Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 —ALHAMtd „Landleiguskoðunin er ekki skoðun meiri hluta sjálfstæðismanna í Reykja- vík, þeir fórnar ekki sjálfstæði þjóðarinnar fyrir ódýrari vegi." « eftirHANNES GISSURARSON Eru skoðanakannanir lýðræðislegar? Mikill meiri hluti — 7254 gegn 1510 — þeirra Reykvikinga, sem kusu i prófkjöri og skoðanakönnun Sjálfstæðisflokksins 19—21 nóvember sl .. var þvi hlynntur, að bandaríska varnarliðið kostaði í einhver/u þjóðvegalagningu á landinu Eftir þessa sögulegu skoðanakönnun hafa orðið miklar umræður um varnarmálin og efnahagsmálin. og i Morgunblaðið hafa Árni Helgason i Stykkishólmi og Guðlaugur Bergmann ritað hógværlegar greinar sem meirihlutamenn i. þessu máli, en Pétur Hafstein tekið undir þá skoðun Geirs Hallgrimssonar forsætisráð- herra, að ekki ætti að setja verðmiða á landið, í snjallri ádrepu, „Á villigötum" Greinarnar þrjár birtust allar 8 des Ég ætla í þessari grein að bæta nokkrum orðum við um skilning manna og misskilning á skoð- anakönnuninni og um landleiguskoðunina Mínni umræður hafa orðið um takmarkanír skoðanakannana en um varnarmálin, en i síðustu morgunblaðsgrein minni vék ég að þeim, sagði, að þær væru alls ekki lýðræðis- legar i sama skilningi og þingkosningar Lýðræði er að minu mati ekki aðferð til að kanna skoðanir manna, heldur aðferð til að tryggja frelsi manna til skoðana. Meiri hlutinn á að réða sem minnstu, einstakling- arnir sjálfir sem mestu Og á þessum tveimur lýðræðishugtökum er reginmunur. annað má kalla „meírihlutaræði", hitt „frjálsræði". Ein algeng ruglandi lýðræðissinna er að tel/a mein hlutann handhafa sannleikans og full- ráðið fram úröllum málum með þvi að skjóta þeim til þjóðarinnar: „Vox populi vox dei", rödd lýðsins er rödd Guðs Þessi ruglandi veldur þvi. að menn telja lýðræði meirihluta- ræði Önnur ruglandi er að nota hugtökin frelsi og sjálfstæði sem ótakmörkuð: frelsið er talið frelsi til alls (til dæmis frelsi til að kúga aðra) og sjálfstæði þjóðarinnar talið falið i yfirlýsingum. En ótakmarkað frelsi og ótakmarkað sjálfstæði er hvort tveggja óhugsandi án lausungar og ófriðar Enginn ræður tifverunni einn og óbundinn af öðrum Frelsi einstaklingsins takmarkast af jafnmiklu frelsi annarra einstaklinga, og lýðræðisskipu- lagið er tæki hans til þess: Lýðræði er frjáfsræði Þjóðin, tryggir s/álfstæði sitt með samvinnu við aðrar þjóðir, og bandalag lýð- ræðisríkjanna er tæki hennar til þess Takmarkanir skoðanakannana Réttmæti skoðunar og vinsældir hennar íslendinga En vegna bandarisku herstöðvar- innar er árás á ísland árás á Bandaríkin, og enginn ræðst á Bandarikín annar en vitfirr- ingur, sem kýs kjarnorkustyrjöld. ísland er þannig bezt komið innan varnarhrings Bandarik/anna að gefnu þvi st/órnmálatak- marki Kremlverja að bæta vigstöð sína i Norðurálfu án þess að taka áhættuna af kjarnorkustyrjöld. Tilvera herstöðvarinnar er vörnin fremur en varnarmáttur hennar Ef sjónarmið islendinga breytast með breyttum aðstæðm. segja þeir þessum samningum upp, rjúfa varnarsamvinnuna: Varnarliðið fer þá frá íslandi. Og Bandarikjamenn virða það eins og þeir virtu hitt, að íslendingar höfn- uðu ósk þeirra árið 1 945 