Morgunblaðið - 23.11.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.11.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1977 3 Morgunblaðið ieitaði í gær áiits þeirra átta frambjóðenda sem flest atkvæði hlutu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavfk um skipan framboðslista flokksins við næstu alþingiskosningar. Fara hér á eftir viðtöl við sjö þeirra en á haksíðu blaðsins f dag er rætt við Geir Hallgrímsson forsætisráðherra, formann flokksins. Sjálfstæðisfólk setji markið hátt „AÐ mínu mati var þátttakan í þessu prófkjöri mjög eðlileg miðað við kjörfylgi Sjálfstæðis- flokksins í síðustu kosningum og er fagnaðarefni,“ sagði Al- bert Guðmundsson alþingis- maður i samtali við Morgun- blaðið, en hann hlaut flest at- kvæði í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavik. Albert kvaðst að öðru leyti ekki vera farinn að átta sig á hinni pólitisku þýðingu þessa prófkjörs, enda ekki gefizt neinn tími til slikrar íhugunar. „Niðurstöður prófkjörsins bera þó kannski fyrst og fremst með sér að almennrar óánægju virð- ist gæta innan flokksins með stefnu rikisstjórnarinnar frem- ur en að um sé að ræða fylgis- tap einstakra forustumanna," sagði Albert. Hann kvaðst að sjálfsögðu ánægður með hlut sinn í prófkjörinu og vilja færa þeim mörgu sem þátt tóku i þvi þakklæti sitt og þá ekki sízt þeim er veitt hefðu honum stuðning sinn. „Framundan er hörð barátta. Vænti ég þess að allt sjálf- stæðisfólk standi þá sameinað í þeiri baráttu og setji markið hátt.“ Ellert B. Schram: „Óánægjan bitn- ar á forustu- mÖItnunum” „í fljótu bragði vekur það mesta athygli að ráðherrarnir skyldu ekki verða efstir í þessu prófkjöri," sagði Ellert B. Schram alþingismaður, í viðtali við Mbl„ þar sem hann var spurður álits á úrslitum próf- kjörsins, en hann hlaut fjórða sætið samkvæmt prófkjörinu. „Þetta er ekki sagt Albert Guðmundssyni til hnjóðs, en hann fékk mjög glæsilegan stuðning í prófkjörinu." „En óánægja út í ríkisstjórn- ina og þá Sjálfstæðisflokkinn, að svo miklu leyti sem þessi óánægja er fyrir hendi, bitnar greinilega á forustumönnun- um. Þetta er þó ekki presónu- legt vantraust á þá heldur áminning og þá til okkar allra í þingliðinu. Forustumennirnir og Sjálfstæðisflokkurinn verða að draga sínar ályktanir af þvi,“ sagði Ellert ennfremur. „Ég er ánægður með fram- gang ungra sjálfstæðismanna í þessu prófkjöri, enda tel ég mig ennþá i þeirra hópi hvað mál- efnin snertir. Árangur Friðriks Sophussonar er sérlega glæsi- legur, en á hinn bóginn þykir mér miður, ef Pétur Sigurðsson hefur goidið sóknar unga fólks- ins i prófkjörinu. Sjálfur er ég auðvitað ánægður með það mikla traust, sem árangur minn ber með sér, og vil þakka öllu því fólki sem studdi mig og kaus. Vona ég að ég reynist traustsins veróur." Varðandi framkvæmd próf- Framhald á bls 18. Friðrik Sophusson: Sigur ungra sjálfetæðismanna „ÉG held að árangur minn i þessu prófkjöri sé fyrst og fremst sigur ungra sjálfstæðis- manna og tákni að sú stefna sem ungir sjálfstæðismenn hafa mótað og ég leitast við að framfylgja á greinilegan hljóm- grunn,“ sagði Friðrik Sophus- son framkvæmdastjóri í samtali við Mbl., en hann varð i sjötta sæti i prófkjöri sjálfstæðis- manna um helgina. „Eg held einnig að þessi úr- slit í prófkjörinu almennt hljóti að mega túlka sem gagnrýni á stjórnarstefnuna og þá fyrst og fremst það að sjálfstæðisstefn- unnar skuli ekki gæta meira við úrlausn mála