Morgunblaðið - 07.12.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.12.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBKR 1977 p&lllil :W:'ííííííí:Wíííííá mmqmm ÍÍÍSSS mm /fllafoss ÉG ER ÁVALLT ÞÆGUR OG GÓOUR SVO ER ÉG LIÐUGUR, MJUKUR OG ÓBRJÓTANLEGUR SJÁUMST f NÝJU GJAFAVÓRUDEILDINNI I ÁLAFOSSI Vesturgötu 2, Reykjavik, simar: 13404 og 22091. ndunnið sett I frá myndalista „Islendingum er sœmd og stgrkur að vináttu Finna ” AVARP Einars Agústsonar, utanríkisráðherra, í tilefni 60 ára afmælis finnska lýðveldis- ins: Herra forseti. Mér er það mikill heiður og gleði að flytja yður og finnsku þjóðinni árnaðaróskir og kveðj- ur frá íslensku þjóðinni í tilefni af 60 ára afmæli finnska lýð- veldisins. Fjarlægðin milli landa vorra á vafalaust þátt sinn í því, að náin samskipti þjóða vorra ná ekki langt aftur i aldir, en því betur þróuðust þau síðar og eru nú góðu heilli mjög náin. Segja má, að 60 ár séu lágur aldur í lifi þjóðar, og örlítið brot af langri þjóðarsögu Finna. Síðast liðin 60 ár hafa þó verið óvenju viðburðarík í finnskri sögu og m;rkuð af harðri baráttu og-þolraunum en jafnframt hafa þau verið tími mikilla sigra, sem hvarvetna hafa vakið aðdáun, ekki sist á tslandi. Lýðveldin tvö í hinu norræna samfélagi, Finnland og Island, eru útverðir þess í austri og vestri. íslenska lýðveldið er enn yngra :ð árum en hið finnska, en stofnun þess átti sér langan aðdraganda og tor- sóttan, enda þótt Islendingar hafi ekki þurft að færa sam- bærilegar blóðfórnir til þess að heimta rétt sinn og frelsi. Landshættir í báðum löndum, þótt ólikir séu, hafa krafist elju og þrautseigju ibúðanna öldum saman við frumstæð skilyrði. Við Islendingar fylgjumst með nútímauppbyggingu Finnlands á öllum sviðum með mikilli að- dáun þar sem haldast í hendur gróska í Iistum, vísindum og tækni. Kunnara er en frá þurfí að segja framlag Finna til menn- ingar heimsins að fornu og nýju. Þá mun það heldur ekki hafa verið af tilviljun, að Finnar höfðu frumkvæði að bættri sambúð þjóðanna, sem leiddi til undirritunar Helsinkisáttmál- ans. Þá ber að þakka ötult starf þeirra til þess að tryggja fram- tíðarárangur af þeim gerningi í raun. Við Islendingar bindum mikl- ar vonir við norrænt samstarf og er okkur ljúft og skylt að þakka hinn drjúga skerf Finna til þess. Jafnframt erum við tslendingar mjög þakklátir Finnum fyrir náið samstarf hjá Sameinuðu þjóðunum og hin- um ýmsu stofnunum þeirra. Okkur er mikill styrkur að sliku samstarfi. Islendingum er sæmd og styrkur að vináttu Finna, sem þeir vona að haldist traust um aldurogævi. Megi gæfa og gengi fylgja forseta Finnlands og finnsku þjóðinni. (Flutt í llelsinki, 5. desember 1977.) Fulltrúar Flugleiða. þeir Einar Helgason. forstöðumaúur innanlandsflugs. og Sveinn Sæ- mundsson, hlaðafulltrúi, voru mættir úti á Reykjavíkurflugvelli um hádegisbilid í gær þegar Fokker-vél félagsins lenti eftir áætlunarferð frá Patreksfirði. Tilefnið var, að Flugleiðamenn höfðu reiknað út með aðstoð Hagstofunnar, að f þessu flugi væri 223.100. farþeginn sem félagið hefur flutt innanlands frá sfðustu áramðtum og þar með hafi félagið f fvrsta sinn í sögu ínnanlandsflugsins flutt jafnmarga farþega og svarar til áætlaðrar fbúatölu landsins þessa dagana. Það reyndist vera farþegi nr. 10 f Patreksfjarðarvélinni, sem náði að skáka fhúatölunni, en það var ung kona, Kristfn Torfadóttir að nafni. Þeir félagar Einar og Sveinn færðu henni blómvönd fyrir hönd féiagsins auk þess sem Flugleiðir gáfu henni 2ja vikna ferð f -*» tvo til Kanaríeyja. (Ljósm.: Mbl. Friðþjóf**-' Gudrun , Helgadóttir HqI|ó krokkor! Hver haldiði að sé að svamla í jólabókaflóðinu? Já, það er ég, PÁLL VILHJÁLMSSON. Algjörlega ósyndur maðurinn. Maður getur ekki einu sinni hrokkið í — nei, haldið sér í kút. Ef ykkur er ekki alveg sama um mig, verðíði að kaupa mig í hvelli. Annars bara sekk ég. Globb . . . globb.....bb. Sko, þið farið í næstu bókabúð og segið: Er til bókin PÁLL VILHJÁLMSSON eftir Guðrúnu Helga- dóttur? Þá segir búðarfólkið kannski: Er það sú sem skrifaði JÓN ODD OG JÓN BJARNA og í AFA- HÚSI? Einmitt, segið þið. Þið getið líka gert annað: Biðjið mömmu ykkar eða pabba, afa eða ömmur, frænkur og frændur að gefa ykkur bókina í jóla- gjöf. Krafan er: harðan pakka í ár. Ég rígheld mér í bakkann á meðan .. . globb. Ykkar Palli n P.s. Munið að þakka fyrir ykkur. Bræöraborgarstíg 16, Sími 12923-19156 Svæði lokað á Strandagrunni HAFRANNSÓKNA- STOFNUNIN beitti á sunnudaginn skyndilokun á svæði utarlega á Stranda- grunni, þar sem í ljós hafði komið að of smár fiskur var í afla togaranna, sem þar voru á veiðum. Guðni Þorsteinsson fiskifræó- ingur sagði í samtali við Mbl. í gær, að rannsóknaskipið HatpoF væri við athuganir þarna nálægt og myndi hann kanna ástandið á Strandagrunni núna í vikunni. Hið lokaða svæði er um 10 mílur á hvorn kant. Féll og rotaóist ÞAÐ slys varð í bifreiðaverkstæði í Dalshrauni í Hafnarfirði í f.vrra- kvöld að 67 ára gamall maður, sem var þar við vinnu, féll á gólf- ið. Við fallið kom höfuð hans í stöng á tjakki og var höggið svo mikið að maðurinn rotaðist og hlaut heilahristing. Við nán&ri at- hugun kom í Ijós, að bein við gagnauga hafði brákast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.