um leigu lands til 99 ára og að Frakkar rufu varnarsamvinnu viðþáárð 1966 íslendingar sem óháðastir Bandaríkjamönnum íslendingar verða of háðir Bandarik/a- mönnum i efnahagsmálum, ef þeir kosta aðrar framkvæmdir á islandi en þær, sem nauðsynlegar eru vegna varnarkerfis vest- rænna þjóða, eða greíða leigu fyrir her- stöðvarlandið. Ég tet fullvist. að þeir séu fúsir til fjárútláta, slikt er hernaðargildi fslands. En Islendingar mega ekki komast i þá aðstöðu, að þeir eigi engra kosta völ i samningum við Bandarikjamenn Ef þeir missa alla samnings- aðstöðu sina, missa þeir sjálfstæði sitt Land- leiguskoðunin er þvert á utanrikisstefnu Bjarna Benediktssonar, hún er ranghverfa skoðunar „herstöðvaandstæðinga" Og þeír verða einnig að gæta þess, að Bandarikja- menn eru gestir í landi okkar, en ekki heima- menn. Herlif og þjóðlif ber að skilja að, halda viðskiptum og öðrum samskíptum íslendinga og varnarliðsins i nauðsynlegu lágmarki. Þess vegna er það varhugavert að gera ekki greinarmun á réttindum og skyldum íslend- inga og varnarliðsmanna eins og gerðar eru tillögur um íslendingar mega ekki hugsa um efnahagslegan stundarávinning, sem hafa má af varnarliðinu. heldur um fórn sina. ef efnahagstengslin verða sterkari Sjálfstæðí þjóðar verður ekki metið til fjár. Ég vona, að það sé Islendingum einhvers virði Sumir landleigumenn ræða um „varnarverðmæti" Islands, sem reiknað er út af „hernaðarhag- fræðingum" Hægt er að reikna það út. hvað það kosti aðrar aðildarþjóðir Atlantshafs- bandalagsins að koma upp herstöð á Græn- landi eða Skotlandi, sem gegni sama varnar- hlutverki fyrir vestrænar þjóðir og herstöðin á Miðnesheiði En þeir gleyma þvi, að með flestum íslendíngum er til sjálfsvirðing. Við gefum afnot af landi okkar og þiggjum varnir þess. Glik skulu gjöld gjöfum, segír i Háva- AÐ SETJA VERÐMIÐA A LANDIÐ eru sitt hvað, segja fylgismenn frjálsræðis Sannleikunnn er ekki saman kominn á einum stað, með einum hóp eða hjá einni stofnun, heldur er hann i brotum. og hver maður geymir eitt brotið Meiri hlutinn er enginn ákveðinn hópur, sem ráðið getur rikinu, hann er breytilegur eftir efnum og ástæðum Almenningsálitið er reikult og skeikult, það veitir vafasama leiðsögn og er auk þess nafnlaust. án allrar ábyrgðar. I rauninni eru „þjóðarvilji" og „almenningsálit" orð án mik- illar merkingar, sem skrumararnir notfæra sér einir I þessum heimi eru til sá vilji og það álit einstaklings, sem hann segir sjálfur til um, og hann getur verið sammála öðrum einstaklingum um tiltekin mál á tilteknum tima. Ástæðan til þess. að höfðatölureglan er notað i lýðræðisfkjum, afl atkvæða sker úr málum, er auðvitað sú, að allir borgararnir haí» »» ;í rfrelsið til skoðana Atkvæðisréttur þeirra er (eða á að vera) jafn, einn er jafngild- ur öðrum, og atkvæði eru þess vegna talin, en ekki valin. þegar kosnir eru fulltrúar fólksins Takmarkanir skoðanakannana blasa víð Þær eru einungis heimildir um skoðanir manna á tilteknu máli á tilteknum tima og eiga ekki að ráða ákvörðunum stjórnmála- manna, fulltrúa fólksins Ákvarðanir þeirra á að taka i góðu tómi og að vel athuguðu máli. Þess vegna er lýðræði á Vesturlöndum þing- ræfli K/arni