Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÖVEMBER 1977 Fyrsti sérkjara- samninga fundurinn á morgun FYRSTU fundir félaga ríkisstarfsmanna með samninganefnd ríkisins vegna sérkjarasamninga verða haidnir á morgun, þriðjudag og miðvikudag, að því er segir í fréttabréfi BSRB, Huga. Samkvæmt kjarasamningalögunum fjalia sérkjarasamningar fyrst og fremst um röðun starfsheita og manna í launaflokka. Takist ekki samkomulag fyrir áramót mun ágreiningsefni sérkjara- samninganna fara til úr- skurðar Kjaranefndar, sem ber að ljúka afgreiðslu málsins fyrir miðjan febrú- ar. Röðun sú, sem samið verður um, eða úrskurður af Kjaranefnd mun gilda frá 1. júlí 1977 eins og aðal- kjarasamningur BSRB. Hvor er eiginkonan? Davton. Ohio, AP. BORGARDÓMARI mun f vik- unni kveða upp dóm um það hvort maður geti vitnað gegn maka sínum, ef makinn er af sama kyni. Málið snýst um tvo karimenn, Barry Doney og Wiliia Mercia, sem hafa lög- Iegt hjónabandsvottorð að þvf er virðist og voru gefnir saman f hjónahand í Flórfda 7. júní s.l. Vandamál borgardómarans er að hann veit ekki hvor er eiginkonan, og hvor eigin- maðurinn. Hjónabönd kynvillinga voru lögleidd í Flórída 8. júpí s.l. en áður höfðu þau verið ólögleg. Hjónunum Doney og Mercia lenti saman í byrjun október með þeim afleiðingum að Doney lokaði sig inni og þurfti að fá lögreglumann til að brjót- ast inn. Skar Doney lögguna í fingurinn og var ákærður fyrir líkamsárás og slæma hegðun. Eldur í húsi við Ránargötu SNEMMA 1 gærmorgun kom upp eldur í húsi við Ránargötu, en þar er til húsa vistheimili fyrir drykkjumenn. Eldur kom upp í einu herbergi hússins, en slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en hann breiddist út. Miklar skemmdir urðu f herberginu. Óvíst er um eldsupptök. Fiskveiðar Vestfirðinga: Dágóður línuafli, þegar gefið hefur Ingólfur S. Ingólfs- son forseti FFSÍ ÞINGI Farmanna- og fiski- mannasambands íslands lauk í Reykjavík í fyrra- kvöld og var Ingólfur S. Ingólfsson kosinn forseti sambandsins og varafor- maður Magni Kristjáns- son. í lok þingsins var Guð- mundur H. Oddsson, sem var þingforseti að þessu sinni, sérstaklega heiðrað- ur fyrir 40 ára störf í þágu FFSÍ. Guðmundur var meðal þeirra er unni að stofnun sambandsins og var forseti þess í 4 ár og hefur gegnum árin haft mikil áhrif á störf þess og hag sjómanna, eins og seg- ir í fréttatilkynningu frá FFSÍ. Þá var Guðmundur H. Oddsson formaður Skip- stjóra- og stýrimannafé- lagsins Öldunnar í 14 ár. Auk þeirra Ingólfs S. Ingólfssonar og Magna Kristjánssonar voru eftir- taldir kjörnir í aðalstjórn FFSÍ: Jónas Þorsteinsson, Víðir Sigurðsson, Rafn Sig- urðsson, Einar Sigurðsson, Ingólfur Falsson, Jón Steindórsson, Ásgrímur Björnsson, Garðar Þor- steinsson og Guðjón A. Kristjánsson. SAMKVÆMT upplýsingum skrif- stofu Fiskifélags Islands um sjó- sókn og aflabrögð í Vcstfirðinga- fjórðungi í október síðastliðnum voru gæftir þar vestra mjög óstöð- ugar, en þegar gaf til róðra fékkst oft dágóður afli á Ifnu. Afli togar- anna var yfirleitt heldur tregur, enda voru margir þeirra á „skrapi" hluta mánaðarins vegna þorskveiðibanns sjávarútvegs- ráðuneytisins. Línubátar hófu almennt róðra í byrjun mánaðarins, en nokkrir voru þó byrjaðir róðra fyrir mánaðamótin. Var 31 bátur vió róðra meö línu í lok mánaðarins, og er það meiri þátttaka i línuút- gerð en undanfarin haust. Sex bátar frá Hólmavík reru með þorskanet þar sem rækjuveiði var ekki leyfð í Húnaflóa i mánuðin- um vegna mikils seiðamagns á rækjumiðunum. í október stunduðu 47 bátar frá Vestfjörðum bolfiskveiðar, 31 reri rheð línu, 6 með net og 10 með botnvörpu. Á sama tíma stunduðu 49 bátar rækjuveiðar. Heildaraflinn í mánuðinum var 4.201 lest, en var 3.236 lestir á sama tima í fyrra. Var afli bát- anna nú 1.451 lest, en togaraafl- inn 2.750 lestir. Af línubátum var Orri frá isafirði aflahæstur með 89,3 lestir í 16 róðrum, en í fyrra var Kristján Guómundsson frá Suðureyri aflahæstur í október með 93,4 lestir í 19 