Morgunblaðið - 23.11.1977, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1977
r
Ný skáldsaga eftir Olaf
Jóhann Sigurðsson
MÁL og menning hefur gefið út
nýja skáldsögu eftir Ólaf Jöhann
Sigurðsson, sem heitir Seiður og
hélog — úr fórum blaðamanns.
Þetta er fyrsta bókin, sem frá
Ólafi kemur eftir að hann hlaut
bókmenntaverðlaun . Norður-
landaráðs. A fundi með frétta-
mönnum f gær skýrði Þorleifur
Hauksson, útgáfustjóri MM frá
þvf, að í undirbúningi væri að
gefa út fyrri verk Ólafs Jóhanns
Sigurðssonar í nýrri heildarút-
gáfu með sama sniði og þessi nýju
skáidsögu og taldi hann Ifklegt að
fyrsta bókin, sem yrði væntanlega
Fjallið og draumurinn, kæmi út á
næsta ári, og reynt yrði að láta
bókina Vorköld jörð fylgja f kjöl-
farið.
Þorleifur Hauksson sagði að
skáldsagan Seiður og hélog, en
seinna orðið merkti villueld eða
maurildi, væri Reykjavíkursaga
frá hernámsárunum. Aðalpersón-
an er Páll Jónsson blaðamaður,
sem „segir söguna og kynnist hin-
um nýju og gerbreyttu aðstæðum
í bænum, að sumu leyti sem
áhorfandi, að sumu leyti af eigin
raun“.
Ólafur Jóhann Sigurðsson
sagði, að bessi skáldsaga ætti sér
langan aðdraganda; lengri að-
draganda en nokkurt annað verka
hans, þar sem hann gæti rakið
sögu verksins allt aftur til ársins
1942. Þá hefði hann skrifað langa
smásögu, sem fjallaði um ungan
blaóamann. ,,En það stóðst nokk-
urn veginn á endum, að þegar
búið var að ganga frá sögunni til
prentunar, þá var ég ekki alls
kostar ánægður með hana, sér-
staklega fannst mér ýmislegt van-
gert við aðalpersónuna.
Þessi persóna var svo alltaf að
Framhald á bls. 19.
Aðalfundur L.Í.Ú. hefst
í Grindavík í dag
Aðalfundur Landssambands ís-
lenzkra útvegsmanna hefst í fé-
lagsheimilinu Festi f Grindavfk f
dag, kl. 14, og stendur fundurinn
fram á föstudag. Þetta er f þriðja
sinn, sem aðalfundurinn er hald-
inn utan Reykjavfkur, en áður
hefur hann verið haldinn í Vest-
mannaeyjum og á Akureyri.
Aðalfundurinn hefst með ræðu
Kristjáns Ragnarssonar, for-
manns samtakanna, og kl. 16 flyt-
ur Sigfús Schopka fiskifræðingur
erindi, Síðan verður kosið f
nefndir og umræður verða á
fimmtudegi, auk þess sem farnar
verða kynnisferðir um Grindavik.
A föstudag ávarpar Matthias
Bjarnason sjávarútvegsráðherra
aðalfundinn og lýkur fundinum
síðan með stjórnarkjöri. Gert er
Framhald á bls. 19.
NEFND sú, sem samgönguráðherra
Skipaði á sinum tima. til að sjá um
byggingu jarðstöðvar á íslandi. hefur
nú valið stöðinni stað. við Úlfarsfell i
Mosfellssveit Þá er framkvæmda-
nefnd stöðvarinnar stödd i Sviþjóð
þessa dagana i þeim tilgangi að
ganga frá útboðsgögnum. en áætlað
er að stöðin verði tilbúin siðla árs
1979.
Staðarval fyrir stöðína hefur tekið
nokkurn tima. og auk Úlfarsfells-
svaeðisins, voru staðir í nágrenni
Hveragerðis og Akraness kannaðir
gaumgæfilega. en að athuguðu máli
fannst staður undir Úlfarsfelli, sem
uppfyllti flest þau skilyrði sem þurfti
Samkvæmt þvi, sem Morgunblaðinu
var tjáð i gærkvöldi, réð framkvæmda-
nefndin sér verkfræðing fyrir nokkrum
mánuðum og hefur hann undanfarið
unnið i Sviþjóð að gerð útboðs, ásamt
starfsmönnum sænska rikissímans
Sviar buðu íslendingum samvinnu i
þessari framkvæmd. þar sem þeir ætla
sér að reisa á næstunni nýja jarðstöð.
