Morgunblaðið - 23.11.1977, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. NÖVEMBER 1977
t
Maðurinn minn,
ARNBJORN GUÐJÓNSSON
rafvirkjameistari,
Erluhrauni 9, Hafnarfirði,
lézt í Landspítalanum, mánudaginn 21 nóvember
Jóna Ásgeirsdóttir
+
Eiginmaður minn og faðir okkar.
JÓNL ÞÓRÐARSON.
forstjóri, frá Laugabóli,
andaðist að Vifilsstöðum aðfaranótt 22 nóvember
Brynhildur Pétursdóttir,
Halla V. Jónsdóttir Cramer,
Hanna Brynhildur Jónsdóttir.
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
SIGRÍÐUR J. MAGNÚSSON,
lézt 2 1 nóvember
Börn og tengdaborn
+
Dóttir okkar
GUÐRUN ARNBJORNSDÓTTIR
Mávanesi 9, Garðabæ
sem andaðist sl föstudag í Barnaspitala Hringsins verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju laugardag 26. nóvember klukkan 2 síðsegis.
Ragnhildur og Arnbjörn Kristinsson.
+
Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma
MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR
Grundargerði 8, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 25 nóvember kl 1 5
Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim sem vildi minnast hinnar látnu er
bent á liknarstofnanir
Guðjón Tómasson, Birgir Örn Guðjónsson,
Svana Guðrún Guðjónsdóttir, Guðmundur Einarsson,
Bilbert Ólafur Guðjónsson, Guðný Maria Sigurðardóttir
og barnabörn.
+
VILMA MAGNÚSDÓTTIR,
Klettahlíð4, Hveragerði,
verður jarðsungin frá Kotstrandarkirkju, föstudaginn 25 nóv kl 2
Haukur Baldvinsson,
börn, tengdabörn og barnabom
+
Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför
SÓLVEIGAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
á Sandi,
Aðstandendur.
Jón H. Fjalldal
frá Melgraseyri
F. 6. febrúar 1883.
D. 14. nóvember 1977.
Hinn 14. þ.m. andaðist í Borgar-
spitalanum i Reykjavík, Jón Hall-
dórsson Fjalldal, fyrrum bóndi á
Melgraseyri í Isafjarðardjúpi, ní-
tíu og fjögra ára að aldri. Hann
var fæddur á Rauðamýri í Naut-
eyrarhreppi 6. febrúar 1883, son-
ur Halldórs bónda þar Jónssonar,
Halldórssonar á Laugarbóli í Isa-
firði, og konu hans Ingibjargar
Jónsdóttur frá Skarði á Skarðs-
strönd.
Halldór á Rauðamýri var eng-
inn hversdagsmaður. Hann hafði
framast erlendis við búnaðarnám
og búnaðarstörf, m.a. fyrir at-
beina Jóns Sigurðssonar forseta.
Eftir heimkomuna gerðist hann
bóndi á Rauðamýri og vann ötul-
lega að umbótum heima í héraði
sínu Djúpinu. Hann var brenn-
andi áhugamaður fyrir hverskon-
ar framförum og lét mikið til sín
taka í hérðasmálum, bæði sveitar-
málum Nauteyrarhrepps og í
sýslunefnd Norður-
ísafjarðarsýslu.
Jón H. Fjalldal fór ungur til
náms í Flensborgarskólanum í
Hafnarfirði og lauk þaðan gagn-
fræðaprófi. Þá fór hann utan til
Noregs og stundaði bóklegt bún-
aðarnám í Vinterlandsbrugskolen
i Kristjaniu-Ösló, og vann siðan
búnaðarstörf á fyrirmyndarbúum
þar í landi. Eftir 3ja ára dvöl í
Noregi kom hann heim. Var hann
við barnakennslu i heimasveit
sinni í 2 vetur, eitt sumar vann
hann búnaðarstörf fyrir Búnaðar-
félag Nauteyrarhrepps og annað
sumar í Gróðrarstöð Isafjarðar-
kaupstaðar. Arið 1909 kvæntist
Jón Fjalldal ungri og glæsilegri
konu, Jónu Kristjánsdóttur frá
Tungu í Dalamynnum í Nauteyr-
arhreppi. Hún mun hafa verið að
sögn þeirra er henni kynntust um
margt óvenjuleg kona, sakir
góðra gáfna, hugsjóna og mann-
gæsku. Sama ár hófu þau búskap
á Melgraseyri í Nauteyrarhreppi,
er varð í höndum þeirra hjóna
landskunnur staður og varpaði
ljóma á athafnir þeirra.
Ungu hjónin höfðu varið æsku-
árunum til að leita sér þekkingar
og menntunar og voru full áhuga
og athafnalöngunar. Þess sáust og
brátt merki að hugsjónum fylgdi
sköruleg framkvæmd. Þau
byggðu og ræktuðu jörð sína af
meiri stórhug og glæsimennsku
en þá var almennt títt í sveitum
landsins. Híbýlaprýði og heimilis-
menning var i hávegum höfð.
