Morgunblaðið - 23.11.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.11.1977, Blaðsíða 19
5*£$**8SC — Indira sek Framhald af bls. 14. sú staðreynd reitir mann ekki til r;eiði má hann hundur heita Þá var innanríkisráðherrann að því spurður hvort rétt væri að Desai forsætisráðherra hefði viljað koma í veg fyrir handtöku Indiru Gandhi á þeirri forsendu, að ekki væru til næg sönnunaxgögn, svaraði Singh „Nei, það er alls ekki rétt Morari Desai sá handtökuskipanina og undirritaði hana ” Newsweek spurði innanríkisráð- herrann næst Þið segið að auðæfi Indiru Gandhi séu falin i tveimur erlendum sendiráðum, einu hér i Delhi, sendiráðinu í Máritaniu og í Sviss Getið þið sannað það? ,,Já,” svaraði Singh „Ég hef það frá áreiðanlegum upplýsingaraðila minum að siðastliðin tvö ár, hafi Indira Gandhi safnað miklum auði og hvert hefur það fé farið? Við getum kannski ekki fullsannað þetta, en samt sem áður vita allir að þetta er staðreynd Hún hefur á glæpsamlegan hátt haft mikið fé út úr fólki úr ýmsum stéttum, iðnrek- endum, kaupsýslumönnum og öðru ríku fólki — Hversu margar ákærur hafið þið á hendur Indiru Gandhi? „Ég hef ekki tölu á þeim En ég get sagt það með sanni að þann tíma sem Indira Gandhi var við völd rann allt siðferði út i sandinn og stærsti glæpur hennar gagnvart ind- versku þjóðinni var sá að hún hrifs- aði heiðarleik og siðferði frá henni, svo og öll góð fordæmi Ég segi þessi orð með mikilli sorg í hjarta " — Ný skáldsaga Framhald af bls. 2 ónáða mig annars slagið og þegar ég hafði lokið við Vorkalda jörð 1951 byrjaði ég að skrifa bók um þessa gömlu persónu mína; Pál Jónsson blaðamann. Ég var þá strax ráðinn í því að skrifa að minnsta kosti tvær bækur um Pál og hans fólk, en það fer margt öðru vísi en ætlað er, því þegar ég hafði lokið við Gangvirkið og fór að huga að framhaldinu, þá fór svo að ég gat ekki sinnt þvi nema í hjáverkum. Ég skrifaði svona kafla og kafla og 1960 var ég ekki kominn lengra en það að vera MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1977 19 búinn með þriðjung þessarar bók- ar. Ég lagði þetta efni þá á hilluna og snerti ekki við þvi aftur fyrr en tólf árum síðar, þegar ég var búinn með söguna af hreiðrinu. Hins vegar má ef til vill segja að leynt og ljóst séu Sendibréf séra Böðvars og Hreiðriö angar út frá þessu verki, að minnsta kosti bregður þar fyrir sumum persön- um þess. En siðustu þrjú árin hafa svo farið i það að ganga frá þessari sögu og það má vel vera að ég skrifi þriðju bókina um Pál Jónsson blaðamann". A fundinum kom fram, að inn- an skamms er bök Ólafs Jóhanns Litbrigði jarðarinnar væhtanleg á dönsku og i undirbúningi eru út- gáfur á næsta ári á Hreiðrinu, Sendibréfum séra Böðvars og Lit- brigðum jaðarinnar á ensku, þýzku, sænsku, norsku og dönsku. Skáldsagan Seiður og hélog er 340 blaðsiður. Setningu, prentun og bókband annaðist Prentsmiðj- an Hólar h.f. — Vélaflprófun Framhald af bls. 2 7, 9 og 11 höguðu sér, þegar búið væri að tengja þær allar saman.“ Hola 7 er veik, en stöðug. Hola 9 sterk og stöðug og hola 11 er sterk en óstöðug,” sagði Einar. „En fari allt saman vel ættum við að geta hafið rafmagnsframleiðslu um áramótin.“ — Ungur maður Framhald af bls. 32. áfengisdrykkju, og var allt þetta fólk flutt í fangageymsl- ur lögreglunnar. 