Morgunblaðið - 07.12.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.12.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1977 25 fclk í fréttum + Enski lestarræninginn eftir- lýsti, Ronald Biggs, sem í nokk- ur ár hefur búið í Brasilíu, hef- ur fengið nýja vinkonu til að hugga sig í útlegðinni. Hún er þýsk, 35 ára gömul og heitir Birgitte Bruns. Þau sjást hér á myndinni mað gæludýrið sitt. Birgitte er auglýsingateiknari I Rio de Janeiro, en þangað er klukkutíma akstur frá bænum þar sem Ronalds Biggs býr ásamt tveggja ára gömlum syni sínum Miehael. Móðir Michaels er eiginkona Biggs númer tvö og heitir Raimunda. Það var henni og syninum að þakka að Biggs var ekki framseldur til Englands á sínum tíma, en sam- kvæmt brasilfskum lögum má ekki framselja útlending sem hefur barn á framfæri sínu. Raimunda vinnur sem fatafella í næturklúbbum víða um Evrópu og hefur aðeins heyrt orðróm um hvað eiginmaður- inn aðhefst í fjarveru hennar. „Ég hef áhyggjur af því hvað Raimunda segir þegar hún fær fréttir af okkur Birgittu," segir Biggs, sem nú er orðinn 47 ára gamall og dreymir alltaf um að sættast við fyrstu konu sína, Charmaine, en hún er búsett í Astralíu. Hann vonar að þau geti einhverntíma tekið saman aftur. Það eru nú liðin 14 ár sfðan Biggs flúði fangelsið, en hann hlaut 30 ára fangelsisdóm fyrir. þátttöku í „lestarráninu mikla" þar sem jafnvirði næst- um 2000 milljóna ísl. króna hurfu. „Eg hef alltaf heimþrá," segir Biggs. Það er samt ótrú- legt að hann eigi afturkvæmt til Englands, því lögreglan á ýmislegt vantalað við hann og þvf er tryggara að vera í Brasi- líu þar sem hinn langi armur laganna nær ekki til hans. En Biggs er heppnari en hann á skilið, það sýnir eftirfarandi saga: Fyrir nokkru var enskt herskip í heimsókn í Rio og nokkrir liðsforingjar buðu Biggs um borð þar sem hann þáði veitingar. Þegar veislunni lauk hélt Biggs heimleiðis án þess að nokkur gerði minnstu tilraun til að hindra för hans. Það var þó leyfilegt að taka hann fastan um borð í skipinu, því lagalega séð var hann þar á ensku yfirráðasvæði. Þegar fréttin barst til Englands fengu liðsforingjarnir rækilegar skammir en Biggs hló hjartan- lega að öllu saman. K AS SAKÚLAN BÝR TIL: KASSAKULUKASSA KASSAKÚLUKÚRÖNU-KASSA- KULUHÚS0 KASSAKÚ LUSKUTLU KASSAKULURAÐKUBB0 KASSA- KÚLUGESTAÞRAUT0 OG FLEIRA FÆST í ÖLLUM BÓKABÚÐUM Fyllt Attuvoná gestum? Ómíssandi inatreiðsluhók í þessari nýju matreiðslubók er fjöldi uppskrifta að völdum réttum sem mat- reiddir eru þegar eitthvað stendur til, t.d. þegar von er á gestum, eða búa skal til sérrétti handa fjölskyldunni. Vinstra megin á hverri opnu inni í bókinni er stór litmynd af réttinum til- búnum, en á hægri blaðsíðu eru upp- skriftirnar ásamt litmyndum sem sýna handtökin við undirbúning og gerð réttanna — sem sagt augljós og greinargóð lýsing. i bókinni eru 360 stórar og smáar lit- myndir og sem sýnishorn af réttum má nefna: Fiskrétti — kjúklinga, — svínakjöt — piparsteik — súpur — brauð og eftirrétti. Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir hús- mæðrakennari þýddi bókina, stað- færði og sannprófaði réttina. Bók, sem á heima í eldhúsi hvers heimilis. SETBERG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.