Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 7
Nýjar sendingar Hagstætt verð ARMULA 1A. Matvörud. S. 86-111. Húsgagnad S 86-11 2. Vefnaðarvörud. S. 86-1 13 Heimilistækjad. S. 86-11 7. ££ •m.'Té&toX’.Siy m. m,. w MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1977 Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjóóleikhúsinu Aðalfundur sundfélagsins Ægis verður að Hótel Esju mánu- daginn 28. nóv. næstkomandi kl 20:30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Vorum að fá nokkur ensk og amerisk BILLIARDBORÐ Gísli Jónsson & Co. h.f. Sundaborg Simi 86644 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU HUGVEKJA eftir séra JÓN AUÐUNS Fyrir meira en 2600 árum flutti Jesaja þjóð sinni spá- dómsorð um komu mikils mannkynsfræðara. Þau eru gyd I spádómsbók hans og fylgir þessum helgidegi, fyrsta sunnudegi í aðvetnu. Þá hafðí um langan aldur Asarja, eða Ússia verið kon- ungar Júda. 1 6 ára gamall hafði hann verið kjörinn til konungsdóms og reyndist ágætur leiðtogi Gyðinga í 40 ár. Blómaskeið mikið hófst, velsæld kom i stað fátæ'ktar, silfur og gull streymdu inn i landið og óvinum var með valdi haldið i skefjum. Þjóðin var hamingjusöm, en gleði var ekki einráð i allra húsum. í höll konungs, sem þjóðin átti velgengnina mest að þakka, rikti sorg. Á fagnaðardögum fékk þjóðin ekki að sjá konung sinn. Þegar sigursæld i hernaði var fagnað, sást konungurinn ekki. Hann var holdsveikur Sá hræðilegi sjúkdómur dró hann 56 ára gamlan loks til dauða. Árið sem holdsveiki kon- ungurinn dó, sá æskumaður- inn Jesaja, sem siðar varð einn af mikilmennum þjóðar- innar, fyrstu spádómssýn sína. Hann boðaði það liknar- ráð Guðs, að leiða fram guð- menni, ekki Guð heldur mann, er megnugur yrði þess að bæta manna mein, leiðtoga mikinn, er eigi færi með háreysti, eins og höfð- ingja væri siður, leiðtoga er eigi Fornar spár og fyrirheit yrði strangur dómari hinna veiku, eigi myndi brjóta hinn brákaða reyr, heldur boða réttinn með trúfesti, opna hin blindu augu, leysa úr dyflissu þá, sem í myrkri sitja, og úr varðhaldi þá, sem eru í fjötrum. Þá myndi ríkja hamingja meðal manna, þá væri kominn sá, sem væri lýða og kynslóða Ijós. Spádómssýn Jesaja kom sem svar við þrá, sem var ekki ný heldur hafði búið með mönnum kynslóð eftir kynslóð. Ekki aðeins með Gyðingum, heldur í öðrum trúarbrögðum fornþjóðanna má finna þrá fornaldarheims- ins eftir guðmenni, hinum mikla lausnara, og víða má i eldfornum helgiritum finna bendingar og spádóma um komu þessa mikla lausnara. Einn fegursta spádóminn flutti Jesaja Amosson, sem Guð kallaði til starfsins árið, sem holdsveiki konungurinn Asarja dó. Sagan sýnir, að þráin eftir komandi lausnara varð sterk- ust á þrengingatímum, þegar ytri hættur héldust í hendur við innri þjóðfélagsmein, trúin kulnaði, eldur hugsjóna féll í fölskva og fólkið hrapaði niðurí helkalda heimshyggju og nautnalíf, — þá varð það, einkum þá, að upp blossuðu vonir, þrár beztu manna eftir lausnara, leiðtoga, sem guð- legum mætti væri gæddur og vizku. Komu hans boðar J^saja í spádómsorðunum, sem fylgja 1. sunnudegi í aðventu, þegar kirkjan boðar komu Krists til mannanna og flytur fyrsta andblæ jólanna. Komu mannkynslausnar- ans boðar hin ævaforna spá: Yfir honum mun hvila andí Guðs og kraftur til að flytja ranglátri kynslóð réttinn Um hatursfulla kynslóð mun hann fara mjúkum höndum. Dapraðan hörkveik mun hann ekki slökkva en reisa hinn brákaða reyr. Svikulum lýð mun hann þjóna með trúfesti. Úrvarðhaldi leiða þjóð, sem fyllt hefur landið dyflissum Ljós mun hann verða þeim, sem í myrkri sitja. Árin liðu og spámaðurinn lauk sinu fagraon þó sorg- fyllta lifi. En hefur þessi spá- dómur rætzt? Var hann nokk- uð annað en imynduð draumsýn, glitrandi blekk- ingavefur, fánýt en dauða- dæmd von? Frumkristnin, þeirsemsáu Krist lifa, sáu hann deyja og sáu hann rísa upp, urðu sannfærðir þess, að i honum hefði þessi draumur kynslóð- anna orðið að veruleika og með svo undursamlegum hætti, að af tæki allar efa- semdir. Og þó hafði allt þetta að ytra hætti gerzt með meiri einfaldleika en fornar spár höfðu fyrirsagt. Frá afskekkt- um smá-bæ eða auðnum óbyggða hafði hann óvænt komið fram þessi maður, sem gerði fegurstu vonir kyn- slóðanna um guðmenni að veruleika. Það sem guðs- menn og sjáendur hafði fegurst dreymt, þekktu vottarnir i persónu hans. Það sem um hinn komandi Messias hafði fegurst verið spáð, sáu þeir rætast i unga manninum frá Nasaret, og þó gaf rangsnúin kynslóð honum aðeins þrjú starfsár, unz hún leiddi hann á kross. En frumvottarnir vissu, að þar lauk ekki lifi hans, þeir vissu að hann var ekki farinn, og nú boðar kirkja hans, sem aldrei hefur orðið honum verðugt starfstæki á jörðu og misskilur og mistúlkar enn i dag margt sem hann kenndi, nú boðar hún mér og þér, að hann sé i nánd. Þráum við hann? Hann kom og hefur verið boðaður um viða veröld í 1 9 aldir. Þurfum við að þrá hann eins og fornaldar- heimurinn þráði og enginn hafði þó ennþá séð? Menn þrá hann, beztu mennirnir held ég þrái hann heitast. Þeir sem æðstar eiga vonir, þeirsem hæstu sýnir sjá, þeir sem með sér ala dýrasta drauma, þrá hann, hvort sem þeir vita það eða ekki og hverju nafni, sem þeir nefna hæsta markmið drauma sinna og vona. Þeg- ar blóðaldan hrundi heit um álfu og álfur i fyrri heims- styrjöldinni kvað eitt af skáldunum (E.H. Kvaran) til Krists: ,,Kom, þó að við aðhyll- umst þrjózku og tál, þá þráir þig, Kristur, hver einasta sál, frá sólskini suðlægra landa til næðinga nyrztu stranda". Getur þú lesið eða sungið, án þess hjarta þitt hrærist, aðventusálminn fagra, sem annað skáld (Helgi Hálfd lektor) kvað áður: „Gjör dyrnar breiðar, hliðið hátt, þú, Herrans kristni, fagna mátt, því kóngur dýrðar kemur hér og kýs að eiga dvöl hjá þér". Ólíkir menn um skoðun og trúarskilning, en mætast í einni von, við eina fótskör. Getum við orðið samferða þangað, þú og ég?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.