Morgunblaðið - 07.12.1977, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1977
Systir mín,
ANNA GUNNLAUGSDÓTTIR,
BSKIHLÍÐ A, Reykjavik,
andaðist að Sólvangi hinn 1 desember s.l Útförin fer fram 13
desember frá Fossvogskirkju kl 1 3 30
Fyrir hönd ættingja og vina,
GeirG. Gunnlaugsson.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTENSA KRISTÓFERSDÓTTIR,
Snorrabraut 42,
andaðist á Landspítalanum 3 des
Aðalheiður Bjargmundsdóttir, Björgvin Ingibergsson,
Ingólfur Bjargmundsson, Yrsa Benediktsdóttir,
barnaborn og barnabarnaborn
Maðurinn minn og faðir okkar,
RAGNAR BJARNASON,
Eikjuvogi 26,
Reykjavík,
lézt að hei.mili sinu mánudaginn 5 desember
Guðrún Guðjónsdóttir og börn.
+
Fóstursonur minn og faðir,
TÓMAS ÁRNASON,
Ráðagerði, Seltjarnarnesi,
lézt 5 desember i Borgarspitalanum
Guðríður Kristinsdóttir,
Kristinn Tómasson.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma
GUÐRÚN ÓGMUNDSDÓTTIR.
Goðheimum 9.
andaðist á Borgarspitalanum 6 desember
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Útför
SVERRIS BRIEM.
húsasmiðs.
Efstahjalla 7.
Kópavogi.
verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 8 desember kl 10 30
Aðstandendur.
+
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
mannsins míns, föður, tengdaföður og afa,
SNORRA ÞÓRARINSSONAR,
Vogsósum,
Selvogi.
Kristín Vilhjálmsdóttir,
Þórarinn Snorrason, Jóhanna Eiriksdóttir,
Valur Snorrason, Helga Sigurjónsdóttir
Gunnar Snorrason, Valgerður Ölvisdóttir,
og barnabörn.
+
Þökkum hvers konar sóma sýndan minningu,
EINARS SIGURÐSSONAR,
skipstjóra.
og alla samúð i okkar garð, við andlát hans og útför
Ingveldur Dagbjartsdóttir,
Guðrún Einarsdóttir, Gottskálk Eggertsson,
Guðbjartur Einarsson, Anna Sigurbrandsdóttir,
Stefán Einarsson. Kristrún Sigurðardóttir,
Sigurður Einarsson, og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og
jarðarför,
HANNESARJÓNSSONAR,
fyrrverandi alþingismanns.
Ásta H annesdóttir, Karl Guðmundsson,
Jón Hannesson, Svanhildur Jóhannesdóttir,
Þorbjörg Hannesdóttir, Stefán Jónsson,
Auður Hannesdóttir, Sigurgeir Snæbjörnsson,
Benný H. Zuntag, Róbert Zuntag,
Haukur Hannesson, María Björnsdóttir,
og barnabörn.
Kristín Þorvarðar-
dóttir - Minningarorð
Fædd 19. desember 1905.
Dáin 31. október 1977.
Útför Kristínar Þorvarðardótt-
ur, ekkju Ólafs Helgasonar lækn-
is, fór fram 8, nóvember s.l., aö
viðstöddum vandamönnum og
vinum.
Foreldrar hennar voru Þorvarð-
ur Þorvarðarson útvegsbóndi í
Keflavík og kona hans Margrét
Arinbjarnardóttir frá Tjarnarkoti
i Innri-Njarðvik. Þorvarður var
sonur Þorvarðar Helgasonar
beykis í Keflavík og Guðrúnar
Högnadóttur á Litlu-Drageyri í
Skorradal Jónssonar. Faðir Þor-
varðar var Helgi Helgason prent-
ari í Viðey og víðar. Hann hafði
lært prentiðn í Viðey, og verið við
við framhaldsnám í Kaupmanna-
höfn. Árið 1831 kvæntist Helgi
Guðrúnu eldri Finnbogadóttur úr
Reykjavík. Foreldrar hennar
voru Finnbogi Björnsson verslun-
armaður í Reykjavík og Arndís
Teitsdóttir Sveinssonar verk-
stjóra við klæðaverksmiðjuna í
Reykjavík (Innréttingarnar).
Hann var annálaður merkis-
maöur. Fbnnbogi og Guðrún áttu
mörg börn og voru meðal þeirra
Jakob verslunarstjóri á Vopna-
firði, Teitur dýralæknir í Reykja-
vík, Guðrún móðir Þórðar Edi-
lonssonar læknis, Elín, sem fyrst
átti Jón Laxdal, o.fl.
