Morgunblaðið - 23.11.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.11.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 19t7 15 Verjum stjórnar- skrána harðlega ef nauðsyn krefur - segir Schmidt í grein í Le Figaro Paris 22 nóvember Reuter HELMUT Schmidt, kanslari v-Þýzkalands, skrifaði í gær grein í franskt dagblað, þar sem hann svarar þeirri hörðu gagnrýni sem Frakkar hafa haft uppi á aðferðum stjórnar Kastaði korn- ungri dóttur sinni í á Ashtabula, Ohio. AP FAÐIR ellefu mánaða gamals stúlkubarns hefur verið ákærður fyrir að kasta dóttur sinni i Ashtabulaána i Ohio, í Banda ríkjunum. Ronald James Crawford. 22 ára járnbrautastarfsmanni var í gær stefnt fyrir rétt, og var ákræður fyrir morðtilraun. Málavextir voru þeir, að strand- gæzlan fékk tilkynningu frá hafnar- verkamönnum, sem sögðust hafa séð mann kasta barni i ána Bátur var strax sendur á staðinn, og náð- ist barnið úr ísköldu vatninu níu mínútum síðar Barnið hafði haldist á floti með sprikli og handapati Hafnarverkamennirnir eltu föður- inn uppi og mátti lögreglan síðan hafa hröð handtök við að koma honum á burt, þar sem mannfjöldi sem safnast hafði saman gerði að- súg að honum hans gegn hryðjuverkastarf- semi í V-Þýzkalandi. í greininni, sem Schmidt skrifaði undir eigin nafni í blaðið Le Figaro, sagði hann að Þýzkaland væri ungt lýðræðisriki En það væri nægilega traust til að verjast andlýðræðislegum aðgerðum, jafnvel á miklum erfiðleika- tímum Mótmælaaðgerðir og árásir á v- þýzku stjórnina hafa verið miklar í Frakklandi síðan tilkynnt var um sjálfs- morð hryðjuverkamannanna þriggja Baaders, Ensslin og Raspe í fangaklef- um þeirra i fangelsinu í Stuttgart í siðasta mánuði. Siðast þegar Frakkar framseldu v-þýzka lögfræðinginn Klaus Croissant, sem var verjandi nokkurra félaga hryðjuverkasamtakanna og er ákærður fyrir að hafa hjálpað þeim ólöglega, héldu frönsk yfirvöld einnig uppi harðri gagnrýni á þá ráðstöfun. Schmidt sagði í grein sinni „V- Þýzkaland er opið þjóðfélag, með frjálslyndustu stjórnarskrána í allri sögu Þýzkalands Hvern getur undrað að við viljum vernda hana, og ef nauð- syn ber til að verja hana harðlega " Þýzki kanslarinn sagði ennfremur að þjóð hans hefði fengið skilaboð og stuðningsyfirlýsingar bæði frá frönsku ríkisstjórninni og almennum borgurum á meðan flugrán Lufthansavélarinnar stóð yfir í síðasta mánuði „Þessar yfirlýsingar bera ekki aðeins merki mannlegs göfuglyndis, heldur sýna þær einnig að hryðjuverkastarf- semi er álitin alvarleg atlaga að þjóðfé- lagsskipulagi okkar og siðmenningu," segir kanslarinn í lok greinarinnar. Annad flugslysid á þremur dögum Buenos Aires. 22 nóvember Reuter HEIMILDUM ber ekki saman um fjölda þeirra manna sem lifðu af flugslysið í fjöllum S-Argentinu i gærmorgun. skammt frá skiðabæn- um Bariloche. Samkvæmt fréttum frá Bariloche lifði að minnsta kosti 41 maður af 79 slysið af. en talsmaður hersins hefur sagt þá vera á milli 35 og 40. Þrjú litil börn voru meðal þeirra sem komust af. Farþegar flugvélerinnar. sem var af gerðinni Bac-111, voru flestir nýgift hjón i brúðkaupsferð til Bariloche Vél- in hrapaði um 30 km frá bænum, eftir að samband hennar við flugturninn þar hafði slitnað. rétt áður en hún átti að VEÐUR víða um heim New York, 22. nóvember AP. stig Amsterdam 4 rignlni! Aþena 14 skýjað Berlín 1 rigning Rrtissel 5 rigning Cairo 14 heiðskfrt Chicago -5 skýjað Kaupmannah. 