Markvisst var unnið að því að
skapa eitt af fegurstu býlum
landsins og reka þar gagnsamt bú.
Fyrst varð að reisa öll peningshús
úr torfi og grjóti, girða túnið og
slétta það. 191'9 — 1921 byggðu
þau öll hús jarðarinnar að nýju úr
steinsteypu, myndarlegt sérbyggt
íbúðarhús og gripahús fyrir 300
fjár og 20 nautgripi. Túnræktin
var stóraukin og garðrækt var
mikil. Þessar miklu framkvæmdir
kostuðu mikið fé og oft mun hafa
verið þungt fyrir fæti, fjárhags-
lega. Framundan voru erfiðir tím-
ar fyrir framkvæmdamennina,
tímar mikils verðfalls á landbún-
aðarvörum, en með óþrjótandi
dugnaði sínum og hugkvæmni í
framleiðslubaráttunni tókst hon-
um að verja sig og býli sitt áföll-
um yfir hin erfiðu ár. Þar sem
miðlungsmaðurinn sá aðeins eina
leið, hina troðnu slóð, sá Jón
Fjalldal margar; sumar reyndust
færar, aðrar gáfust misjafnlega
eins og gengur.
Hinar miklu framkvæmdir og
umsvif í búrekstri fullnægðu þó
ekki áhuga, starfsþreki og félags-
lund Jóns Fjalldals. Hann gerðist
brátt athafnasamur í málum
sveitar sinnar og héraðs og lét
margt og mikið til sín taka og á
hann hlóðust margvísleg trúnað-
arstörf. Hann va formaður Búnað-
ar- og nautgriparæktarfélags
sveitarinnar. Hann beitti sér fyrir
skipulagsbundinni mjólkursölu
bænda í Inn-Djúpinu til isafjarð-
ar, en mjólkur- og vöruflutningar
urðu síðan bein undirstaða að
reglubundnum ferðum Djúpbáts-
ins tvisvar í viku frá Isafirði, um
Djúpið. Jón var hreppstjóri,
hreppsnefndarmaður, sýslu-
nefndarmaður, formaður yfir-
kjörstjórnar, búnaðarþingsfull-
trúi og fulltrúi á stéttarsam-
bandaþingi bænda. Hann beitti
sér fyrir félagslegum búnaðar-
framkvæmdum og hagkvæmari
verzlunarháttum bænda. Hann
var upphafsmaður að stofnun
Reykjanesskólans og formaður
skólanefndar hérðasskólans þar
frá byrjun og þar til hann fluttist
til Reykjavíkur 1955. A þeim vett-
vangi urðu kynni okkar mest og
nánust. Stórhugur hans i því máli
og höfðingslund, heiðarleiki og
einlægni verður okkur sem unn-
um með honum ógleymanlegt
vitni um fagra mannlega viðleitni
til þess að búa i haginn fyrir þá,
sem upp eru að vaxa og landið
eiga að erfa. Það rýrir ekki hlut
Jóns í þessu máli, þótt sama megi
segja um aðra sem unnu að fram-
gangi skólamálsins.
Það var oft glatt og bjart um
höfuðból Jóns á Melgraseyri. Þeg-
ar mjög traust bygging var risin
af grunni, þegar nýjar túnasléttur
klæddust skrúði vorsins, þegar
góð og mannvær.leg börn uxu úr
grasi og við blöstu bjartar vonir
um framtíð þeirra, þegar eitthvað
hafði miðað frá á leið í félagsleg-
um verkefnum til hagsbóta og
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og
jarðarfarar eigmmanns míns, föður okkar og tengdaföður,
HERMANNS KRISTJÁNSSONAR.
forstjóra,
Hvassaleiti 87
Guðrún Einarsdóttir,
börn og tengdabörn.
+
Inmlegar þakkir tyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför,
ÁGÚSTU B.JARNADÓTTUR,
Skúlagótu 58.
Jóhann Valdimarsson. Sesselja Sigurðardóttir,
Erla Valdimarsdóttir. Svavar Sigurðsson,
Esther Valdimarsdóttir, Daniel Þorsteinsson
+
Okkar innilegustu þakkir, til allra, sem vottuðu okkur, samúð sína við
andlát og jarðarför,
SIGBJÖRNS ÁRNA BJÓRNSSONAR.
frá Múlastekk.
Eiginkona. böm. tengdabörn og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vmarhug við andlát og
jarðarför fósturbróður míns,
SIGURÐAR GUÐMANNS SIGURÐSSONAR
Sérstakar þakkir færi ég M úrarafélaginu fyrir þeirra aðstoð
Lára Þorsteinsdóttir
+
Þökkum öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR DAGFINNSSONAR.
