Morgunblaðið - 12.11.1977, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12, NOVEMBER 1977
39
Eftirlaun aldraðra í stéttarfélögum:
®Misrétti
verdi
Guðmundur H. 1 ® \ m m jg, A A
Garðarsson, I f-K 1 f,|-» 1
alþingismaður. w l/
GUÐMUNDUR H. Garðarsson,
alþingismaður, hefur flutt
eftirfarandi frumvarp til breyt-
inga á lögum um eftirlaun aldr-
aðra félaga í stéttarfélögum, til
að leiðrétta gildandi misræmi:
1. gr.
,,Ur 1. málsgr. 3. gr. laganna
(sbr. lög nr. 33/1976) falli
orðin: „og veitir honum rétt til
örorkulífeyris úr lífeyrissjóði".
2. gr.
1 6. gr. laganna bætist við ný
málsgrein, er verói 3. málsgr.,
svo hljóðandi: Fyrir 1970 skal
ekki reikna meira en 1.1 stig
fyrir hvert almanaksár.
3. gr.
Við 9. gr. laganna bætist ný 2.
málsgr., er orðist svo:
Heimilt skal lifeyrissjóði að
greiða viðbót við lifeyri skv.
lögum þessum sem svarar til
lækkunar árlegra stiga i 1.1 fyr-
ir 1970, sbr. 6. gr. 3. mgr., og
lækkunar stiga vegna þess að
réttindatími er ekki reiknaður
nema frá 55 ára aldri eða frá
1955, sbr. 5. gr. 1. og 2. mgr.,
enda hafi lífeyrisþeginn greitt
til lifeyrissjóðs umræddan tíma
og þær greiðslur lagðar til
grundvallar stigaútreikningi.
Þéssa viðbót skal ekki draga frá
greiðslum samkvæmt 7. og 8.
gr.
Greinargerð
Frá því aó aðilar vinnumark-
aðarins og ríkisstjórnin gerðu
nieð sér samkomulag um aukn-
ar greiðslur ellilifeyris frá um-
sjónarnefnd eftirlauna hafa
komið í ljós ýmsir agnúar. Með
þessu frv. er gerð tilraun til að
leiórétta hina verstu, sem aóil-
um yfirsást að gera er umrætt
samkomulag var gert.
Um 1. gr.
Með breytingu á 1. mgr. 3. gr.
laga nr. 63/1971 (sbr. lög nr.
33/1976) er leiðrétt það mis-
rétti, sem stafar af misjafnlega
ströngum skilyrðum sem líf-
eyrissjóðírnir gera til örorkulíf-
eyrisþega. Eins og nú er háttað
fær maður, sem er í lifeyris-
sjóði sem krefst 10 ára réttinda-
tima fyrir veitingu örorkulíf-
eyris, ekki örorkulífeyri, en
annar, sem er i sjóði sem ein-
ungis krefst 5 ára réttindatíma,
fær lifeyri úr þeim sjóði og frá
umsjónarnefnd. Það var aldrei
ætlun samningsaðila að mis-
muna mönnum þannig eftir að-
ild að lífeyrissjóðum. Hér er
gert ráð fyrir að báðir hafi
5—10 ára réttindi. Þar með er
fyrrgreint misrétti leiðrétt.
Um 2. gr.
1 þessari grein er verið að
fylla upp í eyður í lögunum og
staðfesta framkvæmd umsjón-
arnefndar.
Um 3. gr.