1 gær var fólk þetta yfir- heyrt svo og kunningi hins látna. Að sögn Njarðar Snæ- hólms yfirlögregluþjóns virð- ist ljóst að mennirnir hafa ver- ið í einhvers konar pillukapp- áti og virðist svo sem þeir hafi innbyrt bæði róandi og örv- andi töflur í miklum mæli, auk áfengis. Maðurinn sem lézt var 27 ára gamall og kunningi hans er á svipuðum aldri. — LIÚ Framhald af bls. 2 ráð fyrir að helzta unræðuefni fundarins snúist að þessu sinni um fiskstofnana við landið og hagnýtingu þeirra. Áætlað er að 100 fulltrúar út- vegsmanna sæki fundinn í Grindavík og munu aðkomumenn, aðrir en þeir sem búa á Reykja- vikursvæðinu, búa i verbúðum Þorbjarnar h.f. og Fiskaness h.f. Ferð verður frá skrifstofu L.I.U. kl. 10.30 í dag, fyrir þá fulltrúa er þess óska. — Fækkaði Framhald af bls. 13 84.493 eða 38,25% af ibúatölu landsmanna og hafði fækkað úr 84,856 á árinu 1975, þegar ibúar Reykjavikur voru 38,74% lands- manna Á sama ári fjölgaði ibúum á landmu um 1 185 eða 0,68% í Reykjavík voru 2291 konur umfram karla Á árinu 1976 fluttust brott frá Reykjavík 1006 manns umfram þá aðfluttu, en fleiri hafa fluttst brott en komið síðan á árinu 1973 Hafa flestir flutzt til útlanda eða út á land. en 730 flutt i Kópavog, 163 á Seltjarnarnes, 218 i Garðabæ, 302 til Hafnarfjarðar, 204 í Mosfellssveit Aftur á móti komu til Reykjavíkur 563 úr Kópavogi. 292 utan af landi, 141 frá útlöndum. 56 frá Hafnarfirði 43 úr Garðahreppi. 28 úr Mosfellssveit og 11 af Seltjarnar- nesi — Minning Framhald af bls. 23 Lundi, sem var þá nýútkomið. Það var i fyrsta sinn, sem ég sá þá bók. Virti hann hana fyrir sér um stund og sagði síðan: „Þessa bók lízt mér vel á,“ og keypti hana þegar. Varð hann ekki fyrir von- brigðum, eftir þvi sem honum sagðist siðar frá, þegar fundum bar saman. Þegar ég siðsumars 1948 á skólanefndarfundi sagði lausu skólastjórastarfi mínu, varð hann fyrst hugsi dálitla stund, en síðan varð honum að orði eitthvað á þessa leið: „Þina ákvörðun skil ég vel, þó að hún kunni að koma öðrum á óvart. Þú ert skáld og þarfnast tónstunda til skáld- skaparins, enn fremur tækifæra til að víkka sjóndeildarhring þinn og endurlífga andann, sem starf þitt og staða hér veitir ekkert tóm til,“ sagði Jón án frekara rök- stuðnings, og hafði ég þó ekki gefið út nema eina ljóðabók, þegar þetta var. Enginn annar fyrr né siðar fyrir utan Guðmund Hagalin, sem ég kynntist á árunum 1944—48, hefur sýnt mér þennan skilning. Öllum öðrum fannst fjarstæða af mér að láta af skólastjórn eftir svo stuttan og slysalítinn starfstíma. En ástríðan til að krota freistaði min. Ég átti kost á öðru starfi, sem fylgdi fjögurra mánaða sumarleyfi til ritstarfa, þótt lægra væri launað. Á Reykjanesi hafði ég ekkert tóm til þeirra nema á næturnar. Hvað var þá annað að gera en sinna þeirri löngun? Ég var orðinn 44 ára og ekki eftir neinu að biða. Þetta skildu Vestfirðingarnir Jón H. Fjalldal og Guðmundur Haga- lin. Drengskapur Jóns og hjálpsemi voru frábær. Þó að aðaláhugamál hans væru búsýsla, framfarir og menningarmál, gat hann ekki hugsað til að halda henni áfram, ef hann gat ekki rekið hana eins og honum líkaði sakir heilsu- bilunar eða fólkseklu, þ.e. með I fullri reisn sem hann vildi. Hann seldi þvi búið og jörðina Melgras- eyri og fluttist til Reykjavíkur og átti þar heima 22 siðustu ár ævinnar við atlt önnur störf en hann áður stundaði »g þeim alger- lega óskyld. Jón H. Fjalldal líktist foreldr- um sínum: Halldóri á Rauðamýri að greind og áhuga, en Ingibjörgu frá Skarði að vexti og friðleik. Halldór fór ungur utan