Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1977 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1977 17 I Ktotgptt Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Styrmir Gunnarsson. R itstjómarf ulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. simi 10100. Auglýsingar ASalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1 500.00 kr. i mánuði innanlands. í lausasölu 80.000 kr. eintakið. Yfirlýsingar þær, sem Geir Hallgrimsson forsæt- isráðherra gaf í sjónvarpsþætti í fyrrakvöld hafa vakið mikla og verðskuMaða athygli. Forsætis- ráðherra ítrekaði í þeim þætti og í ræðu á fundi flokksráðs Sjálfstæðisflokksins í fyrradag, afdráttarlausa andstöðu sína við hugmyndir um að taka leigugjald af varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli „Ég vil ekki setja verðmiða á ísland," sagði ráðherrann og bætti því við, að 'slendingar ættu að gegna skyldum sínum í samfélagi rrjálsra þjóða. Aðspurður um það, hvort þetta þýddi ekki, að hann væri í andstöðu við rúm- lega 7000 kjósendur Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, sem i skoðanakönnun hefðu lýst stuðningi við fjárframlög varnarliðsins til þjóðvegagerð- ar, sagði Geir Hallgrímsson, að spurningin og þar af leiðandi svörin gæfu alls ekki rétta mynd af afstöðu fólks til þessa máls en jafnframt sagði forsæt- isráðherra, að ef einhverjir kjós- endur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ætluðust til þess, að hann berðist fyrir þeim hug- myndum að taka leigugjald af varnarliðinu, hvetti hann þa sömu kjósendur til þess að strika sig út af framboðslistan- um við kosningar næsta vor, því að fyrir slíkum hugmyndum mundi hann ekki berjast. í ræðu sinni á fundi flokks- ráðs Sjálfstæðisflokksins í fyrradag gerði formaður Sjálf- stæðisflokksins enn frekar að umtalsefni þessi mál og vakti athygli á því, að við íslending- ar, einir þjóða innan Atlants- hafsbandalagsins, þyrftum ekki að verja einni krónu í þágu öryggis og varna lands okkar, vegna þess að önnur þjóð, Bandaríkjamenn, hefði tekið það að sér og stæði straum af kostnaði við það Geir Hall- grímsson benti á, að ef við Islendingar þyrftum að verja sömu upphæð til landvarna á ári hverju og t.d. frændur okkar Norðmenn og Danir, mundi sú upphæð nema um 13,5 mill- jörðum króna á ári. Mættu þessar staðreyndir verða nokk- urt íhugunarefni þeim, sem ekki aðeins vilja krefjast þess að önnur þjóð greiddi allan kostnað af landvörnum okkar íslendinga, heldur einnig, að sú sama þjóð greiddi okkur sérstakt leigugjald fyrir að fá að sjá um landvarnir okkar Af- dráttarlausar yfirlýsingar Geirs Hallgrímssonar forsætisráð- herra um þetta efni undirstrika þá stefnu Sjálfstæðisflokksins, að ekki komi til mála að taka feigugjald vegna dvalar varnar- líðsins hér. Þar með þarf eng- inn að fara í grafgötur um, hver afstaða Sjálfstæðisflokksins er. Morgunblaðið fagnar sérstak- lega yfirlýsingum forsætisráð- herra í þessu efni, sem eru í sama anda og þær forystu- greinar, sem Morgunblaðið hefur birt um þetta mál. Enda þótt ummæli Geirs Hallgrímssonar um gjaldtöku af varnarliðinu hafi vakið mikla athygli, á það ekki síður við um þau orð er hann lét falla í fyrrnefndum sjónvarpsþætti um úrsíit prófkjörs sjálfstæðis- manna í