Morgunblaðið - 07.12.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.12.1977, Blaðsíða 7
MUKUUNBLAOlt). MIUVIKUDAGUK 7. DESEMBEK 1977 7 Ólýðræðislegt? Raddir heyrast um það, að ólýðræðisleg hafi verið sú afstaða Morgunblaðs- ins fyrir skömmu að lýsa þvi yfir, að niðurstaða i skoðanakönnun samfara prófkjöri sjálfstæðis- manna i Reykjavik um fjárframlög varnarliðsins til vegagerðar, yrði blað- inu hvatning til þess að standa svo að upplýsinga- miðlun um þessi mál, að meirihluta þjóðarinnar yrði Ijóst að út i ófæru mundi stefna, ef gripið yrði til þess að fá Banda- rikjamenn til að leggja hér vegi og byggja önnur mannvirki fyrir okkur. Jafnframt hafa komið fram raddir, sem gagnrýnt hafa Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra og for- mann Sjálfstæðisflokks- ins, fyrir þá eindregnu af- stöðu, sem hann hefur tekið þess efnis, að ekki komi til greina að taka leigugjald af Bandarikja- mönnum vegna dvalar varnarliðsins hér. Hefur i þvi sambandi verið bent á, að rúmlega 7.000 stuðningsmenn Sjálfstæð- isflokksins séu annarrar skoðunar. Sjálfsagt er að huga nánar að þvi, hvort þessi afstaða Morgun- blaðsins og þessi afstaða formanns Sjálfstæðis- flokksins sé ólýðræðisleg. Hver tekur ákvörðun um stefnu Sjálf- stæðisflokksins? Þess er þá fyrst að geta, að samkvæmt lögum og reglum Sjálfstæðisflokks- ins er það landsfundur flokksins, sem tekur ákvörðun um stefnu hans i öllum meginmálum, en það ár sem landsfundur er ekki haldinn er flokks- ráðsfundur æðsta stefnu- mótandi vald í málefnum flokksins. Á þessu hefur engin breyting orðið. Skoðanakönnun af þvi tagi, sem efnt var til i tengslum við prófkjörið og er i sjálfu sér gagnrýn- isverð á margan hátt, get- ur með engu móti gefið Sjálfstæðisflokknum eða formanni hans fyrirmæli um það, hver stefna hans skuli vera i þessu máli eða öðrum. Hins vegar geta þeir fulltrúar á landsfundi, sem ákvörðun taka um endanlega stefnumörkun, auðvitað gert það upp við sig, hvort þeir vilja láta slíka skoðanakönnun i þessu máli eða einhverj- um öðrum, hafa áhrif á afstöðu sina til þeirrar stefnumótunar, sem fram fer á landsfundi. Munu þá sjálfsagt margir hafa i huga, að hlutverk stjórn- málaflokka ekki sizt þegar um er að ræða slika kjöl- festu i islenzku þjóðfélagi sem Sjálfstæðisflokkurinn er, hlýtur að vera annað en það að hlaupa eftir al- menningsálitinu hverju sinni, þvi að reynslan hef- ur sýnt, að sviptingar i þvi eru miklar og sú skoðun, sem almenn er i dag á litlu fylgi að fagna á morg- un. Þá er ástæða til að benda á, að þeir 7.000 stuðningsmenn sjálfstæð- isflokksins, sem hér um ræðir eru ekkert nálægt þvi að vera meirihluti kjósenda Sjálfstæðis- flokksins i Reykjavik í sið- ustu kosningum, svo dæmi sé tekið. Þá fékk S jálfstæðisf lokkurinn um 24.000 atkvæði i höfuð- borginni, þannig að hér er um að ræða innan við þriðjung þess kjósenda- fjölda, sem greiddi Sjálf stæðisflokknum atkvæði i Reykjavik í þeim kosning- um og þegar af þeirri ástæðu gæti skoðana- könnun af þessu tagi og niðurstaða hennar á eng- an hátt verið bindandi, hvórki fyrir Sjálfstæðis- flokkinn eða formann hans, þótt ekki kæmi ann- að til að auki. Geir Hall- grimsson hefur þær skyld- ur einar sem formaður Sjálfstæðisflokksins að standa fast við stefnumót- un siðasta landsfundar og siðasta flokksráðsfundar og aðrar ekki. Loks má nefna það, að ákveðinn hópur stuðningsmanna Sjálfstæðismanna i Reykjavík getur með engu móti gert kröfu til þess að ráða stefnu Sjálfstæðis- flokksins í einu máli eða öðru. Sjálfstæðisf lokkur inn nýtur mikils fylgis um land allt og trúnaðarmenn hans og stuðningsmenn utan Reykjavikur eiga ekki minni rétt á þvi að hafa áhrif á afstöðu hans til meginmála en stuðn- ingsmenn i Reykjavik. Niðurstaða af þessari rök- semdafærslu verður þvi sú, að sú krafa er i meira lagi ólýðræðisleg, að S jálfstæðisf lokkurinn og formaður ■ Sjálfstæðis- flokksins skuli fara eftir niðurstöðum skoðana- könnunar af þessu tagi. Talsmenn þess eru þvi talsmenn ólýðræðislegra vinnubragða. Þeim hefur sjálfum orðið á, það sem þeir saka aðra um. Afstaða Morgunblaðsins Hér að framan hafa ver- ið færð rök fyrir þvi, að það er krafa um ólýðræð- isleg vinnubrögð, þegar sagt er, að Sjálfstæðis- flokkurinn og formaður hans, skuli taka tillit til skoðanakönnunar af þessu tagi. En hvað um afstöðu Morgunblaðsins? Morgunblaðið er sjálf- stætt dagblað, gefið út af einkafyrirtæki. Útgáfu- stjórn þess hefur gefið rit- Framhald á bls. 20 Glæsilegir hvítir og svartir náttkjólar 100% Dioline LIFSTYIŒJABUm Laugavegi 4 sími 14473 KÓRÓNA BÚÐIRNAR BANKASTRÆTI 7. SÍMI 29122. AÐALSTRÆTI 4. SÍM115005. Pyrir nnga fólkið Fœst í plötuverslunum Dreifing um Karnabæ simi 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.