Tysgotu 4, R
Sveinn Guðmundsson,
Halldóra Guðmundsdóttir, Borgþór Jónsson,
Salvör Guðmundsdóttir, Jón Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
menningar fyrir sveit og neiau,
sameiginlega fyrir fólkið í samtíð
og framtið.
En það hefur einnig syrt að.
Maður, sem stóð i svo margvísleg-
um umsvifum sem Jón Fjalldal,
hlaut að verða fyrir ýmis konar
vonbrigðum. Hjá því gat naumast
farið. En þá sýndi Melgraseyrar-
bóndinn, hver málmur í honum
var, hann lét ekki bugast.
Hin ágæta og samhenta kona
Jóns Fjalldal, Jóna Kristjánsdótt-
ir, andaðist 1932. Það var harmur
stór. Rétt fyrir jólin 1948, þegar
Jón var nær 65 ára gamall, brann
ibúðarhús hans með öllum búnaði
og húsum. Þótti þá sem það væri
sjálfgert að hann hætti búskap, og
færi frá jörð sinni, svo margir
sem erfiðleikarnir voru á þeim
árum, m.a. hvað fólkshald snerti,
og heilsa hans sjálfs var tekin að
bila. En slíkt var honum fjarri
skapi. Hann byggði íbúðarhúsið
upp að nýju stórmannlega og vel
eins og hans var von og vísa. Þetta
voru Jóni erfið ár. Hann stóð nú
raunar einn uppi yfir brunarúst-
um heimilisins. Eftir fráfail Jónu
konu hans höfðu dóttir hans og
fósturdætur staðið fyrir heimil-
inu til skiptis af miklum myndar-
skap, sömuleiðis höíðu sum fóst-
urbörn þeirra hjóna starfað að
búinu á ýmsum timum, en nú
hafði lífið kallað þetta fólk allt til
annarra starfa eins og gerist og
gengur. En þá birti yfir og Jóni
Fjalldal hlotnaðist mikil ham-
ingja. Arið 1950 kvæntist Jón
Tómasinu Tómasdóttur úr
Reykjavík, ágætri velgefinni og
tápmikilli konu sem bjó honum
þá þegar hlýtt og ástúðlegt heim-
ili síðustu 27 ár ævi hans.
Árið 1955, var heilsu Jóns orðið
svo háttað að honum var með öllu
um megn að starfa lengur að bú-
störfum. Hann seldi þá jörðina
ungum myndarlegum hjónum,
bróðurdóttur sinni og manni
hennar, og þau hjónin fluttust til
Reykjavíkur með ungan son sinn.
Börn Jóns Fjalldals eru: Af fyrra
hjónabandi, Halldór Fjalldal,
kaupmaður í Keflavík, kvæntur
Sigríði Skúladóttur og Þorgerður
Fjalldal, frú i Reykjavík, ekkja
Odds Ólafssonar forstjóra. Af síð-
ara hjónabandi Magnús Fjalldal,
sem nú stundar háskólanám í
Bandaríkjunum, kvæntur
Jóhönnu Armannsdóttur.
Stjúpsynir Jóns Fjalldals, synir
frú Tómasínu, eru Oddur Bene-
diktsson og Jón Benediktsson.
Fósturbörn hans eru átta og
barnabörnin fimm. Á Hrísateigi
12 i Reykjavík hefur heimili
þeirra staðið, lengstan þann tima
eftir að þau fluttust til Reykjavik-
ur. Þar hefur ríkt sama gestrisni
og höfðingsskapur og áður fyrr,
meðan heimilið var á Melgras-
eyri. Ekki hefur þar verið setið
auðum höndum. Jón Fjalldal
vann lengstum fullan starfsdag
frá því hann fluttist til Reykjavik-
ur við umgjónarstörf í vélsmiðj-
unni Héðni, allt fram að níutíu og
tveggja ára aldri og kona hans
gegnir störfum á Loftleiðahótel-
inu. En heimilið var ekki vanrækt
fyrir því. Það er friðsælt og hlýtt
og var Jón umvafinn ást og um-
hyggju eiginkonu og barna og
annarra ástvina.
Á yfirstandandi ári tók heilsu
hans að hraka og síðustu mánuð-
ina þjáðist hann mikið þar til yfir
lauk. Þreyttum og sjúkum eftir
langa og starfssama ævi er hvild-
in kær. Jóni Fjalldal var ýmiss
konar sómi sýndur fyrir unnin
störf.
Hann hlaut heiðursverðlaun úr
styrktarsjóði Kristjáns konungs
IX 1930. Hann va-r sæmdur ridd-
’arakrossi fálkaorðunnar. Heiðurs-
félagi var hann kjörinn í Búnað-
ÍX. í.í íi l i i'.i .0 1 i 4.) I) í • c c
l«,.