Þar sem sérhver greiðsla úr
lífeyrissjóði kemur til frádrátt-
ar lifeyrisgreiðslum frá um-
sjónarnefnd, og þar sem þessar
greiðslur hafa verið verð-
tryggðar, ákvarðar lífeyrir frá
umsjónarnefnd i reynd samtals
greiðslur til lífeyrisþegans frá
umsjónarnefnd og ,velflestum
lifeyrissjóðum. Það að miðað er
við i hæsta lagi 1.1 stig fyrir
1970 (og þau fá flestir) og það
að réttindi eru einungis reikn-
uð frá 55 ára aldri eða 1955
gerir það að verkum, að ekki
skiptir máli fyrir velflesta líf-
eyrisþega hvort þeir voru í líf-
eyrissjóói fyrir 1970 eóa fyrir
55 ára aldur. 1 þessu felst
ákveðið ranglæti gagnvart þeim
sem greiddu 10% af launum til
lífeyrissjóða um árabil. Njóta
þeir þess í engu og lífeyrissjóð-
um er fyrirmunað að bæta þeim
þetta upp, þar sem sérhver
greiðsla af þeirra hálfu kemur
til frádráttar lífeyri frá um-
sjónarnefnd.
Lagagrein þessi mundi gera
lífeyrissjóðunum kleift að bæta
þetta misrétti á eigin kostnað."
Jón Skaftason:
Sami kjördagur til þings
og sveitarstjóma
Jón Skaftason (F) hefur flutt
tillögu til þingsályktunar, svo-
hljóðandi: „Aiþingi ályktar að
fela ríkisstjórninni að láta at-
huga, hvort ekki sé æskilegt, að
reglulegar kosningar til Alþingis
og sveitarstjórna fari fram sam-
tímis.“
í greinargerð segir að kjörtíma-
bil sveitarstjórna og Alþingis sé
fjögur ár. Kosningaundirbúning-
ur sé tímafrekur og kostnaðar-
samur og setji svip á allt þjóð-
félagið. Frá þjóófélagslegu sjón-
armiði hljóti að vera óheppilegt
að hafa þann hátt á að efna í
tvígang til þess fyrirtækis, sem
kosningaundirbúningur sé, þegar
hægt sé að láta þessar kosningar
falla í einn undirbúningsfarveg
og framkvæmd, án þess að skerða
í nokkru þegnrétt kjósandans.
Vitnar þingmaður til fordæmis í
Sviþjóð, þar sem kosið er samtim-
is til þjóðþings (riksdagen),
landsþinga (landsting) og sveitar-
og bæjarstjórna (kommun).
Nýr rafstrengur til Eyja
Gunnar Thoroddsen, orkuráð-
herra, sagði í svari við fyrirspurn
frá Garðari Sigurðssyni, að gerð
hefði verið kostnaðaráætlun um
nýjan rafstreng (sæstreng) til
Vestmannaeyja, er hljóðaði upp á
220 m.kr. Þá hefði og verið gerð
tillaga um, að þessi framkvæmd
yrði tekin inn á fjárlög komandi
árs. „Við meðferð fjárlagafrum-
varpsins og/eða lánsfjáráætlunar
verður á einn eða annan hátt að
tryggja fjármagn til þessa nýja
strengs milli lands og Eyja,“ sagði
ráðherrann.
Garðar Sigurðsson (Abl) þakk-
aði ráðherra „fyrir mjög góðar
undirtektir og áhuga í rafmagns-
málum Vestmannaeyinga". í
sama streng tóku fjeiri þingmenn
Sunnlendinga.
söluskattur: Stjómarþingmenn
kref jast endurgreidslu
— Stjórnarandstædingar deila um gengislækkun 1972
Endurgreiðsla uppsafnaðs
söluskatts
Albcrt Guðmundsson (S) hefur
borið fram á Alþingi fyrirspurn:
„Hvað líður endurgreiðslu upp-
safnaðs söluskatts á útfluttum
iðnvörum fyrir árin 1975, 1976 og
1977?“
Albert vitnaði í umræður á
Alþingi til könnunar iðnþróunar-
nefndar 1973 á vandamálum út-
flutningsiðnaðar, sem m.a. hefði
leitt til endurgreiðslu fyrir árið
1973 2.5% af útfl.verðmæti út-
fluttra iðnvara (endurgreióslu £
söluskatti og tolli). Var endur-
greiðslum þessum haldið áfram
til 1. september 1974 en hætt þá.
