Morgunblaðið - 23.11.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.11.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. NÖVEMBER 1977 5 Rétt spor írétta átt, sporin í TorgiÖ! Sinfóníuhljómsveit íslands: Samtök sykursjúkra með fund í Glæsibæ FÉLAGSFUNDUR Samtaka sykursjúkra verður fimmtudag- inn 24. þ.m. kl. 20.30 i veitinga- Leiðrétting I frétt í Mbl. í gær um Félag farstöðvaeigenda féllu niður tvö nöfn stjórnarmanna, en aðal- stjórnin er þannig skipuð: Þorlák- ur Asgeirsson, formaður, Sverrir Þorleifsson ritari, Bjarni Jónas- son gjaldkeri, Sævar Sveinsson og Ólafur Friðjónsson meðstjórn- endur. Þá skal það einnig leiðrétt að liðin eru 7 ár siðan félagið var stofnað en ekki tvö eins og sagt var og er beðið veivirðingar á þessu ranghermi. húsinu Glæsibæ, Álfheimum 74. Á dagskrá verða félagsmál, þá mun Ingibjörg Marteinsdóttir söngkona syngja einsöng við undirleik Guðna Þ. Guðmunds- sonar, síðan flytur Þórir Helgason yfirlæknir erindi er hann nefnir: „Orsakir sykursýki, erfðir og um- hverfi.'1 Að erindinu loknu gefst fundarmönnum kostur á að koma með fyrirspurnir. Þá mun Bjarni Finnsson garðyrkjumaður sýna gerð jólaskrauts. Á fundinum verða afhent jóla- kort og jólapappír þeim sem vilja hjálpa til við sölu þess varnings fyrir samtökin. Veitingar verða á boðstólunum og kosta 750 kr. All- ir félagar samtakanna eru hvattir til að mæta. Rússneskur píanóleikari og skoskur hljómsveitarstjóri Konur og kosningar — bók Gísla Jónssonar um kosningarétt íslenzkra kvenna Næstu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar tslands verða haldn- ir í Háskólablói n.k. fimmtudags- kvöld klukkan 20.30. Á efnis- skránni að þessu sinni er Aka- demfski forleikurinn eftir Brahms, Píanókonsert nr. 1 eftir Tsjaikovsky og sinfónfa nr. 5 eftir Prokofieff. Öll þessi verk hafa verið flutt hér áður, en Pianókonsertinn mun þó vera hvað þekktastur og hefur farið við góðar viðtökur víða um heim, eða frá þvi að hann var fyrst fluttur fyrir rúmum 100 árum. Einleikari á þessum tónleikum er rússneski pianóleikarinn Lubov Timofeyeva. Hún hlaut tónlistarmenntun sina i Moskvu og kom fyrst fram opinberlega 8 ára gömul. Hún hefur hlotið verð- laun í ýmsum keppnum, m.a. í Prag, Montreal og Paris. James Blair hljómsveitarstjóri er ungur Skoti, aðeins 27 ára. Hann stundaði nám i London og James Blair hlaut þar hin eftirsóttu Ricordi- verðlaun, en þau eru aðeins veitt fyrir frábæra hæfileika. Lubov Timofeyeva BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs og ÞjóSvinafélagsins hefur gefiS út bók- ina „Konur og kosningar" eftir Gisla Jónsson. menntaskólakennara á Akureyri. í bókinni rekur hann itarlega sög- una um baráttuna fyrir kosningarétti islenskra kvenna og mannréttind- anna sem henni eru tengd. Er ritiS aS stofni til sex sunnudagserindi sem höfundur flutti i útvarp og birt voru i Lesbók Morgunblaðsins 1971—'72. en hér hefur Gisli Jónsson tekið efni þeírra til endurskoðunar og gert þvi frekari skil. Konur og kosningar skiptist i þrjá meginkafla sem nefnast: Karlar i farabroddi. Konur á sóknarsvæði og Lokatakmörkum náð. Bókin er 133 bls. að stærð, prentuð i Eddu. Gisli Jónsson LOÐFÓÐRAÐIR KULDASKÚR Framleiðandi Iðunn, Akureyri 1. 34 —41 Brúnir 6400 - 2. 34 —41 Brúnir/svartir 7870 - 3. 42 —46 Brúnir/svartir 8960 - 4. 40 — 46 Svartir 11520- 5. 37 —42 Brúnir 8965 - Austurstræti lÖ^KÐ^sínii: 27211 Póstsendum um allt land V öruskiptaiöfnuður- inn óhagstæður um 36 millj. kr. i október VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR landsmanna var óhagstæður um 36,8 milljónir króna f október s.I. 1 mánuðínum voru fluttar út vör- ur fyrir 8.236,3 millj. kr. en inn fyrir 8.273,1 millj. kr. 1 sama mánuði í fyrra var vöruskipta- jöfnuðurinn hagstæður um 684,5 millj. kr. I þeim mánuði voru fluttar út vörur fyrir 7.304,1 millj. kr. og innfyrir 6.619,6 millj kr. Það sem af er þessu ári er vöru- skiptajöfnuðurinn við útlönd óhagstæður um 9.057,0 millj. kr., en á sama tima í fyrra var vöru- skiptajöfnuðurinn óhagstæður um 4.516,5 millj. kr. Fyrstu 10 mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 82.514.2 millj. kr. og inn fyrir 91.571.2 millj. kr. Fyrstu 10 mán- uði síðasta árs voru fluttar út vörur fyrir 60.671,2 millj. kr., en inn fyrir 65.187,7 millj. kr. I fréttatilkynningu frá Hag- Dómkirkjan DÓMKIRKJAN. Dregið hefur verið í happdrætti kirkjunefndar kvennæDómkirkjunnar. Upp kom númer 248. Vinningsins, sem er olíumálverk eftir Veturliða Gunnarsson, má vitja til Dagbjartar Stephensen, sími 33687. Kirkjunefndin þakkar öllum, sem styrktu störf hennar með þvi að sækja bazarinn og kaffisöluna í Tjarnarbúð s.l. sunnudag. stofu ísland segir, að á þessu ári sé búið að flytja út ál og álmelmi fyrir 11.844,5 millj. kr. miðað við 11.556,9 millj. kr. á sama tima ! fyrra. í október mánuði s.l. voru þessar vörutegundir fluttar út fyrir 455,9 millj. kr. en í sama mánuði í fyrra fyrir 1.556,9 millj. kr. Það sem af er árinu hafa verið fluttar inn vörur til islenzka járn- blendifélagsins fyrir 143,2 millj. kr., til Landsvirkjunar fyrir 598,2 millj. kr. og til Kröfluvirkjunar fyrir 416,7 millj. kr. Þá hafa verið fluttar inn vörur til islenzka ál- félagsins fyrir 7.240,1 millj. kr. Vörubílstjóri er bedinn að gefa sig fram ÞAÐ óhapp varð í Engidal við Hafnarfjörð í gær um klukkan 15.20 að grjót féll af palli vörubíls og á mosagrænan Fiatbíl með P- númeri. Fiatinn var á leið suður Hafnarfjarðarveg en vörubillinn kom af Reykjanesbraut og beygði norður Hafnarfjarðarveg. Tölu- verðar skemmdir urðu á Fiatbiln- um en bilstjóri vörubilsins, sem liklega hefur verið rauður Scania- bill, tók ekki eftir neinu og ók á brott. Er hann beðinn að gefa sig fram við rannsóknarlögregluna i Hafnarfirði, svo og vitni, ef ein- hver eru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.