Morgunblaðið - 27.11.1977, Síða 26

Morgunblaðið - 27.11.1977, Síða 26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÖVEMBER 1977 26 Sigríður J. Magnússon fgrrum prófessorsfrú Fædd 6. júnf 1892 Dáin 21. nóvember 1977 Frú Sigríður Jónsdóttir Magnússon, fyrrum prófessorsfrú að Vífilsstöðum, verður kvödd hinztu kveðju á morgun. Er hún nú lýkur sinu jarðvistarskeiði er skarð fyrir skildi. Með henni hverfur á braut stórbrotin kona, óvenjulegur persónuleiki og mik- ill og glæsilegur leiðtogi í röðum kvenna. Þessa mikilhæfa og góða vinar langar mig að minnast örfáum orðum, þótt erfitt sé að gefa í orðum lýsingu á þeirri óvenju- legu fyrirmynd, sem ég tel frú Sigríði hafa verið í lifanda lífi. Hjá henni sameinuðust svo marg- ir mikilvægir þættir andlegs at- gervis, fróðleiksfýsnar og rétt- Iætiskenndar að óvenjulegt getur talizt. Sakir fjölbreyttra hæfi- leika sinna og óvenjulegs glæsi- leika í fasi og fari varð hún um langt skeið foringi og lgiðtogi ís- ■lenzkra kvenna, sem börðust fyrir ýmsum þeim málum, sem fólk i dag undrar sig á að þurft hafi að berjast fyrir til að fram næðu. í þvi leiðtoga- og foringjastarfi sómdi frú Sigríður sér svo vel að lengi mun minnst verða. Við hennar banabeð sameinast þvi óvenjulega margir í þakklæti til hinnar látnu og ótrúlega margar og fjölbreytilegar minningar koma upp í hugum stórs fjöl- skyldu- og vinahóps frá langri og litríkri ævi hinnar látnu. Ég læt aðra mér fróðari um að rekja ættir og starfsferil frú Sig- ríðar innan samtaka íslenzkra kvenna. En í þröngum dölum Arnarfjarðar hófst hennar saga. Elst sjö systkina á prestssetrinu í Otradal og síðar á Bíldudal var hún og á menningarheimili fyrir- myndarforeldra mótaðist hugur hennar til þess, sem siðar leiddi hana til mikilla og merkra verka. Margir geyma minninguna um frú Sigríði, þá er hún ung hélt suður til Reykjavikur og hugði á hjúkrunarnám. Það nám varð styttra en skyldi, og lauk á þann ævintýralega hátt að sjálfur yfir- læknir nýstofnaðs Vífilsstaðahæl- is féll fyrir töfrum hjúkrunar- nemans og í stað þess að ljúka námi varð Sigríður yfirlæknís- og prófessorsfrú. Sagan um þennan ævintýralega atburð er að vonum oft sögð með einhverju leyndu aðdáunarbrosi á vör og glampa i auga. Ljósmyndir af Sigríði frá þeim tíma skýra hins vegar vel val og ákvörðun Sigurðar heitins Magnússonar yfirlæknis og pró- fessors. Farsælu búi bjuggu þau hjón síðan lengi og eignuðust fjögur börn, hvert öðru elsku- legra. Og þó ég hafi ekki kynnst heimilinu fyrr en eftir að prófess- or Sigurður var allur, fann ég þegar og finn enn að gagnkvæm virðing og aðdáun mótaði frá fyrstu stund til hinnar siðustu allt heimilislíf þessara mætu hjóna. Fyrstu kynni min af frú Sigriði voru þá er byrjandi í blaðamanna- stétt var sendur til þess leiðinda- verkefnis, að mér fannst, að sitja blaðamannafund með nokkrum forystukonum islenzkra kvenrétt- indamála. Þar var þá frú Sigriður i forystusveit. Þessum fyrstu kynnum mínum við hana og svo hinum siðari, sem urðu náin eftir að ég tengdist fjölskyldu hennar, hef ég lýst i blaðagrein. Kveikja þeirrarhlaðagreinar var að blaða- menn