Morgunblaðið - 11.12.1977, Síða 15

Morgunblaðið - 11.12.1977, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 63 í átthagana andinn leitar Jón Thorarensen: Svalheima- menn — Gulltjarnarættin — Nesjaútgáfan — Reykjavík 1977. Prentsmiðjan Oddi hf. Það er næsta eðlilegt, að séra Jóni Thorarensen sé í blóð runnin frásagnargleði og skáldhneigð. Langafi hans var stórskáldið, sem mælti þannig í stuðluðu máli eftir mikilhæfa samtíðarmenn, að eft- irmæiin eru einhverjir dýrmæt- ustu gimsteinarnir í fjárhirzlu ís- lenzkra bókmennta, og amma séra Jóns var Herdis skáldkona Andrésdóttir, er jafnan var nefnd í sömu andrá og systir hennar, Ólina, sem einnig var skáld, og báðar voru þær með afbrigðum fróðar og snjallar sögukonur. Þær voru og af þeim frjóa fjölblaða stofni í Austur- Barðastrandarsýslu, er hæst bar með hinu víðfeðma og ódauðlega skáldi frá Skógum í Þorskafirði, sem frægast er af gullvægum ljóð- um og ljóðaþýðingum, en einnig gaf okkur Skuggasvein, sína skemmtilegu sögukafla og sín kostulegu sendibréf, færði í letur þjóðsöguna Sálin hans Jóns míns — sáði þá þvi fræi, sem Fagra- skógarskáldið hlúði að svo ræki- lega, að upp af því spratt listilegt kvæði og hið sigilda leikrit, Gullna hliðið. En fleira en ættarfylgjur hafa að því stuðlað, að séra Jón hefur orðið snjall sögumaður og mikil- virkur rithöfundur. „Þessu var aldrei um Álftanes spáð, að ætt- jörðin frelsaðist þar,“ kvað Þorsteinn Erlingsson, og vissu- lega lék Bessastaðavaldið Suður- nesjamenn ærið grátt, sem og ein- okunarverzlunin. En samt sem áð- ur náði hin erlenda kúgun ekki að drepa alla dáð úr þeim kynstofn- Bókmenntir eftir GUÐMUND G. HAGALÍN um, sem hörð sjósókn og harðbýlt land stælti og gæddi seiglu, enda uðru og þarna syðra viðloðandi þrautseigir einstaklingar, sem leituðu sér þar bjargar úr öðrum héruðum og landshlutum. Og þá er meinvættirnir dönsku urðu að lina þrælatökin á síðustu öld, urðu þarna til ærið framtakssam- ir og stórbrotnir útvegsbændur, sem höfðu margt manna í heim ili, allt árið og á vetrarvertíð margt vermanna. Og þá kom að því að austanfjalls, í Borgarfirði og í vesturhéruðum Norðurlands þótti ekki aðeins vænlegt til lífs- bjargar að ungir menn færu til sjóróðra á Suðurnesjum, heldur var talið, að það yki þeim þroska, bæði andlega og líkamlega. Séra Jón átti því láni að fagna að vera uppalinn á úrvalsheimili suður i Höfnum. Það átti sér langa sögu manndóms og menn- ingar, sem stóð ekki aðeins rótum i heimahögum, heldur og í bók- vísi. En drjúgur var sá fróðleikur, sem þarna hafði geymzt í traustu minni kynslóðanna. Svo verður það þá að teljast næsta eðlilegt, að frásagnargleði og rithöfundar hæfileikar hins athugula og hyggjudjúpa Jóns Thorarensen hneigðust fyrst og fremst að því að mæla eftir það manndómsfólk, sem hann hafói af náin kynni í bernsku og æsku, ýmist af eigin raun eða af lifandi frásögnum fólks, sem hafði að dæmi for- mæðra og forfeðra geymt í minni sér til lifsfyllingar margvislega sagnafróðleik, jafnt um það, sem öllum var auðsætt, og hitt, sem fáum var gefið að sjá og reyna. Meðan séra Jón var innan við þrítugt kom út fyrsta heftið af þjóðsagnasafninu Rauðskinnu, sem varð þegar mjög vinsælt, og jukust vinsældir þess rits með hverju nýju hefti, en þau urðu alls 12. Var meginþorri efnisins fenginn á berskustöðvum höfund- ar og í nágrenni þeirra. Það, sem olli hinum miklu vinsældum Rauðskinnu, hyggég að hafi verið tvennt. Annað