Reykjavík. Forsætis- ráðherra kvaðst vera mjög ánægður með þann árangur. sem hann persónulega hefði náð í prófkjörinu, og benti á, að hann hefði fengið heldur hærra hlutfall greiddra atkvæða en í prófkjörinu 1970 er hann var borgarstjóri í Reykjavík og hafði góða aðstöðu í prófkjöri. Hann kvað engu skipta í því sambandi, þótt annar maður hefði hlotið meira atkvæða- magn og kvaðst samgleðjast Albert Guðmundssyni með þann góða árangur, sem hann hefði náð í prófkjörinu. Ef nota ætti prófkjörið sem einhvern mælikvarða á það, hvort óánægja væri með störf og stefnu ríkisstjórnarinnar væri það þá um 400 atkvæði, sem bæri á milli. Geir Hallgrímsson sagði, að það væri ekki hlutverk stjórn- málamanna að hlaupa eftir vin- sældum, heldur liti hann svo á, að honum bæri að vinna starf sitt þannig að traust vekti. For- sætisráðherra og ríkisstjórn yrðu oft að taka erfiðar ákvarðanir, sem leiddu til óvin- sælda i bili, en stjórnmálamenn ættu að vinna verk sín eftir beztu getu og leggja þau síðan undirdóm kjósenda. Þá var Geir Hallgrímsson spurður um röðun á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í vor og kvaðst hann ekki mundi taka sæti ofar á framboðslistanum, en at- kvæðamagn hans í prófkjörinu segði til um. Aðspurður um, hvort það þýddi, að forysta flokksins í kosningabaráttunni í Reykjavik yðri ekki í hans höndum, benti Geir Hallgríms- son á, að formaður Sjálfstæðis- flokksins væri kosin á lands- fundi og hann leiddi kosninga- baráttu flokksins um land allt, þ.á m. í Reykjavík. Hins vegar hvíldi kosningabaráttan ekki á einum manni, heldur öllum frambjóðendum flokksins, bæði í Reykjavik og annars staðar og trúnaðarmönnum öðrum. í sjónvarpsþætti þessum lýsti Geir Hallgrímsson því yfir, að hann vonaðist til þess, að Pétur Sigurðsson alþingismaður skip- aði 8. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í vor. Hann kvað það sæti hið mikilvægasta á listanum, baráttusæti sjálf- stæðismanna, og kvaðst sann- færður um, að Sjálfstæðis- flokkurinn mundi fá 8 þing- menn frá Reykjavík i næstu kosningum eins og í hinum siðustu. Forsætisráðherra kvað þá Pétur Sigurðsson og Guð- mund H. Garðarsson hafa hald- ið á loft merki launþega innan Sjálfstæðisflokksins og þeir mundu gera það áfram á þingi eftir næstu kosningar. Þessi ummæli Geirs Hall- grímssonar forsætisráðherra staðfesta, að bæði ríkisstjórnin og Sjálfstæðisflokkurinn njóta sterkrar og traustrar forystu, sem hrekst ekki fyrir hvirfilbylj- um hins svonefnda almenn- ingsálits, en heldur fast við þau málefnalegu markmið, sem eru þjóðinni til heilla. Ummæli Geirs Hallgrímssonar Helgi Hallvardsson, skipherra: Á morgun, mánudaginn 28. nóvember, verður undirstrikaður sá sigur, sem Islendingar unnu í baráttunni fyrir 200 sjómílna fiskveiðilögsögti sinni með því að allir vestur-þýskir togarar hverfa út úr fiskveiðilögsögunni. Að vísu munu Norðmenn og Færeyingar vera með leyfi til að fiska áfram innan fiskveiðimarkanna, en við höfum þeirra veiðar, bæði afla- magn og leyfisfíma, algjörlega í okkar höndum og á því engin hætta að stafa af þeirra hálfu. Við getum sannarlega glaðst yf- ir þessum degi er við nú sitjum einir að borði. Við íslendingar hófum fyrstir Evrópuþjóða bar- áttuna fyrir óskorðuðum rétti yfir 200 sjómílna