Morgunblaðið - 23.11.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.11.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1977 — Sadat Framhald af bls. 1 viljað að Jórdaníustjórn fylgdi fordæmi Sadats og sendi Hussein konung eða forsætisráðherra landsins til ísraels, af ótta við að einangra Sýrlandsstjórn enn meir í málinu. Heimildirnar segja að i viðræðum leiðtoganna hafi aldrei verið minnst á Frelsissamtök Palestínuaraba, PLO, til að forð- ast opinberan ágreining og til að setja ekki Hussein konung í vanda. Hussein hefur opinberlega viðurkennt PLO, sem lögmætan fulltrúa Palestínumanna, en hann hefur ekki viljað viðurkenna sjálfkrafa rétt þeirra til yfirráða yfir vesturbakka Jórdanár, sem er á valdi Israela. Stjórnmálafréttaritarar i Tei- Aviv segja að á blaðamannafundi Sadats og Begins í lok heim- sóknarinnar, hafi ýmislegt komið fram, sem gefi bendingu um framvindu mála. Er m.a. bent á að Begin hafi ekki endurtekið harð- linuafstöðu sina gagnvart PLO né vesturbakka Jórdanár. Segja þeir að heimildir í Tel-Aviv hafi sagt að Sadat hafi ekki beðið Begin né búist við að hann gæfi yfirlýsing- ar um verulegar tilslakanir við Araba, en það hefur sætt gagn- rýni í ísrael og erlendis. Vmsir fréttaritarar segja að eitt mikilvægasta verkefni leiðtoga israels í dag sé að fá þjóðina til að sameinast í afstöðunni gegn Arabaþjóðunum, og að það verði hugsanlega gert með myndun samsteypustjórnar allra flokka, nema kommúnista. Þeir segja að Yigel Yadin aðstoðarforsætisráð- herra, sem sé meira hægfara í skoðunum, en Begin, hafi gegnt mikilvægu hlutverki, meðan á heimsókninni stóð og m.a. samið hina sameiginlegu yfirlýsingu, sem gefin var út. Nimeiri forseti Súdans sagði eftir fund sinn með Sadat í K:író í dag, að ferð hans hefði verið mikill sigur og skoraði á allar Arabaþjóðir að fylkja sér bak við Sadat í friðarumleitunum hans. Sagði hann að Arabar gætu verið stoltir yfir þessum sigri Sadats. Utvarpið í Egyptalandi gerði mik- ið úr þessum ummælum, sem er fyrsta lofið, sem Sadat fær frá Arabaleiðtoga. Talsmaður Hvitahússins i Washington sagði i dag, að Carter forseti hefði fengið mjög jákvæða og uppörvandi skýrslu frá Begin forsætisráðherra í simtali í morg- un, um viðræðurnar við Sadat forseta. Þakkaði Begin Carter fyrir aðstoð Bandarikjanna við að koma á fundinum við Sadat. Bandarikjastjórn mun nú að því er heimildir i Washington hermdu í dag, beita sér af alefli fyrir þvi að fá öll Arabaríkin til að styðja Sadat og mun Carter forseti hafa sent Brezhnev forseta Sovétríkjanna orðsendingu i því sambandi, en Bandaríkjamenn hafa lagt á það áherzlu að þeir vilji að Sovétríkin eigi fulla aðild að tilraunum til að koma á nýrri Gefnarráðstefnu. Mjög litil við- brögð hafa komið frá Moskvu við heimsókn Sadats og er það heldur neikvætt, sem komið hefur. — Jósef Framhald af bls. 17 undanförnu fengið hlutfallslega meira fé til vegamála en Vestur- land og þessu verður að breyta. En það er fleira en vegir, sem skiptir miklu máli í samgöngum. Mikil þörf er á að auka og bæta margar hafnir á Vesturlandi. Fiskiskip hafa farið stækkandi á undanförnum árum og víða hefur þeim fjölgað. Framkvæmdir í hafnarmálum hafa ekki haldizt í hendur við þessa þróun með þeim afleiðingum að hafnir eru þröng- ar og ónógar. Þörf er einnig á stórauknu fjármagni til flugvalla á Vesturlandi. Nú standa fyrir dyrum breyt- ingar í skólamálum. Koma þarf á legg nýjum