Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1977 T.R. sigraði Miölni FLESTIR bestu skákmenn fslendinga voru saman komnir f Skák- heimilinu við Grensásveg sfðastliðinn laugardag. 'Þar fór fram viðureign tveggja sterkustu skákféiaga landsins, Taflfélags Reykja- víkur og Skákfélagsins Mjölnis, f deildakeppni Skáksambands tslands. f þau tvö ár sem deildakeppnin hefur farið fram hefur hvort félagið um sig sigrað einu sinni og ávallt hafa það aðeins verið þessi tvö félög sem barist hafa um efsta sætið. Urslita þessarar viðureignar var þvf beðið með mikilli eftirvæntingu, þvf að menn töldu vfst að það félagið sem sigraði myndi einnig verða efst f deildakeppninni eins og undanfarin ár. Það var því til mikils að vinna og bæði félögin mættu með sfna bestu menn. Urslit f einstökum skákum urðu þessi: T.R.: 1. Guðmundur Sigurjónsson 2. Ingi R. Jóhannsson 3. Jón L. Arnason 4. Stefán Briem 5. Margeir Pétursson 6. Ásgeir Þ. Árnason 7. Jónas P. Erlingsson 8. Björn Þorsteinsson Mjölnir: Jónas Þorvaldsson 1—0 Ingvar Asmundsson 1—0 Magnús Sólmundarson 1—0 Björgvin Víglundsson 0—1 Benóný Benediktsson 1—0 Bragi Halldórsson I—0 Haraldur Haraldsson 1—0 Magnús Gislason 1—0 Urslitin urðu því þau, að Taflfélag Reykjavíkur sigraði með miklum yfirburðum, hlaut sjö vinninga gegn einum vínningi Mjölnis. Má segja að það hafi e.t.v. verið fullstór sigur eftir gangi skákanna að dæma, t.d. lék Benóný Benediktsson illilega af sér í jafnteflisstöðu gegn undirrituðum, auk þess sem Taflfélagsmenn fengu ódýra vinninga á nokkrum öðrum borðum. í heild heppnaðist þessi hápunktur deildakeppninnar mjög vel og greinilega hefur keppnin náð þeim tilgangi sínum að efla félagsanda meðal skákmanna og venja þá við þátttöku í sveitakeppnum. Einnig hefur keppnin eflt mjög skáklíf úti á landi, því áður voru tækifæri utanbæjarmanna til að etja kappi við hinn sterka kjarna á höfuðborgarsvæðinu næsta fá. Sá stjórnarmaður i Skáksam- bandi Islands sem mesta vanda hefur aft af deildakeppninni fram að þessu er Guðbjartur Guðmundsson og verður hon- um seint fullþakkað að hafa komið þessari keppni af stað. En lítum nú á eina fjöruga skák úr viðureign T.R. og Mjölnis. Hvftt: Asgeir Þ. Arnason Svart: Bragi Halldórsson Drottningarpeðsbyrjun 1. d4 — Rf6, 2. Rf3 — e6, 3. Bg5 (Ásgeir hefur mikið dálæti á þessari sjaldgæfu Ieikaðferð) Be7 (Öllu hvassari leikur er hér 3. ... c5. Framhaldið í skák Ás- DEILDAKEPPHI S.'l. ~r 2. 3. V. 5. b. 7. S. t Ke-f|o.vík 1 2 Kóoovvoaur 7 3. A kureuri b / JLR 1/z 7 5. Hofnarfjordwr '/* (p ('o. Mj6ln\r 1 6% 7 Hreiffill 1 , !■ 1/est-Piréir 2 f/z geirs og undirritaðs á nýaf- stöðnu Haustmóti T.R. varð 4. e3 — b6, 5. d5? og staðan varð mjög flókin) 4. Bxf6 — Bxf6, 5. e4 — 0-0, 6. Bd3 — e5, 7. e5 — Be7, 8. h4! (Slíkan leikmáta er hægt að nefna að komast beint að efn- inu. Hvítur Iýsir því hreinlega yfir að hann ætli að máta svart með leiftursókn á kóngsvæng) cxd4? (Leikurinn sem Asgeir vonaðist eftir. Bragi vanmat algjörlega fórnina á h7, annars hefði hann leikið 8. . . . h6) 9. Bxh7 + !! — Kxh7, 10. Rg5 + — Kh6, (Eða 10. ... Kg6, 11. Dd3+ — f5, 12. exf6 — Kxf6, 13. Hh3) Frönsku húsgögnin í „káetustíl" nýkomin Fataskápar, skrifborð, svefnbekkir, hillueiningar, náttborð, kollar og kistlar. Vörumarkafiurinn hf. N Byggingar á betra verði mi Bilskúrar ur lettsteypuplötum eða viði. Verð komið heim til þin frá 280.000.— Upp- setning einföld og ódýr Garðhús og verkfæraskúrar Garð- gróðurhús og stærri hús Verð frá kr. 60 000 Uppsetning einföld og ódýr Stálbogahús í'braggmi Verð frá kr 51 7 000 - fyrir 5 m breitt, 8 m langt. Fáanlegt uþpí 10 m breidd og 60 m lengd. Mjög fljótleg og einföld uppsetning. Stálgrinda- eóa léttsteypuhús eins og tveggja hæða allar breiddir. val á klæðnmgu mögulegt. súlnalaust Uppi 36 m breitt Sumarhús, verksmiðjubyggð Margar gerðir og verð Afgreiðslufrestur er mjöfl stuttur Menn ráða hvort við setjum upp húsin fyrir fast verð, eða gera það sjálfir með leiðbeiningum Uppl um stálgrindahús og bragga emnig hjá Vélaborg h.f. Sundaborg, sími 86655. Gísli Jónsson & Co. hf Sundaborg 41, sími 86644 Sumarhús tilbúið uppsett með öllum tækjum og húsgögnum. má flytja hvert sem er á vörubíl Verð 2 — 3 millj úr rauðviði eða léttsteypu. Verð frá kr. 127 000 - með gólfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.