Morgunblaðið - 07.12.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.12.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1977 11 Eru skuttog- arar óöruggir ? Lontlon 5. desember AP. OPINBER rannsókn er nú haf- in í Bretlandi á öryggi skuttog- ara eftir aó skuttogarinn „Boston Sea Ranger" fórst á dularfullan hátt út af strönd Englands í f.vrrinótt. Skuttogaranum, sem var 171 tonn og smíóaóur í fyrra, hvolfdi út af tornwall og sökk á átta mínútum, en þar hafói hann verió vió makrílveióar. Fimm af átta manna áhöfn hans fórust, en hinum var bjargaó af nærstöddum togur- um, þar á meóal skipstjóran- um. Veöur var gott þegar, togar- inn fórst, aðeins fjögur vind- stig, en mikill brotsjór reið skyndilega yfir skipið og sjór fossaði ofan i lestir þess. Skipið tók þegar í stað að leggjast á Kvikmyndabaraii afiétt í Kína Hong Kong 5 des AP KÍNVERSK stjórnvöld hafa aflétt banni sem sett var á um 600 kvikmyndir i stjórnartið „þorpar- anna fjögurra", aS sögn dagblaðs i Kina. Bannið mun þó gilda áfram á einni mynd „keisaraynjan Wu Chih-tien", og er sú ákvörðun mikið áfall fyrir ekkju Maos for- manns, en hún var leiðtogi „þorparanna fjögurra". Stjórnvöld hafa sagt að flestar myndirnar séu frá timabilinu 1945 til 1966. Dagblaðið hefur eftir málgagni stjórnarinnar, Hsinhua, að flestar myndirnar séu „frábærar" þær lýsi vel byltingar- anda kínversku þjóðarinnar og sýni hetjulega framgöngu kirv verskra hermanna i Kóreustriðinu, og öðrum striðum i Kyrrahafinu. því, hliðina og var sokkið fyri varði. Slysið er mjög svipað þegar skuttogarinn „Gaul" frá Hull fórst út af norðurströnd Noregs fyrir þremur árum og með honum 36 menn. „Gaul" var nærri sjö sinnum stærri en „Boston Sea Ranger", en bæði skipin voru skuttogarar. Eigendur „Boston Sea Ranger" hafa lofað „mjög ná- kvæmri rannsókn á slysinu, en þeir sögðu að skipið hefði verið „fullkomnasta skipið sem við áttum. Það var smíðað í sam- ræmi við ströngustu kröfur og átti að þola veður eins og þau gerast verst við Bretland." René Goscinny, textahöfundur Asterix. Hann fékk hjartaslag og dó þar sem hann a-fói sig á þolhjóli. Asterix ekki öllum lokið EINS og kunnugt er hvarf af sjónar- sviðinu i síðasta mánuði René Goscinny, höfundur Asterix teikni- myndasagnanna. En Astrix hefur ekki enn kastað úr klaufunum — að minnsta kosti í Þýzkalandi. Þeir Goscinny, textahöfundurinn, og Albert Uderzo, teiknarinn, höfðu þegar skapað Gaulverjann Asterix og félaga hans Obelix 1959 Nærri tíu árum siðar kom útgáfufyrirtækið Ehapa i Stuttgart með útistöður þeirra gárunganna við Sesar og her- deildir hans á þýzka markaðinn í desember 1 968 gaf útgáfufyrirtæk- ið bæði fyrstu bindin af sögunum út — en til að hafa varann á aðeins i háskólaborgunum Túbingen og Frankfurt og aðeins í 50.000 ein- Leyf t ad veida 6.444 búrhveli tökum Öttuðust forkólfar fyrirtækis- ins að hið gaulverska skaup skirskotaði ekki til Þjóðverja En nú eru aðrir tímar Þegar hafa 22 bindi verið gefin i meira en 30 milljón eintökum og veltan er meira en 80 milljónir marka Þrátt fyrir lát Goscinnys er enn von á tveimur bindum i Þýzkalandi Kemur hið fyrra út i janúar og fjallar um þann atburð er Sesar gerir út hóp útsmoginna sérfræðinga til að ala á sundurlyndi meðal Gaulverja Seinna bindið er svo væntanlegt i byrjun ársins 1 979 Enn þá er óráð ið hvort framhald verður á bókun- um, en fyrrverandi samstarfsmenn Goscinnys velta þvi nú fyrir sér hvort þeir muni geta haldið áfram starfi hans Tókíó 5. desember. AP. ALÞJÓÐLEGA hvalveiðinefnd- in samþykkti I dag með 14 at- kvæðum gegn einu að leyfa veiði 6.444 búrhvela I Norður- Kyrrahafi á næsta ári. Aðeins fulltrúi Frakklands greiddi at- kvæði gegn tillögunni, sem þýð- ir mikla aukningu á búrhvela- veiðum Japana og Sovétmanna. Öll aðildarlöndin nema Brasi- lía og Panama sendu fulltrúa á ráðstefnuna, þar á meðal Is- land, en auk aðildarlandanna sendu mörg