það, að dulrænu sögurnar voru sagðar þannig, að lesandinn hafði á tilfinningunni, að höfundur teldi sig þar ekki fara með nein hindurvitni, og að sagnaþættir ritsins væru bæði fróðlegir og sagðir að auðkenni- legri frásagnargleði. Fyrir sex ár- um kom út heildarútgáfa af Rauð- skinnu í þremur bindum. Auk tveggja smærri rita hafa komið frá séra Jóni tvær skáldsögur á undan þessari, Útnesjmenn og Marína. Útnesjamenn voru svo vinsælir, að sama haustið seldust af þeim tvær útgáfur. Þeir voru svo lesnir í Ríkisútvarpið, og 1973 voru þeir gefnir út í þriðja sinn. Þá hefur Marina komið tvisvar á bókamarkaðinn. Svalheimamönn- um svipar mjög til fyrri skáldsgna séra Jóns, nema hvað nú víkur hann enn meira en áður frá þeim höfuðatriðum í gerð skáldsagna, sem vænlegust hefur þótt til áhrifa — og þar kemur ekki ann- ar rismikill áhrifavaldur í staó- inn. Sagan gerist og á alllöngu skeiði fjarlægs tíma og segir frá svo miklum fjölda karla og kvenna, að þó að hún fylli 410 blaðsíður, gefst þar ekki rúm til að skapa samfellda spennu at- burðarásar eða rúmfrekra and- stæðna, enda segir höfundur svo, þá er hann er að lýsa einstæðum kynjamanni að gáfum og glæsi- mennsku: „Frá Arna verður ekki fleira sagt, þó væri það hægast að skrifa um hann heila bók, en það gilti einu í lestaferð lifsins, þótt sálarreiðingurinn færi undir kvið“. Höfundurinn hefur sem sé Jón Thorarensen í minni beinlínis ofgnótt sögu- legra persóna og hann metur það meira að kynna þær og kosti þeirra sem allra flestra í tiltölu- lega stuttu máli en að fara þær leiðir í mann- og lifslýsingum, sem gert hefðu söguna samfelld- ari og rishærri sem heild. Vissu- lega gerir hann margar þeirra for- vitnilegar, þó að það virðist hon- um fjarri skapi að leiða i ljós þau eðlislægu brotlöm á gerð flestra manna, sem leiða þá gjarnan að meira eða minna leyti út á ein- hverja refilstigu. Svo má þá raun- ar segja með sanni, að yfir sög- unni sé heildarsvipur heiðríkju hugans og heilinda hjartans, og svo er og um fyrri skáldsögur séra Jóns. Það mun og hafa að verðugú aflað þeim mikilla vinsælda, og þær munu og þessi saga hljóta hjá allmörgum. í sögunni eru rækilegar, fróð- legar og skemmtilegar lýsingar á atvinnu- og lífsháttum frá liðnum tímum. Mjög nákvæmlega lýsir höfundur nýtingu fólks á sjávar- afla. Ár kúgunar, harðæris og hungurs kenndu mönnum að líta á það sem synd og vanþakklæti gagnvart gjafara alls góðs að fara gálauslega með mat. Svo varð þetta rótfast í vitund þjóðarinnar, að allt fram á ár gnægðar og rammvillts hugarfars tóku foreldrar mjög hart á þvi við börn sín, ef þau — eins og það var kallað — „fóru illa með mat.“ Málfari séra Jóns verð ég að gera nokkur skil. Eins og á öórum bókum hans er málið á þessari hrein og tær íslenzka, en sitthvað er þar, sem mér þykir rétt að vekja athygli á. Á stöku stað koma fyrir orð, sem ég minnist ekki að hafa séð áður, og nefni ég hér þrjú þeirra. Eitt er engli, sem þýðir efni í öngul, og annað er heiti á drykk, sem ég kann ekki skil á, en séra Jón kallar einvala. Það þriðja kemur fram i þessari frásögn: „Magnús lokaði post- - illunni, tók verkfæri sín og byrjaði að fella blótspón á kjalar- stykkin.