Síðan vitnaði Albert til skýrslu
fjármálaráðuneytis um virðis-
aukaskatt (maí/1975). Þar kemur
m.a. fram að söluskattur sé ekki
hlutlaus. Núgildandi söiuskatts-
kerfi feli í sér „uppsöfnun skatts,
sem valdið geti m.a. ófyrirsjáan-
legri mismunun i samkeppnis-
stöðu hinna ýmsu atvinnugreina.'1
Hlutfall uppsafnaðs söluskatt af
heildarrekstrargjöldum hafi ver-
ið mælt 2% í útflutningsiðnaði
(beinn skattur), óbeinn skattur
l'A% en samtals sé þetta 3.5%.
Sfðan vitnar Albert í skýrslu þjóð-
hagsstofnunar (Hagur iðnaðar)
þar sem segir: „Þótt söluskattur
hafi nú verið felldur niður af iðn-
vélum og hlutum í þær, er enn um
nokkra uppsöfnun að ræða i iðn-
rekstri. Skv. lauslegum áætlunum
má meta þessa uppsöfnun nærri
2% af framleiðsluverðmæti
iðnaðar við skilyrði i árslok 1977.
Þessi áhrif eru nokkuð misjöfn
milli iðngreina.'-' Margs konar
fleiri tilvitnanir í opinberar
skýrslur, viðvikjandi uppsöfnuð-
um söluskatti, tindi ræðumaður
til.
Miðað við þær upplýsingar, sem
fyrir liggja, taldi Albert að út-
flutningsiðnaðurinn ætti kröfu til
endurgreiðslu sem næmi 303
m.kr. fyrir árin 1975 og 1976, að
viðbættum þeim 235 rn.kr., sem
endurgreiða ætti vegna ársins
1977. Loks vék Albert að tilmæl-
um útflutningsiðnaðar um virðis-
aukaskatt.
Breytileg
staða útflutningsiðnaðar
Matthfas Á Mathiesen, fjár-
málaráðherra, vék fyrst í svari
sínu að ákvörðun rikisstjórnar-
innar um staðgreiðslu skatta og
virðisaukaskatt í kjölfar stað-
greiðslunnar. Þá sagði ráðherra,
efnislega, að uppsafnaður sölu-
skattur hefði á sínum tima verið
endurgreiddur af útfluttum iðn-
vörum, öðrum en sjávarafurðum,
vegna mjög óhagsstæðrar gengis-
skráningar fyrir þessa fram-
leiðslu. Með gengisbreytingu 1975
hefði ástæður breytzt þann veg,
að ekki var talin ástæða til slíkrar
endurgreiðslu. Á þessu ári hafi,
að tilhlutan fjármálaráðuneytis,
enn verið -skoðuð staða út-
flutningsiðnaðar með hliðsjón af
uppsöfnuðum söluskatti (ný
könnun Þjóðhagsstofnunar). Þá
hafi komi^ I ljós að uppsafnaður
söluskattur hafi verið að meðal-
tali 3.6% heildarrekstrargjalda
útflutningsiðnaðar (fiskiðnaður
ekki meðtalinn). Það var mat
Þjóðhagsstofnunar að uppsafnað-
ur söluskattur i þessum greinum
næmi nálægt 235 m.kr. á árinu
1977.
Með hliðsjón af stöðu þessara
útflutningsgreina ákvað rikis-
stjórnin að endurgreiða á árinu
1978 uppsafnaðan söluskatt af út-
flutningi samkeppnisiðnaðar,
vegna Efta-aðildar á árinu 1977.
Aðstaða þessara útflutnings-
greina ræðst að miklu leyti af
gengisskráningu á hverjum tíma.
Þvi er ekki tímabært að taka
ákvarðanir um þetta efni fram i
tímann, auk þess eru áform uppi
um virðisaukaskatt. Hins vegar
hefur ekki verið tekin ákvörðun
um endurgreiðslu uppsafnaðs
söluskatts fyrir árin 1975 og 1976.