fiskveiöilögsögu og urðum fyrstir til að vinna þann rétt, þrátt fyrir mótmæli ýmsra stórvelda og yfirgang Breta. Öll þau skref sem stigin hafa verið á undanförnum árum í út- færslu fiskveiðimarkanna, 4, 12 og 50 sjómilna, hafa fært okkur vissa sigra, en með 200 sjómílna fiskveiðilögsögunni höfum við nú lokað hringnum um landgrunnið umhverfis ísland og getur enginn neitað því að það er stærsti sigur okkar i landhelgismáiinu, því á meðan einhver hluti landgrunns- ins var utan fiskveióilögsögunnar gátu erlend fiskiskip mokað upp aflanum á ýmsum bestu fiskimið- um okkar auk þess sem erfitt var að framfylgja ýmsum friðunar- ráðstöfunum. Nú sitjum við íslendingar einir að þessari gullkistu okkar, sem fiskifræðingar segja að sé því miður oróin hálftóm og þurfi mikillar ræktunar við til að fyllast á ný. Hér áður fyrr var erlendum togurum kennt að mestu um þverrandi aflamagn á íslandsmiðum. Nú sitjum við ein- ir að hlutunum og getum því ekki neinum um kennt nema sjálfum okkur ef fiskstofnarnir umhverf- is ísland halda áfam að minnka. Ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar á undanförnum árum til þess að friða fiskstofnana og er það vel. En betur má ef duga skal. Það er ekki nóg að setja lög og reglugerðir því til þess að þær nái fram að ganga þurfa allir þeir, sem að fiskveiðum standa, aó vera einhuga um að standa dyggan vörð um þær ráðstafanir sem gerðar eru til aukningar fisk- stofninum, auk þess sem reyndir fiskimenn ættu að láta meira tii sín heyra um hvað þeir telja væn- legt til úrbóta i þessum málum. En fiskivernd og nýting þeirra auðlinda sem við nú ráðum einir yfir er margskonar og er ég sam- mála Matthiasi Bjarnasyni, sjávarútvegsmálaráðherra, þar sem hann segir að gera þurfi lang- timaáætlanir varðandi sjávarút- veginn, m.a. um friðunarráðstaf- anir, fiskveiðar og ekki síst fullnýtingu aflans. Ég hef oft verið að velta þvi fyrir mér hvort allar þær neta- dræsur, sem tapast hafa og liggja á sjávarbotninum á fengsælustu fiskimiðum okkar og allar þær togaravörpur, sem klipptar voru aftan úr breskum og þýskum togurum í tveimur siðustu þorska- stríðum, muni ekki valda skaða á fiskstofninum og skemmdum á veiðarfærum. Mér hefur skilist það á reyndum sjómönnum, að þeir telji netadræsurnar halda áfram að veiða þar sem þær liggja á botninum Um togaravörpurnar eru menn ekki á einu máli. an eitt er þó víst, að sú hætta er fyrir hendi að togi innlendur togari yf- ir vörpu geti hann tafizt við veiðarnar við að innbyrða þessa aukavörpu, auk skemmda á Helgi Hallvarðsson veiðarfærum sínum. Og síðast en ekki síst er sú hætta fyrir hendi að með árunum, þegar sjórinn er búinn að vinna vel á öllum vírum, að þá fljóti varpan upp og þá eru skrúfur þeirra skipa, sem þar eiga leið um, í hættu. Ég tel því nauðsynlegt, að gera út sérstakt ajdp sem ynni að því á sumrin að kraka upp netadræsur og erlendu vörpurnar en á þeim hefur Land- helgisgæzlan allar staósetningar. Eitt er það mál, sem ég tel snerta mikið sjávarútveginn og hefur verið að skjóta upp kollin- um öðruhvoru á undanförnum árum, en það er sú hugmynd ýmissa að einhvers staðar á land- grunninu muni finnast oliulindir og virðist sá áhugi, sem erlend olíufélög hafa á málinu, renna stoðum undir þá hugmy-nd. Og þó þetta