Morgunblaðið - 23.11.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.11.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1977 21 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Sóknarnefnd Sel- tjarnarness biður alla þá. er gefa vilja kökur á bazarirm, sunnudag- inn 27. nóv. að afhenda þær i félagsheimilinu, kl. 1 —2 sama dag. Hörgshlíð12 Samkoma i kvöld miðviku- dag kl. 8. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar tilkynningar Athygli er vakin á því, að árgjöld 1 977 af lánum við Stofnlánadeild landbúnaðarins og Veðdeild Búnaðarbankans eru fallin i gjaldaga. Stofnlánadeild landbúnaðarins. Veðdeild Búnaðarbankans. Vestur-Skaftafellssýsla Félagsfundur Sjálfstæðisfélags Vestur-SkaftafellsSýslu verður haldinn að Eyrarlandi laugardaginn 26. nóvember kl. 1 5. Fundarefni. 1 . Undirbúningur framboðslista fyrir n.k. alþingiskosningar. 2. Önnur mál. Stjórnin. Tilkynning frá Stofnlánadeild landbúnaðarins FÉLAG SJÁLFSTÆÐISMANNA í ÁRBÆJAR- OG SELASHVERFI HELDUR Árshátíð í Skiðaskálanum, Hveradölum laugardaginn 26. nóvember Dagskrá: 1 . Lagt verður af stað í rútum frá nýju félagsheimili að Hraunbæ 102bkl. 18.00. | 2. Matur (framreiddur af chef staðarins). 3. Skemmtiatriði. 4. Dans. | 5. Happdrætti — vandaðir vinningar. 6. Borgarstjóri Birgir ísl. Gunnarsson og frú Sonja Bachman eru gestir stjórnar. 7. Veizlustjóri er Skúli Möller. 8. Verði á veitingum mjög stillt i hóf. og miðaverð aðeins kr. | 5.000 - Frekari upplýsingar um árshátíðina fúslega veittar í síma 86697 og 81406 öll kvöld meðan miðar endast. Stjórnin. Sjálfstæðisfélagið Óðinn Selfossi Aðalfundur félagsins verður haldinn í sjálfstæðishúsinu að Tryggvagötu 8 miðvikudaginn 23. þ.m. kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Kaupstaðarréttindi fyrir Selfoss. Sjálfstæðishúsið Önnur mál. Stjórnin. FUS STEFNIR HAFNARFIRÐI Frjáls útvarpsrekstur FUS Stefnir heldur almennan fund i Sjálf- stæðishúsinu miðvikudag 23. nóv. n.k. kl. 8.30 Fundarefm: Frjáls útvarpsrekstur. Framsögumaður verður Guðmundur H. Garðarsson. Allir velkomnir. Ath. breyttan fundartíma Stjórnin. Hveragerði Sjálfstæðisfélagið Ingólfur Aðalfundur verður haldmn i Hótel Hveragerði þriðjudaginn 29. nóv. kl. 21.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Rætt um væntanlegar kosningar. 3. Inntaka nýrra félaga. 4. Önnur mál. Stjórnm. Bóksala Til sölu eru eftirfarandi ritverk á þýzku: Das Buch von Gold. Mythen der Welt, König- reich des Pferdes, Zehn- tausend Jahre Sahara, Wiener Porzellan, Porzellan- maler Lexikon. Hringið i sima 52084. Gröfur Bröyt X2 = — 73 S. kr 1 10.000 - Bröyt X2 — 6 7 S. kr. 44.000.— — Gröfurn- ar eru i góðu ásigkomulagi. ABI-Produkter, Tengelhags- vágen 15, S— 17576 Járfálla, Sweden, simi 0758/506 42. □ Helgafell 59771 1237 IV/V. — 2 IOOF 7 = 1591 1238'/2 = E.T. I.S.P.K. □ Glitnir 5977231 17 — 1 Frl. IOOF 9 E 1591 1 238'/2 = E.T. I. Spilakvöld — Félagsvist Spilað i Safnaðarheimili Bústaðakirkju. i kvöld kl. 8.30. Fjölmennið. Verðlaun veitt. Allir velkomnir. Bræðrafélagið. Laugarneskirkja Bibliulestur i kvöld kl. 20.30. Ástráður Sigurstein- dórsson guðfræðingur skýrir Filippibréfið. Kaffiveitingar. Sóknarprestur. Kristniboðssambandið Almenn samkoma verður í Kristniboðshúsinu, Lauf- ásvegi 13 í kvöld kl. 20.30. Þórir