Morgunblaðið - 07.12.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1977
23
skipstjóri og sundkennari i Kefla-
vík kvæntur Ingibjörgu Pálsdótt-
ur og Ragna ekkja Björns Franz-
sonar tónskálds og fræðimanns í
Reykjavík, ein eftirlifandi af
þeim systkinum. Öll börn Þor-
varðar og Margrétar voru vel gef-
ið hæfileikafólk.
Kristín verður jafnan minnis-
stæð sakir góðvildar sinnar og
glæsileiks.
Jóh. Gunnar Olafsson.
í leiðarlok staldrar maður
gjarnan við og rennir huganum til
baka yfir liðnu árin.
Árið 1951 kom ég í Garðastræti
33 og hitti þá frú Kristínu í fyrsta
sinn, broshýra og elskulega konu,
sem átti fallegt heimili og allt
virtist leika í lyndi. Það var ekki
fyrr en ég kom aftur á heimili
hennar að Háyallagötu 17 að ég
kynntist Kristínu og þeirri djúp-
stæðu sorg sem lá sem steinn á
hjarta hennar alla tíð síðan 1942
að hún missti dóttur sína Mar-
gréti, 6 ára gamalt indælt barn.
Kristín var heilsteypt kona og
hreinskiptin. Hún fór aldrei dult
með það að hún þráði endurfund-
ina við dóttur sína mjög heitt, og
síðan hún missti mann sinn Ólaf
Helgason lækni 1970 var biðtím-
inn oft erfiður.
Kristín var mjög barngóð og bar
mikla-umhyggju fyrir barnabörn-
um sínum. Gjafmildin var einstök
og einlæg, og hjálpsemin oft
meiri en hún megnaði.
Viljastyrk hafði Kristín í ríkum
mæli og lét hún aldrei tísku eða
umhverfi hafa áhrif á sig eins og
flest samferðafólkið.
Að lokum langar mig til að
þakka alla hjálp og velvild, sem
fjölmargir sýndu Kristínu í veik-
indum hennar sérstaklega Alfreð
Gíslasyni lækni á Elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund, sem
síðustu árin reyndist henni hin
mesta hjálparhella. Að hennar
ósk fór útförin hennar fram í lát-
leysi að viðstöddum nánustu vin-
um og vandamönnum.
S.K.
Guðmundur var vakandi
maður. Hann fylgdist vel mað
landsmálunum og var heima í
bókstaflega öllum þáttum stjórn-
sýslunnar.
Gaman var að spyrja hann um
hin ýmsu málefni Siglufjarðar,
því hann var ávallt tilbúinn að
ræða um þá hluti, sem efst voru á
baugi hverju sinni í bæjarfélag-
inu og ætíð hafði hann ákveðna
skoðun á þvi sem hann ræddi Vtm.
Árið 1976 kvæntist Guðmundur
Sigurjónu Lúthersdóttur og eign-
uðust þau tvo syni: Víði Óla og
Guðmund Gauta og voru þeir
augasteinar pabba síns. Það er
erfitt hlutskipti fyrir konu hans
að sjá á bak honum frá svo ungum
sonum. Já, erfitt er að hugsa um
þá staðreynd, að jafn lífsglaður og
atorkusamur maður sem Guð-
mundur var, sé horfinn af sjónar-
sviðinu. Mikið mun ég sakna
ágæts vinar, en öll eigum við hon-
um mikið að þakka. Mér finnst
Siglufjörður hafa misst einn af
sínum nýtustu sonum.
Ég bið Guð að blessa ástvini
hans og votta þeim innilegustu
samúð mína.
Þórsteinn Ragnarsson.
Jónína Helga Fríðríks-
dóttir — Kveðja
F. 29. nóvember 1907
D. 14. nóvember 1977
Aðfaranótt 14. nóvember lést að
heimili sýnu húsfreyjan Jónína
H. Friðriksdóttir, Grenimel 31,
Reykjavík.
Hún lagðist til hvílu, að því er
virtist heilbrigð að kvöldi, en var
liðið lík að morgni. Eftir stendur
ástvina- og vinahópur og spyr:
Hvers vegna?
Skáldið Jóhannes úr Kötlum
sagði:
Vor sál er svo rík af trausti og trú
að trauðla mun bregðast huggun sú,
þó ævin sem elding þjóti
Guðs eilffð blasir oss móti.
Þeir eru margir sem eiga um
sárt að binda við lát frú Jónínu
Friðriksdóttur. Allir þreyttir, all-
ir sjúkir, mæddir, áttu vísa þína
líkn og fró. Hún var óvenjulega
umhyggjusöm við sjúka og þá sem
báru skarðan hlut frá borði, og
ævilangt þakklát þeim sem sýndu
skilning öllum þeim sem byrðar
báru. íslensk gestrisni var ríkur
þáttur í fari húsbændanna á
Grenimel 31, þau tileinkuðu sér
orð Hallgríms Jónssonar:
t samfylgd skaltu vera
sem sólargeisli hlýr
við ylinn er góðum glatt.
Með öðrum ok að bera
er öllum fengur dýr.
t verkinu þú verðlaun finnur.
Fyrir tæpum 50 árum bast Jón-
ína vináttuböndum við föður
minn og stjúpmóður, sú vinátta
styrktist i reynslueldi áranna. Ég
og börn mín sendum úr fjarlægð
samúðarkveðjur eiginmanni
hennar, Guðmundi Magnússyni,
syni, fóstursyni óg fjölskyldum
þeirra og biðjum þeim öllum
styrks í þessu þunga reiðarslagi.
Ekki síst ömmubörnunum 8, sem
öll hafa misst svo óumræðilega
mikið, þó sum skilji ekki ennþá
hve ófyllt skarðið í ástvinahópn-
um er stórt, nöfnurnar hennar
báðar vona ég að erfi fórnarlund
og mannkosti ömmu sinnar. Mun
það reynast gott veganesi út i
lífið. Að eigin ósk var Jónian sál-
uga jörðuð í kyrrþey 23. nóvem-
ber að viðstöddum stórum hópi
ástvina og vina.
Drottin gefi dánum ró,
hinum líkn sem lifa.
Guðbjörg S. Gunnlaugsdóttir.
Afmælis-
og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast t sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera I sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
lfnuhili.
Vatteraóir vindjafefear í
stæróum
13008 & 12861
öllum
bjóóum vetrinum byrginn í vindjafefea frá Faco 14