mál hafi legið i láginni hjá stjórnvöldum að undanförnu má búast við að það komi upp á yfir- borðió áður en varir. í því máli tel ég að aðgát sé þörf og að ekki sé flanað að neinu heldur verði fylst enn í ríokkur ár með framvindu i oliuvinnslu Norðmanna. Eftir fréttum að dæma þá eru norskir fiskimenn ekkert hrifnir af þessum olíulindum á fiskimiðum sínum. Háfa bæði kvartað undan viðskilnaði- þeirra verktaka sem settu upp olíupallana en hafs- botninn er á stóru svæði í kring- um pallana þakinn allskyns drasli sem þeir hafa skiliö eftir sig, þrátt fyrir gefin loforð um hreins- un auk þess sem net fiskimanna fyllast af ölíuslýi sem minnkar veiðina og- eyðileggur netin. Og spurningin er þessi: Hefur ekki allt það sem samfara er olíu- vinnslu af hafsbotni hættuleg áhrif á lifið í sjónum á stóru svæði í kringum athafnasvæðið? í því sambandi minnist ég frásagn- ar eldri sjómanns. En hún var á þá leið, að þegar hann byrjaði, ungur piltur, að róa á árabátum frá Reykjavík hefði kúfiskurinn til beitu verið sóttur i höfnina i Reykjavík því þar hefði verið nóg af honum allt þar til olíustöðin var sett upp í Örfirisey en þá hefði kúfiskurinn horfið úr höfn- inni. Maður skyldi ætla að þetta segði sína sögu um skaðsemi olíunnar á lifið i sjónum. Ég tel að fiskveiðar muni um ókomin ár verða undirstaða velmegunar á'íslandi og þvi ber að hlúa vel að þeirri atvinnugrein bæði til sjós og lands. Sigurdagur, sem fylgja ber eftir i Reykj aví kurbréf ♦ u ^►♦♦♦♦♦♦♦♦••Laugardagur 26. nóvember* ♦ ♦ ♦ ♦ • ♦♦♦♦ ♦ J í tilefni bókar Steingrimur J. Þorsteinsson, prófessor, kenndi okkur nemend um sínum i norrænu deiidinni aó setja ekki titla höfunda á bækur þeirra, né prófstimpla, eins og dr. o.sv.frv. Þaó væri subbuskapur. Það er ljótt að sjá þessa sjáif- sögðu reglu margbrotna i ýmsum þeim bókum, sem út eru gefnar. Jón Árnason tileinkaði Jakob Grimm þjóðsögur sínar, eins og kunnugt er, og segir einungis: „Hinum ágæta fræðimannaöld- ungi Jakob Grimm höfundi alþýð- legrar sagnafraeði eru helgaðar þjóðsögur þessar.“ Þegar Jön Árnason sendi hinum kunna fræðimanni, Guðbrandi Vigfús- syni, handritið að þjóðsagnaút- gáfu sinni, hafði hann titlaromsu með nafni Jakobs Grimms, en Guðbrandi mun ekki hafa litizt á blikuna og strikaði titlana út með þeim ummælum, að nafn Jakobs Grimms væri titill hans. Þessi saga minnir okkur á, að titlatog er þeim einum nauðsynlegt, sem hafa ekki eignazt nafn, sem eitt stendur fyrir sínu. Hannes Pétursson er skáld, það vita allir. En við þurfum ekki að undirstríka þaó með neinum sér- stökum titli, svo vel og rækilega sem hann hefur gert það sjálfur með ljóðum sínum. Hér verður því einungis látið nægja aó segja, að það séu tímamót í lífi hans sem ljóðskálds, þegar heildarsafn ljóð- mæla hans er nú gefið út í tilefni af 25 ára ritferii hans, 1951—1976. Það er rétt, sem segir í bókarkynningu, að „Hannes Pétursson hlaut óumdeilanlegt sæti á skáldabekk aðeins 22 ára að aldri, þegar kvæði eftir hann birtust í safnritinu Ljóð ungra skálda, 1954“. Og nú hefur skáld- skap hans í bundnu máli verið safnað saman í Kvæðasafni. En árið eftir að Ljóð ungra skálda kom út, eóa 1955, gaf Hannes út fyrstu ljóðabók sína, Kvæðabók. Um þetta leyti var Stefnir, tímarit um þjóðmál og