Morgunblaðið - 23.11.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.11.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1977 23 arfélagi Islands og Búnaðarfélagi Nauteyrarhrepps. Hérðasskólinn í Reykjanesi fékk listamanninn Ríkarð Jónsson til að móta af hon- um mynd, sem varðveitt er i skól- anum. Fer vel á því að þar sjáist svipmóuþess manns sem var upp- hafsmaður að skólastofnuninni og átti sér að hugsjón ræktun lands og lýðs í svo ríkum mæli. Þegar litið er yfir langa og við- burðaríka ævi Jóns H. Fjalldals er margs að minnast og margt að þakka. Hann var eldhugi og áhugamað- ur á mörgum sviðum. Hann var kappsamur baráttumaður og ekki alltaf hlífisamur við andstæðinga sina í hita baráttunnar, en þegar upp var staðið og móðurinn af mönnum runninn var hjartahlýja og sáttfýsi hafin yfir allan ágrein- ing. Hann var heilsteyptur dreng- skaparmaður er kenndi til í stormum sinnar tíðar. Hann var mikill og heill vinur vina sinna og mat þá að verðleikum sem önd- verðir voru hugsjónum hans og skoðunum, þegar baráttu var lok- ið og sjóa tók að lægja. Honum var sjálfgert að skipa sér í fylk- ingu með þeim, sem minna máttu sín. Höfðingslund hans og fölskvalaus vinarhlýja verður okkur vinum hans alltaf hugstæð og kær. I dag, hinn 23. nóvember, verð- ur gerð útför Jóns H. Fjalldal að Melgraseyri. Þangað munu koma frændur og vinir, sveitungar hans og samhéraðsmenn til að kveðja hann hinstu kveðju og votta hon- um virðingu sina og þökk fyrir störfin og samfylgdina. Að leiðarlokum færum við hjónin og fjölskylda okkar Jóni H. Fjalldal heilshugar hjartans þökk fyrir vináttu sem aldrei brást, fyrir traust samstarf og hugljúfa samfylgd, heilindi hans og hugsjónabaráttu. Eiginkonu hans, börnum þeirra og ástvinum sendum við einlægar óskir um bjarta og farsæla fram- tíð. Aðalsteinn Eirfksson. Utvarpið flutti mér fregnina um lát Jóns H. Fjalldal. Hann var á 95. ári, er hann lézt 14. nóvember s.l., en fæddur var hann 6. febrúar 1883 að Rauða- mýri í Nauteyrarhreppi, og voru foreldrar hans Halldór Jónsson bóndi og oddviti þar og kona hans, Ingibjörg Jónsdóttir frá Skarði á Skarðsströnd. Gagn- fræðingur frá Flensborg varð Jón 1902, en fór síðan til Noregs og lauk prófi við Vinterlandbruks- skulen í Osló 1906. Hann gerðist bóndi á Melgraseyri 1909 og bjó þar til 1955. Rak hann bú sitt af miklum dugnaði og áhuga, meðan hann fékkst við búskap, og gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir sveit sína, Nauteyrarhrepp, Vestfirði og bændastétt landsins. Hrepp- stjóri var hann frá 1914—55, for- maður Nautgriparæktarfélags Nauteyrarhrepps 12 ár, varafor- maður Búnaðarsambands Vest- kjarða 1918—55 og sat á Búnaðar- þingi 1933—39, svo að fátt eitt sé nefnt, hlaut verðlaun úr sjóði Kristjáns konungs IX, var heiðursfélagi Búnaðarfélags Islands og Búnaðarfélags Naut- eyrarhrepps. Má af þessari upptalningu sjá, að Jón kom viða við sögu, enda frábær áhuga- maður um öll framfara-, sam- vinnu- og menningarmál. Ekki vanrækti hann þó bú sitt fyrir því, heldur byggði vel á jörð sinni og bætti hana á allan hátt, þó að ekki verði frekar frá þvi sagt hér. Ekki hefði þó undirritaður minnzt Jóns, nema af því að ég átti samstarf með honum i fræðslumálum árin, sem ég var skólastjóri í Reykjanesi við ísa- fjarðardjúp. Jón var sem sagt í skólanefnd Reykjanesskólans og meira að segja formaður hennar, enda átti hann frumkvæði að stofnun þessa skóla og lét sér, ásamt föður sínum, mjög annt