jafn stóra og eins að allri gerð og þá
sem íslendingar reisa Verða þessar
stöðvar siðan borðnar út samtímis
Vél Kröfluvirkjunar afl-
prófuð um mánaðamót
Ólafur Jóhann Sigurðsson
„EF þessi reynslukeyrsla, sem við
ætlum að byrja um mánaðamófin
gengur vel, þá förum við eðlilegs
í það að framleiða rafmagn og ég
vona að það gæti þá orðið um eða
upp úr áramótunum," sagði Einar
Tjörvi Elfasson, verkfræðingur
Kröflunefndar, í samtali við Mbl.
í gær, en um mánaðamótin verður
byrjað að aflprófa vél Kröflu-
virkjunar númer eitt með afli frá
þremur holum; 7, 9 og 11. Einar
Tjörvi sagði, að ef allt gengi að
óskum ættu holurnar að gefa 5 —
10 MW, sem væri nóg afl til
prufukeyrslu og framleiðslu.
Með holu 11 hafa áður verið
gerðar ýmsar prófanir á búnaði
Viðræður hæstbjóðenda
Hjalteyrareignir?
/
1
HREYFING komst á Hjalteyrar-
málið um helgina, en þá hittust
lögmaður Arnarneshrepps og
Davíð S. Kristjánsson á Akureyri.
„Ég tel að þeir vilji viðræður og
ég fyrir mitt leyti vil þær sem
fyrst, ef af þeim verður,“ sagði
Davfð, er Mbl. ræddi við hann í
gærkvöldi.
Nokkuð er um liðið síðan tilboð
í eignir Landsbankans á Hjalteyri
voru opnuð. Arnarneshreppur
bauó í allar eignir bankans, land
og hús, en Davió S. Kristjánsson í
tvö íbúðarhús og verksmiðjuhús-
in á eyrinni. Af hálfu Landsbank-
ans var sú hugmynd sett fram, að
þessir aðilar reyndu að samræma
tilboð sin, en ekkert hefur gerzt í
því máli þar til nú, að aðilar hafa
skipzt á skoðunum. Tilboð Daviðs
er hærra en hreppsins og sagði
Ingimar Brynjólfsson, oddviti
Arnarneshrepps, í viðtali við
Mbl., að hreppurinn treysti sér
Framhald á bls 18.
Jarðstöðin, verður
reist við Úlfarsfell
Sæmileg færð á
vegum landsins
Mikil hláka var um allt land í
fyrrakvöld og allt þar til í gærmorg-
un. að veður fór að ganga á ný meira
til norðurs. Voru þvi allflestir vegir á
landinu færir i gær. en siðari hluta
dags var færð þó viða farin að spill-
ast vegna skafrennings og ofan-
komu.
Morgunblaðið fékk þær upplýsingar
hjá vegaeftirlitinu i gær, að í gærmorg-
un hefði verið fært um Borgarfjörð.
Snæfellsnes og um Bröttubrekku,
Svinadal og Gilsfjörð, allt vestur i
Reykhólasveit Af norðanverðum Vest-
fjörðum var það að frétta, að vegurinn
milli Flateyrar og Þingeyrar var ruddur
i fyrradag og var þessi leið vel fær i
gær, Breiðdals- og Botnsheiði voru
hins vegar ófærar
Prófkjör Sjálfstæðismanna:
Albert, Geir og Ragnhildur
fengu yfir 70% atkvæða
Kröfluvirkjunar, en 1 — 2 MW
vantaði á að hægt væri að láta
rafalinn snúast. Einar Tjörvi
sagði, að fyrst yrði endurteknar
fyrri prófanir til að ganga úr
skugga um að engar breytingar
hefðu átt sér stað og að því loknu
yrði farið i það að láta rafalinn
framleiða rafmagn.
Nú er búið að endurvinna fjór-
ar holur, 7, 9, 10 og 11. Verið er að
tengja holu 9 inn á virkjunirta, en
hún hefur ekki verið tengd áður,
en holur 7 og 11 voru tengdar
áður. Sennilega verður ekki farið
í að koma holu 10 í samband fyrr
en eftir áramót.
Einar Tjörvi sagði að nokkur
óvissa rikti um það, hvernig holur
Framhald á bls. 19.