Morgunblaðsins voru beðnir að lýsa sérstæðum og eftir- minnilegum persónuleika, sem þeir höfðu kynnst í starfi eða á sinni lífsbraut. Þá hafði ég 17 ár að baki sem blaðamaður. Enginn persónuleiki var mér eftirminni- legri en frú Sigríður. Enn í dag er hún ofarlega eða efst á blaði í huga mér vegna mannkosta og þeirra eiginleika annarra er ég drap á í upphafi. I nánum kynnum við frú Sigrfði og heimili hennar hef ég fengið að kynnast þeim eldmóði sem frú Sigriður bjó yfir og var leiðarljós starfa hennar í þágu íslenzkra kvenna. Ég fékk að kynnast sjálfum baráttumálunum, fékk að heyra hana segja frá fundum og kynnum við ýmsar stöllur sínar á alþjóðafundum kvenna. Ég fékk að heyra hana lýsa baráttumálun- um, málefnunum sem horfðu til róttækra breytinga á högum ein- stæðra mæðra eða kvenna yfir- leitt og er þau mál bar á góma var henni lagið að setja mál sitt fram á slíkan hátt, að stundum furðaði maður sig á því, að þurft hafi að berjast fyrir svo sjálfsögðum breytingum. Allt fas hennar, framkoma, málfar og framsetn- ing, mótað af og byggt á arfi menningarheimilis foreldra og síðar yfirlæknis- og prófessors- heimilisins á Vífilsstöðum, hafði að mínum dómi áhrif á alla sem frú Sigriði kynntust. Þetta voru persónutöfrar. Nú er það umhugsunarefni af hverju frú Sigríður varð leiðtogi íslenzkra kvenna um langt skeið. Sjálf var hún í öruggri höfn og þurfti-ekki að berjast fyrir sinum málum. En meðfædd réttlætis- kennd, þroski og andúð á öllu órétti knúði hana til starfa. Þessir kostir samfara glæsileik hennar, góóri yfirsýn og skilningi á mönn- um og málefnum gerðu henni auðvelt að ryðja brautir. Þannig varð hún næstum sjálfkrafa fremst í fylkingunni, og sómdi sér þar vel. Fjölskylda mín á dýrmætan fjársjóð minninga um samvistir við frú Sigriði, börn hennar og heimili. I hugum okkar verða þær áreiðanlega ljóslifandi meðan við lifsanda drögum, jafnt hvort sem þær eru hversdagslegar, frá kaffi- ferð um helgi í Vífilsstaðahraun, frá heimsókn til æskustöðva í Otradal og til Bildudals eða í glöðum hópi fjölskyldunnar að Laugavegi 82, þar sem Sigríður var sem annars staðar primus mótor og miðpunktur. Mörg og margvísleg eru augnablikin sem nú eru þökkuð. Börnum frú Sigriðar og ástvin- um flytur fjölskylda mín innileg- ar samúðarkveðjur og þá sérstak- iega fjarstödd dóttir, sem ber nafn frú Sigríðar. Frú Sigríður er kona sem kært er að minnast. Hún veitti öðrum svo mikið, að hún mun lengi lifa þótt farin sé 85 ára gömul. Atli Steinarsson. Sigríður J. Magnússon var fædd i Otradal i Suður-Fjarðarhreppi hinn 5. júní 1892. Foreldrar henn- ar voru Jón Árnason prestur og kona hans Jóhanna Pálsdóttir af hinni kunnu Arnardaisætt. Eftir stúdentspróf vann Jón fyrir sér með kennslustörfum og var um skeið sýsluskrifari á Sauðárkróki og lagði þá fyrir eins og hann gat af kaupi sínu til þess að hafa efni á að læra til prests. Hann hlaut vígslu árið 1891, gerðist prestur i Otradal og sama ár festi hann ráð sitt. Sigriður var frumburður og eft- irlæti foreldra sinna, fríð og fönguleg. Orð fór af því, hve bók- hneigð hún var og hún var látin vera meira sjálfráð um störf