Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÖVEMBER 1977 3 Sýning 1 afmælis Ferda- félagsins í TILEFNI 50 ára afmælis Ferða- félags tslands, sem minnst er á sunnudag, verður opnuð sýning f Norræna húsinu, sem sýnir sögu félagsins f stórum dráttum. Einn- ig verður þar sýndur ýmis ferða- búnaður gamall og nýr. Munu nokkur fyrirtæki, sem eru fram- arlega á þessu sviði, sýna það, sem er á markaðinum af ferða- búnaði og nokkur félög kynna starfsemi sfna. Sýningin verður opnuð almenningi kl. 5 á sunnu- dag. Auk dagskrár, sem Ferðafélag- ið sjálft hefur í Norræna húsinu, mun ríkisútvarpið minnast af- mælisins og gera samfellda dag- skrá kl. 3 á sunnudag, sem nefnist Landið mitt. Ljósm. Mbl : RAX Vestur-Þjóðverjinn Axel Czuday frá Munchen, sem kom hingað til lands á Iftilli skútu fyrir hálfum mánuði, bfður nú eftir byr f Grindavík, en þaðan ætlar Axel að sigla til Danmerkur. Fiskiþingið hefst á morgun Fiskiþing hið 36. í röð- inni verður sett í Reykja- vík á morgun. Fiskiþing var lengi vel haldið annað hvert ár, og stóð þá í lang- an tíma. Um alllangt skeið hefur Fiskiþingið verið haldið árlega og þá um leið aðalfundur Fiskifélags Is- lands. Fiskiþing verður sett kl. 10 á morgun af Má Elissyni fiskimála- stjóra. Að setningarræðu lokinni flytur Matthías Bjarnason sjávar- útvegsráðherra ræðu, þá verður kjörinn forseti þingsins og ritarar og að því loknu flytur Már Elisson skýrslu um starf félagsins og síð- Jólahandbók FÉLAGAR i Lionsklúbb Reykja- víkur hafa ákveðið að gefa út jóla- handbók fyrir borgarbúa, og er það enn einn þáttur i fjársöfnun þeirra til stuðnings blindum. Seg- ir í fréttatilkynningu klúbbsins, að i handbókinni verói allar þær upplýsingar sem ætla má að ibúar Reykjavikur þurfi á að halda yfir hátiðisdagana, og eru menn því hvattir til að geyma bókina á handhægum stað um jólin og ára- mótin. Lionsmenn hyggjast dreifa henni ókeypis á Stór- Reykjavíkursvæðinu, en fjár er aflað með sölu auglýsinga í hana. an verða tekin fyrir ýmis mál, sem snerta sjávarútveginn. Verð- ur meðal annars fjaliað um nýt- ingu fiskimiðanna og verndun þeirra. Már Elísson fiskimála- stjóri sagði i samtali við Morgun- blaðið í gær, að Fiskifélag íslands legði mikla áherzlu á nýtingu fiskaflana. Marteinn Friðriksson frá Sauð- árkróki hefur framsögu um að skapa fiskiskipaflotanum næg verkefni án þess að ganga of nærri stofninum. Þorsteinn Gísla- son varafiskimálastjóri flytur framsögu um fræðslumál. Fiskifé- lagið sér um sjóvinnufræðslu og vinnur nú að sjávarútvegsfræðsiu á fjölbrautarstigi og annast tengsl þessarar brautar við helztu skóla sjávarútvegs. Á Fiskiþingi verður fiskmat tekið til umræðu og þar hefur Tómas Þorvaldson frá Grindavík framsögu, og af öðrum málum má nefna afkomu sjávarútvegs, en þar hefur Ingólfur Arnarson framkvæmdastjóri Utvegsmanna- félags Suðurnesja framsögu, enn- fremur verður rætt um öryggis- mál, aflabrögð, starfsemi Fiskifé- lagsins og lög þess. I öllum framangreindum atrið- um liggja fyrir álitsgerðir og ályktanir fjórðungssambanda Fiskifélagsins og deilda þess. Fiskiþing sækja fulltrúar sjó- manna, útvegsmanna og vinnslu- stöðva úr öllum landsfjórðungum og þar að auki fulltrúar allra helztu samtaka sjávarútvegsins. Korchnoi í samtali vid Morgunbladid: „Einvígið er ekki buið enn þvi Spassky er mikill baráttumaður” — ÞETTA einvígi er alls ekki búió. Spassky er svo mikill baráttumaður að hann gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Einvíg- ið verður í langan tíma ennþá og það er mín skoðun að við þurfum að tefla 17 skákir af 20 áður en mér tekst að vinna sigur, sagói skákmeistar- inn Viktor Korchnoi þegar Mbl. ræddi við hann úti í Belgrad í Júgóslavíu í gær- morgun. Korchnoi, sem er landflótta Rússi, hefur byrjað einvígið við fyrrum landa sinn, Boris Spassky, meó miklum glæsibrag, hlotið 2lA vinning úr fyrstu þremur skákun- um og er nú almennt álitið að hann muni tefla við heimsmeist- arann Karpov um heimsmeistara- titilinn. — Ég er í mjög góðu formi um þessar mundir.sagði Korchnoi í samtalinu við Mbl í gær.