önnur lönd áheyrn- arfulltrúa á hana. A ráðstefnu fyrr í ár sam- þykkti nefndin að leyfa aðeins veiði 763 búrhvela næsta ár, en í ár var leyfilegt að veiða 7 þúsund. Fulltrúar Japans og Sovétríkjanna höfðu mótmælt þeim kvóta og var því kallað til aukaráðstefnu. Japanir héldu fram að stofn- inn, sem telur um 250 þúsund búrhveli. þyldi vel veiði allt að 6.400 hvala, og að sá kvóti stefndi stofninum ekki i hættm 1 dag ætlaði nefndin að taka fyrir mótmæli Alaska-Eskimóa gegn banni nefndarinnar á hvalveiðum þeirra, en Eskimó- ar benda á, að hvalveiðar hafi verið stundaðar af Eskimóum frá ómunatíð, og séu ein helzta leið þeirra til matvælaöflunar. ERLENT Við setningu fundarins í gær- dag söfnuðust um 200 japanskir sjómenn fyrir utan ráðstefnu- staðinn og vildu með því vekja athygli á mikilvægi hvalveiða fyrir Japan. Báru þeir spjöld sem á var letrað: „Takið ekki hvalinn frá okkur“, og önnur lík slagorð. VEÐUR víða um heim New York, 6 des. AP. Amsterdam hiti 2 stig skýjað Aþena 1 2 stig skýjað Berlín 1 stig skýjað Brussel 9 stig rigning Chicago 2 stig skýjað Kaup- mannah 1 skýjað Frankfurt 0 heiðskirt Helsinki 2 stig snjókoma London 7 stig rigning Madrid 7 stig rigning M oskva 6 stig skýjað New York 4 stig skýjað Osló 3 stig skýjað Paris 9 stig skýjað Róm 10 stig skýjað Stokkh. 2 stig snjókoma Tokyo 1 7 stig heiðskirt Hér birtist síðari hluti hins mikia ritverks um sævíkinga fyrri tíma við Breiðafjörð, sannar frásagnir mikillar sóknar á opnum bátum við erfiðar aðstæður, sem stund- um snerist upp í vörn eða jafnvel fullan ósigur. Nær hvert ár var vígt skiptöpum og hrakningum, þar sem hin- ar horfnu hetjur buðu óblíð- um örlögum byrginn, æðru- og óttalaust. Aflraunin við Ægi stóð nánast óslitið árið um kring og þessir veður- glöggu, þrautseigu víkingar, snillingar við dragreipi og stýri, tóku illviðrum og sjávarháska með karl- mennsku, þeir stækkuðu í stormi og stórsjó og sýndu djörfung í dauðanum, enda var líf þeirra helgað hættum. — Um það bil 3000 manna er getið f þessu mikla safni. Er andinn mikilvægari en efnið? Hefur góður hugur og fyrirbænir eitthvert gildi? Skiptir það máli hvernig þú verð lífi þínu? Þessar áleitnu spurningar vilja vefjast fyrir mönnum og víst á þessi bók ekki skýlaus svör við þeim öllum, en hún undirstrikar mikilvægi fagurra hugsana, vammlauss lífs og gildi hins góða. Hún segir einnig frá dulrænni reynslu níu kunnra manna, hugboðum þeirra, sál- förum, merkum draumum og fleiri dularfuilum fyrirbær- um, jafnvel samtali látins manns og lifandi, sem sam- leið áttu í bíl. Og hérerlangt viðtal við völvuna Þorbjörgu Mrðardóttur, sem gædd er óvenjulegum og fjöibreyttum dulargáfum. — Vissulega á þessi bók erindi við marga, en á hún erindi við þig? Ert þú einn þeirra, sem tekur and- ann fram yfir efnið? OoWftt o dyt w yóRfln itlftwlon h*t* nóH. ««t; ttltkt Itt.M kom, v.tcjft. ivélcl.ólttttnt; llitst* Hniwdiltttton. bftti itok wr.dittlflk.t orff íiottt oq hutt f-t ftcíletktlftwnnut Kwotjwm ircvtrt'-int'tn hftillaotfi oéwt 1*1 Iflantlt 09 iclotitbn noflftn, „Ef ég hefði ekki vitað það, að Guð er til, mundi ég hafa trúað á hestana mína“, sagði eyfirzki bóndinn Friðrik í Kálfagerði, og skáldjöfurinn Einar Benediktsson sagði: „Göfugra dýr en góðan ís- lenzkan hest getur náttúran ekki leitt fram“. — Þannig hafa tilfinningar íslendinga til hestsins ávallt verið og eru enn og sér þess víða merki. 1 ríki hestsins undirstrikar sterklega orð þessara manna. Þar eru leiddir fram fræði- menn og skáld, sem vitna um samskipti hestsins, mannsins og landsins, og víða er vitnað til ummæla erlendra ferða- manna. Bókin itiun halda at- h.vgli hestamannsins óskiptri, eins og hófatakið eða jó- reykurinn, hún mun ylja og vekja minningar. hún er óþrjótandi fróðleiksbrunnur hverjum hestamanni, heill- andi óður til Islands og ís- lenzka hestsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.