sín og athafnir en almennt gerðist. Heimilið var menningarheimili og prestshjónin vel látin og virt. Á heimilinu voru piltar teknir i læri og þeim kennt undir skóla, eins og aigengt var á prests- heimilum, og urðu margir þeirra siðar þjóðkunnir menn. Heimilið var jafnan mannmargt og gestrisni mikil. Þeim hjónum varð átta barna auðið og af þeim komust sex til fullorðins ára. Son- inn Pál misstu þau, þegar segl- skipið Gyða frá Bíldusal fórst 1910, en hann var þá aðeins 17 ára gamall. Annan son misstu þau fárra daga gamlan. Systkini Sigríðar, sem upp komust, eru þau Ragnheiður fv. bandafulltrúi, Anna Guðrún, er giftist Gunnari Bjarnasyni verkfræðingi og skóla- stjóra, Svanlaug, er átti Gísla heit- inn Pálsson lækni og tvíbura- bræðurnir Marinó framkvæmda- stjóri og Árni forstjóri, en þeir bræður eru nú báðir látnir. Á fardögum vorið 1906 fluttist prestsfjölskyldan að Bildudal og þar var séra Jón þjónandi prest- ur, þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Kirkjan á Bíldudal var þá I smíðum, en á hvitasunnudag var haldið á forn- ar slóðir heim í Otradal og þar var Sigríður fermd í gömlu timbur- kirkjunni og gestirnir komu viðs vegar að, ýmist ríðandi eða sjó- leiðis. Fermingarstúlkan var að því spurð hvort hún kysi heldur að fá úr eða hest í fermingargjöf og varð úrið fyrir valinu. Sjö ár- um síðar sendi faðir hennar henni hest I brúðargjöf. Veturinn 1908—9 er Sigríður var við nám á Isafirði og hefur vafalaust staðið sig með sóma. Veturinn eftir er hún við nám i Kvennaskólanum i Reykjavik og um vorið er hún næst hæst bekkjasystra sinna. Um vorið sótti hún námskeið við Kennara- skólann, og að þvi loknu lá leiðin heim aftur til Bíldudals, en þar stundaði hún kennslustörf næstu mmisserin. Alúð hennar og kær- leiki hefur notið sin þar vel, og stjórnsemi og röggsemi var henni í blóð borin. Kennslan hefur verið lifandi, skemmtileg og framsetn- ingin skýr, ef dæma má eftir kennslu hennar siðar meir. Á Bíldudal ríkti mikill félags- andi á þessum árum, skemmtanir voru haldnar til styrktar góðum málefnum og leikstarfsemi stóð með allmiklum blóma. Eðlilegt var að leita til ungu kennslukon- unnar, sem ekki lét hlut sinn eftir liggja. Árið 1912 flyzt Sigriður suður og ræður sig sem hjúkrunarnema að heilsuhælinu á Vífilstöðum. Þar stóð heimili hennar meir en aldarfjórðung, þvi að 2. ág. 1913 giftist hún Sigurði Magnússyni prófessor og yfirlækni. Sigurður var tæplega 23 árum eldri en Sigríður, en sambúð þeirra var óvenju góð og milli þeirra ríkti gagnkvæmt traust og virðing. í miklum önnum manns hennar og baráttu hans við hinn hvíta dauða féll það meira í hlut Sigrið- ar að huga að heimilinu og dag- legri umsýslu, enda fórst henni það vel úr hendi. Allur heimilis- bragur var með svipaðri reisn og myndarskap og hún hafði vanist á bernskuheimili sínu. Ég sem þess- ar línur rita áttí þvi láni að fagna að vera heimagangur á þessu heimili og njóta samvista þessa góða fólks. Þegar litið er yfir farinn veg er furðu margt, sem Sigríður lagði gjörva hönd á og kom i verk. Heimilið bar vitni um handbragð hennar. Þótt heimilisstörfin væru mikil