um hag hans og velferð. Mér er Jón Fjalldal hvað minnisstæðastur frá skólanefndarfundunum, þar sem ég einnig átti sæti. Hann var lífið og sálin i öllu, þvi sem skólann varðaði, hafði opin augu og eyru fyrir öllum nýjungum, var boðinn og búinn að rétta hjálparhönd, ekki sizt hvað fjárhagnum viðvék, framförum öllum og umbótum. Þegar ég lagði til, að framhalds- deild skólans eða 3. bekkur yrði stofnaður, studdi hann það ein- dregið. Enn fremur studdi hann, að endurbætt yrði hitalögn skólans og skólastjóraibúðar- innar, bryggjunni viðhaldið og hún endurbætt. Jón H. Fjalldal var mjög vel greindur maður og með afrigðum fljótur að átta sig á hlutunum, en hikaði ekki við að breyta um skoð- un, ef hann sá að annað var rétt- ara en hann hafói áður aðhyllzt. Virtu sumir menn honum það til hverflyndis. Á opinberum fundi nokkrum á hann að hafa sagt, þegar einhver greip fram i fyrir honum og sagði: „Þetta sem þú segir nú, Jón, er alveg gagnstætt því, sem þú hélzt fram í fyrra.“ En Jón svaraói samstundis: „Hvað varðar mig um það, sem ég sagði í fyrra? Nú er það orðið úrelt.“ Svo sannarlega þá fylgdist Jón H. Fjalldal með tímanum og vildi heldur hafa það sem sannara reyndist! Fyrst og fremst var Jón H. Fjalldal verkmenningarmaóur. En hann bar líka skyn á bók- menntir og las mikið. Einu sinni var ég staddur úti á ísafirði ásamt Jóni. Við vorum að skoða bækur í bókaverzlun Jónasar Tómassonar tónskálds. Rakst Jón þar á 1. bindi Dalalífs eftir Guðrúnu frá Framhald á bls. 19. Kveðja: Sigríður María Sigurðardóttir F. 29. október 1897. D. 13. nóvember 1977. Sigríður María Sigurðardóttir frá Látrum í Aðalvík, var ekkja Ágústs J. Péturssonar frá Látr- um. Þau bjuggu þar en brugðu búi og fluttust til Kópavogs árið 1946. Ágúst varð þá starfsmaður hjá bróður sinum Sigurlinna Péturssyni byggingarmeistara. — Síðan gerðizt Ágúst starfsmaður hjá Landssíma íslands og starfaði þar um árabil. Hann lézt á árinu 1967. Fyrir nokkrum árum flutist Sigriður María af heimili sinu í Kópavogi, á vistheimilið að Hrafnistu og var hún þar unz hún lézt. Með eftirfarandi erindum úr sálmi Hallgríms Péturssonar, vilj- um við börn hennar, tengdabörn og barnabörn kveðja móður okk- ar, tengdamóður og ömmu: „Guð komi sjálfur nú með náð, nú sjái Guð mitt efni’ og ráð, nú er mér, Jesú, þörf á þér, þér hef ég treyst í heimi hér. Ég hef aldrei í nokkri nauð nauðstaddur beðið utan Guð, Guð hefur sjálfur gegnt mér þá, Guð veri mér nú líka hjá.“ „Láttu mig, Drottinn, lofa þig, með lofi þínu hvíla mig, ljósió í þínu Ijósi sjá, lofa þig strax sem vakna má." Pétur Sverrisson —Minningarorð F. 23. nóvember 1954. D. 25. september 1977. Því að æska og morgunroði Kfsins eru hverful Pred. 11.10. Þegar ég frétti lát frænda míns, Péturs Sverrissonar, þá komu mér einmitt þessi orð gamla spekingsins fyrst i huga, en það held ég hafi orsakast vegna þess, hvað Pétur var mikill og sannur æskumaður, því auk þess að vera fríður sýnum, fljúgandi vel gef- inn, og þar að auki vel gerður, virtist hann í ríkum mæli eiga þann kost, sem of fáum ungmenn- um er gefinn, en það er að kunna að velja og hafna i ægiflóði auð- fenginna lifsgæða og gervigleði, sem heimurinn keppist við að ausa yfir æskulýðinn nú til dags. Andstætt þeim mörgu, sem si- fellt eru óánægðir með allt, sem þeir hafa, hversu gott, sem það kann að vera, þá var Pétur ein- mitt óvenju þakklátur fyrir þær góðu gjafir, sem honum höfðu .fallið í skaut, og oft hafði hann orð á því