framhaldsdeildum sem víðast á Vesturlandi og auð- velda þannig unglingum að stunda nám sitt sem lengst í sínu heimahéraði. Jafnframt verður að auka verknám og efla hlutdeild þjeísi skólakErfúiu---------- Eg tel að miklu varði fyrir ibúa Vesturlands sá stuðningur sem rikisvaldið getur veitt sveitar- félögum í landshlutanum, við framkvæmdir og á annan hátt. Verkefni sveitarfélaga eru fjöl- þætt ov varða alla íbúa sveitar- félagsins. Við erum sjálfsagt öll sammála um að efla sjálfstæði sveitarfélaga og fela þeim aukin verkefni, sem nú eru i höndum ríkisins, en þá verður jafnframt að gæta þess að fá sveitarfélögum aukna tekjustofna til að gera þeim mögulegt að sinna auknum skyldum með myndarlegum hætti. Þjónustu rikisins við eintakl- inga er brýnt að efla og bæta. Framkvæmdir í heilbrigðismál- um þarf að auka og treysta verður félagslegt öryggi þeirra, sem höll- um fæti standa í lífsbaráttunni. Viðhorf mín til þátttöku i opin- berum málum eru i stuttu máli á þessa leið. Við verðum að kynna okkur mál af góðvild og með opn- um huga. Taka verður afstöðu til mála og gera hana upp við sam- vizku sína. Þegar afstaða hefur verið tekin á að fylgja henni eftir af fullri einurð.“ — Ófeigur Framhald af bls. 17 hversu mikið er til skiptanna. Hlutverk fjárveitinganefndar er að miðla fjármagninu til ein- stakra málaflokka og leyfa síðan viðkomandi aðilum að skipta á milli sín. 2) Allir verða að gera sér ljóst, að þingmenn eru kjörnir til að leggja línurnar milli kosn- inga. Ef þeim mistekst fer upp- gjör við þá fram á kjördegi. Si- fellt stríð hagsmunahópa leggur þjóðfélagið í rúst fyrr en seinna. Endurskoða verður starfsemi ríkisfyrirtækja og ef til vill selja einhver þeirra i hendur ein- staklingum. Þjóðin verður að skilja hugtakið vinna, þ.e. vinna vinnunnar vegna en ekki aðeins að hirða launin. Þjóðin þarf að öðlast skilning á þvi hve miklar kröfur til lífsgæða sé óhætt að hafa í frammi, án þess að skútan sökkvi. Ég er þeirrar skoðunar, að æskilegum lffsgæðum sé að nokkru náð og i sumum tilfellum hafi verið gengið of langt. Annað atriðið er kjördæmaskipanin, sem er meingölluð í dag. Alþingi og alþingismenn hafa fjarlægst kjós- endur, þess vegna verður að taka upp persónukosningar. Þá eru það varnamál. Háværar raddir vilja peninga frá Bandaríkja- mönnum vegna varnarliðsins. Ég spyr því: Er Bandaríkjamönnum dýrmætara þeirra frelsi en okkur frelsi íslenzku þjóðarinnar. Er ekki tímabært að senda varnarlið- ið heim, ef við erum orðin svo siðspillt að krefjast peninga af Bandaríkjamönnum fyrir að tryggja yarnir íslands. Um land- búnaðarmál: Endurskoða þarf reglur lána til landbúnaðar með það í huga að auka mjólkurfram- leiðslu í nágrenni mjólkursam- laga, en draga þarf saman sauð- fjárrækt á þeim stöðum, einnig að hafa reglurnar þaniiig, að dragi úr mjólkurframleiðslu lengra frá. sé sauðfjárrækt aukin í staðinn. Þá verður að hvetja til, að upp verði teknar nýjar búgreinar, s.s. fiskirækt og eins þarf að huga meira að hlunnindum. Vekja þarf athygli á því að íslenzkar land- búnaðarvörur eru hreinar, þ.e. ómengaðar og eiga eftir fá ár möguleika á því að verða gæða- vara í sérflokki hjá hinum auð- ugri iðnaðarríkjum, sem fram- leiða innan skamms og í sumum tilfellum nú þegar mengaðar landbúnaðarvörur. Leggja verður áherzlu á minni orkuver en gert hefur verið þannig að i flestum héruðum landsins sé öryggið meira en nú er í þeim málum. — Óðinn Framhald af