og margvísleg gaf hún sér tima til að spinna og vefa. Hún óf handklæði, gluggatjöld, áklæði á húsgögnin, gólfteppi og ýmislegt fleira og notfærði sér oftast ís- lenzku sauðalitina. Hún saumaði, prjónaði og knipplaði og allt virt- ist leika í höndum hennar. Við útsauminn notaði hún sér stund- um gömul hannyrðamunstur á Þjóðminjasafni, og ekki var óal- gengt að sjá hana sitja með prjón- ana sína, sem gengu i sífellu, með opna bók fyrir framan sig, og virt- ist húsfreyja vera niðursokkinn i lesturinn, ósnortin af öllu um- stanginu í kringum hana. Sigríður var ekki aðeins um- hyggjusöm húsmóðir og manni sinum stoð og stytta, heldur skap- aði hún sífellt tilbreytingu i kringum sig. Okkur krökkunum leyfði hún margt og skapaði okk- ur meira frjálsræði en almennt gerðist. Skólinn á Vífilsstöðum var mörg ár til húsa á heimili hennar og aldrei var fárast um þótt kátína og fjör væri oft með í för. Hún kenndi okkur að skand- erast, dreif upp leiksýningar, lét okkur gefa út heimilisblað og þar fram eftir götunum og átt sinn þátt i að skapa okkur glaðværa og góða æsku. Eitt sinn vantaði dönskukennara við skólann. Sigríður tók þá kennslu að sér, hana munaði ekkert um að bæta við sig, hún hafði alltaf tíma til alls. Stundum fór hún með okkur í gönguferðir og var sífellt að leið- beina okkur, upplýsa okkur og fræða. Slíkar ferðir voru ævintýri líkastar. Hún bar virðingu fyrir öllu því sem lifði og hrærðist í náttúrunni, samfara þeirri bjarg- föstu trú að í því lífríki væri manni ekkert óviðkomandi. Einn slíkur dagur í náttúruskoðun er meira virði en margar kennslu- stundir. Oft sagði hún okkur sögur eða las fyrir okkur. Eitt sinn var les- efnið eitthvað af skornum skammti, svo að hún greip með sér bók, sem ekkert okkar hafði séð. Hik virtist ekki vera á lestrin- um, en þegar að var gáð, þýddi hún eitt af ævintýrum H.C. Andersens snaraði því á íslenzku um leið og hún las, eða réttara sagt lék það fyrir okkur. Sigríður var bókelsk og bók- hneigð og fylgdist með öllu því helzta, sem gerðist á sviði bók- mennta og lista fram til hins síð- asta. Hún vildi deila ánægju sinni af bóklestrinum með öðrum og starfaði mikið í Lestrarfélagi kvenna, var varaformaður þess á árunum 1927—1960 og síðar for- maður. Þær ágætu konur hugs- uðu ekki eingöngu um bóklestur- inn, heldur héldu fundi og fengu til sin fyrirlesara til að afla sér fróðleiks á ýmsum sviðum. Sigríð- ur stuðlaði að því ásamt öðrum að bókin Konur segja frá var gefin út, en hún byggðist á sumum þess- ara fyrirlestra og geymir margar þjóðlífsmyndir frá liðnum tímum. Sjálf var Sigriður prýðilega rit- fær, var í stjórn 19. júní og ritaði fjölda greina í blöð og tímarit. Áhugi hennar á menningar- og mannúðarmálum var alltaf samur og jafn. í daglegri umgengni var hún hress og kát og lipur í framkomu við aðra, en bærist talió að mál- efnum kvenna og ýmsu óréttlæti i þeirra garð, var auðfundið að undir hlýju og dagfarsprúðu yfir- bragði barðist heitt hjarta. Þau hjónin eignuðust fjögur börn. Magnús er fæddur 17. apríl 1916 og vinnur við mælingar. Hann bjóð með móður sinni og var hennar stoð og stytta, þegar