að ieita sér menntunar á norskum búnaðarskóla, Stend i Noregi, og varð um leið samgróinn norskum bókmenntum samtímans. Hann varð handgegninn skáldjöfrunum Ibsen, Björnson, Kielland og Lie, eignaðist verk þeirra og las þau. Jafnframt því tileinkaði hann sér verkmenningu Norðmanna og varð heima í Sveit sinni langt á undan sinni samtíð og því eigi samstiga við þjóð sína með öllu, keypti þó flestar þær bækur, sem út komu á þeim tima og fylgdist mæta vel með öllu, sem gerðist. Jón sonur hans stundaði og búnaðarnám í Noregi og varð einn af öndvegismönnum íslenzkrar bændastéttar. Jón H. Fjalldai var tvikvæntur. Fyrri kona hans var Jóna Kristjánsdóttir frá Tungu í Naut- eyrarhreppi, Franssonar. Þau giftust 9. júní 1909. Jóna andaðist 25. september 1932. Þeim varð tveggja barna auðið. Þau eru Halldór, búsettur í Keflavik, og Þorgerður, sem býr í Reykjavik. Eftir það bjó Jón með ráðskonum, þar til 5. maí 1950, að hann kvæntist síðari konu sinni Tómasínu Tómasdóttur, trésmiðameistara í Reykjavík, Tómassonar. Lifir hún mann sinn, ásamt syni þeirra, Magnúsi. Ég á Jóni H. Fjalldal margt að þakka, en ekki sizt það, hve skiln- ingsrikur hann var sem skóla- nefndarformaður Reykjanesskóla og allt samstarf hans þar að lútandi. Hið sama má reyndar segja um alla meðnefndarmenn hans og aðra hollvini skólans. Ég á þeim öllum margt og mikið að þakka, svo og húsfreyjum þeirra. Þeim fækkar nú óðum fulltingis- mönnum minum við Djúp, á Vest- fjörðum og Ströndum. Timinn sem við hjónin vorum í Reykja- nesi var þrátt fyrir allt og vegna alls góður tími, og við minnumst hans sem nokkurs konar ævin- týris. Við Jón H. Fjalldal urðum skildir að skiptum, eftir að ég fluttist frá Reykjanesi og höfum aldrei fundizt hér syðra. Við týnd- um hvor öðrum hér i fjöl- menninu, eins og svo margir gera. Ég harma það. En ég gleymi honum ekki sem sérstökum persónuleika og góðum dreng. Hann varð löngu fyrir andlát sitt landflótta frá æskustöðvum sinum og starfsvettvangi sakir breyttra tíma og andstæðra örlaga eins og margir fleiri, en hafði þá þegar unnið tveggja manna verk eða þriggja á sviðum búsýslu, menningar og félagsmála. Ég óska honum til hamingju með þau afrek — og góðrar ferðar yfir á lifandi manna land, þangað sem oss er kennt, að vér eigum öll að gista, fyrr eða síðar. Jón verður jarðsunginn heima á Melgraseyri i dag, 23. nóvember. Þóroddur G uðm undsson frá Sandi. Eins og undanfarin ár bjóðum við viku og tveggja vikna ferðir til Kitzbuhel og St. Anton í Austurríki á verði frá 69.900 og 80.900 krónum. Þeir sem veljatveggja vikna ferðir geta dvalið viku á hvorum stað ef þeir kjósa heldur. Og nú er einnig hægt að velja um gistingu í fjallaskála eöa á hóteli. Brekkur eru þar jafnt fyrir byrjendur sem þá, sem betri eru. Útivera í snjó og sól allan daginn, og þegar heim er komið bíður hvíld, góður kvöldmatur og rólegt kvöld við uþþrifjun á ævintýrum dagsins eða upplyfting á skemmtistað, allt eftir óskum hvers og eins. Flogið er frá Keflavíkurflugvelli til Luxemborgar og þaðan til Munchen. Frá Múnchen er síðan ekið á áfangastað, um 2ja til 3ja stunda akstur. Austurrísku alparnir eru draumsýn allra skíðamanna - við látum draúminn rætast fyrir verð sem þú ræður við. Skíðafólk leltið upplýsinga hjá söluskrifstofum okkar, umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. flucfélac LOFTLEIDIR /SLAA/DS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.