— Ég ætla mér aó vinna þetta einvíg'i, en það verður ekki auðvelt, því að Spassky er sterkur skákmaður. Hann hefur verið óheppinn í ein- viginu, t.d. átti hann að geta var- izt betur í 2. skákinni og hann átti jafnvel vinningsmöguleika um tíma. Ég endurtek að einvígið er ekki búið og ég vona að framund- an sé skemmtilegt einvígi og að þar verði tefldar góðar skákir, sagði Korchnoi. Frá fréttaritara Mbl. i Belgrad, Milanovic, bárust þær fréttir i gær að almennt væri álitið að úrslit einvígisins væru nú þegar ráðin eftir hina kröftugu byrjun Korchnois. Menn eru þó á einu máli um að Spassky muni berjast til þrautar og landi hans Miakel Tal, sem fylgist með einviginu sem blaðamaður, telur enn aó Spassky muni bera sigur úr být- um. Hann hafi sýnt það i einvig- inu við Portich að „gamli góði Spassky" væri kominn á kreik á nýjan leik. Þing FFSÍ: Hafnar öllum fiskveiði- samningum við útlendinga ÞING Farmanna- og fiskimanna- sambands tslands, hið 28. f röð- inni, sem nú er haldið varar ein- dregið við að gerðir verði fisk- veiðisamningar við aðrar þjóðir og tekur fram að Færeyingar séu þar ekki undanskildir. Viðvörun þingsins er sett fram vegna vax- andi orðróms um meinta samn- inga við Færeyinga varðandi veið- ar á umtalsverðu magni af loðnu á miðunum hér við Island. I tilkynningu, sem Morgunblað- inu hefur borizt frá Jónasi Þor- steinssyni, forseta Farmanna- og fikimannasambands íslands, seg- ir, að engin vissa sé fyrir þvi, hve mikið magn megi taka hér á miðunum við ísland án þess að loðnustofninum stafi hætta af. Vegna meintra samninga við Fær- eyinga í þessum efnum, bendir FFSÍ á að afkoma færeyskra skipa og fyrirtækja í fiskvinnslu sé með þeim hætti að nauósynja- laust sé að þrengja okkar eigin kosti þeirra vegna í þessum efn- um. Þingið minnir á það örtröð, sem rikir á miðunum við suðaustur- land og við suðurströnd landsins á hinni hefðbundnu loðnuvertið, bæði vegna fjölda og stærðar skipanna. „Þar er farið um við- kvæm fiskimið" — segir í ályktuninni og hvað varðar sildar- stofninn sem verið er að tryggja til framtíðar, verður að fylgjast þar sérstaklega með og við hafa sérstaka varúð og tillitssemi. „Það er álit sjómanna og fjöl- margra annarra, að loðnustofninn eigi að vera og sé nokkurs konar baktrygging okkar, ef aðrir veiga- miklir'fiskstofnar bregðast af ein- hverjum orsökum“. Að lokum segir í álvktuninni: ÁA-hljómplötur hafa sent frá sér plötuna „Emil í Kattholti" með söngvum eftir Astrid Lind- gren, Georg Riedel og Karl J. Sighvatsson. Platan er hljóðrituð í Hafnarfirði. Emil leikur Helgi Hjörvar, ídtr Margrét örnólfsdóttir. uabbann „Þing FFSÍ vill i framhaldi af framansögðu visa til fyrri afstöóu sambandsstjórnar varóandi um- sókn og heimild handa M/S ísa- fold til loðnuveiða hér við land og árétta þann skilning, að við ís- lendingar einir höfum nægan skipakost til að anna hráefnisþörf fiskmjölsverksmiðjanna að óbreyttum aðstæðum. — Við telj- um íslenzka sjómenn færa um að veiða það magn, sem talið er eðli- legt að taka af miðunum hér við land. Þvi undirstrikum við það álit, að öllum fiskiveiðisamning- um við erlendar þjóðir beri að hafna". Árni Tryggvason, mömmuna Þóra Friðriksdóttir, Línu Sigrún Hjálmtýsdóttir, Alfred Arnar Jónsson, Maju gömlu Nína Sveinsdóttir, Jóa gamla Valdemar Helgason, en sögumaður er Helga Jónsdóttir, sem jafnframt annast leikstiórn. Emil í Kattholti á plötu Ekki bara loftþéttar heldur lofttæmdar Loftþéttar umbúðir og lofttæmdar eru ekki eitt og það sama. í lofttæmdum umbúðum hefur öllu súrefni verið dælt úr. Kaffi í slíkum umbúðum hefur nær ótakmarkað geymsluþol, þar eð súrefnið nær ekki að hafa skaðleg áhrif. Súrefni veldur skaðleg- um bragðbreytingum, þegar til lengdar lætur. Með þessar staðreyndir í huga bjóðum við allar kaffitegundir okkar í nýjum, lofttæmdum umbúðum. Ríó, Mokka, Java og Santos. Ilmandi, úrvals kaffi — í nýjum lofttæmdum umbúðum. 0. JOHNSON & KAABER H.F. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.