Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 32
AUGLÝSINGASIMINN ER: 22480 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1977 200 mílurnar: Þjóðverjar halda heim af miðunum Fiskveiðisamningurinn við Vestur-Þjóðverja rennur út á morgun, 28. nóvember, en þá eru tvö ár frá þvi er Alþingi sam- þykkti samninginn og Kinar Agústsson skiptist á orðsending- um við Raimund Hergt, sendi- herra Þjóðverja á íslandi. Renn- ur samkomulagið út klukkan 18. Samningurinn veitti 40 ísfisk- togurum heimild til veiða innan 200 mílnanna. Samkvæmt upplýs- ingum Landhelgisgæzlunnar voru að iafnaði að veiðum við landið 13,31 vestur-þýzkur togari, en i ár hefur fjöldi þeirra verið 13,33. Samkvæmt sarnningnum hafa Þjóðverjarnir þurft að tilkynna sig til Landhelgisgæzlunnar dag- lega og hafa þeir gert það undan- tekningarlaust, enda hafa þeir átt á hættu að verða strikaðir út af listanum, sem var fylgiskjal við samninginn yrði eitthvað um van- efndir að ræða af þeirra hálfu. í gær voru 10 þýzkir togarar að veiðum við landið. Einn var á Breiðamerkurdýpi og var talið að hann myndi brátt á förum heim, Upplýstu smygl og leynivínsölu RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins og sýslumannsem- bættið í Stykkishólmi hafa í sameiningu upplýst smygl á áfengi og dreifingu þess á Snæfellsnesi. Hér er um að ræða smygl á milli 60 til 70 flöskum af áfengi, sem laumað var i land í heimahöfn skipsins, Grundar- firði. Maður einn á staðnum var tekinn til yfirheyrslu vegna málsins og játaði hann að hafa dreift áfengínu og Rannsóknarlögregla ríkisins tók mann til yfirheyrslu í Reykjavík og játaði hann að hafa smyglað áfenginu inn í Iandið. enda flutti hann sig frá svæði út af Reykjanesi í fyrradag. Þá var annar togari út af Reykjanestá og 7 út af Reykjaneshryggnum. Tí- undi togarinn var síðan djúpt út af Faxaflóa. Þá höfðu í gær tilkynnt sig 5 færeyskir Iinuveiðarar, en talið var að þeir væru 6. Hins vegar var staðan svo um það leyti, sem Morgunblaðið fór í prentun, aó sá sjötti hafði enn ekki tilkynnt sig. Færeyskur togari hefur ekki sést hér við land síðan 26.. október. Þrir belgískir togarar voru að veiðum hér í gær, en enginn Norðmaóur. Síðasti Norðmaður- inn, sem kom til veiða á íslands- miðum, fór heim 28. september. Þýzka eftirlitsskipið Frithjof kom til Reykjavíkur í gær með veikan mann. Búast má við að verkefni þessa eftirlitsskips á ís- landsmiðun sé nú lokið, en verið getur að þau haldi áfram að koma til Reykjavíkur í framtíðinni, þar sem þeirra verður enn þörf við Grænland. Þar eru nú einhverjir þjóðverjar að veiðum. Þór Magnússon þjóðminjavörður með gripina úr vörpu Barða NK. Ljósm Fnðþjófur Gripirnir úr vörpu Barða ÞJÓÐMINJASAFNIÐ fékk i gær senda frá Neskaupstað hluti þá, sem komu upp með vörpu togarans Barða NK á dögunum, er hann var á veiðum út af Langanesi. Þór Magnússon þjóðminjavörður tók við pakkanum og sagði hann við Mbl. eftir að hafa skoðað innihald hans, að þarna væri greinilega um að ræða hluti frá aldamótum eða seinni hluta 19. aldar. Þarna hefði verið glerpeli, sem greinilega væri ekki eldri en 100 ára gamall. Auk þess fékk safnið sendan brennivínskút, áttung, tréskó, sem sjómenn notuðu mikið á þessum árum, nautshorn, hatta og fleira. Þjóðminjavörður sagði greinilegt