Morgunblaðið - 07.12.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.12.1977, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1977 16 Utgefandi Framkvaemdastjóri Ritstjórar R itstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiSsla Auglýsingar Áskriftargjald 1500.0C í lausasölu 80 hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ámi GarSar Kristinsson. Aðalstræti 6. simi 10100. ASalstræti 6. simi 22480. I kr. á mánuði innanlands. .000 kr. eintakið. Hvemig á fólk að verja sig gegn verðbólgu? r Ióðaverðbólgu eins og þeirri, sem hér hefur rikt of lengi leitar fólk sífellt leiða til þess að tryggja verðmæti fjár- muna sinna í þvi skyni að þeir rýrni ekki og eyðist í verð- bólgubálinu. Sífellt fleirum hefur orðið Ijóst á undanförnum árum, að almenn ávöxtun sparifjár í innlánsstofnun hefur ekki 'verið leiðin til þess að verja fjármuni fólks gegn verðbólgurýrnun. Það erskýringin á því, að verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs hafa selzt upp nánast á svipstundu, þegar þau hafa verið á boðstól- um og góð sala hefur verið i happdrættisskuldabréfum. Það var hins vegar ekki fyrr en vaxtaaukareikningar voru teknir upp, sem handhægt sparnaðarform var tekið upp fyrir almenning, sem gaf von um nokkra tryggingu fjármuna gegn verðbólgu. Þó var það svo fyrst í stað, að vextir af vaxtaaukainnlánum stóðu óbreyttir svo lengi, þótt háir þættu í upphafi, að þeir reyndust heldur ekki nægileg vörn gegn verðbólgu. Nú hefur verið ráðin nokkur bót á þvi með þeim nýju vaxtareglum, sem upp voru teknar að frumkvæði Seðlabankans s.l. sumar og sem fela i sér endurskoð- un á vöxtum á nokkurra mánaða fresti En jafnvel þótt innláns- vextir af vaxtaaukalánum nemi nær 30% gera þeir tæpast betur en halda verðgildi peninganna óbreyttu, þannig að um raunveru- lega ávöxtun er tæpast að ræða. Sú innlánsaukning, sem orðið hefur á vaxtaaukareikningum síðustu mánuði sýnir, hvílík þörf hefur verið fyrir slíka möguleika til sæmilega öruggrar tryggingar fjármuna Vegna þess, að þessari þörf hefur ekki verið mætt sem skyldi hafa fjármunir almennings leitað i aðrar áttir til þess að tryggja þá og hefur vinsælasta aðferðin verið sú að festa peningana í steinsteypu, kaupa ibúðir, smáar eða stórar eftir efnum og ástæðum, þar sern reynslan hefur sannfært fólk um, að fasteign sé öruggasta tryggingin gegn rýrnun verðmæta á verðbólgutim- um Að öðru leyti hefur fólk lagt meiri áherzlu á en ella að kaupa bifreiðar og heímilistæki margvísleg. Með þessum hætti hefur nauðvörn almennings gegn verðbólg- unni orðið til þess að ýta undir verðbólguna og skapa efnahags- vanda. Flótti peninganna í steinsteypu hefur aukið þensluna á vinnumarkaðnum, sérstaklega í byggingariðnaðinum, sem aftur hefur stuðlað að vinnuaflsskorti í þeirri atvinnugrein, óeðlilegri eftirsókn eftir vinnuafli og þá um leið yfirborgunum, sem aftur hafa komið fram í hækkuðu verði fasteigna og jafnvel skorti á þessari eftirsóttu sparnaðarleið. Sókn peninganna í bifreiðar og heimilistæki hefur leitt tíl óeðlilega mikils innflutnings á þessum vörutegundum við og við og þannig stuðlað að auknum viðskipta- halla við útlönd og lélegri gjaldeyrisstöðu og aukið á efnahags- vandann. Allt eru þetta einfaldar og augljósar staðreyndir og má hverjum manni Ijóst vera, að þarna er