Morgunblaðið - 07.12.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.12.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1977 Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki UTHVERFI Ásgarður Skipholt 1 —50 Laugarteigur Barðavogur VESTURBÆR Hringbraut frá 92 AUSTURBÆR Míðtún, Sóleyjargata llnnlvsinaar í síma 35408 Ný gerð af borðstofusettum í gömlum brezkum stíl. 4 gerðir af borðum og stólum. IMú er einnig fáanlegur skenkur í stíl við Britannia borðstofusettið. OPIÐ TIL KL. 10 FÖSTUDAG OG TIL KL. 6 LAUGARDAG irumarkaðurinn hí. Ármúla 1 A, sími 86117 Nýjar sendingar BRITANNIA Borðstofuborð og stólar .aa aJ Árleg jólasöfn- un Mæðrastyrks- nef ndar er hafin HIN árlega jólasöfnun Mæóra- styrksnefndarinnar í Reykjavík er nú hafin. Hafa söfnunarlistar verió sendir í fjölmörg fyrirtæki og stofnanir í borginni aó venju. Það er eindregin von nefndar- innar, að enn einu sinni bregðist Reykvíkingar vel við og láti nokk- uð af hendi rakna til þess að hún geti létt hag og stutt við bakið á — Andvígur leigugjaldi... Framhald af bls. 2 þá eru þær hluti af vörnum Islands og þvi eðlilegt, að undir þeim útgjöldum verði staóið í samræmi við það. Það er ekki nægilegt að verja landið, það þarf að vernda fólkið sjálft. 2) Islendingar þurfa að eign- ast menn með sérmenntun í landvörnum til þess að við þurf- um ekki við mat á vörnum lands og þjóðar að sjá allt með annarra augum, heldur höfum íslenska sérfræðinga til ráðu- neytis. 3) Það hefur valdið vand- kvæóum, að vörur, sem varnar- liðið flytur inn til eigin nota, skuli undanþegnar tollum og söluskatti. Þetta hefur leitt til ólöglegra viðskipta. Það er óeðlilegt og ástæðulaust, að varnarliðsmenn njóti slíkra for- réttinda fram yfir landsmenn sjálfa. 4) Varnarliðsmenn fá greidd laun sín hér á landi í erlendum gjaldeyri. Það hefur leitt af sér ólögleg gjaldeyrisviðskipti. fjölmörgum efnalitlum heimilum hér í borg, sem eiga við margs konar erfiðleika að etja. Munu bæði einstæðar konur og efnalítil heimili njóta þeirrar aðstoðar, sem veitt verður á komandi jólum af fé því, sem vonast er til að safnist nú i desember. Enginn vafi er á því, að nú sem fyrr er mjög mikil þörf fyrir aðstoð sem Eðlilegt væri, að varnarliðs- menn fengju greiddan í íslensk- um krónum þann hluta launa sinna, sem þeir nota hér á landi, og að viðskipti í varnar- stöðinni fari fram í íslenskum gjaldmiðli. 5) Varnarliðið ætti að geta keypt meira af íslenskum iðn- aðarvörum en nú er. 6) Varnarliðið ætti að kaupa í meira mæli en nú íslenskar bú- vörur, svo sem kjöt, osta og smjör. 7) íslendingar greiða sjálfir háan benzínskatt, sem notaður ef til nýbyggingar og viðhalds vega. Það er ekki eðlilegt, að varnarliðið, sem einnig notar þessa vegi, sé undanþegið benzinskatti og njóti þannig forréttinda fram yfir lands- menn. 8) Það þarf að athuga, hvort fleiri íslenskir verktakar en nú er gætu átt þess kost aó taka þátt í framkvæmdum á végum varnarliðsins. Ég tel það nauðsyn, að Island haldi áfram að vera varið land og aðili að NATO. En jafnframt þarf að endurskoða ýmis fram- kvæmdaatriði eins og ég hef gert hér grein fyrir. þessa, því að margur stendur höll- um fæti þótt ekki beri mikið á þvi i erli dagsins. Aðstoðarinnar munu ekki aðeins konurnar njóta, heldur einnig og ekki síður fjöl- skyldur þeirra, eiginmenn, börn og aldrað fólk, sem á heimilunum eru. Á síðasta ári gerðu Jólasöfn- un nefndarinnar kleift að veita 280 efnalitlum konum i Reykjavik fjárstyrki, segir í fréttatilkynn- ingu frá Mæðrastyrksnefnd. Skrifstofa nefndarinnar er að Njálsgötu 3, Reykjavík, sími 