Morgunblaðið - 07.12.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.12.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1977 11 lestum af fiski landað úr m.b. Vlkingi III á tsafirði s.l. mánudags- kvöld. LJÓsm. ('lfar Agústsson. Þorskganga í Húnaflóa Línuaflinn 9-12 lestir í róðri tsafirrii K. tles. Læknir og verk- fræðingur bjóða í Guðmund RE Prófkjör Framsóknar: Þórarinn og Einar gefa kost á sér FRESTUR til að skila framboð- um í prófkjör Framsóknarflokks- ins vegna þingkosninganna í Reykjavfk næsta vor rennur út á föstudaginn. Morgunblaðið hefur það eftir ábyggilegum heimild- um, að þeir menn, sem skipuðu þrjú efstu sæti listans við sfðustu kosningar, hafi allir tilkynnt þátt- töku í prófkjörinu, þ.e. Þórarinn Þórarinsson alþingismaður, Ein- ar Agústsson utanrfkisráðherra og Sverrir Bergmann læknir. Skákinni lauk með jafntefli Sjá skákina virttól virt a<V stortarmenn Kortsnojs og tékkneska stórmeistarann llort á hls. 17. BIÐSKAKINNI úr sjöttu um- ferð einvígis þeirra Korchnois og Spasskys í Belgrad um rétt- inn til að skora á Karpov lauk í gær með jafntefli eftir aðeins fjóra leiki. Korchnoi hefur því enn tveggja vinninga forystu í einvíginu, hefur hlotið fjóra vinninga gegn tveimur vinn- ingum Spasskys og sex skákum loknum. Alls verða tefldar 20 skákir nema anrrar hvor hljóti áður þann 10!ó sem þarf til þess að tryggja sér sigur í einvígínu. Sjöunda skák einvígisins verð- ur tefld i dag. Þá hefur Korchnoi hvítt. r Ami Friðriksson í síldarleiðangur RANNSOKNASKIPIÐ Arni Friö- riksson lagði í gær upp í rann- sóknaleiðangur undir stjórn Jakobs Jakobssonar fiskifræð- ings. Er ætlunin að kanna ástand síldarstofnsins útaf Suðurlandi að lokinni síldarvertíð og áætla stærð hans. MJÖG góður afli hefur ver- ið hjá línubátum héðan A batavegi HILMAR Gunnarsson frá Þórshöfn, sem höfuðkúpu- brotnaði er hann féll á steingólf, um tveggja metra fall, á mánudaginn, var á batavegi í gærkvöldi, þar sem hann lá á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akur- eyri. Hilmar höfuðkúpu- brotnaði við fallið og var hann fluttur í skyndi til Akureyrar, þar sem gerð var á honum aðgerð í fyrri- nótt. undanfarið, eða 9—12 lest- ir í róðri á 40 bala. Hafa bátarnir sótt norður á Húnaflóa. Sigurhjörtur Jónsson, skip- stjóri á m.b. Víkingi III, sagði i gærkvöldi, að góð þorskganga virtist vera að ganga inn flóann. Hefðu þeir fyrst lagt nokkuð djúpt en í síðustu legu hefðu þeir verið suð-austur af suðri frá Horni. Aflinn er svo til eingöngu þorskur og eru stærðarskipti þannig, að rúm 50% fara í 1. flokk en um 40% í 2. flokk. Eftir stirða og lélega haustver- tíð eru sjómenn að vonum ánægð- ir með að fá slikan jólaglaðning. Veður hefur verið með eindæm- um gott undanfarið, logn eða hægviðri og hiti allt upp í 12 stig. —Olfar. AFLASKIPIÐ Guðmundur RE hefur verið á sölulista um skeið og hafa nokkrir kannað mögu- leika á að kaupa skipið. f sam- tali við Hrólf Gunnarsson út- gerðarmann í gær staðfesti hann að meðal þeirra sem hefðu gert tilboð í skipið hefðu verið fjórmenningar, læknir. un erlends GENGISSIG hefur verið nær sám- fellt, allt frá þvf er kjarasamning- ar