menningarmál, allfyrirferðarmikill þáttur í menningarviðleitni borgaralegra höfunda. Átti bréfritari nokkra aðild að tímariti þessu og minnist þess ekki sízt með gleði og stolti, að þarna birtist nýtt ljóð eftir Stein Steinar og frumsmíð eftir Hannes Pétursson, í júni 1955. Ljóó Hannesar nefnist 1 Strass- borg og kom einnig í Kvæðabók þetta sama ár. Það er verðugt athugunarefni að sjá muninn á þessu ljóði, hvernig það er birt í Stefni og svo nú í Kvæðasafni, þar sem það er talsvert breytt og raunar mjög til bóta, t.a.m. segir skáldið unga í ljóðinu í Stefni ... þá muntu í næði finna að kirkjan sem þú mættir áðan oft í öllum götum, torgum, húsasundum hvar sem þú fórst, hún fylgir þér . . . En þessar Ifnur eru svohljóð- andi í Kvæðasafni: . . . og þú munt finna að kirkjan sem hóf sig upp yfir efstu þök við allar götur og torg, i húsasundum já hvar sem þú fórst, hún fylgir þér eftir . . . Þannig geta tímarít gegnt ýmiss konar hlutverki, m.a. því að sýna vinnubrögð skálda og rithöfunda og hvernig þau breytast. (1 Stefni er jafnvel lítið ljóð sem hefur ekki verið birt annars staðar með verkum H.P. Ekki hefur sólin ...) 1 næstu ljóðabók skáldsins, 1 sumardölum, er m.a. ijóðið Lik- brennslustöðin í Dachau, 1956, en það birtist einnig í aprílhefti Stefnis 1958 undir sama nafni, auk greinar sem skáldið skrifaói um fangabúðir nazista í Dachau og lauk með þessum orðum: „En Dachau-fangabúðirnar auka kyn sitt austar i álfunni“ þ.e. Gúlagið. í ljóðabókinni í sumardvölum er einnig kvæðið um Kreml, sem margir þekkja og Þórbergur átti erfitt meó að fyrirgefa skáldinu. Ljóðið fór óskaplega í taugarn- ar á honum og hann orti gegn því Marsinn til Kreml, sem varð þó aldrei barn í brók — og var sjald- gæft að meistaranum fipaðist svo sem raun ber vitni, enda engan veginn Ijóðskáld af guðs náð og hefur verið bent á, að kvæði hans dugi í mesta lagi sem söngl við morgunrakstur. Af nákvæmnisástæðum kunni meistari Þórbergur ekki heldur við ljóð eins og Undarleg ó-sköp að deyja... og gat útlistað kvæðið eins og ómúsíkalskur maður, sem ræðir um útvarpssinfóniur í Vel- vakanda, þegar klassísk tónlist er orðin honum óbærileg raun. En fóstbróðir Þórbergs í draugum og þjóðtrú, Sigurður Nordal, kunni þeim mun betur að meta vinnu- brögð Hannesar Péturssonar og hefðbundna, listræna ögun hans. Hannes yrkir um Nordal látinn og minnir þar á „brautirnar heim“, sem hafa orðið honum eins konar andlegir þjóðvegir síðustu árin. Aldrei hefur Hannes lotió svo lágt að láta stórveldi borga slitlagið á þeim þjóðvegum; trúir því ekki, að þjóð með svo sterkan menningarlegan bakhjarl sem ís- lendingar þurfi af fjárhags- ástæðum að verða e.k. bananalýð- veldi, þótt fámenn sé. Af þessum kvæðum, sem nefnd voru, má m,a. sjá, að Hannes Pétursson hefur ort þjóðfélags- ádeilur, enda hefur hann tekið virkan þátt í hræringum sam- tímans og látið fátt framhjá sér fara i þeim efnum. Hann kemur víða við i ljóðum sinum; yrkir um sveitina sina fyrir noróan, til- brigði við þjóðsögur, staði og stundir, eins og ein bóka hans nefnist og siðast en ekki sízt, áleitin örlög Jóns Austmanns, Þorgeirs Ljósvetningagoða, Axlar-Bjarnar, Galdra-Lofts, Stephans G., Marie Antoinette og Kópernikusar, svo aó nokkurra sé getið, en síðast nefnda ljóðið