ellin færðist yfir hana. Páll var fæddur 24. okt. 1917. Hann var verkfræðingur að mennt, en lézt langt um aldur fram 16. des. 1966 og var öllum harmdauði, sem hann þekktu. Hann lét eftir sig konu, Önnu Soffíu Steindórsdótt- ur, og tvo efnilega sonu. Margrét er fædd 28. jan. 1920 og er fulltrúi hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Maður hennar er Einar Guðjóns- son og eiga þau tvö börn, Sigríði gifta Sigvalda Þór Eggertssyni og Guðjón fréttamann við sjónvarp- ið, en hann er kvæntur Bryndisi Jónsdóttur. Jóhanna er- yngst sinna systkina fædd 27. mars 1922. Hún vinnur hjá Trygginga- stofnun rikisins og bjó með móður sinni og með þeim mæðg- um var óvenju kært. Sigríður missti mann sinn 20. júlí 1945 og hélt áfram heimili með börnum sínum að Laugavegi 82. Þangað lagói margur leið sína, enda var Sigríður frændrækin, vinmörg og vinföst. Smám saman voru henni falin meiri og stærri trúnaðarstörf í málefnum kvenna. Árið 1947 var hún kosin formaður Kvenréttindafélags ís- lands og gengdi því umsvifamikla starfi um sautján ára skeið. Hún sótti alþjóðaþing kvenna víða um heim og fylgdist vel með þróun þeirra mála með öðrum þjóðum. íslenzkar konur eiga Sigríði mikla þökk að færa fyrir baráttu hennar fyrir bættu hlutskipti kvenna, fyrir ötult og óeigin- gjarnt starf að undirbúningi og stofnun Hallveigarstaða, en ekki hvað sízt fyrir það, að konur fundu í henni baráttuglaðan for- mann, sem aldrei efaðist um mál- stað þeirra. Það lýsir Sigríði vel, að hún tók virkan þátt í stofnun Verndar 1969, félagskapar til styrktar þeim, sem kynnzt hafa skugga- hliðum mannlifsins. Hún starfaði af skilningi og velvilja i þágu hans til ævilika, þótt hún hefði þá lagt flest öll félagsstörf til hliðar. Var það mjög í þeim anda, sem ríkti á bernskuheimili Sigriðar á Bíldudal. Sigriður er öllum þeim ógleymanleg, sem kynntust henni náið. Ég sé hana fyrir mér taka á móti gestum, glsæilega og virðu- lega, án þess að eiga til stærilæti, en allir fundu að þar fór óvenju- leg kona. Ég sé hana fyrir mér í leik og starfi með börnum sinum og okkar krökkum, hún var kím- in, glettin og hlý og oft kátust allra. En sterkust er mynd hennar sem móður sitjandi við sjúkrabeð ungrar dóttur sinnar. Aldrei heyrðist æðruorð, og þó að kvíði byggi undir, gat hún veitt öðrum styrk og kjark. Slík skapgerð er fáum gefin. Á kveðjustund er hollt að minn- ast, að Sigriður tók örlögum sin- um án þess að kveinka sér og margir sóttu til hennar styrk á sorgarstundum. Þar veitti hún öðrum fordæmi eins og svo oft áður. Megi góður guð gefa ætt- mennum hennar hlutdeild í þeim styrk og senda þeim líkn með þraut. Guðrún P. Helgadóttir. Hún var fædd í Otradal í Arnar- firði. Foreldrar hannar voru sæmdarpresthjónin frú Jóhanna Pálsdóttir og séra Jón Árnason, prestur í Otradal og Bíldudal. Þau eignuðust átta börn, tvö dóu ung. Sigríður var elst þeirra systkina. Hún var vel gerð til sálar og líkama, falleg í æsku og bar glæsi- leika til æviloka. Hún lauk námi frá Kvennaskóla Reykjavíkur, siðan var hún við hjúkrunarkonu- störf á Vífilsstöðum og giftist síðan móðurbróður mínum, Sigurði Magnússyni