bls. 17 óhagkvæman rekstur rikisins. I stað þess að bjóða út framkvæmd- ir hefur hið opinbera valdið þenslu á vinnumarkaðnum með yfirborgunum á laun við fram- kvæmdir á þess vegum. Þá má benda á öngþveitið sem skapast hefur með útgáfu happadrættis- skuldabréfa ríkisins. Umsvif xíkisins yerða ekki minnkuð með-- an vilji alþingismanna til þess er ekki sterkari en svo, að við gerð fjárlaga eru fjárlög fyrra árs margfölduð upp með verðbóig- unni, að viðbættum óskalista al- þingismannanna sjálfra. Það þarf að móta nýja stefnu í atvinnumál- um þjóðarinnar og beita skatt- heimtu í þvi skyni að beina spari- fé landsmanna i auknum mæli frá þvi sem nú er til fjárfestinga í atvinnuvegunum. Ljóst er að nýorðin vaxtahækk- un eykur örðugleika útflutnings- atvinnuveganna, sem eru þó ærn- ir fyrir. Nauðsyn er nýrrar stefnumótunar í landbúnaðarmál- um, ný stefna á að miða að eftir- farandi: 1) Að auka fjölbreytni landbúnaðarframleiðslunnar i samræmi við fjölbreyttari neyzlu- kröfur. 2) Verðjöfnunarsjóður landbúnaðarafurða leysi af hólmi útflutnihgsuppbætur ásamt af- námi rikisálaga á rekstrarvörur og þjónustu til framleiðslunnar. 3) Bændur sjálfir eða fulltrúar þeirra hafi verðákvörðun og út- flutning landbúnaðarafurða með höndum. 4) Áherzla verði lögð á markaðsöflun og fullvinnslu af- urðanna. 1 sjávarútvegi verður að leggja megin áherzlu á full- vinnslu afurða, verndun fisk- stofna og nýtingu vannytjaðra tegunda, s.s. kolmunna, spær- lings, djúprækju og fleiri teg- unda. Samgöngumál dreifbýlisins þurfa rækilegrar endurskoðunar við. Aðflutningsgjöld og sölu- skattur eiga að renna óskipt til samgöngubóta, ennfremur er eðli- legt að NATO taki þátt í uppbygg- ingú vegakerfisins vegna þýð- ingar samgangna með tilliti til varna. ______ _______ — Guðmundur Framhald af bls. 3 stæðisflokksins, Geir Hall- grímsson, þurft að leysa geysi- lega erfið og flókin mál. Minni ég þar sérstaklega á lausn land- helgismálsins og að varnarmál- um hefur verið komið farsæl- lega i höfn, en hvort tveggja hefur tekið verulegan tima frá öðrum vandamálum, svo sem efnahagsmálunum. Og fram- undan er glíman við verðbólg- una. Ég tel að hin mikla þátt- taka í prófkjörinu sýni svo ekki verður um vilizt að forsætisráð- herra og flokkur hans nýtur trausts og aðdingunum að vori.“ — Ellert Framhald af bls. 3 kjörsins sagði Ellert, að hann teldi að í ljós hefðu komið ýms- ir gallar á framkvæmdinni, sem nauðsynlegt væri að laga, ef prófkjör yrðu viðhöfð í framtíð- inni. Nefndi hann sérstaklega að fyrirbyggja þyrfti með ein- hverju móti að þátttakendur sem bæru mjög ákveðna fram- bjóðendur fyrir brjósti, gripu til þess úrræðis að útiloka aðra frambjóðendur, sem þeir hefðu í sjálfu sér ekkert við að athuga annað en það að þeir kynnu að draga úr líkum fyrir því að þeirra frambjóðandi næði full- nægjandi árangri að mati stuðningsmannanna. — Borað fyrir Framhald af bls. 32. Morgunblaðið ræddi við hann í gærkvöldi, að eðlilega hefði þessi hola valdið vonbrigðum og væri þriðja holan í röð, sem boruð væri og gæfi ekki vatn af sér. Sagði Gunnar að hola 1 gæfi af sér mikið vatn, hola 2 hefði aftur á móti hrunið saman, en vonir hefðu verið bundnar við vatn úr henni og síðan gæfi hola 3 nokk- urt vatn. Eftir það hefði ekkert vatn fengist og nú væri búið að bora þrjár holur, án þess að nokk- urt vatn fengist. „Kostnaðurinn við gerð þessara þriggja hola er orðinn um 350 millj. kr.