Forval hjá
sjálfstæðis-
mönnum á
Suðurnesjum
FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélag^
anna í Grindavik, Gullbringusýslu,
Keflavik og Njarðvik, hafa samþykkt
að fram skuli fara forval á frambjóð-
endum af Suðumesjum til prófkjörs
Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjör-
dæmi.
Framboðum til forvals skal skilað
fyrir kl. 12.00 á hádegi laugardaginn
26. nóvember ásamt meðmælend-
um, minnst 5 og mest 10 flokks-
bundinna sjálfstæðismanna á Suður-
nesjum.
Forvalið fer siðan fram sunnudag-
inn 27. nóvember kl. 1.30 i félags-
heimilinu Stapa i Njarðvik.
Vegurinn frá Reykjavik til Akureyrar
var fær í gær, og i gærmorgun átti að
moka veginn til Siglufjarðar, en vegur-
inn lokaðist aftur vegna snjókomu og
skafrennings. Þá var búist við að veg-
urinn yfir Öxnadalsheiði lokaðist í gær-
kvöldi vegna mikils skafrennings og
snjókomu á heiðinni
Frá Akureyri var fært til Ólafsfjarðar
og eins um Dalsmynni til Húsavíkur,
þaðan var svo fært í Mývatnssveit, og
um Tjörnes og Sléttu til Raufarhafnar
Frá Raufarhöfn komust stærri bílar og
jeppar til Vopnafjarðar
Af Austfjörðum höfðu þær fréttir
borizt, að Fjarðarheiði var rudd í fyrra-
dag og því fær í gær, Fagridalur var vel
fær, og í gær átti að ryðja Oddsskarð
Þá var fært suður með fjörðum, og
síðan frá Hornafirði til Reykjavíkur
Bíræfinn
bílstuldur við
Laugardalshöll
SÉRSTÆÐUR bflstuldur var
framinn á mánudaginn og hefur
bíllinn ekki fundizt þrátt fyri
mikla leit.
Málavextir eru þeir, að maður
nokkur brá sér á æfingu í Laugar-
dalshöllinni um klukkan 18 á
mánudaginn. Læsti hann bíl sín-
um og skildi eftir í honum ýmsa
lausamuni, þar á meðal veski og
úr. Þegar maðurinn var b.úinn á
æfingunni tók hann eftir þvi að
bíllyklarnir voru horfnir úr vasa
hans og þegar betur var að gáð,
var billinn einnig horfinn og hef-
ur hann ekki sést siðan.
Bíllinn er af gerðinni Simca
1100, árgerð 1974, hvítur á lit,
einkennisstafir R-40240. Bíllinn
er tveggja dyra með toppgrind. Ef
einhver getur veitt lögreglunni
upplýsingar um bílstuldinn og
hvar bifreiðin er nú niöur komin
er hann vinsamlega beðinn að
hafa samband við rannsóknadeild
lögreglunnar.
Mesta þátttaka í prófkjöri til þessa
ALBERT Guðmundsson fékk
flest atkvæði ( prófkjöri sjálf-
stæðisflokksins til alþingis-
kosninga, sem haldið var um
helgina. Hlaut Albert 75,7%
greiddra atkvæða, en í prófkjöri
til borgarstjórnarkosninga 1974
hlaut Albert 77.7% greiddra at-
kvæða. Næstur f prófkjörinu var
Geir Haiigrfmsson, sem nú hlaut
71,4% greiddra atkvæða, en f síð-
asta prófkjöri til alþingis-
kosninga, sem haldið var f sept-
ember 1970 hlaut Geir 71,2%
greiddra atkvæða. 1 þriðja sæti
varð Ragnhildur Helgadóttir með
70.9% atkvæða 1970: 43.0%), f
f jórða sæti varð Ellert B. Schram
með 64.9% (42.3%), í fimmta
Gunnar Thoroddsen með 63.4%
(61.9%), f sjötta sæti Friðrik
Sophusson með 54.1% og f sjö-
unda sæti Guðmundur H. Garð-
arsson með 53.9% atkvæða
(25.2%). Öll þessi sjö fyrstu sæti
eru bundin kosning, þar sem við-
komandi fengu helming greiddra
atkvæða og kosningaþátttaka fór
yfir 8.007, sem er þriðjungur af
atkvæðisfylgi flokksins við sfð-
ustu alþingiskosningar.
