Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÖVEMBER 1977 31 Kveðja: Sveinberg Jónsson Á morgun verður borinn til vorum fluttir til Reykjavíkur og grafar Sveinberg Jónsson, sem kenndur var við Stóradal i Aust- ur-Húnavatnssýslu. Hann var fæddur 6. júlí, 1910, dáinn 19. nóvember siðastliðinn. Bar dauða hans skyndilega að, er hann var að gegna skyldustörf- um. Að heilsast og kveðjast, það er lífsfns saga. Minningarnar hrannast upp er ég lit til baka og horfi yfir farinn veg, fyrst er leiðir okkar Svenna lágu saman var ég ungur að árum fyrir innan fermingu, en hann orðinn bifreiðastjóri hjá Kaup- félagi Austur-Húnvetninga á Blönduósi, sem hann var svo um árabil. Ég átti því láni að fagna að búa í sama húsi og hann um alllangan tíma, og var ég löngum í bílnum með honum, sem þótti mikið sport i þá daga. Oft lentum við i allskonar ævin- týrum, en mest held ég að mér hafi þótt gaman, er ekið var eftir isilögðu Svínavatni endanna á milli, dag eftir dag, þá var nú gaman að vera með Svenna eins og oft endranær. Árið liðu og ég varð fullorðinn og alltaf varð ég velkominn á heimilið hans, þó stundum væri lifað hátt. Svo skildu leiðir er ég fluttist til Vestmannaeyja, en lágu svo saman aftur er við báðir bjuggum þá um tíma sinn hvoru megin við sömu götu og voru þá stundum rifjaðir upp gömlu góðu dagarnir og skemmt sér við minn- ingar. Nú þegar Svenni er kvaddur hinstu kveðju vil ég þakka honum allt og allt, konu hans og börnum sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur, og veit ég að þau geta huggað sig við minningu um góðan dreng. Jóhann Fr. Hannesson. Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra: Útlán Fiskveiðasjóðs hafa dregist verulega saman UTLAN Fiskveiðasjóðs á árinu 1976 námu alls 4217 milljónum króna á móti 4909 milljónum króna árið áður og 2660 milljónir króna árið 1974. Heildarlánveit- ingar Fiskveiðasjóðs frá 1. janúar 1971 til 31. desember 1976 námu alls 19092 milljónum króna. Kom | þetta m.a. fram í ræðu þeirri er Matthfas Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra flutti á aðalfundi Lt(J í Grindavfk f gær. Utlán ársins 1976 skiptast þann- ig i hundraðshlutum milli lands- hluta: Reykjavík 11.82%, Vestur- landskjördæmi 15.03%, Vest- fjarðakjördæmi 8.72%, Norður- landskjördæmi vestra 0.54%, Norðurlandskjördæmi eystra 21.03%, Austurlandskjördæmi 12.42%, Suðurlandskjördæmi 7.15%, Reykjaneskjördæmi 23.29%. Hins vegar skiptast heild- arútlán Fiskveiðasjóðs þannig á milli kjördæmanna: Reykjavík 9.64%, Vesturlandskjördæmi 13.59%, Vestfjarðakjördæmi 11.86%, Norðurlandskjördæmi vestra 4.30%, Norðurlandskjör- dæmi eystra 15.93%, Austur- landskjördæmi 15.85%, Suður- landskjördæmi 9.59% og Reykja- neskjördæmi 19.24%. frá Eymundsm Já, í ár veröur jólagjöfin frá Eymundsson, viö bjóðum gjafavörur í glæsilegu úrvali. Ennfremur bjóðum við mikið úrval af jólakortum og jólaskrauti. BÓKAVERZLUNj SIGFUSAR EYMUNDSSONAR AUSTURSTRÆTI 18 REYKJAVÍK SÍMI: 13135 Smokie — Bright Lights and Black Alleys Smokie — Gretest Hits Quees — News of The World Rod Stewart — Foot Loose and Fancy Free Dr. Hook — Makin' Love and Music Emerson Lake and Palmer — Works II John Miles — Stranger in the City John Miles — Rebel Stranglers — No more Heroes Linda Ronstadt — Simple Dreams Wishbone Ash — Front Page News Steely Dan — Aja Genesis — Seconds Out Van der Graaf — The Quiet Zone/ Pleasure Dome Doobie Brothers — Living on the Fault Line Geils Band — Monkey Island Santana — Moonflower Thin Lizzy — Bad Reputation Jess Roden — Player not the Game Létt tónlist James Last Waldo de Los Rios N eg ra k va rtetta r Létt kórlög Country-tónlist Harmoniku-tónlist Hammond/ Píanó-tónlist Suður-amerísk-tónlist Samkvæmisdansar íslenzk tónlist Mannakorn — í gegnum tíðina Bergþóra Árnadóttir — Eintak Ríó — Fólk Ólafur Þórðarson — í morgunsárið og auk þess. allar aðrar fáaniegar íslenzkar plötur Jazz mikið úrval með t.d. John Coltrane Oscar Peterson Keith Jarrett Chick Corea Count Basie Charles Mingus o.fl. o.fl. Landsins mesta úrval af KLASSÍSKRI tónlist VERZLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER MEST FÁLKIN N Suðurlandsbraut 8 — Laugavegi 24 og Vesturveri s. 84670 s. 18670 s. 12110 ®

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.