“ sagði hann. Þá sagði hann að holurnar tyær, sem vatn fengist úr nú, gæfu af sér samtals 70 sekúndulítra, en fyrirhugað væri- að setja dælu- búnað við þær og afköstin myndu þá líklega tvöfaldast, þannig að um 140 sekúndulítrar af vatni fengjust úr þeim. Ákveðið er að bora tvær holur -fil-viðbótap á Laugalarvdssvæðinu - og verður önnur unnin með Dofra, en hin með Narfa, og á borun að vera lokið snemma á næsta ári. Kvað Gunnar Sverris- son menn vona að verulegt vatn fengist úr þeim holum. Hins veg- ar virtist aðalhitavatnsæðin á þessu svæði, liggja á takmörkuðu svæði, þannig að erfitt væri að hitta á hana. Þá sagði Gunnar, að gert hefði verið ráð fyrir að borunarkostnað- ur vegna hitaveitunnar yrði um 800 millj. kr., en þegar væri kostnaðurinn kominn í um 600 millj. kr. Það vatn sem nú væri fyrir hendi ætti að duga handa 60% af Akureyri, því vantaði vatn fyrir 40% fljótlega. Sagði Gunnar ennfremur, að í sumar og haust hefði verið unnið að lagn- ingu dreifikeris f um 20% kaup- staðarins, og yrði þessi hluti tengdur i vetur og næsta vor. Síðan yrði haldið áfram lagningu dreifikerfis í aðra hluta bæjarins. Heildarkostnaður við gerð hita- veitu Akureyrar er að sögn Gunn- ars áætlaður um 4500 milljónir króna. — Ragnhildur Framhald af bls. 3 góðra flokksmanna. Þetta verð mér bæði til ánægju og leið- beiningar. Ég þakka öllu þessu fólki, svo og öllum þeim serm veittu mér atkvæði sitt.“ „Um prófkjörið að öðru leyti er sitthvað sem hlýtur að vekja athygli. Ég nefni fernt: 1. Ráðherrar flokksins hlutu miðað við aðra færri atkvæði en ég bjóst við. 2. Leitt var að ekki skyldu fleiri konur vera í sætum sem telja má örugg. A prófkjörs- listanum voru margar ágætar konur. Bót er í máli að tvær konur eru í efstu varamanna- sætum, þær Geirþrúður Bern- höft og Elin Pálmadóttir. Báðar fengu mikið fylgi. 3. Tveir ungir frambjóðend- ur náðu langt, þeir Friðrik Sophusson, sem hlaut bindandi kosningu og Haraldur Blöndal í varamannssæti. 4. Miðað við veður og færð hlýtur þátttakan í prófkjörinu að teljast hafa verið góð. Ég tel að hin mikla þátttaka hafi verið flokknum til styrktar. Fram- kvæmd opins prófkjörs með hátt á 10 þúsUnd kjósendum er mikið og flókið verkefni. Starfsfólk flokksins og fjöldi sjálfboðaliða úr samtökum flokksins leysti það af hendi með miklum dugnaði," sagði Ragnhildur Helgadóttir. — Pétur Framhald af bls. 3 ekki hef búið um mig í bákn- inu, ég á ekki von á arfi í neinu fyrirtæki föður míns eða á ég lögfræðiskrifstofu sem ég get gengið að. Ég verð þess vegna að róa á sömu mið og ég var á þegar ég gaf mig fyrst út i stjórnmálin. Nú, það er að segja ef ég hætti í pólitik, en hver veit nema Magnús Torfa vanti stýrimann?" Pétur var þá spurður að því hvað hann vildi segja um þátt- tökuna í prófkjörinu að öðru leyti. „Hún gefur það til kynna að þarna hefur verið óskapleg sókn af ákveðnum hópum og þar hefur hvorki verið sparað fé né timi og mér er satt að segja undrunarefni, að ein- staklingar skuli hafa yfir þeim fjármunum að ráða, sem þetta hlýtur að kosta. Hins vegar er auðvitað langstærsti hópurinn áhugasamir sjálfstæðismenn, guði sé lof, sem sýna þessu verðugan áhuga," sagði Pétur. — Prins Philips Framhald af bls. 32. inn lenti flugvel sinni voru við- staddir á Reykjavíkurflugvelli og tóku á móti honum sendiherra Breta á tslandi og fulltrúar i sendiráðinu auk utanrfkisráð- herra, Einars Ágústssonar, og fulltrúa f utanrfkisráðuneytinu. Prins