“ En það atriði málfarsins þykir mér athyglisverðast, hve mjög gætir í orðtækjum og sam- likingum viðmiðunar við skip sjó og sjómennsku. Raunar kannast ég við þetta sama úr átthögum mínum, en þess gætti þar ekki eins mikið og í máli séra Jóns og persóna hans. Hér fara á eftir nokkur dæmi: „Hún var að vísu aðfalls megin við fertugt, en sú flóðfylling, var á næstu grös- um ... Magnús var öðruvísi í byrðing búinn ... Og til þess að hjón verði skarbyrt og þeim notist áróður sinn milli kippa í hér- vistarhagsæld, er þetta farsælast, að koma sér að keipastokkum sem fyrst og kynnast undiröldunni, sem getur stundum verið mest í lognblíðri lá ... “ Hér læt ég staðar numið, en af gnægð er að taka. í bókarlok birtir séra Jón ættar- skrá Gulltjarnarmanna, lesendum til glöggvunar, og sömuleióis get- ur hann þess fólks, sem hann stendur í þakkarskuld við sakir þess fróðleiks, sem hann hefur hjá þegið um forna þjóðhætti. Seinustu orðin eru þessi: „Síðast en ekki sizt vinnuhjúin í Kotvogi, sem ég minnist með hjartahlýju, þakklæti og virð- ingu.“ Það er einmitt með hjartahlýju og virðingu, sem séra Jón Thorarensen geldur Suðurnesj- um og Suðurnesjamönnum fósturlaunin i bókum sinum. Guðmundur Gíslason Hagalín. Það er ennþá strákur í honum Skálateigsstrákurinn — Jóhann- es Helgi gengur á vit Þorleifs Jónssonar — Skuggsjá — Hafn- arf. 1977. Jóhannes Helgi segir meðal annars svo í formála þessa fyrri hluta af ævisögu Þorleifs Jóns- sonar: „Ég hef aldrei kynnzt ókvalráð- ari manni, aldrei jafn hrein- skiptnum, aldrei islenzkari manni“ . .. Ennfremur: „Islend- inga sem nú eru á dögum vantar ekki í bili meira af rafknúnu ræflarokki og kveðskap sem verð- ur til í kringum nafla höfunda, ekki meira af offsettprentuðu hugarvíli og sifri, sem byrjað er að pumpa út í þjóðfélagið. ísland virðist vanta fleiri dæmi af mönn- um, sem háð hafa lífsbaráttu, sem bragð er að og látið hana stækka sig en ekki smækka; hafist af sjálfum sér — og þora að segja það, sem þeim býr í brjósti, — Þorleifur Jónsson er einn slíkra manna." Jóhannes Helgi hefur orðið meira en lítið hrifinn af samskipt- um sínum við Þorleif, enda gerir hann sér mikið far um það hvar- vetna í bókinni að setja ótvíræðan svip hans á frásögnina, og ég fæ ekki betur séð, en að það hafi tekizt með ágætum. Þorleifur er og snjall sögumaður, og minnió virðist ekki tekið að svíkja hann, þótt hann sé á áttugasta og fyrsta árinu, þegar þeir Jóhannes Helgi hefja samvinnu sína. Þó að vart muni meira en hálfsögð sagan, þegar þessari bók lýkur, hefur hann frá mörgu að segja, bæði af sjó og landi, er alltaf hress í máli og oft skemmtilega glettinn. Hann var dálítið brellinn í bernsku og æsku, og maður nokk- ur fór um hann þessum orðum: „Skálateigsstráknum er til alls Jóhannes Helgi. Bókmenntir eftir GUÐMUND G. HAGALÍN trúandi." En jafnvel dauðum manni þótti það til hans koma, að hann gerði sér ferð til hans eina nóttina og fékk sér hjá honum í nefið! Þeir, sem lifandi voru töldu peyjann líklegan til að verða mann með mönnum, þvi að um hann var sagt: „Helvítis Skálateigsstrákurinn getur allt,“ enda segir hann þetta, sem mér þykir vert að hafa eftir honum: „Ég púkkaði sjálfur undir mig — og hefði ekki viljað hafa þaó öðru- vísi. Þeir sem ekki glíma við meiriháttar vanda verða menn að minni, aumingjar flestir hverjir. Að rétta mönnum allt upp i hend- urnar á silfurfati er sama og að drepa þá. Hinu má samt ekki gleyma, að bak við hvern mann, sem hefst af sjálfum sér, kemst til manns eins og það er kallað, grill- ir í marga góða menn, suma vandalausa, velgerðamenn. Hjálp, stór eða smá, öll er hún af sömu rótinni sprottin, guðlegri rót.