Morgunblaðið - 23.11.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. NÖVEMBER 1977
29
u vs
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL 10 — 11
FRÁ MÁNUDEGI
númer, þó svo að þeir óski þess að
skrifa undir dulnefni.
0 Göngubrýr eða
gangbrautir
,,Góður Velvakandi.
Mig langar að ræða nokkuð
um umferðarmálin hér í dálkum
þínum. Það hefur oft verið rætt
um betri umferðarmenningu hér
á landi og oft höfum við séð í
blöðum gangandi vegfarendur
skamma bílstjóra fyrir tillitsleysi
og vítaverðan akstur og svo hafa
bílstjórarnir kvartað yfir gang-
andi vegfarendum hversu oft höf-
um við ekki heyrt þessar sögur.
Það er staðreynd að dauðaslys-
um og öðrum slysum í umferðinni
hér á landi sem annars staðar
verður ekk útrýmt með stanz-
lausri áróðursherferð í fjölmiðl-
um fyrir betri umferðarmenn-
íngu, langt því frá. Mörg dauða-
slysin í umferðinni verða með
þeim hætti að ekið er á gangandi
vegfarendur sem eru að fara yfir
gangbrautir. Ég tel orðið mjög
nauðsynlegt að koma upp sérstök-
um göngubrúm, bogabrúm, yfir
mest eknu umferðargöturnar í
Reykjavik, gangandi fólki til
öryggis og flýtisauka og sömuleið-
is bílstjórum. Þótt gangbrautar-
vitar séu góðir þá leysa þeir ekki
allan vanda, það vantar mikið á
það, annað þarf að koma til eins
og t.d. göngubrýr. Þá má einnig
minna á það að gangstéttir yfir-
leitt þyrftu að vera það háar að
bílar geti með engu móti komist
uppá þær og teflt lífi gangandi
fólks í hættu. Þetta er mikið
öryggisatriði sem hefur alls ekki
verið haft í huga þegar gangstét't-
ir eru gerðar, hvorki í dreifbýli
né þéttbýli. Að lokum finnst mér
að væri ráðlegt að heyra fieiri
skoðanir á þessum málum.
1730-6804.“
O Áfram á sunnudögum
„Vegna áskorana á dagskrár-
deild sjónvarpsins um breytingu
á sýningartíma þáttarins „Hús-
bændur og hjú“ vekjum við at-
hygli á að vaktavinnufólk missir
oftast af annarri hverri sýningu
ef þátturinn er sýndur virka
daga. Þetta er eini þátturinn, sem
við getum fylgst með án þess að
missa af þræðinum. Við skorum
því á sjónvarpið að sýna þættina
áfram á sunnudögum.“
Dg undir bréfið skrifar vakta-
vinnufólk póstgiróstofunnar.
Þessir hringdu . .
ém.e^ Wk.__'iáéM
starfa. Eg hafði samband við
félagsmálastofnun Reykjavíkur,
en þar er ekkert gert i þessum
dúr, aðeins eru aðstoðarkonur,
sem koma til sjúkra og gamalla í
heimahúsum og gera þar nauð-
synlegustu verkin, fara í búðir,
þrifa og þess háttar, en fólkið
getur verið jafn einmana eftir
sem áður. Þetta þyrfti þvi vissu-
lga að taka til meðferðar einhvers
staðar og á einhvern hátt.
• Vill
gjarnan hjálpa
Nýlega var hér rætt um að
okkur bæri að líta til einstæðra
sjúklinga hvort heldur þeir væru
í heimahúsum eða á sjúkrahúsi og
af þvi tilefni hafði kona ein eftir-
farandi til málanna að leggja:
— Ég er viss um að það eru
margar konur tilbúnar til þess að
rétta sjúkum einstæðingum hjálp-
arhönd, eins og drepið var á hjá
Velvakanda um daginn. Það er
gott til þess að vita að Rauði
krossinn og önnur félög skuli
leggja þar eitthvað af mörkum, en
'má ekki einnig lita meira til
þeirra sem eru á sjúkrahúsunum?
Þeir geta þurft að láta skrifa fyrir
sig bréf og þeir geta verió ein-
mana og þurft á einhverri heim-
sókn að halda og þá þarf það ekki
nauðsynlega að vera ættingi, enda
hafa þeir e.t.v. öðrum hnöppum
að hneppa og gefa sér ekki tíma
til að líta til sjúkra ættingja
sinna. En vandamálið er kannski
að það getur ekki hver sem er
gengið inn á sjúkrahús og sagst
ætla að heimsækja þennan eða
hinn ef hann skyldi þurfa að láta
lesa fyrir sig. Því þurfa einhver
félagasamtök að taka þetta mál
upp á sína arma og leggja þvi lið
og án efa er hægt að virkja fjöld-
ann allan af konum til þessara
SKAK
Umsjón:
Margeir Pétursson
A skákþingi Paraguay i fyrra
kom þessi staða upp í skák þeirra
Bogda, sem hafði hvítt og átti leik
og fléttaði glæsilega, og Ferreira.
