Morgunblaðið - 07.12.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.12.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESÉMBER 1977 ia Heimir Lárusson: Ný hlid á iðnaðarmönnum IÐNAÐARMANNAFÉLAGIÐ f Reykjavik kemur svo sannar- lega á óvart með listsýningu þeirri, sem haldin er í húsi iðnaðarmanna við Hallveigar- stig. Þetta framtak stjórnar félagsins er í senn frumlegt og skemmtilegt. Væri vel, ef þetta yrði aðeins upphafið að nýjum þætti í starfsemi félagsins. Það er vitað, að fjölmargir þeirra, sem taka þátt í sýningunni sendu aðeins litinn hluta af verkum sinum á sýninguna og vitað er um marga, sem sýn- ingarnefndin náði ekki til. Félagið hefur látið prenta vandaða skrá, þar sem rakin eru helztu æviatriði listamann- anna. Það vekur athygli, að á sínum yngri árum fóru tuttugu og fimm af þeim fjörutíu og þremur, sem þarna sýna, er- lendis til náms, annaðhvort í iðn sinni eða í myndlist, en margir, ef ekki flestir munu hafa lagt stund á hvorutveggja. Það hlýtur að verða forráða- mönnum sýningarinnar áhyggjuefni og ástæða til von- brigða ef sýningin verður illa sótt. Þeir hinir yngri myndlistar- menn, sem hafa uppi stór orð um áhugaleysi almennings á sýningum þeirra, mega þarna sjá, að stór hópur manna, hefur áhuga fyrir myndlist, sem byggð er á þekkingu. En hverj- um er sambandsleysið að kenna? Ætli iðnaðarmenn séu ekki meðal þeirra tryggustu gesta á sýningum hinna yngri og viður- kenndu listamanna. Einnig seg- ir mér svo hugur um, að þetta séu þeir menn, sem eru hvað drýgstir við kaup á listaverkum og hafa fyrr og síðar stutt við bakið á íslenzkum myndlistar- mönnum, bæði fjárhagslega og ekki síður með sínum smitandi áhuga. Getur það verið, að yngri listamennirnir og al- menningur almennt, séu að bíða eftir linunni frá listagagn- rýnendum blaðanna? Hvort þeir gefi sýningunni grænt ljós. Er ekki full ástæða fyrir nem- endur framhaldsskólanna , og listaklúbba þeirra að fjölmenna og skoða þessa merkilegu sýn- ingu. Pólitísku unghreyf- ingarnar hafa margar hverjar reynt, að leggja lag sitt við listir og laða að sér listamenn. Ungir sjálfstæðismenn kvarta hástöfum yfir því, að sjálfstæðisflokkinn skorti tengsl við listræn störf og lista- menn þjóðarinnar. Þau tengsl verða ekki efld nema áhugi sé fyrir hendi hjá hinum almenna liðsmanni. Það er reyndar slá- andi, að um leið og ungir sjálf- stæðismenn tala um að efla beri þessi tengsl, ritar fram- kvæmdastjóri samtaka þeirra grein i Morgunblaðið um Sinfóníuhljómsveit Islands og er helzt á honum að skilja, að hann vilji skipta á hljómsveit- inni og brúar- og vegaspottum. Hvað um það, á vegum iðnaðar- manna stendur þessi sýning, sem glöggur vottur um stöðu iðnaðarmanna og menntun þeirra og er vert að þakka þeim og einkum formanni félagsins fyrir þetta myndarlega fram- tak. Reykjavik, 3. desember 1977, Heimir Lárusson. Stykkishólmur: Bílavog á nýjum stað Stykkishólmi 5 des 1977 ÁG/ETIS veður hefir verið undan farna daga. Unnið er nú að þvi að færa bilavogina hér niður að höfn- inni og hefir undanfarið verið ekið bæði grjóti og möl þarna i uppfyll ingu og á þeirri uppfyllingu er bila- voginni fenginn staður. Er þetta nær athafnasvæði bátanna og vegur það- an til beggja handa. Eru þetta hinar nytsömustu framkvæmdir. fram- kvæmdir þessar eru á vegum Stykkishólmshrepps og hafnarinnar. Þrír bátar eru gerðir í haust héðan út á línu. Þórsnes II sem fékk beitingavél í fyrra og Þórsnes I og Sigurður Hafa þeir aflað um 3 til 5 lestir í róðri af góðum fiski og er allt að % hluti ýsa Aflinn er verkaður í fiskræktunarstöð Þórsness h.f. Þá eru 4—5 bátar sem stunda skel- fiskveiðar héðan Róa þeir út í flóann frá sunnudegi til fimmtudags, en eru i landi föstudag og laugardag Hefir afli verið jafn og hægt að stunda róðra mjög eðlilega þar sem óveður og frost hafa ekki hamlað veiðum svo neinu nemur Selfoss var hér um daginn og lestaði til útlanda 1 54 tonnum af skel- fiski en aflinn er unnin í Hraðfrystihúsi Sig Ágústsson h.f og hraðfrystihúsi Rækjuness h.f. Fréttaritari Gjöfin fæst íVouge hvort heldur til vina eða heimilisins. • Sængurfatnadur • Baðmottuf • Hanklæði • Dúkar • Dagatöl • Kappar í eldhúsgardínur • Nýjar eldhúsgardínur • Nýjar stofugardínur • Ný handklæði r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.