Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÖVEMBER 1977 Sinfóníutónleikar Brahms Háskólaforleikurinn op. 88 Tsjaikovsky Píanókonsert nr. 1 Prokofjeff Sinfónia nr. 5. Stjórnandi: James Blair Einleikari: Lubov Timofeyeva Héskólaforleikurinn eftir Brahms er ágætt dæmi um það hvað mark- miðið er stórt atriði i gerð verka í Háskólaforleiknum fjallar Brahms um stef, sem mótast hafa í ákveðnu menningarumhverfi, verið notuð við sértakar athafnir og eru að formi til eins og dægurlög Aðferðin sem Brahms notar, er að vinna úr stef- bútum ýmissa stúdentasöngva eða raddsetja þá í heird. Inn á milli kemur þungbúinn Brahms í Ijós. Dægurlagagerð laganna fellur illa að sinfóniskum vinnubrögðum og þarf að gera á lögunum mjög róttækar breytingar. þvi dægurlag. eins og t d „Gaudeamus', sem kemur óbreytt undir lokin umvafið þykkum kontarpunkti, verður aldrei annað en dægurlag, þrátt fyrir viðhafnarmik- inn hljómbálk Brahms þurfti að þola margvislegar athugasemdir samtímamanna sinna og voru þá miklir flokkadrættir meðal aðdáenda alvarlegrar tónlistar. Aðdáendur- Bruckners sögðu Brahms þjást af listrænu getuleysi og um Háskóla- forleikinn og þann „Tragiska” var sagt, að sá „tragiski" væri ekki sorg- Tónlisl eftir JÓN ÁSGEIRSSON legur en það væri Háskólaforleikur- inn aftur á móti Brahms stendur fyrir sinu og Há- skólaforleikurinn var minniháttar til- tekt af hans hálfu Verkið var hressi- lega leikið og augljóst að James Blair nýtur þess að stjórna Píanókonsertinn eftir Tsjaikovksy er stórkostleg tónsmíð og i höndum Timofeyevu varð verkið ævintýraleg tæknisýning, en þó nokkur „músik" upplifun Tekniskir yfirburðir hennar sátu í fyrirrúmi og má vera að óvið- búnum hlustanda verði það á að taka meira eftir ofboðslegri og að því er virðist fyrirhafnarlausri tækni hennar, en hugi minna að tónlistinni sjálfri, gleymi Tsjaikovsky og tali aðeins um Lubovu Timofeyevu Tónleikunum lauk með fimmtu sinfóníunni eftir Prokoffjeff Verkið er mjög sérstætt en varla heppilegt verk fyrir sveitina eins og hún er í dag Erfitt er að gera sér grein fyrir flutningnum því þunga- miðja sinfóníunnar, sem er afar sér- kennileg tónsmíð og á köflum stór- kostleg, liggur á sviðum, sem hljóm- sveitin er óvön á fást við og tónferlið verður ekki hreint fyrr en það er orðið flytjandanum eiginlegt. Leikbrúðuland með jólaleikrit NU fer jólamánuöur í hönd, og í I tilefni af því hefjast í dag sýning- ar á jólaleikriti Leikbrúðulands að Frikirkjuvegi 11. Leikþáttur- inn fjallar um lítinn dreng, sem er einn heima með ömmu sinni á ' jólanótt. Þá taka álfar og jóla- sveinar að flykkjast heim að bæn- um. Einnig koma þau nokkuð hér við sögu hjónin Leppalúði og Grýla. Sunnudaginn eftir þessa fyrstu sýningu fellur ein sýning niður, vegna þess að Leikbrúðulandi hefur verið boðið með jólasveina sína til Luxemburg, en eftir heim- komuna hefjast sýningar að nýju. Ein graffkmynda Jens Kristleifssonar á sýningunni. Grafíksýning á ísafírði JENS Kristleifsson, er stundað hefur nám í myndlista- og hand- íðaskóla Íslands og Listahá- skólanum í Kaupmannahöfn, opn- ar grafíksýningu f bókasafninu á Isafirði á morgun mánudag. Á sýningunni verða dúkristur frá árunum 1968 — 1977 og eru allar til sölu. Jens hefur á undanförnum tíu árum tekið þátt í fjölmörgum sýn- ingum hér á landi og erlendis og var hann heiðursgetur á samsýn- ingu Félags sænskra grafíklista- manna á þessu ári, en sýningin er haldin þriðja hvert ár. Sýningin verður opin til 5. desember og á venjulegum út- lánstíma bókasafnsins. Fyrirlestur um norska Ferðafélagið I TILEFNI af 50 ára af- mæli Ferðafélags Islands hefur Den Norske Turist- forening sent fulltrúa sinn til að taka þátt í afmælis- hátíðinni. Er það Truls Kierulf bankastjóri, en hann á sæti í stjórn félags- ins. Á morgun mun hann halda fyrirlestur í húsi lagadeildar, Lögbergi, um starfsemi Den Norske Turistforening og jafn- framt sýna myndir frá Noregi. Norska ferðafélagið er meira en 100 ára og hefur haldið uppi mjög öflugri starfsemi í fjallabyggðum og óbyggðum Noregs og stuðlar að auknum gönguferðum með bygg- ingu fjölda sæluhúsa og merk- ingu gönguleiða. Verður vafa- laust fróðlegt að kynnast þessari starfsemi Truls Kierulfs, — segir i fréttatilkynningu frá Ferðafé- lagi íslands. Fyrirlesturinn hefst klukkan 20.30 og er aðgangur öll- um frjáls. Helgi sló íslandsmetió: Vann 9 blindskákir af 10 UM síðustu helgi tefldi Helgi Ólafsson blindskák við 10 andstæðinga á Eið- um, og hefur enginn ís- lendingur teflt jafnmargar blindskákir samtímis áður Helgi sigraði í 9 skákum, en beið ósigur fyrir Jóni Þráinssyni og samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér er þetta íslandsmet í blind- skák. Eftir að Helgi tefldi blind- skákirnar á Egilsstöðum tefldi hann blindandi við 9 andstæðinga á Egilsstöðum. Þá vann hann 7 skákir en tapaði tveimur, fyrir Hjálmari Jóelssyni og Mána Sig- fússyni. AUCLÝSISCASÍ.MINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.