SFV og gengislækkunin
Magnús Kjartansson (Abl)
sagði SFV hafa sett fram kröfu
um gengislækkun árið 1972.
Ætlunin hafi verið að Alþýðu-
bandalagið tæki þessi áform
óstinnt upp og slitu stjórnarsam-
starfi. Við létum hins vegar við
það sitja að lýsa andstöðu við
gengislækkunina. Gengið var sið-
an hækkað aftur 1973, í eina
skiptið um langt árabil. Þessi
gengishækkun kom vissum grein-
um útflutningsiðnaðar í nokkurn
vanda. Þess vegna var reynt að
tryggja útflutningsiðnaðinum
jafnrétti með-umræddum endur-
greiðslum. Það gekk illa að koma
þáverandi fjármálaráðherra i
skilning um, að þessar endur-
greiðslur myndu skila sér aftur í
auknum útflutningi, gjaldeyri og
tollu^ af innflutningi, er gjald-
eyririnn gerði mögulegan. Frá
þessu var síðar horfið, illu heilli
fyrir útflutningsiðnaðinn.
Óheppileg og óhyggileg
ráðstöfun
Magnús Torfi Ólafsson (SFV)
taldi það óhyggilega og óheppi-
lega ráðstöfun, sem fælist í með-
ferð núverandi rikisstjórnar á
endurgreiðslu uppsafnaðs sölu-
skatts útflutningsiðnaðarins.
Tryggja þurfi þessum iðnaði
jafna samkeppnisaðstöðu. Greið-
asta leiðin til þess sé að létta af
honum uppsöfnuðum söluskatti.
Magnús vísaði síðan á bug rang-
túlkun Magnúsar Kjartanssonar
um „hóflega gengisbreytingu i
árslok 1972“, sem gerð hafi verið
að tilmælum hæfustu efnahags-
sérfræðinga. Þessi gengisbreyt-
ing gerði það mögulegt að hverfa
frá „rígbundinni gengisskráningu
til færanlegrar gengisskráning-
ar“, gerði m.a. mögulegt að
hækka gengið nokkru síðar, þegar
skilyrði höfðu breytzt, og nú dett-
ur engum manni í hug að hverfa
aftur til bindifyrirkomulags, sem
áður ríkti, sagði Magnús Torfi
Ólafsson.
Svarið veldur vonbrigðum
Albert Guðmundsson (S) lýsti
vonbrigðum sinum með svar fjár-
málaráðherra — að því er varðaði
afstöðu til uppsafnaðs söluskatts
áranna 1975 og 1976. Ráðherra
hefði sagt að gengislækkun 1975
hefði bætt stöðu útflutningsiðnað-
ar. En greiðsla á uppsöfnuðum
söluskatti á ekki að fara eftir
sveiflum I rekstri atvinnugreina.
Söluskattsskil ríkissjóðs til at-
vinnugreina á að lúta sömu regl-
um og söluskattskil almennt til
ríkissjóðs. Spurningin er, hvort
ríkissjóður á ekki að greiða van-
skilavexti til útflutningsiðnaðar
vegna dráttar sem orðið hefur á
endurgreiðslu. Ég vona, sagði
ræðumaður, að rikisstjórnin
endurskoði þessa afstöðu sína og
standi við skuldbindingar sínar
frá árunum 1975 og 1976.
Fleiri þingmenn
á sama máli
Þórarinn Þórarinsson (F) og
Steingrímur Ilermansson (F)
lýstu sig samþykka þeirri stefnu,
sem fram hefði komið í máli fyrir-
spyrjanda (A.G.). Á meðan við
búum ekki við virðisaukaskatt
sýndist þeim rétt vera, að endur-
greiða eigi söluskatt útflutnings-
iðnaðar, til að standa við þau lof-
orð sem íslenzkum iðnaði vóru
gefin við Eftaaðild.