voru undirritaöir milli Alþýðu- sambands fslands og Vinnuveitt endasamhands Islands hinn 22. júní 1977. Að meðaltali hefur sá erlendi gjaldeyrir, sem Seðla- bankinn skráir og gefur út lista yfir hækkað um 11,4% á þessum tíma. Mest er hækkun svissneskra franka, 29,1%, en pesetar hafa hins vegar lækkað gagnvart krón- unni um 8,5%. Hækkun Bandaríkjadollars gagnvart krónunni er 9,0% miðað við gengisskráningu hinn 22. júní 1977 kl. 12 og gengisskráningu hinn 6. desember klukkan 13. A sama tíma hefur sterlingspund hækkað um 16,5%, Kanadadollar um 4,9%, danskar krónur um 10,4%, norskar um 10,3%, en sænskar krónur hafa aðeins hækkað um 1,7%. Hækkun finnskra marka er 7,0% á þessu tímabili, franskra franka 11,7%, belgískra franka 15,7% og svissneskra 29,1.%. 7 skip með loðnu FRÁ miðnætti í fyrrinótt þar til í gærkvöldi tilkynntu sjö skip um afla til loönunefndar, samtals 2,930 lestir. Skipin voru Svanur RE sem var með 310 lestir, Fifill GK 240, Ósk- ar Halldörsson RE 400, Þórsham- ar GK 150, Loftur Baldvinsson EA 700, Örn KE 530 og Harpa RE .600. verkfræðingur og tveir sjó- menn. Vildu þeir kaupa skipið á 430 millj.kr. og borga út í því 120 millj.kr. Eigendur skipsins vildu láta útborgunina standa, en hækka kaupverðið um 15 millj.kr. og á því strandaði að sinni a.m.k. gjaldeyris Hollenzk gyllini hafa hækkað um 15,8%, vestur-þýzk mörk um 19,1%, lírur um 10,3%, austur- riskir schillingar um 18,0%, portúgalskir escudos um 5,0% og yen um 18,4%. Eini gjaldmiðill- inn, sem staðið hefur sig verr en islenzka krónan eru pesetarnir, sem lækkað hafa um 8,5%. Bandarikjadollar var í gær skráður á 212,30 krónur, sölu- gengi, sterlingspund á 390,30 krónur, Kanadadollar á 192,30 krónur, danskar krónur á 35,46 krónur hver einstök króna, norsk- ar á 40,48, sænskar á 44,67 krónur og finnska markið á 51,06 krónur. Hækkun hjá hárskerum og efnalaugum RÍKISSTJÓRNIN staöfesti í gær 11% hækkun á taxta hárskera og hárgreiðslu- meistara og 14% hækkun á taxta efnalauga og þvotta- húsa, en þessar hækkanir höfóu hlotið samþykki verðlagsnefndar á mánu- daginn. Hækkanirnar eru nær eingöngu til komnar vegna launahækkana 1. desember. Hans Kristján Arnason hætt- ir hjá S.Í.S. í NVÚTKOMNUM Sambands- frétlum kemur fram að Hans Kristján Árnason, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Innflutningsdeild- ar S.Í.S., hefur sagt starfi sínu lausu frá 1. desember s.tl. að telja. Hans Kristján er viðskipta- fræðingur frá Viðskiptadeild Ilá- skóla íslands 1973 og stundaði framhaldsnám við London Buissness School í rekstrarhag- fræði 1973—1975. Hans Kristján hóf störf hjá S.I.S. árið 1975 sem aðstoðarfram- kvæmdastjóri Iðnaðardeildar með aðsetri í Reykjavík, en réðast til Innflutningsdeildar, þegar Gísli Theodórsson tók við fram- kvæmdastjórn skrifstofu SÍS í London. Hans Kristján, sem sagði starfi sínu lausu af persönulegum ástæðum, starfar þó um stundar- sakir við sérverkefni á vegum Innflutningsdeildarinnar. Andvígur leigugjaldi fyr- ir varnarstöð GUNNAR Thoroddsen kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Al- þingi í ga-r í tilefni af umræð- um á þingi f.vrr, um