Philip er væntanlegur til landsins á ný 3. desember, þá á leið til Bretlands. Prins Philip lenti flugvél sinni sjálfur á Reykjavíkurflugvelli og - -hóf- -bana • ei-nnig- - á - foft- -tæpri- - klukkustund siðar, er lokið var við að fylla geyma hennar eld- sneyti. Er prinsinn steig út úr vel sinni heilsaði hann viðstöddum með þvi að tjá þeim að hér væri hlýrra en á brottfararstað hans i Englandi. Þann tima sem staldraó var við hérlendis hélt prinsinn inn í húsakynni Flugmála- stjórnarinnar. Þar rifjaði hann upp gamlar minningar sínar um Mývatn frá dvöl sinni þar 1964 og minningar frá laxveiðum í Norð- urá. Skoðaði hann landakort af miklum áhuga og lék á als oddi við þetta tækifæri, að sögn heim- ildamanns Mbl. Prins Philip kom hingað til lands frá herstöð Queens Light herdeildarinnar i Oxford. Höfð var viðkoma á Stornoway á Suður- eyjum og þar tekið eldsneyti áður en flogið var yfir hafið til íslands. Frá Reykjavík lá svo leiðin til Grænlands þar sem höfð verður stundarviðkoma áður en flogið verður til Kanada. — Schmidt Framhald af bls. 1 skiptajöfnuðurinn hefur verið Pólverjum mjög í óhag. Talsmað- ur Schmidts sagði að viðræður Gireks og Schmidts hefðu verið mjög vinsamlegar, tveir vinir hefðu setið á tali saman, en ekki tveir diplómatar. Gierek heim- sótti sem kunnugt er V-Þýzkaland á s.l. ári. — Fellibylur Framhald af bls. 1 sambands og samgönguleysis, en yfirvöld fylgjast með skelfingu með ferðum nýja fellibylsins, sem búist er við að taki land með flóðbylgju og úrhellisrigningu síðla dags á morgun, miðvikudag, um 400 km fyrir sunnan Bombay. Yfirvöld I Indlandi telja við fyrstu athugun að eignatjón af völdum fárviðrisins nemi 50—70 milljónum dollara. — Viðræður Framhald af bls. 2 ekki til að ganga inn í tilboð Davíðs. Sú samræming, sem af hálfu Landsbankans hefur verið bent á sem lausn, gengur út á að hreppurinn eignist landið, en ein- staklingar það húsnæói, sem þeir þurfa til atvinnurekstrar og íbúð- ar. Helgi Bergs, bankastjóri Lands- bankans, sagði í samtali við Mbl. í gær, að af hálfu Landsbankans hefði verið reynt að hafa áhrif á það að einhverjar viðræður færu fram nyrðra. „En boltinn er ekki hjá okkur,“ sagði Helgi. „Við bið- um átekta." — Fyrstu Framhald af bls. 32. þá uppi jafnir verða tefldar tvær og tvær skákir i einu þar til yfir lýkur. Einvígið átti reyndar að hefjast í síðustu viku, en á leiðinni á einvigisstaðinn lenti Korchnoi i bílslysi og varð þvi að fresta fyrstu skákinni um viku. Aðstoðarmaður Spasskys á ein- viginu er gamall vinur hans og kennari, sovézki stórmeistárinn Igor Bondarevski. Til aðstoðar Korchnoi, sem baðst hælis sem pólitískur flótta- maður i Hollandi i fyrra, eru hins vegar ensku stórmeistararnir Raymond Keene og Michael Stean. Yfirdómari einvígisins er júgó- salvinn Bozidar Kaxic, en hann var hér á landi árið 1972 og fylgd- ist þá náið með einvígi þeirra Fischers og Spasskys. — Brezhnev Framhald af bls. 1 og sett tryggingu gegn valda- misnotkun og brotum á réttind- um borgaranna. Atti Brezhnev hér við ræðu Khrushchves á 20. þingi kommúnistaflokksins 1956, þar sem hánn fordæmdi Stalín. I greininni fjallaði Brezhnev einnig um hina nýju stjórnarskrá Sovétríkjanna, sem tók gildi í síðasta mánuði. Sagði Brezhnev, sem hafði um- sjón með samningu stjórnar- skrárinnar, að-hún hefði haft stórkostlega alþjóðlega þýðingu — og vakið heimsathygli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.