málsins er sá, að í lýðræðisríki eiga einstaklingarnir að taka sem flestar ákvarðanir s/'álfir. en k/ómir fulltrúar þeirra hinar. Sá. sem hleypur á eftir almenningsálit- inu. hleypur á eftir vindi St/órnskörungur keppir ekki við skrumarana um stundarvin- sældir, hann breytir af ábyrgðarkennd, tekur siðferðilega forystu. Það gerðí, Geir Hall- grimsson i sögulegasta s/ónvarpseinvigi seinni ára, er hann sagðist ekki setja verð- miða á landið Skoðanakönnun Sjálfstæðisflokksins í ú^löndum sjá starfsmenn óháðra stofnana um skoðanakannanir, svo að nákvæmni sé gætt og ekki felist i spurningum skoðanir (sem skila sér i svörunum). Slikar skoðana- kannanir eru fróðlegar, þó að menn þurfi að kunna skil á takmörkunum þeirra, en fram- kvæmd þeirra er vandasöm Viðvaningar eiga ekki að koma nærri henni Spurningin. sem borin var upp i skoðanakönnun S/álf- stæðisflokksins, var mjög óheppilega orðuð: „Eruð þér hlynntir þvi, að varnarliðið taki þátt í kostnaði við þjóðvegagerð hérlendis?" Hún er ekki raunveruleg spurning. I þessu lifi fá menn eitthvað með þvi að fórna öðru Þeir velja um kosti. þegar þeir svara raunveru- legri spurningu Gera verður fulla grein fyrir hvoru tveggja, fengnum og fórninni, til þess að spurningin sé raunveruleg (og svarið þess vegna lika). Aðspurðir vilja flestir til dæmis liklega n/óta aukinnar opinberrar þjónustu. En hyerju svara þeir. þegar þeir eru spurðir. hvort þeir vilji greiða fullt verð fyrir þessa þjónustu? Skoðun hinna 7254 k/ósenda. sem svöruðu spurningunni um þjóðvegina játandi, ber sennilega að skilja sem stuðn ingsyfirlýsingu þeirra við ódýra vegalagn- ingu á Islandi Spurningin fól með vissum hætti svarið i sér, þvi að litlar sem engar umræður höfðu farið fram um fórnina, sem færð er. og á hana var ekki mínnzt í spurn- ingunni. Ég er viss.um það, að kjósendurnir 7254 vil/a ekki fórna s/álfstæði íslendinga fyrir ódýrari vegi, og það skiptir mestu máli Óánægja með fyrirkomulag varnanna Þessa skoðun kjósenda ber einnig að skilja sem visbendingu um áhyggjur þeirra vegna varnanna, bæði almannavarna og landvarna. á Islahdi. Eru þær nægilegar? Um það má deila, en islendingar þurfa að minnsta kosti mjög á islenzkum sérfræðingum i þessum efnum að halda til sjálfstæðrar stefnutöku. Borið hefur og á óánægju margra manna með fyrirkomulag varnanna, einkum fram- kvæmda varnarliðsins Þeir telja það koma til greina, að verk varnarliðsins verði boðin út á innlendum markaðí, islenkir verktakar keppi allir um þau, en einn einoki ekki Það er einnig gagnrýnt, að Íslendingar greiði niður landbúnaðarvörur (sem útflutningsvörur) til varnarliðsins Allar þessar aðfinnslur eru at- hugunarefni, þó að fara verði m/ög gætilega að. En vist er, að það er míkill misskilningur, að S/álfstæðismenn hafi i þessari skoðana- könnun tekið undir landleiguskoðun Dag- blaðsins. Umfram allt á að draga þá ályktun af svörum meirihlutans við þessari þjóðvega- spurningu, að brýna nauðsyn beri til að rökræða um utanrikismál íslendinga, fyrir- komulag varnanna og framkvæmda varnar- liðsins Utanríkisstefnan til tryggingar sjálfstæði íslendinga Hvorki Árni Helgason né Guðlaugur Bergmann eru landleigusinnar. En i