ræðu hans á flokksráðsfundi Sjálfstæðis- flokksins. t ræðu sinni lagði Gunnar Thoroddsen áher/.lu á eftirfarandi. — Ráðherrann er andvígur því, að leigugjald verði tekið fyrir varnarliðið. — Nauðsyn- legt er að efla almannavarnir og líta á þa*r sem hluta af vörn- um íslands. — lslendingar þurfa að eignast sérmenntað fólk á sviði landvarna. — Varn- arliösmenn eiga ekki að mati ráðherra að njóta tollfrjáls- og söluskattsfrjáls varnings, þeir eiga að fá laun sín greidd í íslenzkum peningum, varnar- liðið ætti að kaupa meira af Islenzkum iðnaðarvörum og bú- vörum og greiða benzíngjald vegna afnota af Islenzkum veg- um, en hér á eftir fer ræða ráðherrans f heitld: Á þingfundi 28. nóvember gerði einn háttvirtra þing- manna, Kjartan Ólafsson, að umtalsefni utan dagskrár frá- sögn í blaðinu Vísi þann sama dag. 1 blaóinu er sagt frá um- mælum, sem Gúnnar Thorodd- sen hafi viðhaft í umræðum um varnarliðið á flokksráðsfundi Sjálfstæðismanna tveim dögum áður. 1 fyrirsögn Vísis eru mér lögð í munn þessi orð, innan tilvitn- unarmerkja: „Getum ekki lagt vegi af eigin rammleik". 1 frá- sögninni sjálfri er haft eftir mér, einnig innan tílvitnunar- merkja: „Við getúm ekki lagt varanlega vegi af eigin ramm- leik.“ Þessi frásögn er röng, báðar útgáfurnar. Hin tilvitnuðu orö hef ég aldrei viðhaft og slík ummæli éru mér víðs fjarri. Þennan þingfundardag og þá næstu á eftir hafði ég fjarvist- arleyfi frá þingi, þar sem ég sótti fund iðnaðarráðherra Norðurlanda í Óslö. 1 þessum umræðum var óskað eftir skýringum frá minni hendi. Ég mun verða við þeim tilmælum og gera í stuttu máli grein fyrir þeim viðhorfum mínum, sem virðast hafa'orðið tilefni þesSarar blaðafréttar og umræðu á Alþingi. Ég er andvígur þeirri hug- mynd, að Islendingar taki leigugjald fyrir varnarstöðina. Ég get heldur ekki fallist á, að Gunnar Thoroddsen. — segir Gunnar Thoroddsen, sem vill efla almannavarnir og endurskoða ýmis fram- kvæmdaratriði allt skuli óbreytt standa um framkvæmd varnarmála. En oft er unnt að byggja brú milli ólikra sjónarmiða. Hér skulu nefnd nokkur þau atriði, sem ég tel tímabært að taka til nýrrar athugunar og umræðu. 1) I öllum öðrurp löndum Norður- Atlantshafsbandalagsins er ekki aðeins séð fyrir landvörn- um, heldur einnig hugað að vörnum fyrir fólkið sjálft, al- mannavörnum. I lögum okkar um almannavarnir eru hugsan- legar hernaðaraðgerðir nefnd- ar fyrst áf þeim atriðum, sem almannavarnir eigi að beinast að. Þessu mikilvæga verkefni höfum við íslendingar ekki sinnt sem skyldi, fyrst og fremst vegna kostnaðar. Margs- konar varnarviðbúnað fyrir fólkið vantar. Ástand vega og brúa er víða þannig, að torvelt yrði að flytja fjölda manna skyndilega burt frá hættu- svæði. Ef til ófriðarátaka kem- ur eru borgararnir ofurseldir hættu og hörmungum, sé þess- um málum ekki gerð skil. Þetta hafa aðrar þjóðir skilið og sýnt þann skilning i verki. Allar slíkar varnaraðgerðir vegna fólksins sjálfs kosta mikið fé. Þótt þær yrðu að sjálfsögðu undir stjórn íslendinga sjálfra, Framhald á bls. 18 Gengissig frá því í júní: 11,4% meðaltalshækk-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.