er eitt þekktasta kvæði skáldsins; þá hafa ljóð hans einatt haft trúar- legt ivaf, enda þótt skáldið hafi reynt að yrkja frá sér uppruna- lega trúarþörf, og kemur þetta m.a. greinilega fram í því, hve áleitið yrkisefni Hallgrimur Pétursson er skáldinu, en um hann yrkir hann bæði í Kvæða- bók, Hallgrímur lýkur Passíu- sálmum, og Rímblöðum, Að Saur- bæ á Hvalfjarðarströnd, eitt þeirra ljóða Hannesar sem lýsir hvað lengst inn i hugskot hans; samkvæmt áraröð kvæðanna aft- ast í bókinni er tæpur hálfur annar áratugur milli þessara tveggja ljóða um sr. Hallgrim. Hannes Pétursson var svo bráð- þroska í fyrstu ljóðum sinum, að undrun sætti. Hann slær þegar í upphafi þann tón, sem hefur ein- kennt hann æ síðan. 1 heildar- safninu hefur hann gert ýmsar lagfæringar á ljóðum, en segir sjálfur, að þau hafi ekki breytzt í eðli sinu, „heldur þokar hún (breytingin) þeim nær því sem vera átti og trúlega orðið hefði, ef kvæðin á sinum tima hefóu legið lengur í fórum mínum en þau gerðu“. Þá eru í heildarsafninu sex ljóð, sem hvergi hafa birzt áður á prenti og er nokkuð breytt- ur tónn í fjórum hinum síðustu þeirra, en þó verður ekki til þeirra vitnað hér, heldur ljóðsins: Að eldast, sem er svohljóðandi: Minúturnar hníga á hendur mér, dropar sólar og tungls: tímans hér á jörðu. Og hendur mínar eldast hægt, en jafnt og þétt við dropa hvern sem dettur þannig af himni. Menning og þróun Kynslóð skáldsins og bréfritara er farin að eldast, hún er orðin miðaidra. En þegar þeir voru ung- ir og ærslafengríir, ýmist í há- skóla eða nýsloppnir þaðan, hitt- ust þeir stundum og ræddu liflega um skáldskap og upp úr einhverj- um af þessum samtölum spratt greinarkorn um Hannes, sem birt- ist hér í blaðinu 24. maí 1957 undir heitinu: Nýtt form losar aldrei neinn frá eldri skáldskap, en þar ræðir hann um nýja ljóða- gerð og kennir þar ýmissa grasa. Hannes minnist á að skáld séu ber að baki í skugga vetnissprengj- unnar, því að öll sjónarmið séu hálfvelgjulegri „en var meðan öryggiskenndin mótaði meira hugsun manna, hik, bið, einkenn- ir mikið af ljóðum síðustu ára, heimsmynd manna er laus í reipunum, útþenslan í öllum sköpuðum hlutum er svo gífurleg, að enginn einn getur fylgzt með því, sem gerist, breytist frá degi til dags“. Síðan segir hann að þess vegna sé rik tilhneiging meðal skálda „að grafa sig inn í sjálfa sig, gefa síbreytileikanum ekki allt of mikinn gaum“. Innra með sér búist margir við meiri reglu. En raunin sé sú, að þar sé allt „ennþá ruglingslegra, flóknara, óskiljanlegra en í umhverfinu, vegna þess að Freud gegndi þar fyrir skömmu eins konar Kópernikusar-híutverki..Siðan minnir hann á, að eftir Freud hafi innri maðurinn ekki lengur verið „skipulegur eins og franskur lystigarður", heldur óendanlegt myrkviði. En eftir þessi ósköp hefur is- lenzk menning breytzt mikið, eins og kunnugt er, ekki sízt ljóðlistin. Hannes Pétursson hefur, ekki síð- ur en aðrir, tekið þátt i þessari breytingu: ljóðið, sem reynt var að gera að persónulegri orðagátu, á nú erindi vió margt fólk, enda þótt líkingar og myndir ljóðskálda séu sem betur fer ekki enn orðnar eins áðgengilegar og hvaða blaðagrein sem er. í fyrrnefndu Morgunblaðssam- tali bréfritara og Hannesar Péturssonar segir hinn siðar- nefndi m.a.: „Fagra veröld var ekki heldur hefóbundinn skáld- skapur, þegar hún kom út, þótt formið væri hefðbundið meó eðli- legum þróunarmerkjum, og svo mætti lengi telja. Ekkert bendir til þess, að hefðbundið ljóðform liggi nú á banasænginni...