Morgunblaðið - 23.11.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.11.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1977 11 Gjafir og góðar óskir til Amtsbókasafnsins Akureyri. 21. nóv. EITT hundrað og fimmtfu ára af- mæli Amtsbókasafnsins á Akur- eyri var minnst á veglegan hátt á laugardaginn. Um hádegið bauð bókasafnsnefnd vmsum gestum til hádegisverðar á Hótel KEA, en klukkan 14 hófst hátfðarsam- koma í húsakynnum Amtsbóka- safnsins við Brekkugötu. Gísli Jónsson, formaður bókasafns- nefndar, stýrði athöfninni og flutti ávarp, en Lárus Zóphónías- son amtsbókavörður flutti erindi um sögu safnsins frá upphafi til þessa dags. Blásarakvartett úr Tónlistarskóla Akureyrar lék og söng sextettinn GAMMI nokkur íslenzk þjóðlög. Þá voru flutt ávörp gesta. Run- ólfur Þórarinsson, deildarstjóri í Afmælisþing Farmanna- og fiskimanna- sambandsins FARMANNA- og fiskimannasam- band Islands heldur 28. þing sitt á Hótel Loftleiðum dagana 22.-26. nóv. Þingið verður sett kl. 15 í Kristalsal, en aðal málaflokkar þingsins verða: Nýting fiskveiði- lögsögunnar, Vita- og hafnamál, öryggismál og kaupgjaldsmál. Sambandið varð 40 ára i júní s.l. sumar og er þetta þvi afmælis- þing. AUGLÝSINGASÍMINN ER: ^22480 J |B»r0unI»I«liiþ menntamálaráðuneytinu, flutti kveðjur og áranaðaróskir mennta- málaráðherra sem ekki gat komið þvi við að vera viðstaddur. Einnig afhenti hann safninu að gjöf bók- ina heimsmeistaraeinvígið i skák 1972, innbundna í kiðlingaskinn. I'innbogi Guðmundsson lands- bókavörður færði safninu Is- landskort runnið frá Guðbrandi biskupi Þorlákssyní að gjöf frá Landsbókasafni Islands. Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur flutti kveðjur Náttúrugripasafns- ins á Akureyri og Tryggvi Gísla- son skólameistari þakkaði safn- inu og starfsfólki þess lipurð og greiðvikni við nemendur skól- anna í bænum. Helgi Bergs bæjarstjóri flutti kveðjur bæjar- stjórnar Akureyrar og skýrði frá tillögu sem fram hefur komið i bæjarráði og nýtur stuðnings allra bæjarráðsmanna þess efnis að á fjárhagsáætlun ársins 1978 verði tekin upp fjárveiting að upphæð 1 millj. kr. til kaupa á stofnbúnaði hljómsafns við Amts- bókasafnið. Að því búnu las formaður bóka- safnsnefndar kveðjur sem borizt höfðu frá Háskólabókasafninu sem gaf fræðilegar handbækur, frá Halldóru Bjarnadóttur fyrr- verandi stjórnarmanni Amtsbóka- safnsins, sem ritaði kveðjuna eig- in hendi 104 ára gömul og elzt núlifandi Islendinga, frá bóka- verði og bókasafnsnefnd Garða- bæjar, frá Bjarnveigu Bjarnadött- ur og Snorra Sigfússyni, frá starfsfólki og stjórn Bókasafns Kópavogs, frá Bókasafni Vest- mannaeyja og frá Gunnlaugi Hall- dórssyni arkitekt, sem teiknaði Bókhlöðuna sem hýsir Amtsbóka- safnið og héraðsskjalasafn. Að lokum voru bornar fram veglegar kaffiveitingar. — Sv. P. Gísli Jónsson formaður bókasafnsnefndar og Lárus Zóphónlasson amtsbókavörður. Ljósm.vnd Mbl. Sv.p. Peningaverd- laun í bodi á helgarskák- móti TR TAFLFÉLAG Revkjavíkur gengst fyrir helgarskák- móti um niestu helgi. Tefldar verda sjö umferðir eftir Monrad-kerfi og er umhugsunartími ein klukkustund á skák. Mótið hefst á föstudagskvöldið kl. 20 og verða þá tefldar þrjár umferðir. Tvær siðustu umferðir mótsins verða síðan tefldar á sunnudag og hefst keppnin þá kl. 14. Góð verðlaun eru í boði. Fyrstu verðlaun eru 40 þúsund krónur, en veitt eru fimm aðalverðlaun i mótinu þau lægstu 8 þúsund krónur. Einnig verða veitt tvenn verðlaun fyrir 14 ára og yngri. Skráning i mótið er hafin og er öllum heimil þátttaka meðan hús- rúm leyfir, en keppnin fer fram í skákheimilinu að Grensásvegi 46. INNLENT Frænka á flandri í Ölafsvík og nágrenni Ólafsvfk. 