Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 25
OTDRGUNBLAÐIÐ, SUNNUMrGUR 27. NOVEMBER 1977 25 smálestir. Belgar voru jákvæöir gagnvart því vandamáli, sem Is- lendingar stóðu frammi fyrir —_ síminnkandi fiskistofnum — og ákváðu að veita fjármagni til endurskipulagningar fiskiskipá- flota sínum með það fyrir augum að flotinn gæti tekizt á hendur veiðar á öðrum og fjarlægari mið- um en islandsmiðum. Afleiðingar þessa hafa verið þær að afli Belga hér við land hefur minnkað og á árinu 1976 veiddu þeir ekki einu sinni upp i kvóta sinn. Heildarafli þeirra varð 6.244 lestir, þar af 954 lestir af þorski. Til ágústloka þetta ár er afli þeirra hér við land orðinn um 4 þúsund lestir. íslendingar höfðu samið við tvær þjóðir innan Efnahags- bandalagsins og báðar höfðu á orði að þeir myndu reyna að freista þess að fá tollaívilnanir íslendinga á mörkuðum Efna- hagsbandalagsins til að ganga í gildi, bókun 6. Þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir tókst þessum þjóðum það þó ekki og bókun 6 komst ekki í gagnið, fyrr en eftir samn- ingana milli Einars Agústssonar og Anthony Croslands, sem gerðir voru í Osló um mitt ár 1976. Sá samningur var til 6 mánaða og hurfu Bretarnir af íslandsmiðum í upphafi þessa ,árs. A morgun fara Vestur-Þjóðverjar af miðun- um og eru þá eftir þrjár þjóðir, sem heimild hafa til veiða: Belg- ar, Norðmenn og Færeyingar. Samningar við þær eru allir uppsegjanlegir með 6 mánaða fyrirvara. Hlutur útlendinga í Þorskaflanum aldrei jafn lítill Hér að framan hafa verið tíund- uð atriði i samningunum við Belga. Norski samningurinn tek- ur ekki til neinna togveiða. Norð- menn hafa heimild til linuveiða með 45 skip, en þó mega ekki nema 30 vera að veiðum í senn. Sækja verður sérstaklega um leyfi fyrir hvert skip til takmark- aðs tíma eftir ákveðnum reglum. Enginn hámarksákvæði eru i samningnum um afla, enda tak- marka þær veiðiaðferðir, sem heimilaðar eru mjög aflamagnið. Á árinu 1976 veiddu Norðmenn hér við land 2.641 smálest af fiski, þar af 182 lestir af þorski. Samn- ingarnir við Færeyinga heimila togveiðar 10 skipa, sem tiltekin eru. Tekið er fram í samningnum að óheimilt sé að vinna aflann um borð, þ.e.a.s. Færeyingar geta ekki komið hingað með togara, þar sem um er að ræða einhvers konar vinnsluskip. Þá hafa þeir einnig heimild til línuveiða sam- kvæmt leyfum, sem að jafnaði eru gefin út til 4ra mánaða í senn. Þá hafa þeir einnig heimild til hand- færaveiða. Hámarksafli sam- komulagsins er 17 þúsund lestir, þar af má þorskafli ekki fará yfir 8 þúsund lestir. A árinu 1976 veiddu Færeyingar hér við land 16.761 lest, þar af var þorskafli 8.675 lestir, sem þýðir að þeir hafa farið 8.4% yfir það.hámark, sem þeim er leyfilegt. Af því, sem hér hefur verið sagt veiddu Belgar á því ári, sem heildartölur eru til fyrir og siðast er liðið 954 lestir af þorski, Fær- eyingar veiddu 8.675 lestir og Norðmenn 182 lestir. Samtals eru þetta 9.811 lestir. Ef gert er ráð fyrir að afli þeirra verði af svip- aðri stærðargráðu á næstu árum, má fullyrða að aldrei fyrr hafi hlutur erlendra veiðiskipa verið jafn litill og óverulegur i veiddum þorskafla viö island. Sigur Islend- inga i þessu lifshagsmunamáli er kominn í höfn — takizt íslending- um nú að stilla sinni eigin sókn í hóf. Brezka freigátan Leander leggur til atlögu við varðskipið Þór snemma árs 1976 úti fyrir Austfjörðum. Ógnanir freigátunnar enduðu með árekstri. Frá fyrsta viðræðufundi Þjððverja og tslendinga ( Ráðherrabústaðn- um i Tjarnargötu. Frá vinstri Hans-Jiirgen Wischnewski, Einar Ágústsson, Gunnar Thoroddsen og Fritz Logeman. Fundurinn i Bonn, 19. nóvember 1975, sem leiddi til samkomulagsins. Utanrikisráðherrarnir vísa hvor öðrum til sætis. A myndinni eru Gunnar Thoroddsen, Fritz Logemann, Hans-Jiirgen Wischnewski og Einar Ágústsson. Mynd þessi er tekin á 40 mfnútna fundi Hattersleys með fslenzkum ráðherrum og embættismönnum. Eftir hann fðr Hattersley og fylgd- arlið f fússi frá Islandi. Breta sýnir einungis, að Bretar hafa ekkert lært og engu gleymt. Þessi maður hefur komið hingað til íslands með því hugarfari, að með hroka og yfirgangi og hótun- um um ofbeldi, væri hægt að kúga íslendinga til samninga. En þótt þær aðferðir kunni að hafa dugað Bretum á nitjándu öldinni, hefði mátt ætla, að brezkum stjórn- málamönnum væri orðið ljóst eft- ir tvö þorskastríð við íslendinga, að slfkar aðferðir duga ekki hér.