Arinbjörn í Tjarnarkoti var
sonur Ólafs Ásbjörnssonar versl-
unarmanns og bónda í Innri-
Njarðvík Sveinbjörnssonar s.st.,
Egilsonar s.st., en móðir hans var
Helga Árnadóttir Arasonar Jóns-
sonar fálkafangara I Reykhólum.
Bróðir Ásbjörns var Egill faðir
Sveinbjörns fræðimanns og
skálds, rektors við Menntaskól-
ann í Reykjavík.
Kona Arinbjörns í Tjarnarkoti
var Kristin Björnsdóttir Tómas-
sonar Becks á Sjávarhólum á
Kjalarnesi. Tómas Beck söðla-
smiður var sonur Björns Tómas-
sonar sýslumanns i Þingeyjar-
sýslu. Hann hafði framast í söðla-
smíði í Kaupmannahöfn, en
gerðist borgari i Reykjavik árið
1793 og keypti þá Ullarstofuna
(Túngötu 1) og bjó þar og starf-
aði um skeið.
Móðir Kristinar í Tjarnarkoti
•var Margrét Loftsdóttir Guð-
mundssonar hreppstjóra á Hálsi í
Kjós, en föðursystir hennar var
Ásta Duus, kona Péturs Duus
kaupmanns í Keflavík. Hans P.
Duus kaupmaður í Keflavík op
Kristín voru því systkinabörn.
Hálfbróðir Arinbjörns í Tjarn-
arkoti var Sveinbjörn kaupmaður
og verslunarmaður í Keflavík.
Meðal barna hans voru Kristjana,
kona Hans P. Duus kaupmanns í
Keflavík og Ólafur Ásbjörn Ólafs-
son verslunarstjóri við Duusversl-
anir og meðeigandi. Hann var
mikill athafnamaður. Settist hann
að í Kaupmannahöfn og einnig
Kristjana Duus systir hans. Meðal
afkomenda Ólafs er Hálfdán
Ólafsson fyrrv. saksóknari í
Kaupmannahöfn, og Ólafur Ás-
björn læknir.
Kristin ólst upp hjá foreldrum
sínum í Keflavík, en eftir að þau
önduðust var hún um skeið hjá
Rögnu systur sinni í Vestmanna-
eyjum. Árið 1929 giftist hún Ólafi
Helgasyni lækni í Reykjavík. Þau
eignuðust tvö börn Ólaf Jón
starfsmann hjá Flugfélagi Is-
lands, og Margréti, sem andaðist 6
ára gömul. Kjördóttir þeirra er
Halla, búsett á Akranesi.
Jafnræði var með þeim hjónum,
Kristínu og Ólafi. Bæði voru þau
gáfuð og búin miklum mannkost-
um. Kristín var glæsilegasta
kona, björt yfirlitum og hárprúð.
Guðmundur Óli
Þorláksson-Mnnmg
Fæddur 21. júní 1928
Dáinn 29. nóvember 1977
í dag fer fram frá Siglufjarðar-
kirkju útför Guðmundar Ó. Þor-
lákssonar, sem lést á Borgarspít-
alanum 29. nóvémber síðast lið-
inn.
Guðmundur fæddist á Gauta-
stöðum i Stíflu, Austur-Fljótum
hinn 21. júní 1928. Foreldrar hans
voru Þorlákur Magnús Stefáns-
son bóndi og Jóna Sigríður Ólafs-
dóttir kona hans.
Guðmundur ólst upp á Gauta-
stöðum ásamt 9 systkinum, en for-
eldrar hans fluttust að Gautlandi
í Vestur-Fljótum árið 1945.
Þorlákur faðir Guðmundar var
organisti við kirkjurnar á Barði í
V-Fljotum og Knappstöðum í A-
Fljótum í marga áratugi.
A Gautlándi var til orgel, sem
ekki var iátið standa ónotað, því
að börnin voru öll músíkölsk og
orgelið var ómetanlegt tæki til að
þjálfa tónlistagáfuna. Við það sat
Guðmundur ungur og snemma
byrjaði hann að leika á ýmis önn-
ur hljóðfæri. Þegar Guðmundur
var 13 ára spilaði hann fyrst opin-
berlega á dansleikjum víða um
Norðurland, ásamt bræðrum sín-
um og nefndu þeir sig Gautlands-
bræður. Seinna bættust fleiri í
hópinn og var þá nafninu breytt í
Gautar.