3 rigning Frankfurt 3 rigning Genf 2 skýjað Helsinki 0 skýjað Honolulu 22 heiðskfrt Lissahon 11 sólskin London 3 sólskin Los Angeles 10 heiðskfrt IMiami 25 skýjað Montreal 3 skýjað Moskva -2 skýjað New York 0 rigning 0sl6 -4 snjór París 3 skýjað R6m 12 skýjað Stokkhólmur 1 rigning Tokyo 10 heíðskfrt Toronto 1 heiðskfrt lenda Mikil rigning var á þessu svæði og rann flugvélin um 300 metra um fjallshlíðarnar áður en hún stöðvaðist Framhluti vélarinnar og stélið brotn- uðu af, en ekki kveiknaði i henni Flugfélagið hefur lýst þvi yfir að fyrri fréttir um að aðeins tveggja minútna eldsneyti hafi verið eftir í vélinni. er hún hrapaði, séu rangar Þetta slys er annað stóra flugslýsið á aðeins þremur dögum, en á föstudag hrapaði portúgölsk flugvél til jarðar i Madeira og fórust þar 1 30 manns. Með tilkynningunni, sem sagt er frá hér að neðan og barst franskri fréttastofu um helgina, fylgdi þessi mynd. Áletrunin er þessi: „Orly: Ekkert skjól gegn árásum RAF“, — undirritað „Andstæðingur hryðhuverkamanna". Þess er skemmst að minnast að hótanir bárust v-þýzka flugfélaginu Lufthansa um að frá og með tilteknum degi hæfust eldflasugaárásir á flugvélar félagsins og yrði ekki lát á fyrr en þrjár hefðu verið skotnar niður — eða jafnmargar og Baader-Meinhof forsprakkarnir voru, sem féllu fyrir eigin hendi f Stammheim fangelsinu í Stuttgart fyrir rúmum mánuði. Baader-Meinhof: Flugránum lokið—öld eldflaugaárása hafin EINS og fram hefur komið í fréttum tilkynnti Baader-Meinhof hryðjuverkahóp- urinn nýlega að enda þótt hann hygðist ekki standa fyrir frek- ari flugránum yrði árásum þó enn haldið áfram á -tákn auðvalds- ins. Um helgina birtist svo önnur tilkynning frá hópnum þar sem sagði að félagar í Rauðu herdeild- inni — sem er harðasti kjarni Baader-Meinhof — hefði nýlega átt viðræður við stuðningsmenn frá mörgum lönd- um um framtíðar- verkefni. „Héðan í frá beinum við skeytum okkar ein- ungis að þeim sem raunverulega hagnast á auðvaldsskipulaginu og handbendum þeirra ... Við fremj- um ekki fleiri flugrán en við munum sprengja flugvélar i loft upp þegar færi gefst. Við munum láta til skarar skríða hvar sem er, i kaffihúsum þar sem máluðu kon- urnar þeirra eru tiðir gestir, í klúbbum út- valdra, kvikmynda- húsum sem fina fólkið sáekir, í kvöldsam- kvæmum þess, frum- sýningum og i bæki- stöðvum fjármála- jöfra," sagði í tilkynn- ingunni. Þá sagói að framveg- is mundi Rauða her- deildin nota einkenn- ismerkið RAF 18/10 — til minningar um dánardægur þriggja leiðtoga sinna, sm nú má heita að séu komn- ir i dýrlingatölu, þeirra Raspes, Baad- ers og Ensslin. „Kommúnistar og fasistar syngja sama sönginn, — og báðir vilja viðhalda þvi mis- notkunarkerfi, sem auðvaldið hefur komið á fót, — hvort sem það er i nafni ríkisauð- valds eða einstaklinga- auðvalds. Framtiðin getur ekki verið fóigin i öðru en nýju þjóðfé- lagi, sem einungis verður komið á með byltingu stjórnleys- ingja." „Ég lá endilangur í grasinu meö skammbyssu í hendi. Armbandsúrið mitt tifaði t samræmi viö æðislegan hjartslátt minn. í óralanga sekúndu sá ég andlit vina minna, sem fallið höfðu fyrir hendi nazista. Sprengjurnar áttu að springa eftir þrjár mínútur. Ef við hefðum farið rétt að, táknaði þáð eyðileggingu enn einnar verksmiðju, sem nazistum var bráðnauðsynleg. Enn voru tvær mínútur eftir. Ég tók eftir að ég var farinn á rifja upp, hvernig ég hafði lent hérna, hvernig þetta hafði allt byrjað. Ein mínúta. Ég beit á neðri vörina. Jafnvel þótt þetta spellvirki bæri árangur, þá gæti svo farið áður en kvöldið væri á enda, að við værum allir dauðir.“ — Þannig hefst þessi ógnarsaga, hún er skjalfest og sönn frásögn, sannkölluð Háspennubók! „Hér er um martröð dularfullra atvika og ofbeldis að ræða“, segir Evening News í London. — „Harð- soðin bók, sem skrifuð er af þekkingu, — full af stormum, bellibrögðum og skjótri atburðarás“, seg- ir Birmingham Mail. — „Blóðidrifin ógnarsaga um morð, ofbeldi og dularfulla atburði úti á rúmsjó, sem ætti að gleðja hina fjölmörgu lesendur, sem velta því fyrir sér.hvað hafi eiginlegaorðiö af hinum gömlu, góðu ævintýrafrásögnum. Og svarið er, Brian Callison skrifar enn slíkar sögur. Ég spái þvi, að þegar hinir fjölmörgu lesendur McLeans upp- götva bækur Brian Callisons, muni vinsældir hans verða gífurlegar“, segir Sunday Express. — En Alister McLean sagði einfaldlega: „Það getur ekki verið til betri höfundur ævintýrabókmennta í land- inu núna“. — Þetta er sannkölluð Háspennubók!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.