yfirlækni þar. Hún var fyrirmyndar eigin- kona og húsmóðir. Hjónaband þeirra var hið farsælasta þó Sig- urður væri tuttugu árum eldri. Þau eignuðust fjögur börn, Magnús, Pál, Margréti og Jóhönnu. Páll verkfræðingur dó í blóma lífsins. Þegar ég var við nám í 4. bekk Menntaskólans var Sigurður fjár- haldsmaður minn. Það var in- flúensuveturinn 1918. Á hverjum laugardegi fór ég gangandi til Vífilsstaða og dvaldist þar yfir helgina, einnig var ég þar allt jólafrfið. Þar var eins og að koma í beztu foreldrahús. Viðmót þeirra hjóna mótaðist af höfðings- skap og góðvild til allra, sem þar bar að garði, og fór ég ekki var- hluta af þvi. Faðir minn, síra Björn prestur að Laufási, dó á bezta aldri af slysförum árið 1923. Ári síðar fluttist móðir mín til Reykjavíkur með okkur systkinin. Árið 1926 byggðum við húsið á Sólvallagötu 17 og hefur fleira eða færra af fjölskyldu okkar átt þar heima hálfa öld. Náið samband hefur síðan verið milli okkar og læknis- fjölskyldunnar á Vífilsstöðum. Margra góðviðrisdaga fórum við í heimsókn þangað með konum okkar bræðra og börnum okkar og einkasystur. Náttúrufegurð er þar mikil, og undum við okkur þar vel, bæói úti og inni á hinu fagra læknisheimili, með stórum trjágarði í kring, sem frú Sigríður annaðist af mikilli natni. Veizlu- matur var ætið á borði, man ég að meðal annars var þar grænmetis- stappa, sem bragðaðist okkur mjög vel. Sagði Sigríður að það væri úr njóla gjört, en i sveitinni sem við gestirnir vorum uppalin í, þótti sú jurt hið mesta illgresi. Hún var á undan mörgum húsmæðrum um matartilbúning úr berjum og ýmsum jurtum sem bæði var lostæti og hið hollasta. Já, frú Sigríði var margt til lista lagt, hannyrðir o.fl., eins og fram hefur komið á langri og farsælli ævi hennar. Oft milli jóla og nýars buðu þau hjón okkur fjölskyldunni að Vífilsstöðum og lengi man ég að eitt sinn var haldið þar grimuball. Þá var glatt á hjalla með fullorðnu og ungu fólki og skemmt sér við dans og leiki fram undir morgun. Þegar Sigurður lét af störfum sakir aldurs, fluttu þau hjónin ásamt börnum sínum til Reykja- víkur að Laugavegi 82. Ætíð á afmælis- og tyllidögum vorum við þar eða þau hjá okkur. Snemma hneigðist hugur frú Sigríðar að mannúðarmálum, sér- staklega að kvenréttindamálum, en þeir sem kunna betri skil á þeim þætti í lífi hennar en ég, munu þar um fjalla. En vist er um það, á utanlandsferðum hennar um mörg lönd og álfur hefur hún verið þjóð sinni til sóma. En eitt sem ekki mun vera á allra vitorði, er, að um árabil hafði hún forgöngu um að hafa opið hús hér og þar um bæinn á vegum Verndar á aðfangadag fyrir svokallaða útigangsmenn og áfengissjúklinga. Gekk hún þar alian daginn um beina ásamt fleiri góðum konum. Það hefur án efa yljað mörgum manninum, sem bágt átti. Vafalaust mun frú Sigríður nú vera stödd í fögrum heimi, þar sem hún getur haidið áfram að sinna sinum fögru hugsjónum. öll mín fjölskylöa þakkar henni fyrir allt hið góða, sem hún hefur auðsýnt okkur á langri æfi. Guð blessi minningu hinnar góðu konu. Jón S. Björnsson. Framhald á bls, 30.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.