21. nóv. LEIKFÉLAG Ólafsvíkur frumsýndi s.l. fimmtudag gamanleikinn Frænku Charleys eftir Brendon Thomas í styttu og um- breyttu handriti leikstjór- ans, Harðar Torfasonar. Sýningar eru þegar orðnar fjórar og hafa undirtektir veriö með fádæmum góðar. Formaður leikfélagsins, Gréta Jóhannesdóttir, tjáði undirrituðum að hún myndi varla jafn ágætar undirtektir síðan Leyni- melur 13 var færður á svið fyrir mörgum árum. Með aðalhlutverk fara Emil Kristinsson, Jóhann Stefnisson og ívar Steindórsson. Aðrir leik- endur eru Pétur Jóhanns- son, Kristin Kjartansdótt- ir, Steinunn Kolbeinsdótt- ir, Hreiðar Skarphéðins- son, Kolbrún Björnsdóttir og Elín Egilsdóttir. Þess má geta að enginn þessara leikara og leikenda hefur stigið á leiksvið áður. Ráð- gert er að sýna leikritið í nálægum byggðarlögum. Stjórn Leikfélags Ólafsvík- ur skipa: Gréta Jóhannes- dóttir, Kristján Helgason og Sjöfn Aðalsteinsdóttir. — Helgi. Hér birtist síðari hluti hins mikla ritverks um sævíkinga fyrri tíma við Breiðafjörð, sannar frásagnir mikillar sóknar á opnum bátum við erfiðar aðstæður, sem stund- um snerist upp í vörn eða jafnvel fullan ósigur. Nær hvert ár var vígt skiptöpum og hrakningum, þar sem hin- ar horfnu hetjur buðu óblíð- um örlögum byrginn, æðru- og óttalaust. Aflraunin við Ægi stóð nánast óslitið árið um kring og þessir veður- glöggu, þrautseigu víkingar, snillingar við dragreipi og stýri, tóku illviðrum og sjávarháska með karl- mennsku, þeir stækkuðu í ‘stormi og stórsjó og sýndu djörfung f dauðanum, enda var líf þeirra helgað hættum. — Um það bil 3000 manna er getið í þessu mikla safni. I ( ANDI KöRNiÁKUR HER GOÐUR Er andinn mikiivægari en efnið? Hefur góður hugur og fyrirbænir eitthvert gildi? Skiptir það máli hvernig þú verð lífi þínu? Þessar áieitnu spurningar vilja vefjast fyrir mönnum og víst á þessi bók ekki skýlaus svör við þeim öllum, en hún undirstrikar mikilvægi fagurra hugsana, vammlauss lífs og gildi hins góða. Hún segir einnig frá dulrænni reynslu níu kunnra manna, hugboðum þeirra, sál- förum, merkum draumum og fleiri dularfullum fyrirbær- um, jafnvel samtali látins manns og lifandi, sem sam- leið áttu í bíl. Og hérerlangt viðtal við völvuna Þorbjörgu Þórðardóttur, sem gædd er óvenjulegum og fjölbreyttum dulargáfum. — Vissulega á þessi bók erindi við marga, en á hún erindi við þig? Ert þú einn þeirra, sem tekur and- ann fram yfir efnið? „Ef ég hefði ekki vitað það, að Guð er til, mundi ég hafa trúað á hestana mína“, sagði eyfirzki bóndinn Friðrik í Kálfagerði, og skáldjöfurinn Einar Benediktsson sagði: „Göfugra dýr en góðan ís- Ienzkan hest getur náttúran ekki leitt fram“. — Þannig hafa tilfinningar íslendinga til hestsins ávalit verið og eru enn og sér þess víða merki. 1 ríki hestsins undirstrikar sterklega orð þessara manna. Þar eru leiddir fram fræði- menn og skáld, sem vitna um samskipti hestsins, mannsins og landsins, og víða er vitnað til ummæla erlendra ferða- manna. Bókin ihun halda at- hygli hestamannsins óskiptri, eins og hófatakið eða jó- reykurinn, hún mun ylja og vekja minningar, hún er óþrjótandi fróðleiksbrunnur hverjum hestamanni, heill- andi óður tii Islands og ís- lenzka hestsins. íf I I I ! I 1 I ) I l i ) l I f TITnTmijTmTTrTTITTTTTTTiITTTTmTTTÍTTTTTTTTTTmi*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.