sjálfvirkni á ferðinni. Almenningur leitar leiða til þess að verja eigur sínar og fjármuni gegn verðbólgubálinu og sú leit stuðlar aftur að meiri verðbólgu. Þennan vítahring þurfum við að rjúfa og öll skynsamleg rök mæla með því, að það verði gert á þann veg, að gefa fólki kost á að ávaxta fjármuni sina, hvort sem þeir eru miklir eða litlir, á annan og þjóðfélaginu hagkvæmari máta en í steinsteypu, bifreiðum og heimilistækjum. Enginn vafi leikur á þvi, og reynslan af spariskirteinum ríkissjóðs og vaxtaaukareikningum staðfestir það, að eigi fólk kost á öruggri vörn gegn rýrnun fjármuna á verðbólgutimum og hæfilegri ávöxtun að auki, leggur það fjármuni sina fremur inn i banka heldur en að kaupa meira af steinsteypu, bílum og heimilistækjum. Um leið og þetta umfram- fjármagn er þannig ávaxtað með heilbrigðari og eðlilegri hætti, geta innlánsstofnanir beint því i ávöxtun, sem er þjóðfélaginu í heild hagkvæmari og arðbærari, jafnvel þótt greiða þurfi verð- tryggingu af slíkum lánum eða háa vextí. Þær raddir heyrast nú meðal atvinnurekenda að ódýrara sé og hagkvæmara í rekstri að eiga greiðan aðgang að lánum, þótt borga verði meira fyrir þau, heldur en að geta ekki fengið ódýr lán nema með miklum harmkvælum. Níðurstaða þessara hugleiðinga er þvi sú, að einn meginþáttur i viðleitni okkar á næstu misserum til þess að ná tökum á verðbólgunni hljóti að vera sá að gefa almenningi kost á enn hagkvæmari sparnaðarformum en nú eru við lýði, annað hvort verðtryggingu og lágum vöxtum á innstæðufé eða frjálsum vöxtum, sem ráðist af framboði og eftirspurn fjármagns Með þeim hætti er umfram fjármagni i landinu beint í jákvæðan og heilbrigðan farveg, sem stuðlar um leið að því að draga úr yfirspennu í sumum atvinnugreinum og óeðlilegum innflutningi á bífreiðum og margvislegum tækjum. Það er orðið timabært, að ríkisstjórnin og bankakerfið gripi til enn frekari aðgerða á þessu sviði en Seðlabankinn tilkynnti á s.l. sumri. Þær aðgerðir voru góðar út af fyrir sig, en geta vart talizt annað en millistig í átt til þess, sem hér hefur veríð um rætt. Kristján Albertsson: SJÁLFSAGT mun mörgum hlýna um hjartarætur við lest- ur nýútkominnar minningabók- ar Sir Andrew Gilehrists (Þorskastrfð og hvernig á að tapa þeim), þar sem svo margt segir fallegt og vinsamlegt i garð lands vors og þjóðar, og margra íslenzkra manna — og það því fremur sem þessi full- trúi Breta á tímum fyrsta þorskastríðs varð fyrir ljótari reynslu á Islandi en nokkur annar erlendur sendiherra hef- ur orðið að þola, þegar heimili hans, konu hans og ungra barna var grýtt klukkustundum saman án þess lögregla fengi rönd við reist. Allir hljóta að vona að svo andstyggilegar og heimskulegar aðfarir verði um allan aldur einsdæmi í sögu þjóðar vorrar. Einn mann segist þó sendi- herrann ekki hafa átt „eins góð skipti við og unnt hefði verið“— Ölaf Thors, sem þá var forsætis- ráðherra. Hann fer mjög lofleg- um orðum um Ólaf sem stjórn- málamann, og segir hann hafa verið „mjög hæverskan, skarp- skyggnan og viljugan að hlýða á rök annarra“ í einkasamtölum og samningaviðræðum; en þess á milli í samkvæmum ekki að- eins fylginn málstað Islend- inga, „heldur einnig andstæð- ingur Breta", og gjarn á „niðr- andi háð“ í þeirra garð. Það er auðvitað ekki á mínu færi að bera um hvort Olafi var einum