málefna- legum greinum þeirra gætti að mínu mati ekki nægilegs skilnings á islenzkum utanrik- ismálum Islendingar reyna að tryggja sjálf- staaði sitt með utanrikisstefnunní, gæta hug- sjóna sinna-og hagsmuna. og Bandarikja- menn reyna að gæta sinna hagsmuna og hugsjóna með sínni utanrikisstefnu Varnar- liðið á Miðnesheiði er vitanlega til þess að verja Bandaríkin frá sjónarmiði Bandarík/a- manna Við þvi er ekkert að segja, en mestu máli skíptir, að það var einnig island frá s/ónarmiði íslendinga Varnarsamningur Is- lendinga og Bandaríkjamanna er samningur tveggja sjálfstæðra þjóða Hann var gerður vegna þess, að hagsmunir og hugsjónir þjóð- anna fóru saman, utanrkísstefnur þeirra rák- ust ekki á. Árás er að vísu ekki yfirvofandi á ísland. En íslendingar verða að ver/a landið, ella taka þeir of mikla áhættu, eru i of veikri aðstöðu á alþ/óðavettvangi. Herstöðin er nauðsynleg. því að ákvæðin i Atlantshafssátt- málanum um það, að árás á eitt aðildarrikið skuli talin árás á þau öll. eru skilorðsbundin. Það er komið undir mati stjórna rikjanna (sem kommúnistar og fasistar geta orðið aðilar að í ófyrirsjáanlegri framtið), hvað að er gert. Aðildin að Atlantshafsbandalaginu er að mínum dómi ekki nægileg trygging fyrir málum Við erum fullgild þjóð og frjáls þrátt fyrir smæðina. Við eigum að vísu í erfíðleik- um. En það leysum við sjálfir með siðferði- legu aðhaldi Einstaklingar, sem geta ekki séð um sig sjálfir, segja sig til sveitar, verða bónbjargamenn Landleigumennirnir ætla að set/a verðmiða á landið En hvers vegna fá þeir ekki konurnar sínar metnar? Hvers eiga þær að gjalda — verðmiðalausar? Vændis- konur eru skynsamar frá s/ónarmiði slíkra „hagfræðinga", þær leigja likama sina gest- um. Bn kjósa íslendingar hlutskipti betlarans eða skækjunnar? Islendingar vestræn þjóð Islendingar geta ekki skorizt úr leik og treyst þvi, að aðrir gæti þess ófullkomna lýðræðis. sem þrátt fyrir allt hefur tekizt að framkvæma á Vesturlöndum einum Réttind- um fylgja skyldur. frelsinu ábyrgð. Og öll aðildarriki Atlantshafsbandalagsins önnur en Island hafa umtalsverðan kostnað af vörnun- um. Bandarikjamenn bera langþyngstu byrð- ina, kostuðu 6% þjóðarframleiðslunnar tíl varna vestrænna rikja árið 1 9 76, Norðmenn 3,1%, Danir 2,6% En 3% þjóðarframleiðslu íslendinga árið 1976 voru um 7,7% millj- arðar kr og verða um 1 3,5 milljarðar kr. árið 1978 Það má telja gjaldið, sem islendingar losna við að greiða, einir atlantshafsþjóð- anna, vegna þess að Bandarikjamedn annast varnir landsins á sinn kostnað. Aðstaða ís- lendinga er þess vegna sambærileg við að- stöðu þess manns, sem tekur liftryggingu án þess að greiða iðgjaldið Ef til viðbótar á að koma leiga til íslendinga. er sjálfsvirðing Islendinga að engu orðin. Við verðum að vera heilir i samvinnu okkar við vestrænu vinaþjóðirnar. Árið 1949 orti Tómas Guð- mundsson. þjóðskáld íslendinga, það, sem allir þeir, sem kjósa sjálfstæði l'slendihga, hl/óta að samsinna: En vit, að öll þin arfleifð. von og þra er áminning f rá menning, sögu og Ijóðum að ganga af heilum hug til liðs viS þá, sem heiminn vilja byggja frjálsum þjóSum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.