róðrum, Bessi frá Súðavik var nú aflahæstur togaranna með 415,8 lestir, en í fyrra var Guðbjartur frá isafirði aflahæstur I október með 371,1 lest. i október var Patreksfjörður með 431 lest, en í þeirri verstöó bárust á land 196 lestir í fyrra. Tálknafjörður var nú með 139 lestir, en 121 í fyrra. Þingeyri var nú með 202 lestir, en 31 i fyrra, Flateyri var með 551 lest en 417 í fyrra, Suðureyri er nú með 498 lestir en var í fyrra með 207 lestir, Bolungarvik var nú með 460 lestir en 386 í fyrra, ísaf jörður var með 1.412 lestir en 1.671 í fyrra, Súða- vík með 415 lestir nú en 207 i fyrra og i Hólmavík komu á land 93 lestir en engin í fyrra. Frá Bildudal voru gerðir út 8 bátar til rækjuveiða og var heildarafli þeirra í mánuðinum 92,5 lestir í 105 róðrum. Aflahæst- ir voru Vísir með 18,4 lestir, Pilot með 15,2 lestir og Kópur með 14,0 lestir. í fyrra var afli Bíldudals- báta 128,4 lestir i október. Rækjuveiðar í isafjarðardjúpi hófust í lok mánaðarins, og var aflinn á þremur veiðidögum 126,6 lestir hjá 41 báti, sem nú hefur leyfi til veiða á þessu svæði. Leyfilegt aflamagn i ísafjarðar- djúpi á þessari vertið hefur verið ákveðið 2.300 lestir og er nú leyfi- Iegt að veiða í öllu Djúpinu, nema á Hestfirði, sem nú er lokaður fyrir veiðum. í fyrra hófust rækjuveiðar við isafjarðardjúp 15. október og var aflinn í október þá 370 lestir. Veiðar eru ekki leyfðar i Húna- flóa, en í fyrra fengu Hólmavikur- bátar leyfi til rækjuveiða á Ófeigsfjarðarflóa í október og öfl- uðu þar 56 lestir. Hörku- árekstur í Keflavík HÖRKUÁREKSTUR varð í Keflavík í bítið í gær- morgun. Bifreið ók á mikl- um hraða á kyrrstæða bif- reið á Háaleiti í Keflavík með þeim afleiðingum að farþegi, sem var í bifreið- inni, handleggsbrotnaði og meiddist á höfði. Öku- maðurinn slapp án meiðsla, en grunur lék á að hann væri ölvaður. Bílarnir eru stórskemmdir ef ekki ónýt- ir. Vesturlandskjördæmi: Prófkjöri sjálfstæð- ismanna lýkur í dag Ingólfur S. Ingólfsson forseti FFSÍ. Húsavík: Birti til í gær eftír hrídarvedur Húsavlk, 26. nóv. NORÐANÁTT hefur verið ríkjandi hérna undanfar- inn mánuð, hríðarveður flesta daga og stórhríð suma þar til í gær að birti til og í dag er bezta veður og frostleysa. Það er ekki kominn mikill snjór en miðað við árstíma er hann þó nokkur og ef fer sem horfir að hér verði frost- leysa en þó engin hláka má búast við að gaddur mynd- ist. Við höfum búið við raf- magnstruflanir þessa viku og lítils háttar skömmtun vegna truflana á rennsli Laxár. Sjónvarp var mjög lélegt hér á miðvikudags- kvöldið vegna bilunar í endurvarpsstöðinni á Húsavíkurfjalli og héldu menn að fimmtudagurinn og föstudagurinn myndu nægja til viðgerða en svo reyndist ekki. Samband mun hafa komið seint í gærkvöldi þegar flestir voru búnir að slökkva á tækjum sinum. Sarngöngur hafa gengið þolanlega þó á þeim hafi verið nokkrar truflanir. — f’réttaritari. PRÖFKJÖRI Sjálfstæðisflokks- ins í Vesturlandskjördæmi lýkur í dag. Kosið er á 12 stöðum vfðs vegar um kjördæmið og eru kjör- staðir opnir frá klukkan 13.00 — 22.00 1 kvöld, en samhliða fer fram utankjörstaðaatkvæða- greiðsla í Valhöll í Reykjavík, en þar er opið til klukkan 19.00. Atkvæðisrétt í prófkjörinu hafa allir þeir íbúar Vesutrlandskjör- dæmis, sem ætla að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn í næstu alþingis- kosningum og hafa náð 20 ára aldri 25. júní 1978, einnig meðlim- ir sjálfstæðifélaganna í kjördæm- inu 16 ára og eldri. Í framboði eru 10 frambjóð- endur, en einnig er kjósendum heimilt að bæta við tveimur nöfn- um til viðbótar og ber þá að skrifa þau nöfn á listann undir hinum, en til þess að úrslit geti orðið bindandi fyrir kjörnefnd þarf fjöldi þeirra, sem þátt taka í próf- kjörinu að vera helmingur kjör- fylgis sjálfstæðismanna við síó- ustu alþingiskosningar eóa minnst 1189. Auk þess þurfa ein- stakir frambjóðendur að hljóta minnst 50% greiddra atkvæða til að kosning þeirra verði bindandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.