14349. Fram að jólum verður hún opin alla virka daga kl. 1—6 og er bæði unnt að senda þangað fjár- framlög, söfnunarlista og aðrar þær gjafir sem menn vilja koma á framfæri. Eftir að Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra hafði lokið máli sínu tók til máls Kjartan Ólafsson og fagnaði hann því aó iðnaðarráðherra lýsti skrif dag- blaðsins Visis varðandi um- mæli hans á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins nú nýver- ið, röng, þótt, ritstjóri Vísis hafi séð ástæðu til að árétta skrif Visis eftir að iðnaðarráðherra hafði lýst þau ómerk í Morgun- blaðinu. — Það kann að hljóma vel öll þessi atriði sem iðnaðarráð- herra nefndi hér fyrr, en iðnað- arráðherra talaði um ástand vega væri þannig að erfitt kynni aó flytja fólk frá hættu- svæðum til tryggari svæða. Ég skildi orð iðnaðarráðherra þannig, að í raun og veru mætti líta svo á að uppbygging brúa og vegakerfis landsins væri hluti af landvörnum. — Því spyr ég, sagði Kjartan Ólafsson, hvort þrátt fyrir rangtúlkunina í Visi á dögunum, að iðnaðaráð- herra telji það koma til greina að Varnarliðið á Keflavikur- flugvelli kosti vega- og brúa- gerð á svæðum utan þess svæð- is sem þeir eru á. Þar sem forsætisráðherra hefur lýst sinni afstöðu mjög skilmerkilega væri það óskandi að iðnaðarráðherra gerði slíkt hið sama hér á eftir. þar sem ég vænti þess að hann sé mér sam- mála um að í slíkum málum eigi menn ekki að dylja sig, og þar sem raddir eru uppi um að inn- an Sjálfstæðisflokksins sé mik- ill ágreiningur. Þá tók til máls Lúðvik Jósefs- son og þakkaði hann iðnaðar- ráðherra fyrir hans greinar- gerð á sinni afstöðu til þessa mikla máls. Hann taldi þó greinilegt af máli iðnaðarráð- herra mætti ráða að hann væri fylgjandi frekari gjaldtöku af varnarliðinu en verið hefði — hernámið er nógu bölvaö, þó ekki bætist við að við verðum enn háðari erlendu valdi vegna gjaldtöku okkar fyrir varnar- liðið, sagði Lúðvík að lokum. Siðastur til að ræða þetta mál var Magnús Kjartansson. Var Magnús mjög myrkur í máli og taldi. að með mæli sinu væri iðnaðarráðherra að vekja aftur upp þann gamla draug sem var ríkjandi í lok stríðsins, um að innlima Island í Bandarikin. Þá lýsti Magnús undrun sinni á þeirri miklu breytingu, sem orðið hefði á afstöðu iðnaðar- ráðherra frá árinu 1945, þegar hann varaði mjög við kröfum Bandaríkjamanna um þrjár herstöðvar á Islandi, en sagði að óyggjandi gögn lægju fyrir um að margir forystumenn, Sjálfstæðisflokksins, Fram- sóknarflokksins og Alþýóu- flokksins á þessum tíma voru beinlinis fyl'gjandi þessari kröfu Bandaríkjamanna um innlimun íslands í Bandaríkin. Sagði Magnús aö það væri alveg óyggjandi hægt að merkja það af máli iðnaðarráðherra að hann væri fylgjandi „Aronsk- unni“ það er vildi auka gjald- töku af Varnarliðinu. Væri greinilegt að hann vildi koma að einhverjum vínum sínum til að mata krókinn hjá Varnarlió- inu og verða nýríkir. Á éftir máli Magnúsar Kjart- anssonar var umræðum um þetta mál frestað. þar sem þegar Var búið að boða til flokksfunda þingflokkanna.. Félagsfundur Almennur félagsfundur Knattspyrnufélagsins Vals, verður haldinn í félagsheimilinu, að Hlíðarenda, miðvikudaginn 7. des. 1977 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Skíðaskáli félagsins. 2 Ákvörðun aðalstjórnar skv 1 1 grein félagsins félagsins. 3. Tengsl aðalstjórnar við deildir félagsins. 4. Önnur mál. Allir félagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin. Frá tízkuhúsum Evrópu I dag: Kjólar frá Tízkuverzlunin / Rauðarárstíg 1 Sími 15077

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.