um að kenna að þannig gat tiltekist i samskiptum hans og sendiherrans. Þetta gerðist á tímum átaka sem engu liktust sem tslendingar höfðu áður reynt, og bæði forsætisráðherr- ann og sendiherrann voru í stöðum þar sem mest á mæddi, og hvor þeirra að sjálfsögðu viökvæmur fyrir hverju orði sem hneig að rétti eða heiðri þjóðar sinnar. Stjórnmálamönnum ber að hafa gát á orðum sinum á háskalegum tímum; en þeir eru þó aðeins menn, og hætt við að þeir láti sitthvað fjúka þegar þeim hitnar í hamsi. Sir Andrew Gilchrist fékk mestar mætur á Bjarna Benediktssyni af íslenzkum valdamönnum, og þeir urðu miklir vinir. Þó sinnaðist þeim einu sinni, og sendiherrann segist hafa orðið svo hvassyrtur að Bjarni rauk á dyr — en sneri þó aftur og sagði: „Nei, það væri óvinsam- legt að fara svona. Ég sagði kannski of mikið, en þér höfðuð líka rangt fyrir yður.“ „Það var satt og ég viðurkenndi það strax,“ segir Sir Andrew, og þeir tókust í hendur. Ólafur Thors var örlyndur maður og fljóthuga, og lét oft sitthvað fjúka — líka margt sem hann ekki ætlaðist til að yrði skilið sem mælt í fullri alvöru, né tekið hátíðlega. Ef Sir Andrew hefur haldið að Ólafur væri óvinveittur brezku Kristján Albertsson Ólafur þjóðinni, þá vita vinir hans bet- ur, og það vil ég að fram komi, því ég myndi telja það blett á minningu hans ef því væri trúað að svo hefði verið. Hann vissi auðvitað eins og allir aðrir að Bretar eru ein mesta og bezta þjóð sem fram hefur kom- ið í sögu mannkynsins, og ég efa að hann hafi kunnað annarsstaðar betur við sig í út- löndum en í Englandi. Þetta vissi ég aldrei betur en í þau tvö skipti sem við vorum sam- tímis i Lundúnum, og margt bar á góma sem við báðir dáð- um í fari brezku þjóðarinnar. A tímum eins af þorskastriðum harmaði ég í viðtali við Ólaf með hverju orðafari Bretum væri sendur tónninn í forustu- grein í Morgunblaðinu. Mér fannst ekki hægt að mæla á þessa lund, hvað sem á dyndi um stundarsakir, ekki í garð þeirra þjóðar, sem bjargað hafði allri Evrópu — þegar hún ákvað í júníl940 að halda áfram að berjast ein gegn ofurveldi Hitlers og Mussólinis eftir að þeir höfðu brotið undir sig ná- lega alla álfuna, og hvorki var sýnt að þeim myndi bregðast vinfengi Sovétmanna, né heldur að Bandaríkin myndu hreyfa legg né lið til að skakka leikinn. Ég sagði: „Engin þjóð fór út úr styrjöldinni með við- líka heiðri og Englendingar.“ „Það er sannarlega rétt,“ sagði Ólafur. Og mér fannst hann alltaf virða og dá Winston Churchill mest af öllum stjórn- málamönnum samtimans. Sir Andrew Gilchrist telur að Ólafur Thors hafi haft „mikla trú á óbilgirni við Breta“. Þetta kemur ekki heim við dóm Bjarna Benediktssonar, þess manns sem gerst þekkti öll við- horf Ólafs í landhelgismálinu. Bjarni segir í æfisögu Ólafs að hann hafi frá öndverðu lagt „áherzlu á að halda þannig á málum, að deilan við Breta magnaðist ekki.