Morgunblaðið - 23.11.1977, Síða 12

Morgunblaðið - 23.11.1977, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1977 Þingið og dagblöðin FJÖLMIÐLAR, sjónvarp, útvarp og ekki sfzt dagblöðin eru fréttalegir tengiliðir milii þings og þjóðar, þingmanna og umbjóðenda þeirra — almennings. Það er þvf ekki að ástæðulausu að þingmenn gluggi I þingsfður dagblaðanna til að ganga úr skugga um að mál þeirra séu réttilega framreidd I frásögnum. Hér má lfta Magnús Torfa Ölafsson, formann SFV, f „blaðahorni" þinghússins, við lestur. Þetta horn er eitt af mörgum dæmum um þrengsli og ófullnægjandi aðstöðu þingmanna. Erlendis hafa þingmenn vel búnar lesstofur, þar sem blöð, tfmarit og sérrit ýmiss konar eru tiltæk. Klaðahorn Alþingis er nánast á gangvegi í húsinu. FYRIRSPURNIR Eftirfarandi fyrirspurnir voru lagðar fram á Alþingi í gær 0 1. Til landbúnaðarráðherra um Inndjúpsáætlun frá Sigurlaugu Bjarnadóttur 1 Hvað líður endurskoðun Inndjúps- áætlunar? 2 Hvaða rök eru fyrir þvi, að fjárveit- ing til síðasta árs áætlunarmnar er felld niður í frumvarpi til fjárfaga 19 78? 0 II. Til samgönguráðherra um landshafnir frá Sigurlaugu Bjarna dóttur. 1 Er ekki tímabært að afnema gild- andi lög um landshafnir? 2. Hver hafa verið framlög rikisins til hinna þriggja landshafna frá upphafi? 3 Hver hafa verið, á sama tima, fram- lög rikisins til almennra hafna á land- inu? Söluskattur á kjötvörur og rafmagn: Matvælarannsóknir ríkisins Matvælarann- sóknir ríkisins Fram var lagt í gær stjórnar- frumvarp um matvælarannsóknir rfkisins. Matvælarannsóknir ríkisins skulu, undir stjórn heil- brigðismálaráðherra, annast mat- væla-, efna-, og örverufræðilegar matvælarannsóknir á hvers konar matvælum og neyzluvörum al- mennings. Stofnunin sé til ráðu- neytis landlækni, heilbrigðiseftir- liti ríkisins, heilbrigðisnefndum og öðrum opinberum aðilum, er um matvælaeftirlit fjalla. Stofn- unin rekur rannsóknastofu í Reykjavík og utan Reykjavíkur, þegar þurfa þykir. Stofnun með framangreindu nafni tók til starfa 1. janúar 1976, er þeir aðil- ar, sem áður höfðu annast gerla- fræðilegt eftiriit með matvælum, lýstu þvi yfir, að þeir hefðu hvorki aðstöðu né tima til áfram- haldandi sérrannsókna. Iðjuþjálfun Fram hefur verið lagt stjórnar- frumvarp, að beiðni Iðjuþjálfara- félags íslands, um iðjuþjálfun. Frumvarpið fjallar um menntun- arkröfur og starfsréttindi iðju- þjálfa. Frumvarpið er efnislega samhljóða lögum (frá 1976) um sjúkraþjálfun, enda fjallar frum- varpið og þau lög um hliðstæðar starfsstéttir. þykir að ekki takist að ljúka undirbúningi að framreikningi matsverðs og frummati nýrra gagna fyrir 1. des. nk., m.a. vegna þess að sveitarfélögum hefur reynzt erfitt að skila nauðsynleg- um gögnum til fasteignamatsins á réttum tíma. Hafnarfjörður sérstakt fræðsluhérað Ölafur G. Einarsson (S) hefur mælt fyrir frumvarpi um breyt- ingu á lögum um grunnskóla, er hann flytur ásamt Gils Guðmundssyni (Abl), Jóni Skaftasvni (F) og Benedikt Gröndal (a). Frumvarpið er flutt að beiðni bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar og heimilar ráðherra að stofna sérstakt fræðsluumdæmi í sveitarfélagi með 10 þúsund ibúa eða fleiri, með sérstökum fræðslustjóra. í slikum tilfellum fer sveitarstjórn með hlutverk landshlutasamtaka, skv. gildandi lögum, og ber allan kostnað af rekstri fræðsluskrifstofu annan en föst laun fræðslustjóra, helm- ing kostnaðar við ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu og helming húsaleigu. Ólafur rakti forsögu þessa máls og skipan mála í Hafn- arfirði, sem réttlæta frávik frá gildandi fyrirkomulagi. Söluskattur/ kjöt- vörur/ rafmagn Garðar Sigurðsson (Abl) hefur mælt fyrir frumvarpi til breyt- inga á lögum um söluskatt, þess efnis, að söluskattur skuli felldur niður af