Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 Leikfélag Keflavikur sýnir um þessar mundir Klerka i klípu eftir Philip King i Stapa. Leikstjóri er Sigurður Karlsson. Með helztu hlutverk fara: Hrefna Traustadóttir, Þór Helgason, Sigurður Karlsson og Auður Sigurðardóttir. Næstu sýningar verða á sunnudag, mánudag og miðvikudag. „Ogleymanlegir menn" — ný bók eftir Gylfa Gröndal Setberg hefur gefið út bókina „Ógleymanlegir menn eftir Gylfa Gröndal ritstjóra. í þessari bók Iitur blaðamaöur um öxl og bregö- ur upp myndum af ógleymanleg- um mönnum, sem hann hefur rætt við. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir um efni bókar- innar: Sagt er frá heimsókn til Harald- ar Á. Sigurðssonar leikara og rit- höfundar, sem fer á kostum, ekki sízt er hann lýsir vini sinum Púlla. rólegasta manni sem fæðzt hefur á Islandi. Einnig er ítar- legur þáttur um vin Haraldar og starfsfélaga, Alfreð Andrésson gamanleikara. Carl Olsen stórkaupmaður og ræðismaður segir frá lífi og starfi framkvæmdamannsins — og hér eru menn úr alþýöustétt ljóslif- andi: Bjarni Kjartansson trésmið- ur á Laugaveginum, sem setið hefur f öllum bekkjum í lífsins með svalandi og hressandi piparmyntubragði. Nú kynnir Wrigley's Dentokej með xylitol. Xylitol er náttúrulegt sætiefni, sem notað er í Dentokej til verndar tönnum þínum. REYNDU DENTOKEJ í DAG. ÞAÐ FÆST í NÆSTU BÚÐ. dentokej með xylitol, Sérstaklega gert fyrir tennurnar. skóla, allt neðan tir forarmógióf- um og upp i það að pólera fíneríis- stykki fyrir Þjóðleikhús íslend- inga, og Höskuldur hestamaður frá Hofsstöðum sem ræðir um hestaprang og lausavísur og brugg á bannárunum sælu. Mörgum kunnum listamönnum bregður fyrir, svo sem Jóni Leifs tónskáldi, Stefáni Islandi óperu- söngvara, Bjarna Benediktssyni frá Hofteigi, Arndísi Björnsdótt- ur leikkonu, rithöfundunum Kristmanni Guðmundssyni og Vil- hjálmi S. Vilhjálmssyni, Sigfúsi Gylfi Gröndal. Halldórssyni tónskáldi og listmál- ara, Öskari Gislasyni kvikmynda- gerðarmanni, að ógleymdum Rík- arði Jónssyni myndhöggvara, sem segir sögur af séra Árna Þórarins- syni og Einari Benediktssyni. Bókinni lýkur á heimsókn til Al- berts vitavarðar í Gröttu, sem seg- ir draugasögur — meðan stöðugt fellur að. Umræður eft- ir messu í Bú- staðakirkju VIP guðsþjónustuna í Bústaða- kirkju á sunnudaginn kemur mun séra Heimir Steinsson rektor Skálholtsskóla predika. Síðan býður sóknarnefndin upp á kaffi í safnaðarheimilinu, þar sem kirkjugestum gefst gott tækifæri til þess að ræða við predikarann um ræðu hans eða annað það, sem þeim liggur á hjarta. Slíkar um- ræður eftir messu munu verða einu sinni í mánuði til vors, en þeir skiptast á um þetta prestarn- ir séra Heimir og séra Jónas Gíslason. Eins og venjulega við messur i Bústaðakirkju verður starfrækt barnagæsla, þar sem gnótt er leik- fanga, sem Ingvar Helgason hefur gefið söfnuðinum, Frá Bústaðasókn 1> » WK.lVjL.fc. Y S þekktustu tyggigúmmíframleiðendur heims. Nýr gæzluvöll- ur í Garðabæ A FUNDI bæjarstjórnar Garða- bæjar 17. nóvember 8.1. var tekin fyrir fundargerð félagsmálaráðs um skipulag gæzluvalla pg var í því sambandi samþykkt að láta gera skipulag að fyrirhuguðum gæzluvelli við Lyngmóa. í samtali við Morgunblaðið sagði Garðar Sigurgeirsson bæjar- stjóri að gerð þessa gæzluvallar væri hugsuð með það fyrir augum að fullnægja þörfum hins væntan- lega miðbæjar I Garðabæ og þar meðtalið þeirra fjölbýlishúsa, sem nú eru í byggingu við Lyng- móana, en þar er um að ræða nokkur lítil fjölbýlishús með um 90 íbúðum. Þessar íbúðir sem eru frekar litlar eru aðallega hugsað- ar fyrir unga fólkið sem er að byrja að búa og hefði að öðrum kosti þurft að flytjast burt úr Garðabæ. Reiknað er með að hafist verði handa við gerð gæzluvallarins seinnihluta vetrar og lokið við hann í vor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.