Morgunblaðið - 07.12.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.12.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBÉR 1977 u (Vylv "> M0R^dN-%>^ KAff/nu ! 5 (l/ ?z <?.s. Ég held ég reyni að fara í reykingabindindi? 1^7 Þér báðuð um eitthvað óbrotið að borða? Svona aðdáunaraugum hefur þú reyndar aldrei horft á mig! Mataræði og heilbrigdi BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Að vinna spil á snyrtilegan og öruggan hátt er alltaf ánægjuleg reynsla. Þetta er auðvitað nokkuð algengt en öryggið misjafnlega mikið. Spilið í dag býður upp á mjög skemmtilega úrvinnslu. Norður gefur, allir utan hættu. Norður S. 852 H. A86 T. KDG3 L. 854 Vestur S. KIO H. D94 T. 862 L. DG1097 Austur S. G9743 H.1075 T. 974 L. K6 Suður S. AD6 H. KG32 T. Á105 L. Á32 Suður er sagnhafi í þrem grönd- um og út kemur laufadrottning. Greinilega eru átta slagir öruggir án tilþrifa. Austur lætur eflaust kónginn til að hann sé ekKi að flækjast fyrir og fær slaginn. En fyrir okkur, sem spilum spilið segir kóngurinn sínasögu. Vestur virðist eiga fimmlit. Aftur kemur lauf og nú tökum við á ásinn og síðan þrjá slagi á tígul og báðir eru mað. Þetta virðist heppilegur og tilvalinn tími til að vestur taki laufslagi sína. Við spilum þvi laufi. í ljós kemur að vestur átti fimm í. upphafi og eftir að hann hefur tekið slagi sína er staðan þannig: Norður S. 8 H. Á86 T. G L. — 7595 COSPEK Ég sé þú ætlar aö bregöa þér út með vinstúlkunum þínum. — Því má ég ekki fara með mínum? „í sjónvarpsþættinum „Á vog- arskálum“ undanfarnar vikur hafa áhorfendur fengið athyglis- verða fræðslu fyrir utan megrun- arráðleggingar. Þar á ég við upp- lýsingar um mataræði Islendinga, sem virðist um margt ófullkomið. í siðasta þættinum kom fram tillaga um að hefja herferð til að bæta hollustuhætti landsmanna og er ekki að efa að fjölmargir myndu fagna henni. Nefnd sér- fróðra manna þyrfti að setja fram markmið í mataræðismálum, sem kynna þyfti vel og þeir gætu farið eftir,_sem hug hefðu á. Þetta hef- ur verið gert í ýmsum löndum. M.a. setti bandarisk öldungadeild- arþingnefnd nýlega fram sex markmið sem við hefðum gott af að ihuga. Samkvæmt þessum markmiðum hefur verið mælt með eftirfar- andi breytingum í mataræði: 1) Aukið neyzlu ávaxta og grænmetis og grófs korns. 2) Minnkið neyzlu kjöts nema af alifuglum og aukið neyzlu ali- fuglakjöts og fisks. 3) .Minnkið neyzlu fituríkra matvæla og látið fjölómettaða fitu koma að hluta í stað mettaðrar fitu. 4) Drekkið fitusnauða mjólk í stað nýmjólkur. 5) Minnkið neyzlu smjörs, eggja og annarra matvæla, sem innihalda mikið af kólesteróli. 6) Neytið minni sykurs og mat- væla, sem innihalda mikinn syk- ur. 7) Minnkið neyzlu á salti og á matvælum sem innihalda mikið salt. íslenzka nefndin þyrfti að búa til svipaðan lista og útskýra fýrir almenningi hvað átt væri við með honum. Einnig yrði að rökstyðja hvert atriði rækilega svo að fólk gæti sjálft tekið ákvörðun. íslend- ingar eru sennilega með næst- hæstu blóðfitu i heimi, sykur- neyzlan er 50 kg á mann árléga, og hvers kyns-vestrænir menning- arsjúkdómar herja miskunnar- laust á okkur. Eitthvað verður að gera til ac snúa þessari öfugþróun við. Þvi fyrr sem það verður gert, þeim mun betra. Snorri Ölafsson". Þarna hafa þeir, sem áhuga hafa, ýmsar ábendingar, en bréf- ritari gat þess að listann hér að framan hefði hann fengið hjá lækni svo að ráðleggingarnar ættu þar með að vera í lagi, þó svo að sumir segi lækna ekki vera fyllilega sammála um hvað ollt sé og hvað ekki í þessum efnum. % Akstur langferdabíla „Mér hefur lengi fundizt strætisvagnastjórar keyra alltof hratt og langt fyrir ofan hámarks- hraða. Ég tek sem dæmi um þetta Keflavíkurveginn en þar er há- markshraði 80 km. Hversu margir skyldu nú virða hann þegar lang- flestir keyra á 90—100 km hraða, en fáir keyra þó eins hratt.og rútubílstjórar að ég tel. Það er mín skoðun að hámarkshraði al- menningsvagna á þjóðvegum ætti ekki að vera meiri en 60 km á klukkustund enda eru þe>r jafnan þéttsetnir fólki og færu þessir stóru bílar útaf á miklum hraða gæti orðið stórslys á mönnum. Að lokum væri fróðlegt að heyra álit bílstjóra almennings- vagna á því sem ég hef rætt