“ Ólafur sagði mér sjálfur svo frá, að sumarið 1960, þegar nær ár var liðið frá upphafi fyrsta þorskastríðs, hafi borist í tal í byrjun ráðuneytisfundar að hann ætti bráðlega að sækja fund forsætisráðherra Norður- landa. Hann kvaðst hafa sagt: „Ég þarf ekkert við neinn þeirra að tala, en ég þyrfti að ná tali af forsætisráðherra Englands." Hinir ráðherrarnir féllust á þá hugmynd, og eindregnast Gylfi Þ. Gíslason. Og Ólafi tókst að fá brezka for- sætisráðherrann Macmiilan til að staldra við á Islandi þegar Thors hann í september var á leið til allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. Þeir snæddu saman hádegisverð á Keflavíkur-flugvelli og áttu langt samtal um landhelgismál- ið. Ólafur skýrði málstað þjóðar sinnar, og fundur þeirra varð mjög vinsamlegur. Hér skal lát- ið nægja að vitna í orð Bjarna Benediktssonar: „Vann Ólafur þar Macmillan til skilnings á nauðsyn okkar, þótt enn væri eftir að semja um einstök atriði. Með þessu samtali var grundvöllur lagður að lausn málsins og þar með að einum stærsta stjórnmálasigri Islend- inga.“ Skömmu síðar hófust svo formlegar safnningaviðræður, og snemma á næsta ári tókust samningar sem bundu endi á deiluna um 12 mílna lögsöguna. Það er ekki líklegt að Macmill- an hafi fundist Ólafur flytja mál sitt af óvinveittum hug í garð Breta, ná telja óbilgirni í þeirra garð vænlegasta til far- sælla úrslita. — Sir Andrew Gilchrist birt- ir í bók sinni kafla úr ræðu um landhelgismálið sem hann segir að Ólafur Thors hafi flutt á þingi Sameinuðu þjóðanna í október 1959. Ég býst við að Ólafur hefði getað gert allt sem þar segir að sinum orðum — en hann hélt ekki þessa ræðu, og sat ekki þetta þing. Ég sat þing- ið og heyrði Thor Thors flytja þessa ræðu. Þetta mishermi skiptir ekki miklu, en þó er aldrei úr vegi að taka undir með Ara fróða og telja skylt að hafa það heldur, er sannara reynist. K.A. og Bretar Stykkishólmur: Ekki hægt að fá nýjan síma í ár Stykkishólmi. 5 des EINS OG viða annars staðar er nú sjálfvirka simstöðin i Stykkishólmi yfirfull og vantar marga síma, en hvorki nýjum simabeiðnum né flutn- ingum hefir verið hægt að sinna um tæplega ár. Ekki er vitað hvenær úrbætur fást og fer það mjög eftir hversu mikið fé siminn fær til at- hafna á næsta ári. en vonir standa til að um 100 númer fáist i viðbót i vor. Frú Sigrún Jónsdóttir listakona frá Reykjavík hefir undanfarið haldið hér leirmunanámskeið og hefir þátttaka veríð góð, og hafa um 30 konur tekið þátt i námskeiðmu Þvi er ekki lokið en gert ráð fyrir að Ijúka þvi fyrir jól Áætlunarferðir bifreiða milli Stykkis- hólms og Reykjavikur hafa gengið eðli- lega i allan vetur og er nú farið þrisvar i viku, frá Reykjavik á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl 10 árdegis og frá Stykkishólmi á miðviku- VEITT hefur veriö fjárhæð til undirbúningsframkvæmda við gerð vegsvala á Múlaveg á næsta ári, að því er blaðið Islendingur á Akureyri hefur nýverið eftir Lár- usi Jónssyni alþingismanni. Það hefur lengi verið í deigl- unni að setja vegsvalir á veginn fyrir Ólafsfjarðarmúla, sem ætl- aðar eru til að draga úr slysa- hættu af snjóflóðum og grjót- hruni á hættulegustu stöðunum og koma í veg fyrir að vegur lokist dögum og föstudögum kl. 9.30 ár- degis og á sunnudögum kl 2 eftir hádegi Fréttaritari af þessum orsökum. Svalir af þessu tagi hafa verið notaðar í Noregi með sýnilegum árangri en þær eru þannig gerðar, að þær mynda nokkurs konar hengju yfir veginn. Þegar skriður og snjóflóð falla beina svalirnar straumnum yfir veginn. Að sögn Lárusar Jónssonar er mikilvægt að setja svalir á hættu- legustu staðina og kvaðst hann vonast til að það yrði framkvæmt á næstu árum. Vegsvalir á Múlaveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.