan bíltúrinn
fengum við systkinin með þeim á
bryggjurnar og út um alla Eyju.
Mikið dáðumst við oft að Ástu
frænku þá, fyrir þolinmæði
hennar og skilningsríki. Þannig
hefur það alltaf verið, alltaf allt
sjálfsagt og allt gert meó svo
góðu, hvað sem til hennar var
leitað, enda sögðum við oft að hún
væri mamma númer tvö.
Ásta gifti sig seint eða 31. 12.
1971 eftirlifandi manni sínum
Agústi Helgasyni og bjuggu þau i
hamingjusömu hjónabandi, fyrst
að Fögrubrekku, en síðan að Þor-
finnsgötu 6 Rvk. Það var mikil
gleðistund hjá fjölskyldunni, er
Auk þess ólu þau upp að
nokkru leyti systurson Benedikts,
Helga Ólason. Eins og fyrr'segir
var Benedikt heitinn mikill og
góður heimilisfaðir. Ég sem þess-
ar línur rita átti þess oft kost að
fylgjast með Benedikt heitnum,
þegar hann var að birgja heimili
sitt af haustmat. Var næstum un-
un að sjá hvernig þar var frá
öllum hlutum gengið.
Ekki verður Benedikts heitins
svo minnst, að gengið sé fram hjá
því, sem hvað ríkast var í fari
hans. En það var að hann mátti
aldrei heyra þeim hallmælt, sem
fjarstaddir voru. Reis hann þá
ævinlega upp til andmæla. Var
sama hver eða hverjir í hlut áttu.
Gat hann fundið flestum eitthvaó
til málsbóta. Einkanlega þeim
sem minna máttu sín.
Fyrír tveimur árum fór Bene-
dikt heitinn að kenna þess meins,
er dró hann til dauða. Varð hann
að ganga undir erfiða uppskurði
og dvelja á sjúkrahúsum, en mest
þó heima. Sýndi kona hans þá
hvern mann hún hefur að geyma
og hjúkraði honum af frábærri
ástúð og umhyggjusemi, uns ekki
var lengur stætt og sérfræðileg
húkrun þurfti að koma til. Var
hann þá fluttur á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri, þár sem
hann lá í fimm vikur uns yfir
lauk.
1 fámennri byggð eins og hér,
skiptir hver einstaklingur meira
máli en þar, sem fjölmennið er
meira. Því meira er gildi hvers
einstaklings, sem hann er stærra
hlutfall af hópnum. Við finnum
það glöggt hérna á bæjunum við
Þistilfjarðarbotninn að nú er
skarð fyrir skildi. En við huggum
okkur við minninguna um góðan
dreng, að maður kemur I manns
stað, og að fámenni er ekki fátækt
meðan þar á menn að missa eins
og Benedikt heitinn var.
Sárastur verður missirinn
eiginkonu, dætrum. stjúpsyni,
fóstursyni, aldraðri móður, stjúp-
föður og systkinum. Ég sendi
þeim öllum mínar innilegustu
samúðarkveðjur og bið Guð að
vernda þau og styrkja.
Öli Halldórsson.
Asta Arsœlsdótt-
ir—Minningarorð
ATHYGLl skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast hlaðinu með
góóum f.vrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í mið-
vikudagshiaði, að berast f síð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera í sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þar þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
línubili.
Asta gifti sig og hefur Ágúst tekið
okkur mjög vel. Hann hefur
reynst frænku okkar alveg sér-
staklega vel, ekki síst i veikindum
hennar. Ásta hafði alveg einstaka
þolinmæði og þrek og kvartaði
ekki þrátt fyrir margar erfiðar
veikindastundir. Álltaf var jafn
yndislegt að koma á heimili Ástu
og Ágústs, sem jafnframt var
griðastaður okkar, er við komum
til Rvk. Eigum viö ótal margar
minningar frá dvölum okkar hjá
þeim og geta vist margir sagt það
sama, því margir litu inn og fengu
sér góðan kaffisopa hjá Ástu. Er
því ntikill söknuður okkar allra,
en þó sérstaklega Agústs að missa
svo ástríka og góða eiginkonu.
Megi góður Guð styrkja hann í
sorg hans. Við vottum honum og
systkinum hennar dýpstu sarnúð
okkar og kveðjum svo elsku Ástu
með miklum söknuði og kæru
þakklæti fyrir allt,
fyrir okkur gert.
„Nú pk auKun aftur.
» (»ud. þinn náúarkraftur
m ín veri vörn í nótt.
•K. virzt miií að þér taka.
mér yfir láttu vaka
þinn etiKÍI svo ók sofi rótt.‘
sem hún hefur
(S. Kjiilsson >
Ilennar einlægu systrabörn,
Laufe.v, Lovísa og Guðni.
+
Eiginmaður minn og faðir okkar,
SIGURÐUR SCHEVING,
lézt að heimili sínu, fimmtudaginn 1 0 nóv
Margrét Scheving,
Edda Scheving,
Birgir Scheving,
Baldur Scheving,
Gylfi Scheving,
Knútur Scheving.
+
Eiginmaður minn
HERMANN KRISTJANSSON.
forstjóri,
Hvassaleiti 87, Reykjavik,
lést af slysförum 1 0 þ m
Guðrún Einarsdóttir, börn og tengdabörn.
+
Móðir okkar
ÁGÚSTA BJARNADÓTTIR.
Skúlagötu 58,
lést á Borgarspítalanum aðfaranótt 1 1 nóv
Fyrir hönd vandamanna
Jóhann Valdimarsson,
Erla Valdimarsdóttir,
Esther Valdimarsdóttir.
+ Útför fósturbróður míns
SIGURÐAR GUOMANNS SIGURÐSSONAR
Karlagötu 1 6,
fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 1 5 nóvember kl 13 30 e h
Lára Þorsteinsdóttir.
+
JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR
Smyrlahrauni 2, Hafnarfirði
verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunm í Hafnarfirði mánudaginn 14
nóvember kl 2
Fyrir hönd aðstandenda
Hanna Valdimarsdóttir,
Guðrún Andrésdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát mannsms mins og
föður,
BJARNA SVAVARS
Beztu þakkir sendum við hjúkrunar og starfsfólki öllu á EIIi- og
hjúkrunarheimilinu Grund
Fyrir hönd vandamanna. Dagmar Beck
Jóna B. Svavars.
+
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför,
GÍSLA BRYNJÓLFSSONAR
frá Vestmannaeyjum.
Vallargötu 24, Keflavik.
Guðrún Þorsteinsdóttir og aðrir aðstandendur.
+
Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður. afa og langafa,
JÓHANNS B. LOFTSSONAR
Eyrarbakka.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
+ Þökkum auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og jarðarför. + Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarfor
GÍSLA JÓNSSONAR. eiginkonu minnar og móður.
útvegsbónda. SIGRÚNAR BJORNSDÓTTUR,
Þökkum sértaklega Unni Pálsdóttur, forstöðukonu Hraunbúða, og
starfsfólki Einari Valbjarnarsyni sjúkrahússlækni og starfsliði hans, svo
og öðrum vinum og nágrönnum hins látna Ingibjorg Þorsteinsdóttir
Systkinin frá Arnarhóli, Vestmannaeyjum.