“ Ljóð- mál Hannesar sjálfs er framhald þeirrar sterku talmálshefðar, sem ríkti í sveitum fram undir okkar daga, en milli þess og borgarmáls, sem nú er i deiglu, er breiðara bil en menn gætu haldið við fyrstu sýn. Hannes notar því íhaldssamt skáldamál í ljóðum sínum, í jákvæðri merkingu, þó að hitt sé rétt, að við þurfum ekki siður á að halda siðmenntuðu tungutaki borga, eins og málum er komið, en á það hefur Kristján Karlsson bent öðrum fremur. 1 þessari af- stöðu — og raunar öllu viðhorfi Hannesar Péturssonar til ætt- lands síns og arfleifðar — birtist rómantísk hneigð skáldsins og er- indi hans við fósturjörðina og arf- leifð hennar, en þessi meðvitaða fágun á sér þó ekki sömu stoð i veruleikanum né gegnir hún jafn miklu hlutverki í þjóðlífi okkar og sjálfsagt þótti áður fyrr. Slík viðleitni er þó sem betur fer ekki í andstöðu við endursköpun hversdagslegs tungutaks, þótt nú sé orðið lengra bil milli talmáls og bókmáls en verið hefur hér á landi og því einnig, og ekki siður, lífsnauðsyn að finna taimáli borga listrænán farveg í ljóðinu. En tíminn einn fær úr því skorið, hvort óþolandi bil á eftir að myndast milli hversdagslegs borgarmáls og þess tungutaks, sem var rikjandi í fámenni fyrri ára. Þá var töðuilmur af tung- unni. Nú verðum við að nýta „gamla heyið“ eftir föngum; ekki sízt þegar sýnt er, að skólunum er um megn að kenna svokallað kjarnyrt mál. Nálægur fjarski Dagblöóin síðan í morgun útímiklum fjarska.., segir skáldið í einu af óbirtu ljóð- unum, Haustnætur við sjó, en þessi „fjarski“ er þó næst hendi i nútíma þjóðfélagi, eins og kunn- ugt er — og hvort sem mönnum líkar betur eða verr. En samt geta skáld haldið áfram að tala um „grænan vind“ eins og Lorca eða „hálflukt auga eilífðarinnar" eins og Steinn Steinar án þess nokkur viti hvað þeir eigi við, eða fái nokkurn tíma vitneskju um það. Hannes bendir á, að nýi skáldskapurinn hafi haft miklu hlutverki að gegna, enda hafi verið orðið tímabært að taka þessa merku arfleifð okkar til nýrrar yfirvegunar. Hitt liggi aftur á móti í augum uppi, að hið nýja skáldamál verði aldrei eins og áður var, þegar menn gátu flett upp í Snorra- Eddu „til að vita, hvað „öglis landa eik“ merkir, hvers konar eik sé hér á ferðinni. Hjá nútíma- skáldum er einmitt áberandi hin óbundna notkun skáldamálsins til að ná fram ákveðinni kennd. Og þeir, sem ævinlega leita ákveð- innar, óhagganlegrar merkingar í kvæðum, snúa oft frá með tvær hendur tómar, því að skáldamálið er ekki nógu algengt, svo skiln- ingurinn á kvæðinu fari ekki milli mála. ..“ En hitt er kannski mikilvægara, að i samtalinu við Hannes birtist e.k. stefnuskrá hans um köllun skáldsins: „Að minum dómi á það (ljóóió) t.d. að þjóna þeirri þörf sinni að segja það, sem því finnst það þurfa að segja, í hversu grýttan jarðveg, sem orð þess kunna að falla. Vió þetta hafa ung skáld staðið. En um leið eiga skáld að reyna að yrkja ljóð sitt svo, að það sé gætt þeim eiginleikum, að geta varð- veitzt sém listræn túlkun.. .