Guðmundur var ekki síður
þekktur fyrir söng sinn en hljóð-
færaleik. Hin háa kristaltæra
rödd hans skipaði honum á bekk
Útför + ÓLAFS SIGUROSSONAR.
Borgarnesi,
fer fram frá Borgarneskirkju, laugardaginn 10 desember kl 2 síðdeg-
IS. Vandamenn
Eiginmaður. minn. + faðir okkar og tengdafaðir.
GUÐJÓN JÓNSSON, bilstjóri, frá Siglufirði.
Seljavegi 31, Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 8 desember kl
15 00 Magnea Halldórsdóttir, börn og tengdaborn
Gekk hún jafnan.i íslenskum bún-
ingi og vakti athygli hvar sem
húh fór, með ljósar fléttur niður
fyrir mitti. Við Ólafur þekktumst
frá fornu fari. Vorum við bekkj-
arbræður í Menntaskólanum vet-
urinn 1919—1920, þá báðir í 4.
bekk. Seinna vorum við samtímis
I Háskólanum og lukum brottfar-
arprófi sama árið. Þegar ég var á
ferð í Reykjavík kom ég oft til
þeirra og átti góðar stundir á
hinum vistlegu heimilum þeirra í
Garðastræti og Hávallagötu. Einn-
ig kom ég til þeirra að Fitjum á
Miðnesi, en þar höfðu þau sumar-
dvöl á siðari árum. Bæði voru þau
glöð og gamansöm og kunnu frá
mörgu að segja.
Eftir að Ólafur andaðist leit ég
annað veifið inn til Kristínar að
Blómvallagötu 11. Rifjuðum við
oft upp minningar frá ættarslóð-
um okkar í Njarðvíkum og Kefla-
vík, enda kunni hún margt að
segja frá forfeðrum okkar og
skyldmennum á þeim slóðum.
Kunni hún betri skil á þvi heldur
en ég, enda hafði ég aðeins komið
þar sjaldan uppalinn í Vest-
mannaeyjum og langdvölum á
Vestfjörðum.
Systkini Kristínar voru Guðrún
gift Árna Vilhjálmssyni útvegs-
bónda á Seyðsfirði, Arinbjörn
með beztu tenorsöngvurum lands-
ins.
Guðmundur söng með karla-
kórnum Vísi í Siglufirði og var
einn af einsöngvurum kórsins.
Hann söng oft inn á hljómplötur,
bæði með kórnum og einnig gaf
hann út tólf laga plötu 1975, þar
sem hann syngur þekkt ensk
dægurlög með íslenzkum texta.
Á unga aldri stundaði Guð-
mundur nám við héraðsskólann á
Reykholti í Borgarfirði. Fljótlega
eftir skólavistina fluttist hann til
Siglufjarðar. Arið 1950 kvæntist
hann Svanhildi Ólöfu Eggerts-
dóttur og stofnuðu þau þar heim-
ili. Guðmundur og Lóa, eins og
Svanhildur er venjulega kölluð,
eignuðust þrjár dætur: Elsu,
Guðnýju og Jónu Sigríði. Guð-
mundur og Lóa slitu hjúskap sin-
um 1974.
Fljótlega eftir að Guðmundur
hafði komið sér fyrir í Siglufirði
og stofnað heimili, hóf hann nám
við Iðnskóla Siglufjarðar og lauk
þaðan prófi í trésmíðum. Hann
starfaði síðan í mörg ár við iðn
sína sem byggingarmeistari og
stofnaði í félagi við atorkusama
starfsbræður sína fyrirtækið Tré-
verk h/f og var eigandi í því í
mörg ár.
Árið 1968 var Guðmundur ráð-
inn að sjúkrahúsi Siglufjarðar til
að annast rekstur þess og var
hann í því starfi til dauðadags.
Síðustu árin í Siglufirði var
Guðmundur með búskap ásamt
bróður sínum Þórhalli. Bræðurn-
ir voru í sama mót steyptir, báðir
aldir upp við sveitastörf, ódrep-
andi í áhuga sínum á þeim og sá
arfur, sem þeginn var í Fljótum í
bernsku, tónlistaráhuginn og bú-
skapurinn, kom skýrt fram í lífi
þeirra.
Kynni mín af Guðmundi hófust,
þegar ég trúlofaðist Elsu dóttur
hans 1969. Umhyggja hans fyrir
okkur verður ógleymanleg. Rausn
hans var mikil og hjálpsemi á
öllum sviðum.