kjöti, kjötvörum og raf- magni. Benti GS á að ríkissjóður greiddi niður kjötvörur. Samtímis innheimti ríkið söluskatt innifal- inn í neytendaverði kjötvara. Niðurgreiðslan væri þvi í raun lítil sem engin. Afnám söluskatts myndi auka innanlandsneyzlu og lækka í leiðinni útflutningsbæt- ur. — Rafmagn væri greitt niður með verðjöfnunargjaldi en hækk- að i sama mund með söluskatti. — Frumvarp þetta er endurflutt. Páll Pétursson (F) tók undir frumvarpsákvæði um kjötvörur. Eftirlaun aldraöraí stétt- arfélögum Guðmundur H. Garðarsson (S) mælti fyrir frumv. til breytinga á lögum um eftirlaun aldraðra fé- laga í stéttarfélögum, til meira jafnréttis í framkvæmd lífeyris- greiðslna. Þingsíða hefur áður gert ítarlega grein fyrir efni þess, sem hér verður ekki rakið frekar að sinni. Hannesar Jónsson- ar fv. alþingismanns, minnst á Alþingi í gœr ÁSGEIR Bjarnason, forseti sam- einaðs þings, flutti eftirfarandi minningarorS um Hannes heitinn Jónsson, fyrrverandi alþingis mann á Alþingi í gær. Hannes lézt i Reykjavík 1 7. nóvember s.l. á 84 afmælisdegi sínum. Hannes Jónsson fyrrverandi al- þingismaður andaðist í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag 1 7 nóvem- ber, á áttugasta og fjórða afmælis- degi sínum Hannes Jónsson var fæddur í Þór- ormstungu í Vatnsdal 1 7 nóvember 1893 Foreldrar hans voru Jón bóndi þar, síðar á Undirfelli og aftur í Þórormstungu Hannesson bónda á Haukagili í Vatnsdal Þorvarðssonar og kona hans, Ásta Margrét Bjarna- dóttir bónda í Þórormstungu Snæbjarnarsonar Hann lauk gagn- fræðaprófi á Akureyri vorið 1915, var á samvinnunámskeiði á Akureyri síðari hluta vetrar 1915-16 og við nám í Samvinnuskólanum veturinn 1918— 1 9 og lauk þaðan burtfarar- prófi um vorið Hann var sundkenn- ari í Austur-Húnavatnssýslu 1909- 1915, starfsmaður Sláturfélags Austur-Húnvetninga 1915—1917, endurskoðandi þess 1918 og for- stjóri 1918—1922 Ánð 1923 varð hann kaupfélagsstjón Kaup- félags Vestur Húnvetnmga á Hvammstanga og gegndi því starfi til ársloka 1933 Hann rak bú í Kirkjuhvammi á Vatnsnesi 1929—1948 og í Þórormstungu árið 1943 Á tímabilinu 1938—1941 var hann á vegum Landsbanka íslands forstjóri sidar- verksmiðjunnar í Nesi í Norðfirði, vann jafnframt við endurskoðun í Landsbankanum og var fulltrúi bankans í stjórn hlutafélgsins Alliance 1939—1941 Á þessum árum rak hann jafnframt síldarút- gerð frá Norðfirði með leiguskipum frá Færeyjum Fulltrúi i endurskoð- unardeild fjármálaráðuneytisins var hann 1943—1963 Leyfi frá þvi starfi fékk hann frá 1 nóvember 1960 til 1 júní 1962 og var þann tíma sveitarstjóri í Ólafsvik Eftir Hannes Jónsson, fyrrv. alþingis maður. 1963 vann hann ýmis endurskoð- unaistörf, meðal annars fyrir bændasamtökin. Hannes Jónsson var kosinn al- þingismaður Vestur-Húnvetninga ár- ið 1927 og átti sæti á Alþingi til 1937, á 12 þingum alls Yfirskoð- unarmaður ríkisreikninga var hann kjörinn á þingunum 1930—1933. Hann var formaður milliþinganefnd- ar um skipulag og sölu land- búnaðarvara 1932—1934 Endur- Forstjórar ríkisverksmiðja: Mánaðarkaup 300 þús., auk hlunninda Matthías Á. Matthiesen fjármálaráðherra svaraði í gær fyrirspurn frá Stefáni Jónssyni (Abl) um kaup og hlunnindi forstjóra ríkisverksmiðja: Áburðar- verksmiðju, Kísilgúrverk- smiðju, Sementsverk- smiðju og Járnblendifé- Iags. Tvær þessara verk- smiðjur heyra undir fjár- málaráðuneyti, sagði ráð- herra, sementsverksmiðja og áburðarverksmiðja. skoðandi Sildarverksmiðja rikisins var hann 1935—1939. í sljórn Byggingarsamvinnufélags starfs- manna stjórnarráðsins átti hann sæti 1950—1960, gjaldkeri þess öll ár- in. Nú eru liðnir fjórir tugir ára siðan Hannes Jónsson hvarf af Alþingi Á þvi timabili, sem hann sat á þingi, var oft stormasamt í stjórnmáladeil- um jafnt innan þíngs sem útan í