“ 42:18 ingur við Þjóðverja hafði tekið gildi. í samkomulaginu var miðað við að 40 ísfisktogurum yrði veitt leyfi til veiða innan 200 mílna fiskveiðilögsögunnar, en önnur skip, þar á meðal frystitogarar, verði útilokuð frá öllu svæðinu. Hámarks aflamagn þjóðverja var 60 þúsund tonn, þar af þorskur allt að 5 þúsund tonn, en þjóðverj- ar höfðu aðeins áhuga á ufsa- og karfaveiðum við landið. Á árinu 1973 höfðu Þjóðverjar veitt rúm- lega 91 þúsund tonn, 1974 um 68 þúsund tonn, en á þvi ári hafði Landhelgisgæzlan sifellt stuggað við togurunum og klippt vörpur aftan úr 14 togurum 1973 og 6 togurum 1974. Ótöld voru þá þau tilvik er togaranum tókst að hlifa aður en klipping hafði tekist. t samkomulaginu var tekið fram að þýzku togurunum væri óheimilt að stunda veiðar, þar sem íslenzk- um togurum væru bannaðar veið- ar. Togurunum var og með samn- ingum gert að skyldu að tilkynna sig til Landhelgisgæzlunnar dag- lega. Yrðu einhver brot á þessum skilyrðum, yrði viðkomandi togari sviptur leyfi til veiða og strikaður út af þeim 40 togara lista, sem hafður var sem fylgiskjal við samninginn. Samstaða EBE- ríkja rofin Eftir þessa misheppnuðu til- raun Breta til þess að ná fram vilja sínum á Islandsmiðum fóru Einar Ágústsson og Gunnar Thor- oddsen ásamt áðurnefndu föru- neyti til Bonn hinn 19. nóvember. Á fundinum í Bonn slökuðu Þjóð- verjar enn á kröfum sinum og drög að samkomulagi voru greini- lega í mótun. í neðri málstofu brezka þingsins talaði Hattersley um deiluna við íslendinga og var nú komið svolítið annað hljóð í strokkinn. Vildi hann nú enn við- ræður, en þá voru Islendingar ekki tilbúnir og var lítt tekið und- ir ummæli brezka ráðherrans, enda virtist sem hann hefði brotið allar brýr að baki sér. Heim kom svo islenzka viðræðunefndin frá Bonn með samningsdrögin hinn 20. nóvember. Þau voru síðan lögð fyrir Alþingi sem þingsálykt- un og um leið og umræður hófust þar, tók brezka ríkisstjórnin þá ákvörðun að senda flota hennar hátignar á islandsmið. Þorska- stríð við Breta, hið þriðja í röð- inni, var hafið, orrahríð var að hefjast á Alþingi íslendinga, þar sem stjórnarandstaðan fann samningsdrögunum við Þjóðverja allt til foráttu. Haldnar voru 55 ræður í þinginu um málið, haldið var uppi málþófi. Að lokum fór fram atkvæðagreiðsla. 42 þing- menn stjórnarflokkanna sam- þykktu drögin, 18 stjórnarand- stæðingar voru á móti. Klukkan 18 hinn 28. nóvember 1975 kom síðan Reimund Hergt sendiherra Þjóðverja í utanrikisráðuneytið og skiptist á orðsendingum við Einar Ágústsson, utanríkisráð- herra. Tveggja ára fiskveiðisamn- Þessir samningar við þjóðverja voru fyrstu samningar íslendinga um fiskveiðiheimildir i 200 mílna fiskveiðilögsögu landsins. Þessi samningur var íslendingum ekki sizt mikilvægur fyrir það að hann rauf samstöðu Efnahagsbanda- lagsrikja Evrópu gegn islending- um í landhelgismálinu. Svo til samhliða eða hinn 28. nóvember var og gerður samningur við Belga. Sá samningur veitti Belg- um, heimild til veiða við island með 10 gömlum, litlum togurum og samkvæmt samningnum yrðu þeir að sækja um veiðiheimild til 6 mánaða í senn hver togari. Elzti togarinn var smíðaður 1936, en hinn yngsti 1967. Hámarksafli, sem Belgar máttu veiða við landið var 6.500 smálestir, en þar af mátti þorskur ekki fara yfir 1.500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.