en raun ber vitni,“ sagði Friðrik ennfrem- ur. „Hvað sjálfan mig áhrærir lit ég alls ekki á þetta sem persónulegan sigur heldur sem sigur unga fólksins, eins og sagði hér á undan, og vil ég þakka þeim og öllum öðrum, sem veittu þessu framboði mínu hrautargengi." Guðmundur H. Garðarsson: 8 efstu sætin „Ég vil þakka því góða og trausta fólki, sem veitti mér og ýmsum öðrum frambjpðendum stuðning i þessu prófkjöri — án þess að það hafi verið til þess sérstaklega hvatt á nokkurn hátt með skipulagðri kosninga- baráttu,“ sagði Guðmundur H. Garðarsson alþingismaður í samtali við Mbl. í gær. Guð- mundur varð í 7. sæti hvað at- kvæðatölu í prófkjörinu varð. „Hin mikla þátttaka í þessu prófkjöri tekur af öll tvímæli um það hverja fólkið vill hafa í átta efstu sætum framboðslist- ans við næstu alþingiskosning- ar,“ sagði Guðmundur enn- fremur. „í tíð núverandi rikis- stjórnar hefur formaður Sjálf- Framhald á bls 18. Gunnar Thoroddsen: Úrslitin alvar- legt umhugsunar- efni fyrir ráð- herra flokksins „UNGIR sjálfstæðismenn hafa sýnt framtak og atorku og orðið vel ágengt. Við fögnum því að fá Friðrik Sophusson í þing- flokkinn til starfa á Alþingi," sagði Gunnar Thoroddsen, iðn- aðarráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, þegar Mbl. leitaði álits hans á niður- stöðum prófkjörsins i Reykja- vik. „Það fer ekki á milli mála að úrslitin í prófkjörinu bera vott um óánægju, sem hlýtur að verða ráðherrum flokksins al- varlegt umhugsunarefni,“ sagði Gunnar Thoroddsen enn- fremur. Pétur Sigurðsson: Hópur, sem hvorki vill múrara né sjómann á þing „MÉR virðist nú í fljótu bragði, þegar ég lit á niðurstöðurnar að þessi hópur sem að mestu hefur ráðið um tvö siðustu prófkjör hér i borginni og þar á ég við bæði i Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum, að þeir séu sterkari innan Sjálfstæðis- flokksins heldur en ég hélt,“ sagði Pétur Sigurðsson alþing- ismaður, en hann varð i 8. sæti i prófkjörinu. „Það er ljóst,“ sagði Pétur ennfremur, ,,að sá hópur vill hvorki hafa múrara né sjómenn á þingi og eins og nú háttar virðist það ekki vera sigur- stranglegt að sitja i 8. sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn. En annars er ég ekki farinn að taka neina afstöðu til þess hvað ég geri. Ef ég hætti á þingi þarf ég fyrst að fara að leita mér að atvinnu, því að ég er einn af þeim sem Framhald á bls 18. Ragnhildur Helgadóttir: Hin mikla þátt- taka flokknum til styrktar „FYLGI mitt i prófkjörinu vil ég þakka mikilli vinsemd fjölda sjálfstæðismanna, kvenna og karla, sem studdu mig drengi- lega,“ sagði Ragnhildur Helga- dóttir alþingismaður, þegar Mbl. leitaði álits hennar á nið- urstöðum prófkjörsins bæði hvað hana sjálfa varðar og úr- slitin almennt. „Eftir því sem tími vannst til hafði ég per- sónulegt samband við margt Framhald á bls 18. „Tekur af öll tvímæli hverja fólkið vill í Þeir eru komnir nýju kaff ipakkarnir frá Kaaber! Hinar vinsælu kaffitegundir frá Ö. Johnson & Kaaber h.f. eru nú komnar í nýjar, lofttæmdar umbúðir. Lofttæmdar umbúðir eru frábrugðnar loftþéttum að þvi leyti, að lofti er ekki pakkað með. Sökum þess falla umbúðirnar þétt að kflffinu, og pakkinn verður glerharður. Þar með eykst geymslu- þolið og kaffið er eins og nýtt, þegar pakkinn er opnaður. Ríó, Mokka, Java og Santos. Ilmandi, úrvals kaffi í nýjum, lofttæmdum umbúðum. 0. JOHNSON & KAABER H.F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.