vera að umræddir hlutir væru úr skipi, sem hefði verið að koma til landsins er það fórst. Sagði þjóðminjavörður að það hefði verið mikill fengur, ef hlutirnir hefðu verið frá 18. öld, en engu að slður væri fengur að þvl að fá þessa hltui og bað hann Mbl. að koma á framfæri þakklæti til skipstjórans á Barða og annarra sem stuðluðu að því að hlutimir bárust safninu I hendur. Geir Hallgrímsson á flokksráðsfundi: Vandi við afgreiðslu fjár- laga vegna kauphækkana Markmiðið er að auka ekki erlendar skuldir en draga úr þenslu GEIR Hallgrfmsson forsætisráðherra sagði f ræðu á fundi flokksráðs Sjálfstæðisflokksins í fyrradag, sem birt er í heild í Morgunblaðinu f dag, að ríkisstjórn og Alþingi stæðu nú frammi fyrir vissum vanda við afgreiðslu fjárlaga, þar sem áhrif kauphækkana, sérstaklega vegna samninga opinberra starfsmanna, hefðu í för með sér um 7 milljarða króna útgjaldaauka. Forsætisráðherra sagði, að markmið ríkisstjórnarinnar yrði að vera að erlendar lántökur færu ekki fram úr afborgunum er- lendra lána og hugsanlega ein- hverri lántöku erlendis til þess að bæta gjaldeyrisstöðuna. Þessi markmið settu rikisstjórninni þröngar skorður bæði fyrir láns- fjármögnun opinberra fram- kvæmda á fjárlögum svo of fyrir fjármögnun lánsfjár- og fram- kvæmdaáætlunar landsins í heild. Þetta þýðir, að við verðum að skera niður ýmsar þær fram- kvæmdir, sem við teljum út af Væntanlegir á Listahátíd: Rostropovich, konungur háu c-anna og Baryshnikov ballettdansari MEÐAL þeirra erlendra lista- manna, sem Listahátíðarnefnd hefur haft samband við og gef- ið hafa jákvætt svar við beiðni um að taka þátt í Listahátfð 1978, eru heimskunn nöfn eins og Rostspovich sellóleikari hljómsveitarstjóri, Luciano Pavarotti tenorsöngvari frá íta- Ifu, sem nefndur er prins tenór- anna og Baryshnikov ballett- dansari. Rostropivich er í hópi beztu sellóleikara heimsins í dag og af mörgum talinn þeirra fremstur. Hann kom til íslands fyrir mörgum árum, áður en Framhald á bls. 20 Rostropovich. Pavarotti. Baryshnikov. fyrir sig æskilegar, sagði forsætis- ráðherra, og sem e.t.v. er hægt að segja að skili arði. En þetta er nauðsynlegt, ef við viljum standa við það heit að auka ekki erlendar skuldir landsins og það er enn- fremur og ekki sfður nauósyn- legt, ef við viljum draga úr þenslunni innanlands og eftir spurn bæði eftir vinnu og þjón- ustu, vegna þess að við höfum ekki stjórn á stefnunni í launa-, tekju- og verðlagsmálum, ef við höfum ekki stjórn á eftirspurn- inni innanlands. Forsætisráðherra sagði enn- fremur, að það væri einkum á tveimur sviðum, sem ríkisvaldikð gæti lagt sitt af mörkum í barátt- unni gegn verðbólgu og það væri annars vegar við stjórn ríkisfjár- mála með því að sjá um að jöfnuð- ur ríkti þar og hins vegar með stjórn á peningamarkaðnum með þvi að sjá svo um, að sparifjár- myndunin verði eins mikil og út- lánin, eða meiri. Geir Halfgríms- son sagði, að stjórnarflokkarnir yrðu að hafa kjark til þess að skera niður annað hvort opin- berar framkvæmdir eða þjónustu, þótt nauðsynleg væri. Ennfremur yrðu stjórnarflokkarnir að hafa kjark til þess að koma á jafnvægi á lánamarkaðnum með því að örva sparifjármyndun og hækka vexti eða verðtryggingu í því skyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.