þeim átökum kvað allmikið að Hann- esi Jónssyni. enda var hann jafnan ákveðinn i skoðunum og einarður Hann var i Framsóknarflokknum fram undir árslok 1933, en þá skildu leiðir með honum og flokkn- um vegna málefnaágreinings Varð hann þá einn af stofnendum og forvigismönnum Bændaflokksins og var einn manna kjördæmiskjörinn þingmaður hins nýja flokks næsta vor Hann tók allmikinn þátt i um- ræðum á þingi. átti hér sæti í fjár- hagsnefnd, samgöngunefnd og fjár- veitinganefnd og hafði mest afskipti af málum, sem heyrðu undir þær nefndir, en einnig landbúnaðarmál- um og menntamálum Ævistarf Hannesar á öðrum vettvangi var stjórn á rekstri af ýmsu tagi, en þó lengst og mest umfjöllun reiknmga og endurskoðunarstörf, sem hann rækti af atorku og glöggskyggni og sinnti að nokkru leyti til æviloka Eg vil biðja háttvirta alþingismenn að minnast Hannesar Jónssonar með þvi að risa úr sætum Forstjórar þeirra verksmiója taka laun skv. launaflokki A-30. Nóvemberlaun þeirra voru kr. 299.713.00. Auk þess hafa þeir greiðslur fyrir yfirvinnu og vaktir (bakvaktir). Forstjóri sements- verksmiðju hefur yfirvinnu 45H úr tíma á mánuði (skv. ákvörðun stjórnar fyrirtækisins, en for- stjóri áburðarverksmiðju 28 tíma, en hann fær hins vegar kr. 81.708.00 fyrir vaktir. Forstjóri sementsverksmiðju fær greiddan bifreiðakostnað skv. gjaldskrá bifreiðanefndar ríkisins, 12000 km akstur. Forstjóri áburðarverk- smiðjunnar fyrir 10 þús km akst- ur. Önnur hlunnindi eru ekki, ut- an fastagjald sima hjá áburðar- verksm. Eignarhluti ríkisins i hlutafé- lögum um járnblendi og kisilgúr heyra undir iðnaðarráðuneyti. Skv. bréflegu svari frá því ráðu- neyti liggja ekki fyrir upplýsing- ar um kaup og kjör forstjóra hlutafélaganna hjá ráðuneytinu. Vísað er á stjórnir þeirra, sem ákveða viðkomandi laun og hlunnindi um svör. Við iðnaðar- ráðuneytið væri að eiga um frek- ari upplýsingar. Lúðvfk Jósepsson (Abl), Jónas Árnason (Abl), Sigurlaug Bjarnadóttir (S), Páll Pétursson (F) og Kjartan Ólafsson (Abl) töldu ótækt, að Alþingi fengi ekki umbeðnar upplýsingar um launa- kjör og hlunnindi forstjóra í fyrir- tækjum, sem ríkið væri meiri- hlutaeigandi að. (Páll Pétursson sagði ríkið eiga 55% i járnblendi- fyrirtæki og Alþingi ætti kröfu á að fá að vita hver 55% af kaupi forstjórans væru). Hvað um upp- lýsingar um aðra þætti rekstrar og afkomu þessa fyrirtækis, ef synjað verður um jafn eðlilega spurningu? spurðu þessir þing- menn. Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra kvaðst myndu æskja umbeðinna upplýsinga frá við-' komandi stjórnum umræddra Tilutafélaga og koma þeim á fram- færi við Alþingi. Nýir þingmenn Tveir nýir þingmenn hafa tekið sæti á Alþingi í fjarveru aðalmanna: 1) Hall- dór Blöndal (S) sem 1 varamaður landskjörinna þingmanna Sjálfstæðis- flokksms, í fjarveru Axels Jónssonar, er situr þmg Sameinuðu þjóðanna 2) Kjartan Ólafsson, ritstjóri Þjóð- viljans, (Abl), í fjarveru Svövu Jakobs- dóttur, landskjörins þingmanns Al þýðubandalagsins. Halldór Kjartan Blöndal Ólafsson Gleraugna- fræöingar og sjónfræðingar Þá hefur verið lagt fram stjórn- arfrumvarp um gleraugnafræð- inga og sjónfræðinga. Er það að verulegu leyti byggt á tillögum frá Optikerafélagi íslands, Félagi gleraugnaverzlana og starfshópi íslenzkra gleraugnafræðinga. Frumvarp þetta var lagt fram á 97. löggjafarþingi en varð ekki útrætt. Það er nú endúrflutt, lítið breytt. Gildistöku nýs fasteigna- mats frestað Matthfas A. Mathiesen fjár- málaráðherra mælti í efri deild fyrir frumvarpi um skráningu og mat fasteigna. Er þar gert ráð fyrir að gildistöku nýs fasteigna- mats verði frestað frá 1. desem- ber nk. til áramóta. Frumvarp þetta er flutt vegna þess að sýnt Fréttir i stuttu nníli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.