I stöðunni á hvitur mát í þrem
leikjum!
HÖGNI HREKKVÍSI
FBl
Hjónaminning:
Finnbogi Sigurðsson og
Margrét Sœmundsdóttir
Finnbogi Sigurðsson
F. 26. september 1890.
D. 14. október 1977.
Margrét Sigmundsdóttir
F. 24. júní 1885
D. 2. september 1974.
Nú er farinn yfir móðuna miklu
ástríkur frændi og vinur, sem
beðið hefur lengi í biðsal dauð-
ans. Hann sýndi alltaf hlýhug og
ástríki þeim sem hlúðu að honum
og ég veit að Guð launar það allt.
Guð gaf okkur svo mikið að eiga
hann að sem kærleiksrikan
frænda og konuna hans hana
Möggu okkar, sem var svo rík af
blíðu og fórnfýsi, hún hlýjaði oft
kaldar hendur og þerraði tár af
hvörmum, dætur mínar hafa mik-
ið fyrir að þakka, einkum þó Ingi-
björg sem var sólargeislinn
þeirra, eins og þær allar.
Við systkinin eigum margar
bjartar minningar frá æskuárun-
um. það var alltaf farið til þeirra
þegar komið var utan úr Skálavik,
þar sem foreldrar okkar bjuggu,
það var tekið á móti okkur af svo
miklum kærleika og hlýju, við
þökkum Guði fyrir þá náðargjöf
sem hann gaf okkur, að vera þess
aðnjótandi að eiga þau hjón að.
Ég kveð Finnboga frænda minn
og konu hans.
Sigurrós Guðbjartsdóttir.
Minning:
Lám Jóhannesdóttir
Fremri-Fitjum
53? SIG6A V/öGA £ A/LVtRAK
F. 18. ágúst 1896.
D. 16. nóvember 1977.
I dag verður til moldar borin aó
Melstað í Miðfirði Lára Jóhannes-
dóttir frá Fremri-Fitjum. Mig
langar í fáeinum oröum að minn-
ast þessarar mætu konu. Lára,
móðursystir mín, fæddist að
Fremri-Fitjum í Miðfirði 18.
ágúst 1896. Foreldrar hennar
voru Jóhannes Kristófersson
bóndi á Fremri-Fitjum og kona
hans Þuríður Jóhannesdóttir.
Lára ólst upp í stórum systkina-
hópi og vandist fljótt allri
algengri sveitavinnu, enda vinnu-
söm og ósérhlífin alla tíð.
Ung að árum fór hún í Kvenna-
skólann á Blönduósi. Frekari
skólagöngu naut hún ekki, en hún
var bókhneigð og fróðleiksfús og
las mikið og varð því vel að sér
um marga hluti, þótt litt flíkaði
hún því í dagsins önn. Hún var
einstaklega hógvær kona og barst
lítt á en var þó föst fyrir, ef þvi
var að skipta.
Foreldra sina annaðist hún af
nærfærni og mörg börn og ungl-
ingar hafa notið góðs af um-
hyggjusemi hennar og hlýleika.
Hafa sum þeirra verið alin upp að
meira eða minna leyti á Fremri-
Fitjum.
Lengi stóð hún fyrir búi bræðra
sinna, Guðmundar og Tryggva, en
er Guðmundur byggði sér nýbýlið
Ásland í landi jarðarinnar, varð
hún ráðskona hjá Tryggva. Fyrir
fáum árum fluttu þau i nýtt og
vistiegt hús og batnaði þá mjög
aðstaða öll hjá Láru, þótt gamla
húsið hafi verið gott á sinuhi tíma
og eitt fyrsta steinhúsið.jem reist
var í sýslunni.
Snemma á þessu ári varð Lára
fyrir þvi slysi að hrasa og lær-
brotna. Brotið greri seint og illa
og varð Lára að dveljast á sjúkra-
húsi upp frá því. Tók hún því af
miklu æðruleysi, eins og öðru sem
að höndum bar, en oft mun
hugurinn hafa leitað norður í
Húnavatnssýslu og síðustu vik-
urnar dvaldist hún á sjúkrahús-
inu á Hvammstanga.
Ég vil að leióarlokum þakka
Láru frænku alúðlegar móttökur
jafnan og velvild og hlýju fyrr og
síðar.
Blessuð sé minning hennar.
Jóhannes Sigmundsson
19. Rf6+!! Svartur gafst upp.
Hann er mát eftir 19. . . Rxf6, 20.
Hd8 og sömuleiðis eftir 19...
gxf6, 20. Dxe6+ — fxe6, 21. Bh5.
'WáNGl «A05WR>/$T ■
fíd ÖTifGA ÖKKOR WK
VMNN' YIM49Í ALVC& >'F/« \ MMMiiA,