“ Og margt af því, sem merkast er f þessari bók er mjög lifandi frá- sagnir af fjölmörgum mönnum, sem Þorleifur hefur kynnzt og hann ber yfirleitt vel söguna. Einn er þó sá misliti hópur manna, sem honum er mjög í nöp við, þó að hann raunar segi, að sumir þeirra séu sómamenn. Það eru hafnfirzkir templarar. Út af kynnum sínum af þeim og þá ekki sízt flokksmönnum sinum í þeirra hópi, sem reyndust honum illa í kosningum til Alþingis, verða honum þessi orð af munni: „Taktu konu frá manni og hann gleymir þvi. Taktu fjárvon frá honum — og hann gleymir því aldrei." Ekki er Þorleifi heldur vel við kommúnista og nákrata, en ná- krata skilgreinir hann þannig: „Það voru spirur upp úr krötum, kallaðir nákratar til aðgreiningar, menn með kommúnistiskar til- hneigingar, ofrikistilhneigingar — sem þeir síðan blésu í brjóst mörgum manninum sem gengur ljósum lögum í þjóðfélaginu i dag. Þessir menn verða auðvitað að fá að vera til — en ég vil hafa þá utangarðs, áhrifalausa, þvi að þeir eiga sér annað föðurland en Island." Hann getur þess, að um krata og nákrata ætli hann að fjalla í næsta bindi og ennfremur „um seinni tíma aumingjaskap og fávizku innan Sjálfstæðisflokks- ins ...“ En hvað sem þessu líður þakka ég Skálateigsstráknum góða skemmtun og Jóhannesi Helga vel unnið verk. Jóhannes þekkti ég áður að góðu, og stráknurn hef ég nú haft af slík kynni, að ég hafði viijað, að hann hefði sleppt að minnsta kosti fyrri kviðlingn- um, sem prentaður er i bókarlok, enda segir hann, aó þeir verði skýrðir seinna. I bókinni eru nokkrar ljós- myndir, og mjög rækileg nafna- skrá er einn af kostum hennar. Guðmundur Gíslason Hagalin Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON Snjólaug Bragadóttir frá Skálda- læk: LOKAST INNI I LYFTÚ. 158 bls. Örn og Örl. Rvík, 1977. Ung stúlka lokast inni i lyftu með ungum manni og um leið slokkna ljósin í lyftunni. Á hverju skal eiga von? Að þau nálgist hvort annað hægt og hægt? Rekist á af tilviljun? Snertist? Kyssist? Að ævintýrið endi með keleríi eða jafnvel barneign? Nei, ekkert slíkt gerist i lyftunni þeirri arna. Þvert á móti. Ungi maðurinn er enginn bévítans flangsari, þetta er reglusamur fyrirmyndarmað- Snjólaug Bragadóttir Samloka með rækjum ur, þar aó auki svo vel undir þetta atvik búinn að hann ber á sér sígarettur, dagblöð og vasaljós; ennfremur samlokur með rækj- um svo hann getur leikið smágest- gjafahlutverk þessa stúnd sem þau sitja föst i lyftunni. Síðan kvikna ljósin og stúlkan og piltur- inn halda hvort sína leið. Þó hef- ur hvorki meira né minna gerst þarna í bjarmanum frá vasaljós- inu en að hann hefur ráðið hana i vinnu — við virkjunarfram- kvæmdir uppi á hálendi. Þar ger- ist sagan siðan að mestu leyti. Þetta er sjötta bók Snjólaugar Bragadóttur. Hér er á ferð dæmi- gerð skemmtisaga, ástarsaga, af- þreyingarsaga sem varla er hætta á að ofþreyti lesandann, né þá heldur að hún ofgeri tilfinningum hans. Snjólaug stefnir ekki hátt. Vinnubrögð hennar eru venjuleg og ber þessi saga hennar líkan yfirsvip og fjöldi annarra sagna af þessu tagi er samdar hafa verið og gefnar út undanfarin ár, er hvorki betri né verri en þær. Öþarft er að sakna í skemmtibók- um tilþrifa sem þar eiga ekki heima og verður því enginn fagurbókmenntamælikvarði lagð- ur á þessa bók. Hafi einhver gam- an af að lesa hana er tilganginum í raun og veru náð. Aðrar nytjar tel ég naumast af henni að hafa. Erlendur Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.