Guðbergsson félags- fræðingur talar. Allir velkomnir. — Þörunga- vinnslan Framhald af bls. 10 um og hún hefði lagt nafn sitt undir miklar áætlanir á öllum tímum og taldi hann áætlun fyrir næsta ár svipaða og hinar áætlan- irnar en þær hefðu aldrei staðist. Arið 1976 var t.d. bókfærð áætlun um 75 milljón króna verðmæti af þara og það hefði sýnt sig að hægt hefði verið að afla hans en þá var verksmiðjan þannig i stakk búin að hún gat ekki unnið hann og var því aflanum sem á land var komið mokað í sjóinn aftur. Þá lýsti Bragi afköstum prammanna og taldi að þeir gæfu engin fyrirheit frekar en áður. Hann taldi að þfóa þyrfti betur handöflunar- tækni. En hann hefur hannað net, sem gefur ný fyrirheit um það að prammarnir séu óþarfir ti! að sekkja hið handskorna þang. Bragi varaði við prömmunum vegna lélegrar sjóhæfni og að flotholt, sem þeir ættu að fljóta á væru ekki þannig úr garði gerð sem ætlast var til og hefði legið við stórslysi i sumar er pramma hvolfdi. Aður hafði pramma hvolft þegar hann lá bundinn við akkeri. Engar reglur munu vera til um sjóhæfni þeirra eða útbún- að. Bragi taldi að gera þyrfti prammastjórum fyllilega grein fyrir því hvernig tæki þeir væru með i höndunum. Þá tók Sveinn Guðmundsson til máls og deildi á stjórn Þörunga- vinnslunnar fyrir sífelldar upp- sagnir á starfsfólki og vitað væri að síðustu uppsagnir væru gerðar til þess að losa fyrirtækið við öfl- unarstjóra, en hann hafði höggvið á þann hnút, .sem stjórnin hefði verið búin að koma fyrirtækinu í i vor og væri ekki hægt að þegja yfir því að einn starfsmaður væri hundeltur fyrir það eitt að vilja •hag fyrirtækisins sem mestan. Ef starfsmaður má ekki segja skoðun sina á fyrirtæki, sem er i eigu skattborgara rikisins, þá er illa komið lýðræði okkar. Siðan gerði Sveinn Guðmundsson nokkrar fyrirspurnir til Vilhjálms varð- andi þaraöflun, cn hann taldi að fara yrði með varúð um þetta lífriki sem önnur og benti á það að ef allir lausir steinar, sem þar- inn festir heftiflögur sínar á, væru fjarlægðir þá mundi með tímanum stór hluti svæðisins verða gróðurvana eyðimörk. Enn- fremur endurtók Sveinn tilboð sitt um að fylgjast með hlunnind- um sínum á Miðhúsum og bera þær upplýsingar saman við aðra hlunnindajörð, þar sem Þörunga- vinrislan hefði óskoraðan rétt til þangtöku. Vilhjálmur svaraði fyrri spurn- ingunni um grjótið á þá leið, að hann teldi enga hættu vera á ferð- um vegna þéss að steinar væru alltaf að færast frá landi út á þaramiðin og gerði því þaraöflun- inni á umræddum svæðum ekkert til. A þessum fundi kom ekki til umræðu hrygningartími og upp- vöxtur hrognkelsa, en eins og kunnugt er hrygnir grásleppan á þessum svæðum. Síðari spurning- unni varðandi samanburð á hlunnindamagni á friðaðri hlunn- fndajörð og þeirri, sem leyfði þangtöku var ekki svarað. Þá kom Sveinn fram með þá tillötu að skora á forstjóra og stjórn Þör- ungavinnslunnar að endurráða allt starfsfólk ug skora á alla aðila að láta verksmiðjuna gegna þvi hlutverki, sem henni var upphaf- lega ætlað. Af óskiljanlegum ástæðum gerði fundarstjóri þetta að tveim- ur tillögum og við fyrri tillöguna flutti Vilhjálmur Lúðvíksson frá- vísunartillögu og var hún sam- þykkt með atkvæðum nokkurra Framsóknarmanna og fulltrúa iðnaðarráðherra. Steingrimur Hermannsson