við sína allra nánustu, hvað sér liði vel, hvað hann væri vel upplagður, og sig vantaði reyndar ekkert annað en rétt verkefni til að glíma við, þá væri ennþá meira gaman að lifa. Og til þess að skemma ekki fyrir sér blessun heilbrigðrar lífsánægju, þá iðkaði hann bæði reglusemi og hóf í hverjum hlut. Pétur var því sannarlega ekki í þeim alltof stóra hópi ungmenna, sem vilj- andi eða óviljandi kveðja jarðlífið vegna heimatilbúinna lífssorga og sjálfskemmdarstarfsemi. Pétur var fæddur í Reykjavík, sonur hjónanna Svövu Péturs- dóttur, deildarstjóra i Afengis- og tóbaksverzlun rikisins og Sverris Davíðssonar, sjómanns frá Ólafs- vik. Ekki urðu samvistir þeirra Sverris og Svövu langar, því þau munu hafa skilið áður en Pétur varð þriggja ára. Fáum árum síð- ar giftist Svava fyrrverandi skóla- bróður sínum, Erni Bernhöft, sem reyndist drengnum á allan hátt eins og bezti faðir, enda prúð- menni mikið, eins og hann á ætt til. Þó að svona vel tækist til með stjúpföðurinn, gat Pétur aidrei gleymt faðerni sínu. Meðan hann ennþá var svo ungur, að hann lék sér á gólfi, var gaman að heyra þennan litla, gáfaða snáða flétta föður sinum inní þá leiki, sem þar voru að gerast. Því hafi nokkur lítill drengur verið hrifinn af því að eiga sjómann fyrir föður, þá var það hann, enda kom það vel fram i hans áhrifamiklu skipa- leikjum, sem oftast enduðu meó því, að enginn var fær um að bjarga skipinu í þvi voða veðri, sem þá geisaði, nema pabbi hans. Hann einn kunni að stýra rétt. Enginn annar. Ekki dofnaði ást Péturs til föðurins með þroskaárunum, þvi milli þeirra feðga var jafnan mjög gott, enda stuðlaði móðir hans að því, að svo mætti vera, og fékk Pétur tryggð sina endurgoldna, ekki aðeins frá föður sínum, held- ur öllu föðurfólkinu, sem við hvert tækifæri umvafði hann með kærleika og bliðu. Þegar Pétur hafði aldur til, fór hann í Menntaskólann við Hamra- lilíó og lauk þaðan stúdentsprófi á tilsettum tíma og sóttist námið með ágætum, enda þótt fjölmörg hugðarefni tækju frá honum meiripartinn af lestrartimanum. Að þessu kvað svo rammt, að eitt sinn, þegar ég hitt móðurömmu hans, Kristinu Gisladóttur frá Mosfelli; og spurði hana, hvernig drengnum gengi í skólanum, svar- aði hún: Vel. Alltof vel. Já, þetta gat amma hans leyft sér að segja, þrátt fyrir þá innilegu vináttu og gagnkvæman skilning, sem þau báru hvort til annars. Hún vissi sem var, að i drengnum hennar bjó stálminni og greind í bezta lagi. Eftir stúdentsprófið fór Pétur til Frakklands og dvaldi þar tvö ár við háskólanám í hagfræði, en af lítt viðráðanlegum orsökum, fór hann ekki utan þriðja árið, og stundaói þá bæði vinnu og sjálfs- nám hér heima. I sumar er leið fékk Pétur at- vinnu, sem hann hafði haft mik- inn augastað á, en það var við gestamóttökuna á Hótel Loftleið- um, því hvort tveggja var, að hon- um lét vel að umgangast fólk og hafði reyndar ánægju af að greiða úr hvers manns vanda, og svo hitt, að einmitt þar fékk hann hina ákjósanlegustu aðstöðu til að æfa tungumálakunnáttu sína, sem var með ólikindum mikil af ekki eldri manni. Eftir að hafa lokið reynslutima sinum hjá Loftleiðum og fengið þar fastráðningu, lét Pétur inn- rita sig i Háskóla Islands til áframhaldandi náms i vióskipta- fræði. Og nú taldi hann sig vera kominn á hina grænu grein. Því skemmtileg og lærdómsrik at- vinna, háskólanám og hestaheilsa eru vissulega eftirsóknarverð gæði i okkar hamingjutregu ver- öld. Af einhverjum orsökum taldi Pétur