Úrslit prófkjörsins nú urðu,
sem hér segir: Samtals kusu
9.877. Flest atkvæói hlutu Albert
Guðmundsson 7.475 (75.7%),
Geir Hallgrímsson 7.053 (71.4%),
Ragnhildur Helgadóttir 6.998
(70.9%), Ellert B. Schram 6.410
(64.9%), Gunnar Thoroddsen
6.261 (63.4%), Friðrik Sophusson
5.348 (54.1%), Guðmundur H.
Garðarsson 5.324 (53.9%), Pétur
Sigurðsson 4.708 (47.7%), Geir-
þrúður Hildur Bernhöft 4.122
(41.7%), Elin Pálmadóttir 4.016
(40.7%) Gunnlaugur Snædal
3.206 (32.5%), Haraldur Blöndal
3.084 (31.2%).
Til samanburðar eru hér birtar
niðurstöður úr nokkrum eldri
prófkjörum Sjálfstæðisflokksins,
en fyrir alþingiskosningarnar
1974 gafst ekki tóm til að halda
prófkjör, þar sem kosningar bar
að með svo skjótum hætti sem
menn rekur minni til. Síðast var
þvi prófkjör vegna skipunar á
lista flokksins við alþingiskosn-
ingar, sem fram fóru 1971, en
prófkjörið sjálft var haldið í sept-
ember 1970. Atkvæði greiddu þá
9.271. Þá hlutu flest atkvæði: Geir
Hallgrímsson 6.605 (71.2%), Jó-
hann Hafstein 6.040 (65.1%),
Gunnar Thoroddsen 5.738
(61.9%), Auður Auðuns 5.584
(60.2%), Pétur Sigurðsson 4.568
(49.3%), Ragnhildur Helgadóttir
3.990 (43.0%), Ellert B. Schram
3.919 (42.3%), Birgir Kjaran
3.443 (37.1 %), Geirþrúður Hildur
Bernhöft 2.990 (32.3%), Olafur
Björnsson 2.892 (31.2%), Höróur
Einarsson 2.381 (25.7%),
Guðmundur H. Garóarsson 2.340
(25.2%).
í byrjun marz 1974 fór fram
prófkjör vegna skipunar á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins við
borgarstjórnarkosningarnar það
vor. Atkvæði greiddu 8.470. Úrslit
urðu sem hér segir: Birgir Isleif-
ur Gunnarsson 7.776 (91.8%), Al-
bert Guðmundsson 6.580
<77-7%), Ólafur B. Thors 6.509
(76.8%), Markús Örn Antonsson
4.771 (56.3%), Elín Pálmadóttir
4.420 (52.2%). Þessir 5 aðilar
hlutu bundna kosningu. Magnús
L. Sveinsson 3.587 (42.3%),
Ragnar Júliusson 3.491 (41.2%),
Úlfar Þórðarson 3.481 (41.1%),
Páll Gislason 3.267 (38.6%),
Davið Oddsson 2.811 (33.2%),
Valgarð Briem 2.800 ((33.1%),
Margrét S. Einarsdóttir 2.618
(30.9%), Sveinn Björnsson
kaupmaður 1.956 (23.1%),
Sveinn Björnsson, verkfræðingur
1.670 (19.7%), Hilmar Guðlaugs-
son 1.604 (18.9%), Sigriður Ás-
geirsdóttir 1.380 (16.3%), Bessý
Jóhannsdóttir 1.288 (15.2%),
Ragnar Fjalar Lárusson 1.281
(15.1%).
Fjármálaráðherr-
ar Norðurlanda
þinga í Reykjavík
FUNDUR f j ármálaráðherra
Norðurlanda verður haldinn að
Hótel Sögu dagana 24.-25
nóvember n.k. og munu ráóherr-
arnir Matthias Á. Mathiesen frá
íslandi, Knud Heinesen, Dan-
mörku, Esko Rekula, Finnlandi,
Per Kleppe, Noregi og Gösta
Bohman frá Svíþjóð sitja fund-
inn. Slíkir fundir eru haldnir
tvisvar á ári.
Ráðherrarnir munu ræða ýmis
sameiginleg málefni á sviði tolla-
og skattamála, auk þess sem
ástand og horfur í efnahagsmál-
um hvers lands eru jafnan á dag-
skrá þessa funda. Auk ráðherr-
anna sitja þessa fundi ýmsir em-
bættismenn fjármálaráðuneyta
landanna. Á föstudag siðdegis er
ráðgerð ferð á Reykjanes, þar sem
»hitaveita Suðurnesja verður m.a,
skoðuð.