flutti ávarp og tillögu þess efnis að kanna möguleika á þvi að auka við og nýta heita vatnið sem bezt. Hann lagðist á móti því að flokka sundur fólk, þvi allir sem að mál- efnum þörungavinnslu hefðu unnið væru á sama báti. Tillaga Steingrims var einróma sam- þykkt. Sveinn Guðmundsson gerði þá fyrirspuun til stjórnar Þörunga- vinnslunnar þess efnis hvort hon- um væri heimilt að gefa eftirtóld- um dagblöðum i Heykjavik 5000 kr. hlutabréf hverju þeirra i Þör- ungavinnslunni. Stjórnin óskaði eftir skriflegri beiðni og eiga hluthafar forgangsrétt á seldum hlutabréfum. Dagblöðin eru: Al- þýðublaðið, Dagblaðið, Morgun- blaðið, Vísirog Þjóðviljinn. Fréttaritari vill vekja athygli á því að fjölmiðlar tala um blómg- unartíma þörunga, en slikt er alger rökleysa, þar sem þeir eru blómleysingjar og aðeins ein planta, sem honum er kunnugt um er blómplanta og vex hér við land, þ.e. marhálmurinn. Fréttaritari. — Vegamál Framhald af bls. 10 Breytingar urðu á stjórn félags- ins þar sem fráfarandi formaður Eggert Steinsen verkfræðingur og Kristinn Helgason gjaldkeri báðust undan endurkjöri. í stjórn voru kjörnir Tómas H. Sveinsson, formaður og Valgarð Briem hæstaréttarlögmaður, gjaldkeri, en auk þeirra eru i stjórninni Guðmundtir Sigurðs- son, Þorlákshöfn, Þór Hagalín, Eyrarbakka og Þórarinn Óskars- son, Reykjavík. Bridgedeild Víkings Hraðsveitarkeppni Vfkings f bridge er nú hálfnuð, en alls verður spilað fjögur kvöld. Að loknum tveimur kvöldum er staðan þessi: Sveit Stig Sigfúsar Arnar Arnas. 1282 Guðmundar Ásgrímss. 1120 Magnúsar Ingóifss. 1080 Óla Valdimarss. 1069 Næst verður spilað i Félags- heimili Víkings við Hæðargarð mánudaginn 28. nóvember. Frá Bridgesambandi Suðurlands Sveitakeppni Bridgesam- bands Suðurlands fer fram i Vestmannaeyjum dagana 25.—27. nóvember n.k. Þátt- taka tilkynnist til Jóns Hauks- sonar, simi 98-2001, eða Vil- hjálms Pálssonar, sími 99-1562. Hér er jafnframt um að ræða undankeppni fyrir islaridsmót i sveitakeppni og öðlast 2 sveitir þátttökurétt. Bridgefélag Reykjavíkur 1 kvöld miðvikudaginn 23. nóv. lýkur hraðsveitakeppni fé- lagsins. Sautján sveitir taka þátt og er spiluð heil umferð hvqrt kvöld. Að loknum tveim umferðum og fyrir síðustu er staða efstu sveita þessi: Sveit. Stig 1. Hjalta Eliassonar (As- Brldge Umsjón ARNÓR RAGNARSSON mundur Pálsson, Einar Þor- finnsson, Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson) 1298 2. Guðmundar T. Gislasonar (Guðmundur Pétursson, Jakob Armannsson, Karl Sigurhjart- arson og Páll Bergsson) 1289 3. Páls Valdimarss. 1259 4. Esterar Jakobsd. 1225 5. Steingrims Jónass. 1221 6. Vigfúsar Pálssonar- 1220 Eins og sjá má af upptaln- ingu þessari má búast við spennandi keppni. Næsta keppni félagsins verður tvímenningur, sem ráða mun átta sætum af sextán i meistarakeppni félagsins en hún verður haldin í mars. Hin- um átta sætunum mun ráða samtala bronsstiga, spilara og para hinn 1. mars. Er því um að gera að vera með strax til að auka möguleika sina. Tvimenn- ingurinn hefst 30. nóvember og er skráning hafin. Rétt er að benda væntanlegum þátttak- endum á að skrá sig strax á miðvikudag eða hjá einhverj- um stjórnarmanna þvi hugsan- legt er að takmarka þurfi þátt- töku. EFÞAÐERFRÉTT- 8) NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.