hér að framan. E K “ Vissulega er það rétt að mikil og alvarleg slys gætu orðið ef langferðabílum væri ekið útaf á mikilli ferð, en Velvakandi sér þó ekki gjörla hvers vegna þeir ættu samt að aka hægar en aðrir, það geta allir orðið fyrir slysum, hvort sem um er að ræða stóra bíla eða smáa og slysin geta orðið jafn alvarleg. Á það má e.t.v. einnig benda að oft eru bílstjórar fyrr- greindir mjög vanir og öruggir menn og þvi ekki þörf i sjálfu sér á að skylda þá til lestargangs með- an aðrir fá að spretta úr spori. En það er ekki úr vegi að heyra fleiri skoðanir. Síðan er smá-pistill um mál, sem rætt var hér fyrir nokkru um aðgerðir striðsáranna o,fl. 0 Löngu gleymt?“ í „Morgunblaðinu" þann 17 þ.m. er grein undir þessari yfir- skrift. Nei! Góðar konur og góðir Vestur S. K10 H. D94 T. — L. — Austur S. G9 H. 1075 T. 974 L. K6 Suður S. AD H. KG3 T. — L. — Og hann getur engu spilað án þess að gefa níunda slaginn. En lesendur ættu að athuga hvað ger- ist sé fjórði tígulslagurinn tekinn of snemma. Sökum villna í f.vrri birtingu er spil þetta endurtekið. HÚS MALVERKANNA 16 Carl Hendberg forstjóri sem orðið hefur fyrir margvfslegri reynslu, en ann fjölskyldu sinni, lif- andi sem iátinni, hugástum. Dorrit Hendberg f jórða eiginkona hans. Emma Dahlgren prófessor í sagnfræði. Hefur verið utan lands um hrfð. Susie Albertsen Systir Dorrit Hendberg, haldin skefjalausum áhuga á fallegum fötum, eiturlyfj- um og peningum. Björn Jacobsen ungur -maður sem málar mannamyndir. Morten Fris Christensen ungur maður sem leikur á pfanó. Birgitte Lassen ung stúlka sem skrifar glæpasögur og hefur auga fyrir smámunum. degi. Og ef við höfum veizlu fáum við auðvitað aðstoð. — Það er nú heldur sjaldan. — Það er að segja ... Smáþögn. Öræð stutt þögn f samtalinu, en svo hélt Carl Hendberg áfram. — Það hittist svona lfka vel á að þú skyldir einmitt koma núna. Við ætlum nefnilega að halda smáveiziu annað kvöld ... ekkert svo sem til að hafa orð á ... við ætlum bara að bjóða heim ungu fólki sem býr hér skammt frá. — Svo að Susie geti kynnzt þeim. Dorrit var einkennilega hrað- mælt. — Susie ... Emma leit á þau til skiptís. — Ja, hún er svona eins kon- ar frænka mfn frá fyrsta hjóna- handi. Carl Hendberg reis á fætur og náði I piparbaukinn úr kryddhillunni. — Hún býr hér sem stend- ur ... er f heímsókn. — En gaman. Hvað hefur hún búið hér lengi? — f þrjá mánuði. Dorrit leit beint á Emmu. — Við skulum bara vera hreinskilín. Susie hefur átt við erfiðleika að glíma ... eitur- lyf jane.vzlu, skilurðu. — Og okkur fannst við þrufa að hjálpa henni. Carl Hendberg settist aftur. — Það vildi svo leiðinlega til að hún náði f eiturlyfin þegar hún vann f einu af fyrirtækjum mfnum. Svo að mér fannst ég bera nokkra ábyrgð. — Vesalings stúlkan. Er hún að komast yfir það? —- Ja, svona allt að þvf. Og nú iangar okkur að sýna henni að við metum dugnað hennar og ætlum að halda dálitla veizlu henni til heiðurs. — Kannski ég ætti að kalla á hana. Carl reis á fætur. — Það gæti verið ... á morg- un sko ef hún kemst að þvf að við höfum setið hér og haft það notalegt... Henni fyndist hún kannski vera höfð útundan. — Þið þurfið ekki að kalla á mig. Ég er komin. Framhaldssaga eftir ELSE FISCHER Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi Grönn ung stúlka í stórri rauðri baðkápu birtist í eldhús- dyrunum. Stór gleraugun gáfu andliti hennar barnslegan svip og hárið var tekið aftur með stórri spennu. Hún heilsaði Emmu og hlammaði sér þreytu- lega niður á stól. — Og ef þið bara vissuð hvað ég hef lagt mig fram í dag, sagði hún og vottaði fyrir þján- ingu í rödd hennar þegar hún leit biðjandi á Dorrit og Carl. £ Ég gekk klukkutfmum saman úti í góða loftinu þrátt fyrir rigninguna. Hún sneri sér að Emmu. — Ég hef nefnilega verið veik skal ég segja yður og Carl frændi og Dorrit ætla ekkí að sieppa mér fyrr en ég hef náð mér að fullu... — Viltu fá þér snarl, Susie? Rödd Dorrit var gremjuleg og Emma gerði sér Ijóst að enda þótt Susie væri ósköp sæt og elskuleg ung stúlka var það kannski meira en Iftið álag að hafa hana búandi f þrjá mánuði og hlusta á eilfft tal um heilsu- far hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.