“ í Beingarði Hannes Pétursson talar ekki úr .glerhúsi. Ljóð hans bera vitni list- rænu viðhorfi. Þess vegna m.a. eiga þau erindi við samtíð okkar, sem er að drukkna i froðu óskrif- andi textahöfunda, sem setja saman ,,ljóð“ með þeim hætti, að engu er líkara en þeir hafi menntazt i meðferð íslenzkrar tungu á Hallærisplaninu. Ef rétt er til getið, þá hefur Hannes fjall- að nýlega um hrákasmið af þessu tagi í athyglisverðri grein i Les- bók, Kindur i Beingarði, e.k. dæmi- sögu um þá yfirborðsmennsku og fjölmiðlahávaða, sem nú ríkir i þjóðfélaginu og ætlar allt að kæfa þó að enn haldi sitthvað af því velli, sem einhvers er virði. Skáld- ið leggur út af atburðum i fjár- réttinni að Siafni í Svartárdal og segir m.a.: „Það var venja í Stafnsrétt og fleiri réttum — og er svo sjálfsagt enn — að marka- fróðir menn reyndu að flýta fyrir sundurdrætti með þvi aó tilkynna hástöfum, hvar þær kindur ættu heima, sem þeir þá stundina höfðu gripið i almenningnum. Þeir kölluðu upp bæjarnöfnin. Sumum gekk til fordild með þessu, þeir vildu láta heyrast, hve markglöggir þeir væru... .. .Eitt haust réttuðu menn sem endranær að Stafni. Þar var kom- inn fátækur bóndi frá' bæ sem heitir Beingarður. Loftið yfir rétt- inni glumdi af hrópum, hvert bæjarnafnið af öðru skall á hlust- um fólks. Þessum bónda þótti illt, að mjög sjaldan heyrðist kallað „Beingarður", því hann vildi sýn- ast fjárríkur, þeir skyldu ekki halda það hinir, að hann ætti ekki kindur á við aðra sæmilega bænd- ur. Og hann fann upp ráð: úr því aórir kölluðu ekki „Beingarður", þá fór hann í óða önn að búa til kindur sínar með því að hrópa hárri raust upp yfir alla: „Hver kallar Beingarð?“ — eins og hann væri að svara manni, sem hann sá ekki, hvar stóð í kraðakinu. Á þessu lét hann ganga með mátu- legum hléum. ..“ Þegar skáldið hefur sagt tii enda söguna af fátæka manninum frá Beingarði í fjárréttinni að Stafni í Svartárdal, dregur hann ályktun af dæmisögu sinni, eða útlistun eins og hann kallar það, og segir, að Beingarðsbóndinn hafi hagnýtt sér „aðferð sem nú á þessari öld er svo samvaxin hvers kyns auglýsingatækni, m.a. i bók- menntum og listum, pólitik og kaupskap, að fæstir vara sig á því þegar verið er að búa til ,,kindur“ í „Beingarði" með eintómum há- vaða, skrumi, brellum...“ Skáldið bendir á, að enn séu menn, sem brosa að þessum „Beingarðskind- um“ ekki síður en i Stafnsrétt forðum daga, en samt takist þeim, sem lítið hafa fram að færa, að búa til „Beingarðskindur" og láta í sér heyra. Því miður hvarflar einatt að manni, að fjölmiðlahá- vaðinn og markaðsgræðgin endi með þvi að litlar sem engar sögur fari af þvi, sem einhvers er virði, en er þó i raun og veru til. Hitt yfirgnæfi allt, sem ýmist er lítils eða einskis vert. Dæmisaga Hannesar Pétursson- ar á sannarlega erindi við samtíð okkar, ekki sízt þá samtíð, sem hefur brenglað öll hlutföll, og er að ærast af hávaða, sem er ekkert annað — en hávaði. En við getum þó enn haldið í það hálmstrá, að sumt af þvi sem „kallað er upp" í almenningi samtímalífs hér á landi, er þess virði að eftir því sé tekið — og enn starfa hér fjöl- miðlarar, sem hafa bæði smekk- vísi, dómgreind og köllun til að draga það fram, sem einhverju máii skiptir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.