sig endilega þurfa að bregða sér út i lönd. I fyrstu ætl- aði hann til Danmerkur, en sam- kvæmt ráðum vina sinna breytti hann þessari áætlun i vikuferð til London, en þar skeði sá hroðalegi atburður, að svikist var að honum og hann beittur svo villimannleg- um misþyrmingum, að til dauða leiddi. Og ekki fegraði það at- burðinn, að á hann horfðu 6 eða 7 manns, sem hvorki hreyfðu hönd né fót til hjálpar. Sú kurteisL að lofa mönnum að drepa saklausa í friði, er nú sem óðast að gagnsýra allan hinn siðmenntaða heim, og mun það almennt vera kallað að skipta sér ekki af þvi, sem manni kemur ekki við. Sá er illræðið framdi, reyndist vera ungur Alsirbúi, sem með út- troðna vasa af oliupeningum frá föður sinum, ástundaði iðjuleysi og alls konar ólifnað, sem i það kjölfar sækir, enda landrækur frá Bretlandi, en kominn þangað aft- ur á fölskum pappírum. Nú skyldum við halda, að sök Péturs hefði verið einhver, en að sögn viðstaddra gerði hann ekk- ert annað af sér en afþakka kurteislega eitthvað, sem þessi út- lendingur vildi fá hann til að gera. Ekki varð þetta tilræði Pétri strax að bana, því dauðastrið sitt háði hann í fullar 9 vikur. Þrátt fyrir hið góða fjarskiptasamband við útlönd, fréttist ekkert heim um þennan atburð fyrr en 10 dög- um síðar, en þá brá móðir hans hart við og tók fyrstu ferð til London, háði stríðið með honum daga og nætur þær 8 vikur, sem hann átti eftir að lifa. Sömuleiðis reyndi Örn fóstri hans að létta honum baráttuna og dvaldi úti eins lengi og hann frekast sá sér fært vegna skyldustarfa. Þó að allt væri sorglegt í sam- bandi við þennan atburð, er þó eitt, sem við verðum að dást að og megum ekki gleyma, en það er hvílíka hetjulund frú Svava Bern- höft sýndi í öllu þessu mikla stríði, þvi að 5 voru uppskurðirnir og 5 voru þeir dauðadómar, sem læknarnir töldu skyldu sína að kveða upp yfir móðurinni á und- an þessum aðgerðum, og 5 sinnum kviknuðu nýjar vonir, sem maður- inn með ljáinn gerði að síðustu útaf við með einu höggi. Svona átti þá eftir að fara fyrir prúða drengnum, sem þrátt fyrir góða líkamsorku og mikla skapfestu, var nær ófáanlegur til aó bera hönd fyrir höfuð sér, þegar ein- hver reyndi að sýna honum yfir- gang. Það reyndi hann jafnan að laga með góðu. Fyrir elskandi móður hefur þurft mikinn styrk til að geta fylgt slíkum gæðadreng fet fyrir fet að dauðans dyrum. Hendurn- ar, sem bjuggu um vöggu litla drengsins, sem fæddist fyrir 23 árum, struku mjúklega yfir línið og löguðu koddann í síóasta sinn. Það fór betur, þvi leiðin frá Lundúnaborg í Fossvog er löng. Jón Pálsson. Bókin um hana, sem eid- inn fól að kveldi og blés í glæðurnar að morgni, hana, sem breytti ull í fat og mjólk í mat, sem einatt var fræðandi og uppalandi, þerraði tárin og bar smyrsl á sárin, hana, sem allan vanda levsti og til ailra góðra verka átti ávallt stund í önn og erli dagsins. Þetta er bók sem nautn SKUGOS,A er að lesa og mannbætandi að kynnast, bók, sem hrærir strengi hjartans, því hver þáttur þessarar bókar er tær og fagur óður um móðurást. — Móðir mín — Húsfreyjan er óskabók unnustunnar, eiginkonunnar, móðurinnai hún er óskabók allra kvenna. / minninga hennar sem eldinn fói að kveld; og blés i glæóumar aó morgni. hennar. sem breytH ul! i tat og rrtiölk i mat. sem emalt var fræðandi og uppatandi og allan vanda leysh i önn og erh dagsins.- Hver þáttut þessaiar bókar er tær og Tagur óður um möðúriist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.