Morgunblaðið - 23.11.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23, NOVEMBER 1977
25
fclk í
fréttum
Hún vill
ráða sér
sjálf
+ Þessi fallega stúlka heitir
Isabella Rossellini. Hún hefur
erft eiginleika foreldra sinna í
ríkum mæli Fegurð móður-
innar, leikkonunnar Ingrid
Bergmann, og skap föðurins,
leikstjórans heimsfræga
Rossellinis.
Kvikmyndaframleiðendur
hafa árum saman gert
árangurslausar tilraunir til að
fá hana til að leika i kvik-
myndum. Þeir hafa bókstaf-
lega staðið með pennann i
hendinni til að fá hana til að
undirskrifa samninga. En ísa-
bella neitar Hún sendir öll
kvikmyndahandrit til baka.
..Heimur kvikmyndanna er
ekki fyrir mig," segir Isabella
,,Hann er það auvirðilegasta
sem til er, i honum hef ég
ekki löngun til að lifa."
Isabella, sem nú er 24 ára sú
af fjórum börnum Ingrid
Bergmann sem hefur sterk-
astan persónuleika. Hún var
ekki gömul þegar hún vissi
hvernig hún vildi lifa lífinu.
Frjáls og óháð, en fyrst og
fremst fyrir utan hinn falska
heim kvikmyndanna. „Fjöl-
skylda min hefur nú þegar
lagt nóg af mörkum til kvik-
myndanna. Ég hef önnur
áhugamál." Og eitt af þeim
eru stjórnmál, en hún er
vinstrisinnuð. Hvað nám
viðvíkur hefur hún átt erfitt
með að ákveða sig. Hún
byrjaði á tískuteiknaranámi,
en komst að því að hún hafði
ekki minnsta áhuga fyrir tisk-
unni. Hún fór siðan til Boston
i USA og hóf þar nám i
dýrasálarfræði. En Isabella
tók námið i USA ekki alvar-
lega. Aðalástæðan fyrir
Ameríkuförinni var ungur
maður sem hún hafði orðið
ástfangin af. Þau bjuggu
saman í Boston og lifðu
reglulegu hippalífi. Það
ævintýri tók fljótt enda og þá
hætti Isabella lika náminu og
fór aftur heim til Rómar og
býr í iburðarmikilli íbúð með
systkinum sínum Robertiono
og Isottu ásamt barnfóstr-
unni sem hefur verið þeirra
önnur móðir frá þvi þau voru
lítil. Isabella segist enn ekki
vera ákveðin i hvaða starf
hún eigi að velja sér. Um
tima sá hún um sjónvarps-
þátt fyrir ungt fólk við miklar
vinsældir. Hafa henni boðizt
„gull og grænir skógar" ef
hún vilji halda áfram á þeirri
braut, en Isabella segir nei
Hún vill ekki vera bundin
Hún vill gera það sem hana
langar til, þegar hana langar
til Því var það þegar hana
langaði til að fara að búa og
vera húsmóðir þá gerði hún
það auðvitað. Hún bjó í eitt
ár með 34 ára gömlum
fráskildum manni. Þegar árið
var liðið var Isabella orðin
leið á að vera húsmóðir og
fór sina leið. „Enginn getur
haft áhrif á mig," segir hún.
„Við erum sjálfstæðir ein-
staklingar í þessari fjöl-
skyldu. Við spyrjum ekki
ráða og tökum sjálf okkar
ákvarðanir." Isabella hefur
gert eina undantekningu
varðandi kvikmyndirnar, hún
leikur í síðustu kvikmynd
Ingrid Bergmann. „Ég gerði
það fyrir móður mina,” segir
hún. Þeir sem þekkja Isa-
bellu segja að þessi mótþrói
og óstöðuglyndi sem ein-
kennir hana séu afleiðing
óhamingjusamrar æsku. Frá
þvi hún var litil hefur hún
þjáðst i baki vegna meiðsla
Hún var send frá einum
lækni til annars án þess að
nokkur gæti hjálpað henni.
Að lokum hafnaði hún hjá
frægum prófessor i Firenze.
Hann lofaði að hjálpa henni
En það tók langan tíma og
kostaði miklar þjáningar.
Þrisvar var hún skorin upp. í
meira en eitt ár lá hún i gifsi
og í mörg ár varð hún að
ganga í gifsbelti En
meðferðin bjargaði'henni frá
þvi að verða krypplingur
Vinir hennar segja að hún sé
að reyna að vinna upp þessi
töpuðu ár. Hún segist aldrei
ætla að gifta sig „Ég trúi
ekki á hjónabandið, ég hef
séð of mörg slík misheppn-
ast. Ekkert varir að eilifu,
ástin ekki heldur " Um sín
eigin ástarævintýri vill hún
ekki tala. „Þau koma mér
einni við."
Isabella í hlutverki nunnu, en gamla konan í rúminu er
móðir hennar Ingrid Bergmann.
Skólar — Bókasöfn
Glæra, sjálflímandi bókaplastið komid.
Heildsölubirgðir.
Davíð S. Jónsson og Co. h.f.
Sími 24-333.
Umbreytingin
Endurminningar kvikmyndastjörnunnar
LivUllmann
flýgur út, kanske uppseld fyrr en varir.
Tvímælalaust mest um talaða bókin á jóla-
markaðnum bók full af sterkum og heitum
tilfinningum, ást- og afbrýði, grimulausum lífs-
þorsta. Helgafellsbók.